Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 9 verslunarhafnarkersins (þar er nú aðstaða fyrir sportbáta), er verið að byggja af fullum krafti. Þar verður skipulagið og nýtingin engu síðri en á því svæði sem lokið er við. Auk mismunandi reksturs og stjórnunar munu höfuðstöðvar fjöl- miðla, tískuhús, hönnunarverkstæði, auglýsinga- stofur, arkitektastofur, vinnustofur listamanna, barir, gallerí, veitingahús, frítímasvæði, diskó- tek, hótel og sérverslanir sjá til þess að ekki verði um neitt niðurdrepandi skrifstofubæli að ræða. Öllu heldur gefur að líta fremdarstundir bygg- ingarlistar í andríku umhverfi þar sem fólk getur notið frítímans hvort sem er að degi eða nóttu. Hin spennufulla bygging Frakkans Claude Vasconi, „Grand Bateau“. Ljósmynd/Ilma G. Reiâner Skrúðgarðurinn í Bilk. Myndin er tekin ofan af uppkeyrslu Rínarhnésbótarinnar. Fremst sést í hluta nýja þinghússins og Rínarturninn. Sunnan við garðinn má sjá glitta í byggingu Franks O. Gehrys. Höfundur er myndlistarmaður og búsettur í Þýskalandi. ÉG KYNNTI mér fyrir nokkru hvernigkonur hafa verið titlaðar í tímans rás áenskri tungu. Sú athugun leiddi í ljóshve mikla sögu og margvísleg skilaboð má lesa úr þessum snubbóttu ávarpsorðum. Ég hef ekki gert sambærilega athugun á íslenskum titlum en í fljótu bragði virðast þessi tvö tungu- mál titla konur á svipaðan hátt, a.m.k. síðast- liðna öld ef ekki lengur. Samkvæmt upplýsing- um frá íslensku ráðuneyti er sá háttur hafður á þegar gestalistar eru sendir út, að titillinn Frú er settur fyrir framan nafn þeirra kvenna sem öruggt þykir að séu giftar, en titillinn Fr. fyrir framan nafn annarra kvenna. Ljóst er því að sú aðgreining á ávarpsorðum kvenna, sem notuð er þegar boðið er til virðulegra samkoma fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, byggist á hjúskap- arstöðu kvennanna. Ensku titlarnir Mrs. og Miss voru uppruna- lega skammstöfun á mistress sem þá var sæmd- arheiti líkt og master. Eru þessir titlar því sam- bærilegir þeim íslensku þ.e. frú er samkvæmt orðabók gift kona, húsfreyja eða hefðarkona. Á ensku öðlaðist mistress síðar aukamerkinguna hjákona eða frilla en ekki veit ég til þess að frú hafi fengið sambærilega merkingu í íslensku. Til þess að forðast þessi tengsl var mistress sett fyrir framan eiginnöfn sem kurteisistitill og að lokum fékk þetta ávarpsorð annan framburð en mistress. Upphaflega var Mrs. sambærilegt nú- tímanotkun á Miss, þ.e. til að auðkenna ógifta konu, en Miss var notað fyrir stúlkubörn. Í upp- hafi nítjándu aldar voru titlarnir notaðir til að auðkenna hjúskaparstöðu: Mrs. var notað fyrir gifta konu og Miss fyrir ógifta, fullorðna konu jafnt og stúlkubörn. Ekki virðist hafa verið gerð ítarleg könnun á því hvað olli þessum breytingum á ávarpsorðum kvenna í Bretlandi, en tímasetningin bendir sterklega til þess að atvinnuþátttaka kvenna í kjölfar iðnbyltingarinnar tengist þeim að ein- hverju leyti. Þjóðfélagið var að gjörbreytast á þessum tíma. Konur höfðu verið heima og skil- greint sig fyrst og fremst sem dætur, eiginkon- ur eða mæður. Þegar þær öðluðust eitthvert sjálfstæði sem launað verkafólk fór að slakna á þessum böndum. Karlmaður gat ekki lengur séð það á konu sem var að vefa í bómullarverk- smiðju hverjum hún „tilheyrði“ eða hvort hún var „á lausu“. Þegar hér var komið sögu varð því að finna nýja leið til að greina ógiftar konur frá þeim giftu til þess að fá upplýsingar um „að- gengi að þeim“. Að sama skapi þótti eðlilegt að beita konur þrýstingi til að gifta sig með því að skipa einhleypum konum á bekk með hinum ungu og óreyndu. Titillinn Miss fékk nú merk- inguna ógift kona, en um leið hina óæskilegu aukamerkingu sem fylgir nafngiftunum old maid og spinster (þ.e. gömul stúlka og spuna- kona). Þessi neikvæða merking á Miss áréttar að hjónaband var talið nauðsynlegt fyrir konur ef þær ætluðu að öðlast virðingu í þjóðfélaginu. Nú hefur íslenska orðið piparjómfrú eða pip- arkerling álíka neikvæða merkingu og fyrr- greindir titlar á ensku og áhugavert að velta ástæðu þess fyrir sér, sérstaklega þegar lýsing- arorðið piparalegur þýðir fjörlegur eða spræk- ur. Nafngiftina sækjum við ef til vill til Dan- merkur þar sem einhleypir karlar kölluðust piparsveinar þegar þeir fóru í langar siglingar til fjarlægra landa m.a. til að sækja krydd og þar á meðal pipar. Hvorki gætir samræmis í titlum karla og kvenna á ensku né í íslensku. Hvorki Mr. né Hr. tilgreinir hjúskaparstöðu. Til þess að leiðrétta þetta ójafnvægi hvað enskuna varðar hefur ver- ið lagt til að titillinn Ms. fengi svipaða merkingu og Mr. og hefur sú hugmynd m.a. verið lögð fram sem lagafrumvarp í Bandaríkjaþingi. Þótt titillinn Ms. hafi litið dagsins ljós á fimmta ára- tugnum var hann ekki mikið notaður þangað til tvennt gerðist. Fyrri ástæðan var sú að þessi skammstöfun sparaði mikilvægan tíma og pen- inga í ört vaxandi póstverslun og önnur ástæðan var sú að þeim konum fjölgaði sem voru andvíg- ar því að vera eyrnamerktar hjúskaparstöðu sinni. Þessi skammstöfun hefur engu að síður mætt mikilli og tilfinningaþrunginni mótstöðu. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að bera hana fram, að hún hljómi illa og að þetta sé ekki sönn skammstöfun! Á Íslandi slæddist titillinn Fr. inn í málið í kjölfar kvennabaráttunnar á áttunda og níunda áratugnum, þótt aldrei hafi farið mikið fyrir um- ræðu honum tengdum. Fr. er rökrétt samsvör- un við Ms., þ.e. tilraun til að titla konur án þess að tilgreina hjúskaparstöðu þeirra. Allt talar sínu máli og það á sannarlega við um titilinn Fr. Þetta skref okkar Íslendinga inn í nútímann, að taka upp Fr. til að titla konur, hefur þó ekki fært okkur lengra áleiðis til jafnréttis kynjanna en að taka við af gamla titlinum fröken (Frk.) sem var áður notaður fyrir ógiftar konur. Fyrrgreindar upplýsingar úr íslensku ráðuneyti benda því til að eitthvað hafi skilaboðin skolast til eða mælst misjafnlega fyrir, úr því ennþá virðist þörf á þessari aðgreiningu kvenna þegar þjóðin býður þeim á mannamót. Það virðist víðar erfitt að uppræta aldagaml- an hugsunarhátt og tjá nýjar hugmyndir með gömlum aðferðum svo að vel sé. Notkun á Ms. hefur aukist jafnt og þétt víða um hinn ensku- mælandi heim, þótt titillinn hafi fengið allsér- staka merkingu á Englandi. Þar gegnir Ms. ekki eingöngu því hlutverki að vera ávarpsorð sem gildir jafnt fyrir allar konur alls staðar, heldur er það einnig þægileg aðferð við að titla fráskild- ar og ógiftar konur á ákveðnum aldri sem eru sennilega ekki alveg óreyndar á sviði kynlífs. Þannig hefur Ms. öðlast þægilega vafasama eða óljósa skírskotun, þ.e. ef Mrs. þýðir gift, og Miss þýðir ógift, þá þýðir Ms. eitthvað sem má túlka með því að glotta út í annað. Eftir að þessi allsherjartitill var fundinn upp stakk háðfuglinn Russel Baker upp á því að Miss og Mrs. héldu sinni stöðu í málinu, en benti jafnframt á „rétt“ kvenna til að vita hjúskap- arstöðu karla og kom fram með þá hugmynd að Mr. ætti að skipta í sams konar titla og að Murm (Mrm.) væri hægt að nota fyrir gifta karla og Smur (Srs.) fyrir þá ógiftu. Í ljósi þeirrar þróun- ar sem er hérlendis væri því vel hægt að hugsa sér að titla gifta karla Herra en þá ógiftu Hr. sem hljómar alveg þokkalega, í það minnsta samanborið við tillögu Bakers! Ljóst er að þessi tillaga Bakers hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn enda hittir háðið vel í mark. Fáránleiki og helsi aðgreiningarinnar speglast vel þegar hún er mátuð við karlkynið. Víst er að titillinn Ms. hefur haft aukið frelsi í för með sér fyrir konur, en endanleg viðurkenn- ing á titlinum fæst sennilega ekki fyrr en þjóð- félög breytast í þá veru að ekki þyki þörf á að að- greina kynin með þessum hætti þegar stöðu þeirra í þjóðfélaginu ber á góma. Það sama á við hér á Íslandi. Notkun eða öllu heldur notkunar- leysi á titlinum Fr. veitir afar sterka vísbend- ingu um hve mikilvægt okkur þykir að tilgreina hjúskaparstöðu íslenskra kvenna en látum okk- ur einu gilda um karla í þeim efnum. Heimildir 1) Carter, Angela. „The Language of Sisterhood“, The State of the Language. Ed. Leonard Michaels & Christo- pher Ricks. USA: University of California Press. 1980. 2) Lakoff, Robin. Language and Woman’s Place. New York: Harper & Row. 1975. 3) Miller, Casey and Swift, Kate. Words and Women. Eng- land: Pelican Books. 1979. 4) Árni Böðvarsson. Íslensk orðabók. Reykjavík: Bókaút- gáfa Menningarsjóðs. 1983 2. útgáfa. 5) „Miss“, „Mrs.“, „Ms.“. The Oxford English Dictionary. 1989 ed. MADDAMA, KERLING, FRÖKEN, FRÚ Hvaðan kemur ávarpsorðið frú? Eða fröken? Skyldi vera einhver dýpri merking á bak við þessi atkvæða- litlu orð? Hér er saga og merking íslenskra ávarpsorða kvenna skoðuð og þau borin saman við ensk ávarps- orð en þar á milli má sjá nokkurt samhengi. Höfundur er MA í ensku. E F T I R S T E I N U N N I Þ O R VA L D S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.