Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 S AGNFRÆÐINGAR verða sjaldan aðnjótandi þess vafa- sama heiðurs að geta kallast þjóðþekktir í heimalöndum sín- um, hvað þá heimsþekktir. Flestir sinna þeir daglegri iðju sinni í kyrrð og einrúmi, utan við skarkala heimsins, og þótt fyrir komi að bækur þeirra eða aðrar ritsmíðar veki almenna athygli fyrir frásagnir af drama- tískum atburðum, eftirminnilegu fólki, stílsnilld eða skarpa hugsun, er þar tíðast aðeins um stundarfyrirbrigði að ræða. Innan skamms fennir í sporin og verkin, sem um stund vöktu deilur eða hrifningu, gleymast öllum nema kannski örfáum starfsbræðrum og -systrum og einstaka áhugamanni um viðfangsefnið. Einn er þó sá sagnfræðingur 20. aldar, sem fullyrða má að hafi orðið þjóðþekktur í heima- landi sínu og víða um heim er nafn hans þekkt, ekki aðeins á meðal annarra fræðimanna, held- ur einnig í hópi áhugafólks um sögu 19. og 20. aldar og ýmissa annarra, sem kunna að meta góðar bækur. Þessi maður var A.J.P. Taylor, enskur sagnfræðingur, og þekktastur meðal landa sinna sem Alan Taylor. Hann var flestum öðrum afkastameiri við ritstörf, tíður gestur í útvarpi og sjónvarpi, tók virkan þátt í stjórn- málabaráttunni á 6. og 7. áratug aldarinnar, skrifaði mikið í blöð, hafði skoðanir á flestum hlutum og lifði harla litríku einkalífi. Bækur hans nutu flestar vinsælda og eru enn gefnar út í stórum upplögum, þótt rúmur áratugur sé lið- inn frá andláti hans og hálfur annar frá því hann neyddist til að leggja frá sér pennann vegna veikinda. Sumar bækur hans og greinar vöktu þó harðar deilur, sem vart eru hjaðnaðar enn, og nýlega helgaði þekkt fræðitímarit honum heilt hefti. Um hann hafa verið skrifaðar tvær ævisögur, auk sjálfsævisögu sem út kom árið 1983, og á síðastliðnum vetri sýndi BBC klukkustundar sjónvarpsþátt um ævi hans og störf. Mun óhætt að fullyrða, að um engan ann- an sagnfræðing 20. aldar hafi verið fjallað jafn- mikið og víða. Í þessari grein verður fjallað um ævi og störf Taylors, greint frá helstu ritum hans og reynt að skýra, hvers vegna hann varð svo þekktur og vinsæll sem raun bar vitni. Ennfremur verður fjallað stuttlega um nokkrar skýringar hans á sögulegum atburðum og freistað að skýra, hvers vegna þær vöktu svo mikla athygli og eru enn umdeildar, ekki aðeins í þröngum hópum fræðimanna, heldur einnig á meðal söguáhuga- fólks víða um heim. II. Alan John Percivale Taylor, eins og hann hét fullu nafni, var Lancashiremaður að ætt og upp- runa. Hann fæddist í Birkdale, skammt fyrir norðan Liverpool, 25. mars árið 1906. Faðir hans var vel stæður kaupsýslumaður og starf- aði, er drengurinn fæddist, við fjölskyldufyr- irtæki, sem rak umsvifamikil baðmullarvið- skipti. Móðirin var kennari að mennt og afkomandi kaupmanna, eins og faðirinn. Taylor ólst upp sem einkabarn foreldra sinna, en eldri systir hans lést fáeinum árum áður en hann fæddist og þriðja barn foreldra hans fæddist andvana er hann var sjö ára gamall. Eins og oft vill verða um einkabörn, naut Taylor góðs at- lætis og athygli í bernsku og hafði meiri sam- skipti við foreldra sína, ættingja og fullorðna fjölskylduvini