Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 AÐSTÆÐINGAR eða Situation- istar lifa góðu lífi. Kenningar þeirra um sýndarþjóðfélagið áttu mjög upp á pallborðið hjá 68- hreyfingunni og eru að sumra áliti einn af grundvöllum þjóð- félagsgagnrýni hennar. Nýlega kom út rit með helstu ritsmíðum aðstæðinga. Ritið heit- ir Guy Debord and the Situation- ist International: Texts and Docu- ments (Guy Debord og Alþjóðahreyfing aðstæðinga: Textar og skjöl) og er ritstýrt af Tom McDonough. Frakkinn Guy Debord var faðir hreyfingar- innar og áhrifamesti kenni- smiður hennar. Fjölmargar greinar eru eftir hann í ritinu en að auki birtast í ritinu greinar eftir Giorgio Agamben, Libero Andreotti og Jonathan Crary m.a. en áhersla er lögð á að prenta greinar sem ekki höfðu verið þýddar áður á ensku. Þúsund byggingar í New York Út er komin bók er fjallar um arkitektúr í New York og nefnist One Thousand New York Build- ings (Eitt þúsund byggingar í New York). Höfundar eru Bill Harris, Judith Dupre og Jorg Brockmann ljósmyndari. Í bók- inni er reynt að varpa ljósi á ótrú- lega fjölbreytni í borgarlandslagi New York þar sem um 90.000 byggingar eru staðsettar. Bókin þykir góður vegvísir fyrir þá sem þyrstir að vita meira um borgina og samsetningu hennar. Mynd er birt af hverri þessara þúsund bygginga og sagt frá einkennum þeirra og stöðu í byggingarsög- unni. McEnroe hugsar upphátt Ný sjálfsævisaga tennisgarpsins John McEnroe er nýlega komin út. Bókin heitir Serious: The Autobiography (Gamanlaust: Sjálfsævisaga) og er unnin í sam- vinnu þeirra McEnroe og blaða- mannsins James Kaplan. McEnroe var einn af albestu tennisleikurum síns tíma en er kannski einna helst minnst fyrir mikla skapgerðarbresti sem brutust sérstaklega út í árásum á dómara og eyðileggingu á tennis- spöðum og ýmsu öðru lauslegu. McEnroe er fæddur og uppalin í Queens-hverfi í New York og rekur bókin það hvernig hann breyttist úr stríðhærð- um krakka í hverfinu í stórstjörnu í heimi íþróttanna og nú undir það síðasta í virðu- legan tals- mann íþrótt- arinnar. McEnroe liggur þó ekki á skoðunum sínum frekar en vanalega og er opinskár um veik- leika sína. Hann segir meðal ann- ars um alla þá athygli sem hann fær enn og lofsyrðin um glæsi- legan feril: „Ég verð aldrei þreyttur á hrósyrðunum. Ég er stoltur af því að hafa unnið til þeirra. Og – ég viðurkenni það fúslega – að vissu leyti er ég háð- ur athyglinni. Það er ein ástæða þess – og ég viðurkenni það líka – að ég skrifa þessa bók. Það er ekki bara til þess að fá athygli heldur líka til þess að leiða hug- ann að því hversu mikla athygli ég þarf og hvers vegna.“ Bókin hefur vakið mikla at- hygli. Tatum O’Neal, fyrrverandi eiginkona McEnroe, kom t.d. fram í sjónvarpi nýlega í tilefni af útkomu bókarinnar og upplýsti um lyfjaneyslu kappans fyrr á tíð. ERLENDAR BÆKUR Aðstæðing- arnir lifa McEnroe og Tatum O’Neal. E ITT sólríkt sumar fyrir fáum ár- um sperrti ég eyrun í hvert skipti sem tiltekin kvenrödd heyrðist lesa veðurfréttir í Rík- isútvarpinu – Rás 1. Mig grunaði að röddina ætti ung kona sem ynni á Veðurstofunni í sumaraf- leysingum; hún hætti að minnsta kosti að hljóma þegar haustlægðirnar fóru að æða yfir landið. Ekki var nóg með að hún (röddin) væri einstaklega falleg heldur las hún veðurfréttirnar með allt öðrum og persónulegri blæ en aðrar raddir sem ég hafði heyrt í þessu hlutverki. Það var líkara því að hún væri að lesa hugljúft bréf eða nóvellu eftir Hamsun en hlutlægar upplýsingar um vindhraða, skyggni og úrkomu á síðustu klukkustund. Eftir því sem ég hlustaði oftar á þessa björtu sumarrödd urðu hefðbundnu veðurfréttaradd- irnar mér hugstæðari. Þið vitið hvaða raddir ég er að tala um. Þær hljóma svo að segja allar eins; eru ástríðulausar, tala alltaf í sama ein- hæfa lagstúfnum sem slitinn er í sundur af löngum, tregafullum þögnum: „Þetta er á Veð- urstofu Íslands. <þögn> Veðrið klukkan átján. <þögn>.