Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 SPÁNVERJAR minnast þess nú að hundrað ár eru liðin frá fæð- ingu Luis Cern- uda, skálds frá Andalúsíu. Hefur bók hans, Ocnos, verið endur- útgefin en hún kom upphaflega út árið 1942. Bók- in inniheldur ljóðræna prósa. Ocnos sá, sem getið er í titl- inum, bjó í undirheimum Hades- ar og óf reipi sem apynja át jafn- óðum. Ocnos er því tákn hins hægláta og seinlega. Í inngangi að bókinni segir Francisco Brin- es skáld að hún fjalli um upprisu eða endurlífgun. Cernuda tilheyrði kynslóð spænskra skálda er kennd hefur verið við ártalið 1927. Þar var hann í hópi höfunda á borð við Pedro Salinas, Jorge Guillén, Federico García Lorca og Rafael Alberti en þeir tveir síðast- nefndu eru sennilega þekktastir þessara skálda ásamt Cernuda. Cernuda var samkynhneigður. Í grein sem birtist í spænska dagblaðinu El País í vikunni seg- ir Vicente Molina Foix rithöf- undur að Cernuda hafi ekki farið leynt með kynhneigð sína og hafi meðal annars þess vegna neyðst til að flýja land eftir að falang- istar undir forystu Francos kom- ust til valda eftir borgarastyrj- öldina 1936 til 1939. Cernuda var í útlegð alla valdatíð Francos og sneri raunar aldrei aftur til Spánar alkominn. Hann fékkst lengst af við háskólakennslu í Englandi og Bandaríkjunum þar sem hann lést árið 1963. Cernuda þýddi talsvert af enskum og bandarískum ljóð- skáldum á spænska tungu, svo sem John Donne og T.S. Eliot, og vann þar talsvert brautryðj- endastarf. Einnig þýddi hann þýska skáldið Hölderlin en áhrif þessara skálda hafa verið rakin í verkum hans. Þessa dagana stendur yfir sýning um ævi og verk Cernuda í Resedencia de Estudiantes í Madrid en 500 blaðsíðna rit um ævi og verk Cernudas hefur ver- ið gefið út í tilefni sýning- arinnar. Saramago um Portúgal Út er komin í enskri þýðingu ferðabók portúgalska nóbels- verðlaunahafans Josés Saramag- os um heimaland sitt. Bókin nefnist Journey to Portugal: A Pursuit of Portugal’s History and Culture. Bókin lýsir per- sónulegri upplifun Saramagos af heimalandi sínu. Fjöldi sagna og minninga skjóta upp kollinum um konunga, baráttumenn, mál- ara og rithöfunda, hetjur og skúrka. Í bókinni fer Saramago bæði um nyrstu fjallahéruð og syðstu strandbæi á borð við Algarve. Elton um raunveruleika- sjónvarp Ben Elton, höfundur skáldsög- unnar og leikritsins Poppkorn sem sýnt var hérlendis fyrir fá- einum misserum, hefur sent frá sér nýja skáldsögu er nefnist Dead Famous. Sagan fjallar um fólk sem tekur þátt í raunveru- leikasjónvarpi. Tíu manneskjur eru lokaðar inni í húsi með þrjá- tíu myndavélum og fjörutíu hljóðnemum sem fylgjast með þeim dag og nótt. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til einn þátttakendanna finnst myrtur í húsinu og ýmsar nýjar spurn- ingar vakna um raunveruleika raunveruleikasjónvarpsins. ERLENDAR BÆKUR Cernuda hundrað ára Luis Cernuda N Ú ER brúðkaupstímabilið í hápunkti eins og sést glögglega í Bókabúð Sig- fúsar Eymundssonar þar sem brúðartímaritin liggja í stöflum, svo ekki sé minnst á bækur um al- menna skipulagningu brúðkaupa, um ræður og minni, um borðhald, brúðkaupsdagbækur og síðast en ekki síst stóru munnþurrku bókina, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um dularfullan og margbreyti- legan heim servíettunnar. Til að búa mig undir þennan pistil fletti ég auglýsingum um hringi og blómaskreytingar, lærði allt sem vita má um „árstíðabrúðkaup“, brúðkaup í bleiku eða „sveitabláu“, hverjir eru líklegastir til að halda „gerið það sjálf“ brúðkaup og hvað má bæta með góðri brúðkaupstryggingu. Í fagtímaritinu, Þú og brúðkaupið þitt, eru brúðarkjólarnir í aðalhlutverki og þeir bera nöfn eins og „einlægni“ númer 2923, 2928 og 2929 eða „eðli“ B2251BL/S211 og B096LG/S107. Fyrir