Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 5 myndböndum: ,,Ég elska 2PAC. Hann er eins og ég eða öllu heldur, ég er eins og hann. Ruddi þar til ég drepst. Svo er hann með ótrúlega flott tattú.“12 Það er hins vegar greinilegt að Addi kann samt ekki að lesa í það sem hans ímynd stendur fyrir. Textar 2PAC fjalla um pólitíska kúgun hvíta mannsins, auk þess eru þeir upp- fullir af kvenhatri og hótunum sem Addi tekur til fyrirmyndar.13 Hið vestræna gildismat á sjón- inni orkar því tvímælis í upphöfnum trúverð- ugleika sjónarinnar og einföldun ímynda. Í grein sinni ,,Kvikmyndasögur og sjónræn ánægja“ rekur Laura Mulvey þau tengsl sem af- þreyingin hefur gjarnan við líkamsform kon- unnar. Konan er það sem horft er á, hún er hlut- gerð af augnaráði karlleikarans sem rennur saman við augnaráð myndavélarinnar og þar með áhorfandans. Með hlutgerðu áhorfi nær hið karllega augnaráð fjarlægð frá konunni sem ímynd og er því virkt gagnvart óvirkni ímynd- arinnar. Í þessu ljósi er forvitnilegt að skoða verðlagningu Hlyns í skáldsögunni 101 Reykja- vík á þeim konum sem hann hittir: „Mér tekst að rétta strákunum bjórinn án þess að bleyta nokkurn og það er laust borð. Eða það eru laus sæti við það en uppá því eru tvö dansandi kjúkl (15.000 & 25.000). Við setj- umst og sitjum. Ég horfi upp eftir appelsínugul- um sokkabuxunum um leið og ég sendi frá mér reyk. Þröstur og Marri glotta til mín og Þröstur hallar sér í eyrað: ,,How much?“14 Hér hefur hlutgerving konunnar náð hámarki þar sem hún er komin með verðmiða líkt og vara út í búð. Mulvey hefur þó verið gagnrýnd fyrir ein- strengingslegar skoðanir á stöðu konunnar en samkvæmt kenningu hennar um augnaráð get- ur konan aldrei verið handhafi augnaráðsins og virðist því alltaf lokuð inn í augnaráði karl- mannsins sem hlutgerir hana. Á það hefur og verið bent að karlmaðurinn sé í auknum mæli líka hlutgerður sem viðfang augnaráðsins, eins og hasar- og hetjumyndir bera með sér þar sem líkami karlleikarans er hafður til sýnis. Þetta sjónarhorn kemur einnig glögglega fram í bók- menntum samtímans eins og skáldsögurnar Dís og Erta bera með sér. Samnefndar aðalpersón- ur spá báðar mikið í karlpeninginn og þá er stundum erfitt að stjórna augum sem vilja leita annað en hugurinn: ,,Gott Dís, Kosmókona, upp- tekin, sýnast upptekin. Ekki horfa á bringuhár- in, horfðu í augun á honum. Nei, þau segja svo margt! Jú gerðu það samt.“15 Og Erta sem leitar að ,,riddaranum á hvíta hestinum“ í hverju horni: ,,ég fæ störu í sundi. finn bara hvernig slaknar á kjálkunum og ég veit, þó án þess að geta gert nokkuð við því, að ég lít út eins og fífl. en ég verð bara svona andaktug. mér finnst tím- inn standa kyrr þegar mislagaðir líkamar fólks- ins svífa fyrir augum mér.“16 Skilningur á ímyndum og umhverfi byggist á lestri ekki síður en orðum og þar veltur fram- setningin að mestu leyti á miðluninni. Á þessum tímum er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir flóknu samspili ímyndarinnar því segja má að nútímasamfélagið er drifið áfram af sjónrænum eða myndrænum upplýsingum. Allir sjónrænir miðlar búa yfir sjónhverfingarafli sem veikir trúna á hið sýnilega og augað. Myndavélaraug- að er ekki lengur álitið hlutlaus skráningarmiðill því myndavélin mótar myndefnið alltaf að ein- hverju leyti. En um leið og augað er ekki lengur talið óbrigðult, raskast stigveldið og ímyndin verður ekki lengur einföld og augljós heldur á sér eigið líf.17 V. Kynjaborg Tengsl borgarímyndar við spillingu og neyslu hafa gjarnan verið sett í samhengi við kven- líkamann sem uppsprettu lasta og taumlausrar eyðslu. Stjórn náttúrunnar og rökleg tök á henni hafa hins vegar verið tengd karlmann- inum enda eru viðhorf samfélagsins mjög í takt við hefðir og gildi feðraveldisins. Lýsing borg- arinnar í Ertu tekur á sig fullkomna kvenmynd í orðum sjálfsverunnar: „og hvar er hún núna, helvítis hamingjan? einhvers staðar að glenna sig upp í grunlausa. flennan sú. hún er borgin, borgin er líkami, með allt sem þarf og rassgat og klof og útferð og blóð. frárennsli hennar er innan úr henni, þar sést allt sem vita þarf.