Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 13 STÆRSTA listahátíð í heimi, Edinborgarhátíðin, hefst á morgun og kennir þar margra grasa að venju auk þess sem fjöldi fólks tekur þátt í jaðarhátíð sem hefst með litríkri skrúð- göngu. Gert er ráð fyrir að allt að 200.000 manns muni fylgjast með göngunni. Um 2.000 hópar munu koma fram á Edinborgarhátíðinni að þessu sinni og atriðin verða alls um 20.000 en hátíðinni lýk- ur 26. ágúst. Sum atriðin eru harla óvenjuleg, önd mun koma fram í íranska leikritinu „The Mute who was Dreamed“. Bandarísku kvikmyndaleik- ararnir Tim Robbins og Susan Sarandon munu leiklesa verk Anne Nelson, „The Guys“ í Ro- yal Lyceum-leikhúsinu. Leik- ritið byggist á sannri sögu af því er Nelson aðstoðaði syrgj- andi yfirmann í slökkviliði við að semja lofgrein um fjóra starfsbræður sem létu lífið í árás hryðjuverkamanna á World Trade Center í New York 11. september sl. Annað atriði sem tengist at- burðunum í september gæti valdið deilum. Dragdrottningin „Tina C“ hyggst flytja „biturt háð“ gegn umfjöllun fjölmiðla í tengslum við árásina á Tvíburaturnana og notast við lög af plötu sinni 9/11:24/7. Meira en 500 rithöfundar taka þátt í bókmenntahátíðinni í Charlotte Gardens en þema hennar er austrið og vestrið, umræðufundir þar sem mark- miðið er að leiða saman full- trúa frá Ísraelum og Palest- ínumönnum, Indlandi og Pakistan, kristni og íslam og átta sig á því hvernig menning- arheimar í austri og vestri skynja hver annan. Meðal frummælenda eru prófessor Edward Said og rithöfund- urinn Amos Oz. Gaudi í tölu blessaðra? NEFND á vegum kaþólsku kirkjunnar, sem rannsakar nú hvort taka eigi spænska arki- tektinn Antonio Gaudi í tölu blessaðra, sem er fyrsta skrefið í átt að því að verða dýrlingur, mun skila af sér niðurstöðum síð- ar á þessu ári. Formaður nefndarinnar, Josep Maria Blanquet, segir verk Gaudis, sérstaklega Sag- rada Familia-dómkirkjuna í Barcelona, „mæla með því að hann verði tekinn í tölu bless- aðra“. Blanquet segir að hugs- anleg aðild arkitektsins að frí- múrarasamtökunum sé eini umdeildi þátturinn í lífi hans. Ekki eru allir sáttir við starf nefndarinnar. Sumir segja að ekki eigi að veita arkitekt þennan heiður og aðrir hafa af því áhyggjur að verk Gaudis, sem lést 1926, muni tapa al- mennu gildi sínu verði hann tekinn í tölu blessaðra. Embættismenn í Páfagarði gáfu leyfi til rannsóknarinnar árið 2000 eftir að formleg beiðni þess efnis barst frá erki- biskupnum í Barcelona, Ricard Maria Carles kardínála. Hann segir óvenjuhröð viðbrögð manna í Páfagarði bera vott um vilja þeirra til að fjölga dýrlingum úr röðum leik- manna. Edinborgar- hátíð að hefjast ERLENT Gaudi Susan Sarandon L ISTAMENNIRNIR þrír eiga það all- ir sammerkt að hafa farið utan til náms á árunum eftir 1950. Öll stund- uðu þau nám í Flórens og París. Gerður Helgadóttir (1928–1975) bjó og starfaði um langt skeið í nágrenni Parísar og Valgerður einnig en hún hefur búið í New York undanfarin ár. Þær héldu sýningu saman í París árið 1958. Jó- hannes vann hér á landi að list sinni, og er áhugavert að bera saman hvernig abstraktlistin þróast á ólíkan veg í list þeirra. Jóhannes Jóhannesson (1921–1998) þróaði stíl sinn frá hinu hlutbundna til ýmissa tilrauna og loks fjölbreyttrar litanotkunar og ríkrar tján- ingar. Áður en hann kynntist listamannalífinu í París á 6. áratugnum var hann við nám í