konur sem vilja ekki klæðast númerum er hægt að velja á milli kjóla sem heita „stundaglas“ og „ódáinslind“ eða „í álögum“ og „þetta er ynd- islegt líf“. Stúlkurnar á ljósmyndunum eru að- alsmeyjar, sem standa leyndardómsfullar á þrepum ættarseturs eða hanga sveitasælulegar í gættinni á litlum kofa hjá grænu rjóðri. Mér er spurn hvers vegna svona margar nýgiftar konur finna hjá sér þörf til að tipla berfættar um skóg- arstíga og trjálundi með vorið í tánum? Brúðkaupsiðnaðurinn er í höndum hönnuða og stílista, sem keppast við að gera allt sem glæsi- legast. Þó er eins og enginn hafi hugað að tungu- máli athafnarinnar. Tilvitnanabækur sýna glögglega að erfitt er að finna brúklegar setn- ingar úr heimsbókmenntunum um merkingar- ríkt samband hjóna. Þegar kemur að háði og skensi er aftur á móti af nógu að taka. Voltaire sagði t.d. hjónabandið vera eina ævintýri hug- leysingjans, sem er reyndar furðu jákvætt í ljósi þess að flestum ævintýrum lýkur með brúð- kaupi. Í einu tilvitnanaritanna var orðið sjálft „marriage“ mitt á milli orðanna að eyðileggja „mar“ og píslarvottur „martyr“. Á þessum degi (20. júlí þegar þetta birtist) fæddist Petrarka árið 1304, en hann er höfuð- skáld ástarinnar í hinum vestræna heimi. Og á þessum degi (18. júlí þegar þetta er skrifað) lést hann árið 1374. Petrarka á stóran þátt í því að hjónabands- ástir vega ekki þyngra í vestrænum bókmennt- um því að hann fullkomnaði lýsinguna á hinni ósnertanlegu, óhöndlanlegu, nánast guðlegu konu; á ást sem verður ekki svalað með líkamleg- um samruna. Petrarka eignaðist aldrei Láru sína en það slökkti síst ástarfunann þegar hún lést úr svarta dauða árið 1348. Upp frá þessu hættu skáldin að yrkja um ástir karla til eiginkvenna sinna, kannski vegna þess að þeim þótti hjóna- bandið vera „samábyrgð tveggja andlegra ör- eiga“ svo vitnað sé í orð Þórbergs Þórðarsonar í bréfi til annarrar (en um leið sömu) Láru. Fáir íslenskir karlmenn bera gæfu til að missa sína heittelskuðu úr drepsótt og kvænast henni því gjarnan að lokum. Ef hamingjusöm hjóna- bönd eru hver öðrum lík en óhamingjusöm hjónabönd jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt hlýtur að leynast að minnsta kosti ein góð skáld- saga í hamingjusömu hjónabandi. Fram að því er það besta ósk til handa brúðhjónum að líf þeirra verði aldrei í frásögur færandi. FJÖLMIÐLAR JÁ... Fáir íslenskir karlmenn bera gæfu til að missa sína heitt- elskuðu úr drepsótt og kvænast henni því gjarnan að lokum. G U Ð N I E L Í S S O N INýlega kom út fimmta og síðasta bindi í ævisögurússneska rithöfundarins Dostojevskís eftir breska bókmenntafræðinginn Joseph Frank. Frank gaf út fyrsta bindið árið 1976 og hefur því verið rúman aldarfjórðung að klára verkið sem er ýtarlegasta eða að minnsta kosti lengsta ævisaga sem skrifuð hefur verið á Bretlandi og slær þar út tvö þúsund blaðsíðna ævisögu Henry James í fimm bindum eft- ir Leon Edel. IIÚtgáfa ævisagna hefur verið gríðarlega mikil ílangan tíma í Bretlandi og víðar í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. Algengast er að skrifað sé um rithöfunda, listamenn og stjórnmálamenn en fræðimenn og vísindamenn eru einnig vinsæl við- fangsefni ævisagnaritara. Margir þeirra hafa sér- hæft sig í ritun ævisagna en svo eru fræðimenn á borð við Joseph Frank sem veita sérþekkingu sinni í þennan farveg. Í sumum tilfellum eru ævisögurnar miklu meira en bara sögur um æviferil viðkomandi karls eða konu. Í ritdómi sem birtist nýlega í The New York Times Review of Books um verk Franks segir Michael Scammmell, sem sjálfur er ævi- sagnaritari, meðal annars að það fjalli ekki síður um sögu rússneskrar nítjándu aldar menningar en ævi Dostojevskís. „Þetta er ekki bókmenntaleg ævi- saga í venjulegum skilningi og bókin veitir heldur ekki heildstæða sýn á skáldið. Hún er miklu frekar ýtarleg saga um hugarheim Dostojevskís, alfræðirit um hann sem meiriháttar skáldsagnahöfund, hugs- uð, ritgerðasmið og ritstjóra, blaðamann og gagn- rýnanda.