en við jafnaldra. Hann var annars mikið út af fyrir sig, en þótti bráðger, var að eig- in sögn orðinn læs um fjögurra ára aldur, og eyddi á bernskuárum miklum tíma í bóklestur og til að hlýða á samræður fullorðinna. Þær snerust ekki síst um stjórnmál, en foreldrarnir voru báðir áhugasamir um þau efni. Percy Taylor, faðir Alans, studdi Frjálslynda flokkinn, en varð fyrir miklum vonbrigðum með hann er fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hann taldi að Asquith forsætisráðherra og Grey utan- ríkisráðherra hefðu svikið þjóðina, blekkt hana til að taka þátt í styrjöldinni, og þegar öllu væri á botninn hvolft, væru breskir ráðamenn engu minni hernaðarsinnar en þýskir starfsbræður þeirra. Percy, sem var mikill tilfinningamaður í stjórnmálum og fylgdi skoðunum sínum fast eftir – eins og sonur hans síðar – sagði skilið við Frjálslynda flokkinn og hneigðist til sósíalisma. Á þessum tíma gátu einstaklingar, sem ekki áttu aðild að verkalýðsfélögum, ekki orðið með- limir í Verkamannaflokknum, og af þeim sökum hölluðust foreldrar Taylors að samtökum vinstrimanna, sem stóðu utan flokksins. Í þeim hópi voru margir miðstéttar- og menntamenn, sem andsnúnir voru þátttöku Breta í heims- styrjöldinni. Þar voru frændur Taylors í móð- urætt býsna áberandi og a.m.k. einn þeirra eyddi meirihluta stríðsáranna í fangelsi vegna þess að hann neitaði að gegna herkvaðningu. Allt hafði þetta mikil áhrif á skoðanir Taylors þegar á unga aldri og mótaði afstöðu hans til þjóðfélagsmála, og þó einkum styrjalda, hern- aðarbrölts og vígbúnaðar, ævilangt. Á bernsku- heimili hans fylgdist fólk gjörla með bylting- unni í Rússlandi og þegar bolsévikar sömdu frið við Þjóðverja og hættu þátttöku Rússlands í stríðinu, hlutu þeir mikið lof fyrir hjá Taylor- fjölskyldunni og nánustu vinum hennar. Næstu árin eftir að styrjöldinni lauk, störfuðu foreldr- ar Taylors mikið með öðrum breskum sósíal- istum, móðurfrændur hans komust sumir til metorða í vinstrihreyfingunni og síðar Verka- mannaflokknum og einn nánasti vinur föður hans var George Lansbury, þingmaður, rit- stjóri Daily Herald og enn síðar einn helsti for- ystumaður friðarsinna í flokknum. Sumarið 1925 fór Taylor í sex vikna ferðalag til Sov- étríkjanna ásamt móður sinni og vini þeirra. Sú ferð hafði mikil áhrif á hann, hann hreifst af rússneskri menningu og þó ekki síður af þjóð- inni, sem hann taldi jafnan að verðskuldaði blíð- ari örlög en henni voru búin. Taylor var ungur settur til mennta og að loknu barnaskólanámi á heimaslóðum var hann sendur í heimavistarskóla sem kvekarar ráku, fyrst í Buxton College og síðan í Bootham í York. Árið 1924 lá leið hans til Oxford, þar sem hann nam við Oriel College næstu þrjú árin og brautskráðist sumarið 1927. Þar var sagnfræði, eða öllu heldur saga, meginviðfangsefni hans, en sjálfur leit hann þó ekki á sig sem sagnfræð- ing að námi loknu, a.m.k. ekki í þeim skilningi sem lagður er í það orð nú á dögum. Hann hafði t.a.m. litla sem enga þjálfun hlotið í neins konar rannsóknavinnu og var engan veginn ráðinn í að stunda fræðigreinina. Að eigin sögn var Taylor alls óráðinn í því hvað