Banda- ríkjunum, sem var óvenjulegt af Íslendingi á þessum árum. Ánægjulegt stefnumót listamanna Að sögn Guðbjargar Kristjánsdóttur, for- stöðumanns Listasafns Kópavogs, er ánægju- legt að efna til sýningar á verkum listamann- anna, sem allir tengdust vinaböndum. „Við látum listamennina Gerði og Jóhannes kallast á í formum og efnistökum. Fyrstu verk Gerðar sýna áhrif kúbismans, og sama má segja um verk Jóhannesar. Því næst snýr Gerður sér að abstraktverkum og hér á sýningunni ber hæst járnverk hennar sem eru einstaklega vönduð og mikil listasmíð.“ Þess má geta að Gerður var að- eins 24 ára þegar hún fór að logsjóða og sjálf- mennta sig í gerð listaverka úr járni. „Hún var fyrst íslenskra listamanna til að vinna úr járni á þennan hátt,“ segir Guðbjörg. „Jóhannes er greinilega hugfanginn af skeifu- laga formum sem þjóta um myndflötinn og gefa honum mikið líf, og höggmyndir Gerðar byggj- ast að miklu leyti á hringforminu, sem einnig felur í sér magnaða hreyfingu,“ útskýrir Guð- björg. Í tengslum við sýninguna kemur út bókin Jó- hannes Jóhannesson – Leikur forms og lita. Þar ritar Bera Nordal listfræðingur grein um list- feril Jóhannesar, en einnig eru þar myndir af verkum hans, æviatriði og sýningarferill. Útgef- andi er Háskólaútgáfan, en Búnaðarbanki Ís- lands styrkti útgáfuna. Frá dökkum litum til draumkenndra verka Valgerður Árnadóttir Hafstað heldur nú sína áttundu einkasýningu hér á landi. Hún hefur dvalist meiri hluta ævi sinnar erlendis, allt frá því að hún fór utan til náms ung að árum. Á sýn- ingunni í Gerðarsafni má sjá verk frá ýmsum tímum. „Elstu verkin eru frá 1953–55. Þau lok- uðust uppi á háalofti í fjöldamörg ár, og nú sýni ég þau í fyrsta sinn,“ segir Valgerður. Elstu verkin eru í kraftmiklum abstraktstíl, fjarri draumkenndum og ljósum lit síðari verka Valgerðar. „Verkin á sýningunni spanna allan minn listamannsferil,“ segir Valgerður. „Flest eru verkin unnin í akrýl, en inn á milli eru olíu- málverk. Einnig eru nokkur mósaíkverk og vatnslitaverk.“ Eiginmaður Valgerðar, franski listamaðurinn Andri Énard, er með henni hér á landi og aðstoðaði hana við uppsetningu sýning- arinnar þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit inn á Gerðarsafn í vikunni. Valgerði þykir ánægjulegt að sýna á sama tíma og sýning Jóhannesar og Gerðar er í efri sölum. „Við Gerður vorum miklar vinkonur, og bjuggum í nágrenni hvor við aðra í langan tíma.“ Sýningarnar í Gerðarsafni eru opnar alla daga nema mánudaga frá klukkan 11 til 17 og standa til 8. september. Morgunblaðið/Sverrir Fúga (1967-68) eftir Jóhannes Jóhannesson. Listasafn Íslands. FORM OG HREYFING MÆTAST Komposition (1951-52) eftir Gerði Helgadóttur, málað járn. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Valgerður Árnadóttir Hafstað við verk sín í Gerðarsafni. TVÆR sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Önnur þeirra ber heit- ið „Stefnumót“ og eru þar til sýnis málverk eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara og höggmyndir og glergluggar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Hin sýningin, sem er á neðri hæð safnsins, heitir „Yfirgrip“. Þar eru til sýnis eldri og yngri verk eftir Val- gerði Árnadóttur Hafstað listmálara. BJARNI BENEDIKT BJÖRNSSON ræddi við Val- gerði og Guðbjörgu Kristjánsdóttur, forstöðumann Gerðarsafns. bjarniben@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.