“ Segja má að þetta sé lýsing á bestu kost- um ævisögu. IIIHér á landi er ekki mikil hefð fyrir ævisögumaf þessu tagi. Nokkuð var gefið út af ævisögum í viðtalsformi á áttunda og níunda áratugnum en þeim hefur fækkað talsvert. Sjálfsævisögur eru og þó nokkrar en minna hefur verið ritað af ævisögum eins og þeim sem hér hafa verið gerðar að umtals- efni. Ritaðar hafa verið ævisögur nokkurra þeirra stjórnmálaskörunga og rithöfunda sem settu svip sinn á síðustu aldir en í þeim efnum er geysimikið starf óunnið. Að sumu leyti vekur það furðu hversu lítið hefur verið fengist við þessa bókmenntagrein hérlendis en það ber að hafa í huga að ritun ævi- sagna er tíma- og fjárfrekt verkefni, eins og Viðar Hreinsson benti á í viðtali hér í blaðinu fyrir skömmu en hann vinnur nú að ævisögu um skáldið Stephan G. Stephansson. IVEins og sagt er frá annars staðar á þessarisíðu minnast Spánverjar þess nú að hundrað ár eru frá fæðingu skáldsins Luis Cernuda. Í tilefni þess hefur meðal annars verið efnt til mikillar sýn- ingar um skáldið í Madrid og í tengslum við hana gefið út fimm hundruð síðna rit um ævi hans og verk. Hér á landi minnumst við þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Efnt hefur verið til málþings og sýninga í tilefni þessa en enn hefur ekki komið út ævisaga þessa mesta rithöf- undar Íslands á síðustu öld. Vafalaust bíða margir spenntir eftir slíkri lesningu. NEÐANMÁLS Æi, ég veit ekki. Eitthvað bar- asta fannst mér þetta slappt hjá snillingnum Fincher, dáldið eins og í The Game þar sem hann var of upptekinn af því að vera klever og klár og þetta var allt eitthvað svo þvingað. Ég mæli því frekar með því að þið nælið ykkur í aðrar myndir eftir kallinn, Alien 3, Se7en og svo náttúrlega Fight Club, eða var ég búin að nefna hana? Úlfhildur Dagsdóttir Kistan www.visir.is/kistan Sjónvarpsdagar dauðans Föstudagar eru sjónvarpsdagar dauðans. Þá eru endursýndir verstu þættir í heimi þar sem In- diana Jones ferðast um heiminn á yngri árum og hittir alla fræga kalla heimsins án þess að læra neitt af þeim (Hátindurinn er þátt- urinn þar sem hann situr við borð með Freud, Jung og Adler og ræð- ir sálfræði og heimspeki). Svo kemur yfirleitt B-mynd með leik- urum sem maður hefur aldrei séð og að lokum gullmót í frjálsum sem er yfirleitt hápunktur kvöldsins. Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is SUMARIÐ er fínn tími til að horfa á hrollvekjur. (Reyndar eru allar árs- tíðir góður tími til að horfa á hroll- vekjur, en nú er sumar, gleðjumst gellur.) Þú bara dregur svörtu gluggatjöldin fyrir rigningargrá- mann úti og kveikir á kertum og þá er ekkert sem minnir á miðnæt- ursólina. Það er hvort sem er ekk- ert í sjónvarpinu og þessi enda- lausu sumarfrí eru í sjálfu sér hálfgerð hrollvekja – ég meina, þetta brýtur upp rútínu og ruglar fólk í ríminu, það missir fótanna og vafrar stefnulaust um bæinn innan um hina túristana, húðblautt og kalið og minnir helst á lifandi dauða, uppvakninga og zombíur. Um þetta má lesa í hinu merka riti Hvíldardagar skrifað af sálfræð- ingnum Braga Ólafssyni. Ef sjúk- lingur hans hefði bara horft á nokkrar hrollvekjur þá hefði þetta aldrei farið svona. […] Ég get þó ekki mælt með því að fara í bíó til að iðka sumarhrylling, en eina myndin í kvikmyndahúsum í dag sem getur fallið undir hroll- vekjur er nýjasta mynd Davids Finchers, The Panic Room, sem ís- lenska mætti sem panikherbergið. […] SUMAR- HRYLLINGUR Morgunblaðið/Ómar „Þetta er nú áreiðanlega sönn saga.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.