hann hygðist taka sér fyrir hendur er hann brautskráðist frá Oriel College. Móðurbróðir hans, sem rak þekkta lögfræðiskrifstofu í Lond- on og var einn helsti lögmaður vinstrimanna á þessum tíma, bauð honum að koma til sín til náms og þjálfunar og fyrir áeggjan móður sinn- ar þáði hann boðið. Starfið á lögfræðiskrifstof- unni átti þó lítt við hann og honum leiddist í London, þar sem hann þekkti varla nokkurn mann. Hann mætti samviskusamlega í vinnuna á hverjum morgni í u.þ.b. hálft ár, en sat lengst af vinnudeginum úti í horni og las Dickens, en bækur hans hafði hann keypt fyrir verðlaun, sem hann fékk fyrir lokaritgerð sína í Oxford. Eftir sex mánaða dvöl í stórborginni sagði hann skilið við frænda sinn og lögfræðina og hélt skömmu síðar aftur til Oxford, þar sem hann tók að huga að framhaldsnámi í sagnfræði. Þar gekk hann m.a. á fund H.W.C. Davis, sem var Regius prófessor í sagnfræði. Hann stakk upp á því að Taylor færi til Vínarborgar og legði þar stund á nám í þýsku og rannsóknarnám í sagn- fræði undir handarjaðri Alfred Pribram, sem þá var einn fremsti kennari í sögu alþjóða- stjórnmála í Evrópu og sérfræðingur í evr- ópskri stjórnmálasögu 19. aldar og öndverðrar 20. aldar. Taylor leist þegar í stað vel á þessa hugmynd og hélt til Vínar haustið 1928. Þar dvaldist hann næstu tvö árin við rannsóknir og nám og naut þeirra menningarlegu lystisemda sem borgin hafði uppá að bjóða, sótti m.a. tónleika af mikilli elju. Á Vínarárunum samdi hann frumdrög að fyrstu bók sinni, en vorið 1930 var hann ráðinn lektor í síðari alda sögu við háskólann í Man- chester. Því starfi gegndi hann í átta ár, en flutti sig þá um set og fór aftur til Oxford. Þar var hann kennari við Magdalen College næsta ald- arfjórðunginn en hætti þá kennslu að mestu og fluttist til London. Þar starfaði hann við fræði- störf og fyrirlestrahald á meðan heilsa leyfði. Heimildum ber saman um, að Taylor hafi verið góður kennari. Eins og fleiri sagnfræð- ingum, sem njóta þess að fást við rannsóknir og ritstörf, leiddist honum kennslan, en hann van- rækti aldrei skyldur sínar í þeim efnum og að ýmsu leyti lét háskólakennsla honum vel. Hann var afburðafyrirlesari og hélt áheyrendum sín- um föngnum frá upphafi til enda. Gilti þá einu hvort um var að ræða kennslufyrirlestra, fyr- irlestra í sjónvarpi eða af öðru tilefni. Sem leið- beinandi við ritgerðasmíð þótti hann og einkar góður, þar naut yfirburðaþekking hans sín kannski hvað best. Ýmsir nemenda hans hafa og orðið þekktir og afkastamiklir sagnfræðing- ar og má þar nefna Martin Gilbert og Kathleen Burk. Hinn fyrrnefndi varð frægur af margra binda ævisögu Sir Winston Churchill, og er nú líkast til þekktastur enskumælandi sagnfræð- inga. Kathleen Burk varð hins vegar síðust stúdenta til að njóta handleiðslu Taylors í námi. Hún er nú prófessor við Lundúnaháskóla og hefur nýlega gefið út vandaða ævisögu læri- meistarans. III. Taylor undi sér vel í Oxford. Þar var hann hagvanur og starfið og félagsskapurinn í Magdalen College féll honum vel. Engu að síður var ævi hans tíðum stormasöm á þessum árum og ýmsir starfsbræður hans höfðu af ýmsum ástæðum