“ Ég gerði mér fljótt grein fyrir að fólkið sem á þessar raddir talar ekki svona í sínu daglega lífi, til dæmis við fjölskylduna við morgunverðarborðið. Raddir þeirra og fram- sögn breytast þegar það stígur inn í litlu hljóð- stofuna í Veðurstofuhúsinu í austanverðri Öskjuhlíð. Ekki misskilja mig. Ég tel ekki endilega æskilegt að starfsfólk Veðurstofunnar fari að lesa veðurfréttir með meiri tilþrifum, hvert með sínu nefi. Hin ópersónulega veðurfrétta- rödd þjónar vissulega sínu hlutverki, hún er merkingarbær í sjálfri sér. Henni er ætlað að tjá að textinn sem verið er að lesa séu ábyggi- legar staðreyndir frá opinberri stofnun sem hægt er að treysta. Óumbreytanleiki hennar um áratuga skeið hefur í rauninni sérstakt að- dráttarafl í heimi sem er að mörgu leyti í upp- lausn. Rás 1 er auðug af slíkum röddum. Dán- arfregnir og jarðarfarir hafa helgað sér eina rödd sem einkennist af hógværri hluttekningu, jólakveðjurnar aðra sem er full af andakt og eftirvæntingu. Þessar raddir taka sér jafnan bólfestu í þeim sem ganga þarna í þularstörf, einstaklingum sem eru að öðru leyti giska ólík- ir. Sömu sögu er að segja af fréttamönnum og dagskrárgerðarfólki Ríkisútvarpsins; stofnun- in, sagan og hefðin tala í gegnum mörg þeirra, með breytilegum hætti eftir dagskrárliðum. Rás 1 er auðvitað ekkert einsdæmi í þessu til- liti. Spánnýjar einkareknar poppstöðvar eru furðuskjótar að móta sér sínar eigin stofn- anaraddir – með sérstökum framburðarein- kennum, áherslum, hiki og þögnum – sem búk- tala í hverjum kynninum á fætur öðrum, jafnskjótt og hann eða hún sest fyrir framan hljóðnemann. Á báðum vígstöðvunum eru bestu útvarps- mennirnir og -konurnar þó iðulega þeir sem ná að þagga niður í stofnunarröddinni og gefa tjáningu sinni persónulegan blæ. Slíkt getur reyndar tekið tíma. Eiríkur Guðmundsson, stjórnandi Víðsjár á Rás 1, var til dæmis í tvö eða þrjú ár að ráða niðurlögum hinnar grand- vöru ríkisútvarpsraddar áður en hálfskeggjaða eiríksröddin braust fullmótuð fram, storkandi, kaldhæðin og mælsk. Stundum enn er þó eins og þessar tvær raddir hljómi sitt á hvað úr sama barkanum, eftir því hvert viðfangsefnið er eða hvaða dagur vikunnar. Hvað stúlkuna á Veðurstofunni snertir þá vona ég að hún hafi fundið rödd sinni farveg við hæfi. Mig grunar satt að segja að hún sé farin að yrkja ljóð og treysti því að á þeim vett- vangi sé rödd hennar einnig fersk og ný. Því að Ljóðið, rétt eins og Veðurstofan og Ríkisút- varpið, er rótgróinn, formfastur fjölmiðill sem talar í gegnum meirihluta starfsmanna sinna, ekki síst þá sem eru í sumarafleysingum. FJÖLMIÐLAR VEÐURFRÉTTARÖDDIN J Ó N K A R L H E L G A S O N E i r í k u r G u ð m u n d s - s o n , s t j ó r n a n d i V í ð - s j á r á R á s 1 , v a r t i l d æ m i s í t v ö e ð a þ r j ú á r a ð r á ð a n i ð u r l ö g u m h i n n a r g r a n d v ö r u r í k i s ú t v a r p s r a d d a r á ð u r e n h á l f s k e g g j a ð a e i r í k s r ö d d i n n b r a u s t f u l l m ó t u ð f r a m , s t o r k a n d i , k a l d h æ ð i n o g m æ l s k . I Eins og fram kemur í vísindaþætti blaðsins ídag virðist kjarni viðbjóðs vera „löngun til að losna við það sem maður hefur innbyrt í eig- inlegri eða óeiginlegri merkingu“ en stundum fylgja dæmigerð svipbrigði, flökurleiki, aukin munnvatnsmyndun og svo framvegis. Darwin benti fyrstur manna á að viðbjóður gegndi því hlutverki hjá dýrum og mönnum að forðast óæti. En fólk fyllist ekki aðeins viðbjóði við að inn- byrða fúlan mat heldur og þegar það snertir eða sér eitthvað sem samræmist ekki tilfinningu þess fyrir því hvað er heilbrigt eða eðlilegt með ein- hverjum hætti. II Skáld og listamenn hafa í margar aldir reyntá viðbjóðsþol fólks með góðum árangri, hvern- ig sem á það er litið. Í blaðinu í dag er fjallað um sögu franska hryllingsleikhússins Grand Guignol sem stofnað var árið 1897 í París og sýndi einkum verk er