“18 Og amlóðinn Hlynur Björn í 101 Reykjavík sér móður sína og borgina sameinast í neyslu og umferð. „Mamma. Innkaupaforinginn, hin daglega hetja, stendur þarna, sterk en þreytt, með plast- hvolpa tvo, í ljósaskiptum lífs síns, búin að arka miðbæjarösina, slabbið, Laugavegskösina, stressið, stendur þarna einsog heil umferðar- menning: Með hnúta í æðum, hjólför í vöngum, götuhorn í síðu, bílfulla botnlanga, blikkljós í hjarta, hraðahindranir um magann, heila Kringlu í innyflum, rúllustiga í ristli og und- irgöng og stiga og lyftur og ganga og hundrað þúsund hellulagnir í hárinu, en umfram allt þó, umfram allt heit undir niðri, undir öllu, undir þessu öllu er móðurvarminn, rammflóknar hita- lagnir: Á Mömmu festir aldrei snjó og aldrei frýs henni hugur. Heilt torg í sálinni, og alltaf nóg af bílastæðum í augunum. Mamma. Er borg. Heil borg. Mín borg. Óborganleg. Stór eins og borg. 100.000 manna borg.“19 Hins vegar lítur Hlynur á íslenska náttúru sem andstæðu sína og líkir þeim samskiptum við eitt óhamingjusamasta hjónaband sem sög- ur fara af – hjónaband Karls Bretaprins og Díönu prinsessu.20 Gjálífi borgarinnar á hins vegar vel við Hlyn og þar unir hann sér vel, mitt í allri rófustöppunni þar sem allir hafa verið með öllum. Í kynjavenslum borgar og náttúru felast þó ákveðnar mótsagnir því líkamleiki borgar- innar hlýtur að vera ákveðið náttúruform, þótt skapað sé af mönnum og getur því ekki staðið sem hrein andstaða náttúrunnar í borgarand- anum og menningunni. Hvernig sem þessi fyr- irbæri eru kynjuð þá virðast þau alltaf rekast á, en á hinn bóginn má túlka þessa spennu sem nú- tímalega hugsun þar sem skilgreindar andstæð- ur milli menningar og náttúru eru teknar til endurskoðunar. Á síðastliðnum árum hefur það verið lenska að leysa upp rótgrónar andstæður í samfélaginu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Sagn- fræðingurinn Sherry B. Ortner deilir einmitt á þessi kynjuðu andstæðu hugtök í grein sinni ,,Er konan manninum eins og náttúran menn- ingunni“ og bendir á að í raun tengist konan ekki meira náttúrunni en karlmaðurinn, bæði hafi þau sál og líkama. Náttúran í hugum manna sé í raun tilbúið hugtak og að því leyti menning- arlegt, þar sem menningin afmarki sig frá nátt- úrunni en færi hana þar með í menningarlegt form. Kynhlutverk náttúru og menningar eru því menningarlega tilbúin en ekki sjálfgefin eins og oft er talið.21 Náttúra borgarinnar birtist meðal annars í fólkinu sem í henni býr og hún kemur fram hvar sem það er statt, innan henn- ar, utan eða á borgarmúrnum. „Hann horfir út í nóttina og þröngvar sér inn í hana. Þau skorða fætur sína á brúninni. Vaka beygir sig fram og Logi heldur vinstri hendi undir maga hennar, grípur um hárið og þrýstir með hægri hendi á mjóbakið, hreyfir sig takt- fast inni í henni. Ég tek borgina, segir hann. Og borgin tekur mig, svarar Vaka og horfir á ljós- in.“22 Þessi erótíska sviðsmynd er ekki síður tákn- ræn en myndræn þar sem parið sameinast í óeiginlegum samförum borgarinnar sem í eðli sínu er tvíkynja. Borgin er sá staður þar sem ólík öfl mætast. Með því að tengja saman þessar andstæður hafnar borgin ósættanleika þeirra, því í raun eru þær alltaf venslaðar með einhverjum hætti og geta þannig ekki staðið sem hreinar and- stæður. Borgin getur því verið tákn um upp- lausn rótgróinna andstæðna því hún er allt í senn mynd og texti, menning og náttúra, lík- amleg og andleg, karlleg og kvenleg. Umfram allt er borgin þó gríðarstórt gangvirki sem sam- anstendur af fjölda einkalífa í einkaborgum og er í eðli sínu óræð. Megin heimildir: Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir. 2000. Dís. Forlagið, Reykjavík. Didda (Sigurlaug Jónsdóttir). 