horn í síðu hans. Þar ollu pólitískar skoðanir hans og athafnir á þeim vettvangi nokkru. Taylor var að sönnu aldrei kommúnisti, a.m.k. ekki eftir að hann gerðist kennari í Ox- ford, en hann var vinstrisinnaður og því fór fjarri að hann styddi stefnu breskra stjórnvalda í ýmsum veigamiklum efnum, t.d. í utanríkis- málum. Á árunum 1957–1963 var hann t.a.m. í fararbroddi í hópi þeirra, sem harðast börðust gegn nýtingu kjarnorku og kjarnorkuvígbúnaði og kom oft fram á fundum, í sjónvarpi og blöð- um sem einn helsti andstæðingur þess að Bret- ar gerðust kjarnorkuveldi. Þá kom það einnig til, að allir vissu að Taylor var vinveittur þjóðum Austur- og Mið-Evrópu, heimsótti þær tíðum, einkum Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu, og þekkti betur til sögu Mið-Evrópu en flestir aðrir breskir sagnfræðingar. Af öllu þessu þótti mörgum hægrimönnum hann grunsamlegur og lítt áreiðanlegur á kaldastríðsárunum. Kom þá fyrir lítið, að árið 1948 flutti hann á ráðstefnu í Wroclav í Póllandi fræga ræðu, þar sem hann hafnaði valdabrölti og yfirráðastefnu stórvelda – allra stórvelda – í menningarmálum, en lagði áherslu á nauðsyn þess að menntamenn héldu sjálfstæði sínu gagnvart stjórnvöldum í öllum löndum. Þótti þetta djarflega mælt á ráðstefnu sem skipulögð var af sovéskum og pólskum stjórnvöldum og ætluð til að herða þátttakend- ur, einkum Pólverja, í andstöðunni við Vest- urlönd. Annar þáttur í ævistarfi Taylors, sem fór mjög fyrir brjóstið á mörgum samstarfsmanna hans í háskólanum, var blaðamennska hans. Ár- um saman skrifaði hann mikið í blöð, einkum sunnudagsblöðin. Þar kenndi ýmissa grasa, en mest var þó um að ræða pistla af ýmsu tagi og svo ritdóma, en þá mun Taylor hafa skrifað fleiri um dagana en flestir menn aðrir. Mörgum samstarfsmönnum í Oxford, einkum þó hinum afkastaminni, þóttu slík skrif vera fyrir neðan virðingu hans sem háskólakennara og sumir sáu ofsjónum yfir því hve þekktur hann varð af þessum skrifum og hve mikið hann fékk greitt fyrir þau. Í þeim efnum tók þó fyrst steininn úr er Taylor tók að koma reglulega fram í sjón- varpi. Þar flutti hann um árabil fyrirlestra um söguleg efni og hlaut miklar vinsældir fyrir, auk þess sem hann var um nokkurra ára skeið fasta- gestur í fréttaskýringaþættinum „In the News“ í sjónvarpinu. Eitt atriði enn olli því, að sumir starfsbræðra Taylors í Oxford höfðu um skeið nokkra andúð á honum: hjónabandsmálin. Um það bil sem hann gerðist kennari í Manchester kvæntist hann unnustu sinni, Margaret Adams. Þau bjuggu í lukkunnar velstandi í Manchester, en skömmu eftir að þau komu til Oxford dró ský fyrir sólu. Þá varð Margaret skyndilega yfir sig ástfangin af einum uppáhaldsnemenda eigin- mannsins, sem þó virðist ekki hafa endurgoldið ást hennar nema að takmörkuðu leyti. Nokkru síðar hreifst hún af skáldinu Dylan Thomas og elti hann á röndum um skeið. Allt olli þetta Taylor miklu hugarangri og varð til þess að hjónabandið brast. Þá giftist hann aftur, Eve Crosland, systur Anthony Crosland, þess er undirritaði uppgjöf Breta í þorskastríðunum árið 1976. Þau áttu saman tvo syni, en hjóna- bandið varð ekki ýkja