Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 15
Schola cantorum hreppti silfurverðlaun á Ítalíu KAMMERKÓRINN Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, tók nýverið þátt í virtri alþjóðlegri kórakeppni sem kennd er við tónskáldið Seghizzi og var haldin í 41. sinn í Gorizia á Norður-Ítalíu í byrjun síðasta mánaðar. Kórinn keppti í tveimur keppnisflokkum og voru 16 kórar skráðir til keppni víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Svíþjóð, Litháen og Filippseyjum. Í öðrum keppnisflokknum voru verkefnin frá mismunandi tímabilum tónlist- arsögunnar, en í hinum frá einu tímabili og hafði Schola cantorum valið sér tónlist frá seinni hluta 20. aldar. Keppnin fór fram í tveimur tónleikasölum að viðstöddum áheyrendum og alþjóðlegum dómnefndum. Að kvöldi 6. júlí voru úrslit til- kynnt og verðlaun afhent. Schola cantorum varð í öðru sæti í flokki kórverka frá mismun- andi stíltímabilum, en fyrstu verðlaun hlaut kammerkórinn Brevis frá Litháen. Í flokki kórverka frá einu stíltímabili varð Schola cantorum í fimmta sæti, en þar var stigamun- ur milli efstu kóra mjög lítill. Kórinn tók við verðlaunaskjölum og verðlaunafé úr hendi listræns stjórnanda keppninnar. Að lokinni verðlaunaafhendingunni sungu fimm efstu kórarnir nokkur lög og var Schola cantorum ákaft fagnað að loknum söng sín- um, einkum fyrir túlkun á mótettunni Warum ist das Licht gegeben eftir Johannes Brahms. Það setti svip á lokaathöfnina að hópur Ís- lendinga var á meðal áheyrenda, en þeir voru að ljúka för um listaslóðir Norður-Ítalíu á vegum Heimsklúbbs Ingólfs undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, sem sjálfur stjórn- aði Pólýfónkórnum á söngferðum um helstu borgir Ítalíu fyrr á árum. Schola cantorum með stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni, á Ítalíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin mán. til lau. kl. 11–16. Til 25.8. Galleri@hlemmur.is: Elin Wikstrom gjörningalistamaður. Til 18.8. Gallerí Skuggi: Tinna Kvaran, Magnús Helgason, Þuríður Helga Kristjáns- dóttir, Ditta (Arnþrúður Dagsdóttir) og Steinþór Carl Karlsson. Til 18.8. Gallerí Sævars Karls: Hulda Vilhjálms- dóttir. Til 17.8. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir, Jó- hannes Jóhannesson og Valgerður Haf- stað. Til 8.9. Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins- dóttir. Til 18.8. Hafnarborg: Sverrissalur: Samsýning grafíklistamanna. Aðalsalur: Maria El- isabeth Prigge. Til 12.8. Hallgrímsk.: Húbert Nói. Til 29.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Há- konarson. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter- floth. Birta Guðjónsdóttir. Til 10.8. Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson 14.8.- 5.10. Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum. Til 8.9. Listasafn ASÍ: Sigrún Ó. Einarsdóttir og Søren S. Larsen glerverk en Ólöf Einarsdóttir textíll. Til 25.8. Listasafn Borgarness: Sigríður Valdís Finnbogadóttir. Til 14.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánudaga. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Til 1.9. Listhús Ófeigs: Verk Jóhannesar Jó- hannessonar. Til 28.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir. Til 1.9. Mokkakaffi: Marý. Til 14.8. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Norska húsið, Stykkishólmi: Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður. Til 1.9. Safnahús Borgarfj.: Skógasýning, myndlist og handverk. Til 1.9. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9. Sjóminjasafn Íslands: Smíðisgripir ís- lenskra handverksmanna. Til 12.8. Skaftfell, Seyðisfirði: Peter Frie og Georg Guðni. Til 10.8. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Samsýning sjö listamanna. Til 25.8. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verk- um Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir. Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum. Vestur-íslenskar bókmenntir. Skákein- vígi aldarinnar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Árbæjarsafn: Hrafn Ásgeirsson saxa- fón, Davíð Þór Jónsson, píanó og raf- hljóð. Kl. 14. Borgarleikhúsið: Sumarópera Reykja- víkur: Dido og Eneas eftir Purcell. lau., sun.,fim., fös. Kirkjuhvolur: Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Susan Landale oragnisti. Kl. 12. Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit: Klezmer-kvartett Hauks Gröndal. Kl. 21. Skálholtskirkja: Færeyski kórinn Mpiri. Kl. 20. Sunnudagur Kirkjuhvolur: Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 15. Hallgrímskirkja: Susan Landale oragnisti. Kl. 20. LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófon, fim. Kaffileikhúsið: Ferðaleikhúsið Light Nights. Flutt á ensku, lau., sun., mán., fös. Smiðjan – Nemendaleikhúsið: Ragna- rök 2002, frums. þrið. Upplýsingar um listviðburði verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyr- ir kl. 16 á miðvikudögum: Morgunblað- ið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U MÁLVERK af Sesselju Hreindísi Sigmunds- dóttur á Sólheimum var afhjúpað á dögunum en verkið er gjöf frá listamanninum Eiríki Smith og eiginkonu hans Bryndísi Sigurðar- dóttur og tilefnið er 100 ára ártíð Sesselju. Myndinni var valinn staður í hinu nýreista Sesseljuhúsi og afhjúpuðu verkið þær Sigríður Ruth Hjaltadóttir myndlistakona og íbúi á Sól- heimum og Bryndís eiginkona listamannsins. Verkið er 1,5x4 metrar á stærð og heitir Bar- áttukonan Sesselja. Sigríður Ruth Hjaltadóttir myndlistarkona, Bryndís Sigurðardóttir og Eiríkur Smith. Sólheim- um fært málverk að gjöf HLYNUR Hallsson opnaði sýninguna „don“ í gær í Chinati-stofnuninni í Marf í Texas í sýningarsal sem heitir „Locker plant building“ sem er hluti af Chinati-byggingunni. Margir íslenskir listamenn taka þátt í sýningunni má þar nefna Ásmund Ás- mundsson, Margréti Blöndal, Önnu Sigríði Hróð- marsdóttur, Ráðhildi Ingadóttur, Harald Karlsson, Erling T.V. Klingenberg, Gunnar Kristinsson, Óm- ar Smára Kristinsson, Tuma Magnússon, Öldu Sig- urðardóttur, Steinunni Helgu Sigurðardóttur, Magnús Sigurðarson og Þorvald Þorsteinsson. Auk þeirra taka þátt í sýningunni listamenn m.a. frá Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Tékklandi og Rúss- landi. „Don er sýningarverk sem ég setti saman með margvíslegum verkum eftir 47 myndlistarmenn. Ég er hér í boði Chinati-stofn- unarinnar í Marf í Texas í mánuð og byrja á þessari samsýningu og set svo upp einkasýningu í lok ágúst,“ segir Hlynur. „Hluti af vinnu minni sem myndlistarmanns er að setja upp sýningar með öðrum listamönnum, eins og sýningarverkið „Eitthvad-etwas-something“ í Kunstverein í Hannover árið 1999 eða „A4“ hjá gallerí Otto Plonk í Bergen árið 1997. Svo hef ég rekið „kunstraum wohnraum“ á heim- ili okkar í Hannover og á Akureyri frá árinu 1994 og „Villa minimo“ á árunum 1997-99 í Hannover og sýninguna „Sýnir og veruleiki“ í galleríi Gúlp 1997 og svo hef ég verið einn af fjórum listamönnum sem reka sýningarstadina GUK+ í Danmörku, Þýskalandi og á Ís- landi frá 1999. Við uppsetningu þessara sýninga og „don“ lít ég ekki á mig sem sýningarstjóra heldur myndlistarmann og þessar sýningar eru hluti af verkunum mínum.“ Sýningin stendur fram til 20. ágúst. Hlynur Hallsson stýrir sýningu í Marf Hlynur Hallsson Í LISTHÚSI Ófeigs á Skólavörðustíg verður í dag, laugardag, kl. 16 opnuð sýningin „Úr fórum geng- ins listamanns“. Um er að ræða sýningu á verkum Jó- hannesar Jóhannessonar (1921–1998), vatnslita- myndir, pastel og teikning- ar. Jóhannes nam gull- og silfursmíði hjá Guðlaugi Magnússyni og lauk sveins- prófi 1945. Í framhaldi af því sótti hann nám í mynd- list til Bandaríkjanna, Frakklands, Rúmeníu og seinna til Danmerkur og Kína. Hann var einn af stofnendum Septem-sýn- ingarsamtakanna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir myndlistarmenn í landinu og var á árunum 1965–1973 fulltrúi íslenskra myndlistamanna í Safnráði Listasafns Íslands. Jóhannes var frumkvöðull að nýsköpun í íslenskri gull- og silf- ursmíði. Frá árinu 1973 helgaði hann starf sitt eingöngu myndlist. Sýningin stendur fram til 28. ágúst. Verk gengins lista- manns hjá Ófeigi Verk eftir Jóhannes Jóhannesson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.