Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 7 fyrir að vera notaður á þann ruddalega máta. Og sjálfsagt líður hugmyndafræðin líka fyrir að vera óhreinkuð með skáldskapnum. Ég skal játa að ég á mér þann draum að þeg- ar ég verð eldri og vitrari geti ég kannski orðið heimspekingur. En þá myndi ég leggja skáld- skapinn á hilluna. Þetta tvennt á ekki saman. En nú er ég komin út fyrir efnið. Þú spyrð um aðferð. Ætli hún sé ekki ein- hvers konar sambland af fræðimennsku og villimennsku (eðlisávísun). Betur get ég ekki lýst henni.“ Hefðin er fjall frekar en straumur Þú byrjaðir ung að gefa út bækur. Hvernig blasti íslenska bókmenntalandslagið við þér þegar þú byrjaðir? „Villimennskan hafði þá alla tíð verið alls- ráðandi í mínum lestri, svo ég býst við að ég hafi ekki verið búin að leggja landslagið niður fyrir mér að nokkru ráði. Á mínu heimili var lesið sér til skemmtunar og til að fylla upp í gloppur í tímanum. Það var helber tilviljun ef nokkur mundi hvaða bók var eftir hvaða höf- und. Við vorum miklir lestrarhestar og töluð- um mikið um bækur en gerðum lítinn grein- armun á hvort þær voru íslenskar eða þýddar. Þær voru góðar og skemmtilegar eða ekki. Einstaka sinnum í gamla daga stóð ég mig að því að óska að ég hefði verið alin upp í meira „intellektúal“ andrúmslofti, en eftir því sem tíminn líður sannfærist ég enn frekar um að áherslan hafi öll verið þar sem hún átti að vera: Á kærleikann og siðferðið. Það má því segja að ég hafi kastað mér út í heim sem ég þekkti varla einu sinni af afspurn. En Afspurnin er hvort sem er frekar lélegt tæki miðað við það sem kallað er Eigin raun.“ Ég ætla þá ekki að spyrja þig um áhrifa- valda eða fyrirmyndir, en hvaða augum líturðu hefðina? Er íslensk bókmenntahefð þungur straumur? „Ég á frekar erfitt með að svara svona spurningum. Áhrif síast stöðugt inn án þess að maður taki eftir þeim. En, nei, ég upplifi hvorki að ég berist með þungum straumi né rembist við að synda gegn honum. Ég held ég einfaldlega læri af þeim höfundum sem voru á undan mér og um leið læri ég að varast að end- urtaka þá. Ég hef afar litla þörf fyrir að brjóta og bramla í þeim eina tilgangi að brjóta og bramla. Á hinn bóginn fengi ég mig aldrei til að segja eitthvað aftur sem hefur áður verið sagt með svipuðum hætti. Ekki frekar en ég nenni að skrifa sömu bókina tvisvar. Þó nokkrir hafa haft orð á því að bækurnar mínar séu ólíkar og það þykir mér vænt um að heyra. Hefðin er fjall frekar en straumur og ég geng upp á fjallið og hleð mína vörðu. Það á síðan eftir að koma í ljós hversu stór hún verð- ur.“ Börn eru furðu lostnar geimverur Albúm fjallar um þroskaferil stúlku frá sak- leysi æskunnar til þess að hún reynir sjálf- stæði fullorðinsáranna. Þessum ferli er lýst á brotakenndan hátt, eins og þú lýstir að framan, og lesandi fær það öðrum þræði á tilfinninguna að stúlkan skynji sig svolítið úr samhengi. Er þetta lýsandi fyrir það hvernig konur skynja sig, eins og stundum hefur verið haldið fram, eða er þetta lýsandi fyrir það hvernig ungt fólk skynjar sig í flóknum heimi og þá kannski sér- staklega þín kynslóð, eftirkaldastríðskynslóð- in? „Ég játa fúslega að ég lagði ekki af stað upp- full af neinum slíkum pælingum um þjóðfélags- hópa eða kynslóðir. Þetta stutta og brota- kennda er hluti af léttleika-stúdíunni sem ég talaði um áðan. Þetta með að vera úr samhengi er fyrst og fremst af því að aldrei stóð til að tyggja samfellda sögu ofan í neinn með þessari bók. Hver einasta saga sem lenti með í safninu átti að hafa það eina hlutverk að vera skemmti- leg. Mér kom ekki til hugar að böðla inn ein- hverju ládauðu efni með það í huga að útskýra og tengja. Auk þess á það að vera hluti af skemmtuninni við að lesa bókina að sjá fyrir sér þær sögur sem ekki fengu að vera með. En úr því þú spyrð þá get ég ekki annað en kannast við að vera af minni kynslóð, hvað sem líður allri fortíðarþrá og framtíðarsýn. Kannski er það einkennandi fyrir þessa kyn- slóð að finnast hún utanveltu og úr samhengi. Börn eru nú orðið höfð í geymslu mestallan daginn og fá ekki mörg tækifæri til að gera gagn. Þeirra kúltúr er líka orðinn annar en fullorðna fólksins og það er eins og aldrei sé gert ráð fyrir því að börn geti haft gaman af því sama og fullorðnir. Þau fá stöðugt að kenna á því að þau séu öðruvísi en annað fólk og að þau séu ekki gjaldgeng. Meira að segja margir barnabókahöfundar hafa gert sig seka um þátttöku í samsærinu: Höfum að börn séu fá- vísir englar með