langlíft. Taylor skildi nefnilega aldrei við fyrri konuna nema á papp- írnum og eyddi löngum meiri tíma með henni og börnum þeirra en seinni konunni, sem hann þó var kvæntur. Alllöngu eftir að hann skildi við Eve Crosland gekk hann svo að eiga ungverska konu, Evu Haraszti. Hún var sagnfræðingur og urðu kynni þeirra Taylors með þeim hætti að hún var leiðsögumaður hans er hann fór til Búdapest ásamt fleiri breskum sagnfræðingum árið 1960. Eftir það skrifuðust þau lengi á og hittust, fyrst öðru hverju en síðan reglulega, en gengu árið 1976 í hjónaband sem entist meðan Taylor lifði. Sambandið var þó býsna storma- samt framan af, einkum vegna þess að hann gat aldrei slitið tilfinningasambandinu við fyrstu eiginkonuna. Nú á dögum myndi slíkur hjónabandsferill vart þykja í frásögur færandi. Því var öðruvísi farið á 5. og 6. áratugnum og sumir samstarfs- menn Taylors í Oxford, einkum hinir eldri, töldu ekki vansalaust fyrir háskólann að hafa slíkan mann innan sinna vébanda. Það olli hon- um stundum vandræðum, auk hinna tilfinninga- legu átaka sem jafnan fylgja slíkum málum. IV. A.J.P. Taylor var óhemju afkastamikill fræðimaður. Bækur hans, sem flestar vöktu mikla athygli og ollu sumar harðvítugum deil- um, urðu alls 29 og eru þá ritgerðasöfn með- talin. Þar við bættist ótrúlegur fjöldi blaða- og tímaritsgreina, þar meðtaldir ritdómar, og skiptu þær ritsmíðar hans þúsundum. Þarf fjöldinn þó vart að koma á óvart þegar þess er gætt, að maðurinn var alltaf að, sílesandi og skrifandi, og skrifaði að jafnaði nokkrar blaðsíð- ur á degi hverjum í tæplega hálfa öld. Hér er þess vitaskuld enginn kostur að gera grein fyrir öllum ritsmíðum Taylors, ekki einu sinni öllum bókunum, en þess skal freistað að fjalla stuttlega um feril hans og helstu fræði- legu viðfangsefni. Þeim sem kannað hafa feril Taylors ber sam- an um, að viðfangsefni hans hafi einkum verið þrenns konar: saga þýskumælandi landa í Evr- ópu á 19. og 20. öld, evrópsk stjórnmálasaga á sama tímabili, einkum þó diplómatísk saga, og loks saga Englands á 20. öld. Áhugi hans á fyrstnefnda viðfangsefninu vaknaði á námsár- unum í Vínarborg. Fyrsta bók hans, sem út kom árið 1934, The Italian Problem in Eur- opean Diplomacy, 1847–1849, fjallaði reyndar um stöðu Ítalíu í evrópskum stjórnmálum þess tíma, en eftir það sneri hann sér að sögu þýsku- mælandi landa í Mið-Evrópu og verulega at- hygli vakti hann fyrst árið 1941, en þá kom út rit hans um veldi Habsborgara, The Habsburg Monarchy, 1815–1918 . Sú bók kom út aukin og endurskoðuð árið 1948, en fyrri útgáfan varð til þess að Taylor komst í náin kynni við ýmsa Mið- og Austur-Evrópumenn, sem dvöldust land- flótta í Bretlandi á stríðsárunum, starfaði með ÞEKKTASTI OG UMDEILDASTI SAGNFRÆÐINGUR 20. ALDAR? A.J.P. Taylor var flestum öðrum afkastameiri við ritstörf, tíður gestur í útvarpi og sjónvarpi, tók virkan þátt í stjórnmálabaráttunni á 6. og 7. áratug aldarinnar, skrifaði mikið í blöð, hafði skoðanir á flestum hlutum og lifði harla litríku einkalífi. Hann var og umdeildur mjög. A.J.P. Taylor E F T I R J Ó N Þ . Þ Ó R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.