1997. Erta. Forlagið, Reykjavík. Hallgrímur Helgason. 1996. 101 Reykjavík. Mál og menn- ing, Reykjavík. Mikael Torfason. 1997. Falskur fugl. Plúton, Reykjavík. Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík. Aðrar heimildir Baudrillard, Jean. 1992. ,,Fatal Strategies.“ Jean Baudrill- ard, Selected Writings. Polity Press, Cambridge, s. 185–206. De Certeau, Michael. 1999. ,,Walking in the City.“ Þýðandi ótilgreindur. The Cultural Studies Reader. Ritstjóri Simon During. Routledge, London og New York, s. 126–133. Dagný Kristjánsdóttir. 1997. ,,Tilraunin tókst víst.“ DV, 8. des. Geir Svansson. 1997. ,,Spítt, koks og mokkasíur.“ Morgunblaðið, 3. des. Kristeva, Julia. 1991. ,,Orð, tvíröddun og skáldsaga.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Rit- stjórn: Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, s. 93–128. Mulvey, Laura. 1995. ,,Visual pleasure and narrative ci- nema.“ A Cultural Studies Reader, History, Theory, Prac- tice. Ritstjórar: Jessica Munns og Gita Rajan. Longman, London og New York, s. 322–332. Ortner, Sherry B. 1995. ,,Is female to male as nature is to culture.“ A Cultural Studies Reader, History, Theory, Practice. Ritstjórar: Jessica Munns og Gita Rajan. Long- man, London og New York, s. 491–508. Úlfhildur Dagsdóttir. 2000 a. ,,Kynjaborg.“ Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi. 1.tbl., 19. árg. s. 41. Úlfhildur Dagsdóttir. 2000 b. ,,Gengið í augu.“ Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi. 2. tbl., 19. árg. s. 45. Neðanmálsgreinar: 1 Úlfhildur Dagsdóttir. 2000 a. ,,Kynjaborg“. Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi. 1. tbl., 19. árg. s. 41. 2 Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík, s.19. 3 Sbr. Dagný Kristjánsdóttir. 1997. ,,Tilraunin tókst víst.“ DV, 8. des. 4 Sbr. Michel de Certeau, 1999, s. 127–128. De Certeau, Michael. 1999. ,,Walking in the City.“ Þýðandi ótilgreindur. The Cultural Studies Reader. Routledge, London og New York, s. 126–133. 5 Sbr. Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík, s. 19–28. 6 Sbr. Didda. 1997. Erta. Forlagið, Reykjavík, s. 67. 7 Sbr. Sbr. Hallgrímur Helgason. 1996. 101 Reykjavík. Mál og menning, Reykjavík, s. 128. 8 Sbr. Julia Kristeva. 1991. ,,Orð, tvíröddun og skáldsaga.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Fou- cault. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, s. 93–111. 9 Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík, s. 26. 10 Sbr. Úlfhildur Dagsdóttir. 2000 b. ,,Gengið í augu.“ Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi. 2. tbl., 19. árg. s. 45. 11 Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík, s. 79. 12 Mikael Torfason. 1997. Falskur fugl. Plúton, Reykjavík, s. 61. 13 Sbr. Geir Svansson. 1997. ,,Spítt, koks og mokkasíur.“ Morgunblaðið, 3. des. 14 Hallgrímur Helgason. 1996. 101 Reykjavík. Mál og menn- ing, Reykjavík, s. 26. 15 Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir. 2000. Dís. Forlagið, Reykjavík, s. 161. 16 Didda. 1997. Erta. Forlagið, Reykjavík, s. 19. 17 Sbr. Úlfhildur Dagsdóttir, 2000 b. ,,Gengið í augu.“ Vera, tímarit um konur og kvenfrelsi. 2. tbl., 19. árg. s. 45. 18 Didda. 1997. Erta. Forlagið, Reykjavík, s. 79. 19 Hallgrímur Helgason. 1996. 101 Reykjavík. Mál og menn- ing, Reykjavík, s. 245. 20 Sbr. Hallgrímur Helgason. 1996. 101 Reykjavík. Mál og menning, Reykjavík, s. 357. 21 Sbr. Sherry B. Ortner. 1995. ,,Is female to male as nature to culture“ 1995, A Cultural Studies Reader, History, Theory, Practice. Longman, London og New York, s. s. 492–507. 22 Ragna Sigurðardóttir. 1993. Borg. Mál og menning, Reykjavík, s. 108. Morgunblaðið/Golli „Hvort sem borgin er lesin úr lofti eða láði er alltaf spurning um hvað borgaraugað nemur frá þeim hafsjó upplýsinga úr menningarlífi og umhverfi borgarinnar.“ Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.