fjölluðu um ofbeldi og lík- amshrylling af ýmsu tagi. Þar voru farnar ýmsar leiðir að viðbjóðsmörkum áhorfenda sem þróað- ar hafa verið lengra í hryllingskvikmyndum. III Margir líta á kvikmyndina sem meginformhryllingslistarinnar. Og það má reyndar finna skemmtilegt samhengi í upphafi kvik- myndagerðar undir lok nítjándu aldar og út- komu Drakúla eftir Bram Stoker árið 1897 sem er einmitt sama ár og Grand Guignol er stofnað. Drakúla greifi er sennilega eitt þaulkannaðasta ævintýri hryllingssögunnar og hefur gengið aftur, ef svo má segja, í fjölmörgum kvikmyndum sam- tímahöfunda. Á annan tug aðlagana á sögu Sto- kers hafa verið gerðar og um eitt hundrað mynd- ir sækja efnivið þangað að meira eða minna leyti. IV Bent hefur verið á að hrollvekjan snúistum að afhjúpa eða leiða hið dulda í ljós. Hún vekur með öðrum orðum fólk til umhugs- unar um hluti sem það bælir með sér í hvers- dagslífinu. Hún leiðir í ljós sundrungu þar sem við alla jafna sjáum samhengi. Líkaminn er bút- aður í sundur og sýndur úr samhengi við það sem við köllum eðlilegar aðstæður. Og ein- staklingurinn er ekki einn heldur margur. Upp úr sálarkirnum hins dagfarsprúða spretta óvætt- ir svo ógurlegar að við getum ekki annað en brugðist við með viðbjóði. En um leið hugsum við um samsetningu okkar eigin sjálfs þar sem við erum vön að setja smávægileg jafnt sem stór- vægileg frávik í samhengi, persónulegt sam- hengi. V Hryllingsmyndin vekur þannig ekki síst grunhjá okkur um innra ósamræmi jafnt sem ytra. Og hún bendir kannski umfram allt á að eðlið, sem við höfum ætíð séð sem eitthvað gott inni við traust bein, sé afstætt, að það sé í raun ekki til neitt eitt eðli. Kannski Einstein hafi ver- ið helsti hryllingshöfundur tuttugustu aldar- innar, sem mætti hugsanlega kalla öld hryllings- ins (í fleiri en einum skilningi), en þess má geta að hugmyndin á bak við afstæðiskenninguna kom einmitt til hans í draumi rétt eins og sögu- þráður Drakúla birtist Bram Stoker í martröð eftir að hann borðaði yfir sig af krabbakjöti. NEÐANMÁLS ABBA var kærkomin sending til borgarastéttarinnar eftir róstur sjö- unda áratugarins. Höfundur Bók- arinnar um ABBA, Rud Kofoed, lýsir þessari himnesku upplyftingu: „Eftir mörg ár napurlegra strauma í tónlist- inni: eiturlyfjabylgjur, kynferðisbylt- ingar, pólitískur boðskapur, grað- hestarokk, yfirspennt lífsviðhorf og „geimflug“ kemur ABBA eins og sak- leysið sjálft, eitthvað sem maður skil- ur og getur treyst.“ ABBA stóð fyrir hina hefðbundnu kjarnafjölskyldu, enda voru þau tvenn hjón, og ekki er hægt að segja að þau hafi ráðist gegn samfélaginu með lífi sínu og list. Þau teljast hins vegar óneit- anlega til merkra Svía og hafa vissu- lega auðgað líf okkar allra. Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Staurinn eini Í GÓÐRA vina hóp getur verið skemmtilegt að slá um sig með skrítn- um og skemmtilegum fróðleiksmolum um hitt og þetta. Dæmi: „Það vita það ekki margir, en Bjarnarstígur í Reykjavík er kenndur við Björn í Mörk. Ástæðan er sú, að gatan sú liggur aftan við Kárastíg, en eins og áhugamenn um fornsögur vita stóð Björn að baki Kára í átökum!“ […] Afskekktasti ljósastaur á Íslandi mun líkast til vera ljósastaurinn í Húsadal í Þórsmörk. Staur þessi er um margt sérstakur, því auk þess að vera óralangt frá öllum öðrum ljósa- staurum (sá næsti mun vera einhvers staðar í Fljótshlíðinni) er lega hans í Mörkinni afar sérstök. Ætla mætti að eina ljósastaurnum í Þórsmörk hefði verið fundinn staður sem næst húsum SBS-Austurleiðar, t.d. á bílaplani. Sú er þó ekki raunin. Þvert á móti er ljósastaurinn, eða „staurinn eini“ eins og gárungar nefna hann, stað- settur í miðju rjóðri liðlega kílómetra frá húsunum. Stefán Pálsson og Sverrir Guðmundsson Múrinn www.murinn.is Morgunblaðið/Kristinn „Fólk á hlaupum, í innkaupum.“ ABBA STÓÐ FYRIR KJARNAFJÖLSKYLDUNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.