Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 LAUGAR, VESTFIRÐIR, 1991: Þessi laug skipar sérstakan sess í lífi mínu á Íslandi. Á ferðum mínum seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda átti ég þar margar stundir, yljaði mér eftir kalda, óblíða veðráttuna. Er ég sneri aftur til að taka ljósmyndir af henni árið 1991 sagði húsvörðurinn mér að von væri á nýrri laug. Hann sagði mér einnig að þetta væri elsta innilaug á Íslandi, er ætti daga sína að telja aftur til upphafs þriðja áratug- arins. Auk laugarinnar hýsti byggingin einstakan og fallegan heitan pott.* Annar fróðleiks- moli sem hraut af vörum húsvarðarins var sú staðreynd að fyrr á tímum var þessi bygging, sem sú stærsta í sveitinni, notuð sem eins konar samkomuhús; þegar fólkið úr nágrenninu kom saman eða fagnaði var laugin tæmd og hún notuð sem danssalur – fágað augnablik í sögu menningarheims þar sem allt veltur á útsjónarsemi. *Sjá næsta hluta Iceland’s Difference (Sérkenna Íslands), Lesbók, 4. maí 2002. Þetta er þriðji hluti í flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 1991, og texta, 2002, Roni Horn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.