einfalda hugsun. Með þessum orðum er ég ekki að kvarta yfir meðferðinni á mér. Ég náði í skottið á gamla tímanum, var í sveit á meðan ennþá var hægt að hafa fullt gagn af börnum sem vinnukrafti. Alin upp úti á landi þar sem börn eiga, eða áttu að minnsta kosti á þeim tíma, meira samneyti við fullorðna en tíðkast í margmenninu. Móðir mín fékk heldur ekkert kikk út úr því að gera sig ómissandi. Á mínu heimili hjálpuðust allir að, hvort sem það var við húsverk eða að leysa úr sálarflækjum. Ég held samt að börn allra tíma séu furðu lostnar geimverur og þess vegna dálítið ut- anveltu. Þau eru gáfaðri en þau virðast vera, þau eru bara ekki alveg búin að læra hvernig þau eigi að haga sér á þessum undarlega stað.“ Allt breyttist árið 1980 Þú talar um gamla tímann í svolítið róm- antískum tón og þú nefnir fortíðarþrá. Mér finnst þú stundum tala eins og þú sért miklu eldri en 26 ára! „Um daginn gaf amma mín mér myndir úr afmælisveislu sem mér var haldin þegar ég varð þriggja ára. Myndirnar eru teknar í mars árið 1979. Ég man alls ekki eftir að hafa verið þarna, en mig rámar í stemninguna sem er að finna á myndunum. Hvert barn fékk sína litlu kókflösku með röri og borðið var hlaðið kökum og brauðtertum. Börnin á myndunum eru óskaplega prúð og hvergi sést leikfang. Það er eitthvert samræmi í litunum og það er ekki allt troðfullt af hlutum alls staðar. Þá rann það upp fyrir mér að mót gamla og nýja tímans eiga sér ártal. Það var árið 1980 sem allt breyttist, allt varð einnota og fljótt að úreldast og við inn- leiddum nýja tegund af ljótleika sem ekki hafði áður sést. Ég veit ekki hvers vegna þetta gerð- ist og ætla ekki að vera með einhverjar sam- særiskenningar svona á opinberum vettvangi. En svona er þetta. Árið 1980 hættum við að spyrja hvað við þyrftum og fórum að spyrja hvað okkur lang- aði í. Okkur langaði í afskaplega margt og allt- af eitthvað nýtt og nýtt. Þar með fóru kyrrðin og varanleikinn út úr lífi okkar. Lífið varð eins og færiband sem þýtur framhjá með endalaus- um röðum af ljótum og einnota hlutum. Hvers vegna ætti ég ekki að syrgja þá einföldu fegurð sem ég svo að segja missti alveg af? Ég bara spyr.“ ÉG sat í stofunni og æfði mig að halda jafn- vægi með því að setja hendurnar fyrir framan mig á stólinn og lyfta rassinum upp af honum. Ég var frekar flink í þessu, þótt ég yrði fljótt þreytt í úlnliðunum, og var farin að sjá fyrir mér öll fagnaðarlætin á áhorfendapöllunum þegar ég væri orðin jafnvægislistamaður í sirkus. Móðir mín kom að mér og var mjög ólík sjálfri sér þegar hún hvæsti að ég ætti ekki að sitja með hendurnar í klofinu og hún sagði þetta orð, klof, eins og það væri svo skítugt að það eitt að mynda það með munninum gæti látið tunguna og varirnar visna. Ég hrökklaðist inn í herbergi og hugsaði heimsmyndina upp á nýtt. Hvernig gat ég hafa verið svo vitlaus að vita ekki að mitt eigið klof var óæskilegt? Ég spurði nýja bróður minn út í þetta og hann sagði mér að þegar maður og kona vildu vera dóna- leg knulluðu þau með klofinu, stóri bróðir hans í Svíþjóð hefði sagt sér það. Við föld- um okkur á bak við sófa og knulluðum og okkur fannst við vera dónar í sérflokki. Ég laumaðist út af baðherberginu, þar sem ég hafði látið tvo legókalla knulla, en komst ekki langt af því að mamma og kær- astinn hennar króuðu mig ábúðarfull af á ganginum. Mér sortnaði fyrir augum þar sem ég þóttist viss um að þau hefðu með undarlegum hætti skynjað sorann sem ég lagði stund á bak við luktar baðherberg- isdyr og að nú myndu þau hundskamma mig og hlæja að mér. Þau töluðu hvort í kapp við annað og hvorki um dónaskap né legó svo að ég var lengi að átta mig á er- indi þeirra sem var þetta: Hvort átti að verða forseti, Vigdís Finnbogadóttir eða Guðlaugur Þorvaldsson? Ég elskaði móður mína meira en allt en var þó í mun að ganga í augun á kærastanum hennar, svo ég setti þóttafulla sveigju á hálsinn, laum- aði legóköllunum í buxnavasann og sagði að ég ætlaði sko ekki að blanda mér í þetta bjánalega rifrildi þeirra. Kærastanum fannst ég sniðug en mamma var sár og undrandi. Um kvöldið skreið ég upp í fang- ið á henni og hvíslaði í eyrað á henni að auðvitað ætti Vigdís að verða forseti og hún leit þreytulega á mig og sagði að það væri gott. ÚR ALBÚMI Sjá aldrei framar morgunsólina gegnum ofin gluggatjöldin finna hlýjan og svefnhöfgan líkama hennar sem ég elska heyra ævafornt orðið pabbi af vörum barna minna, þetta hugsaði ég á meðan holskeflurnar gengu yfir skipið Og um Atlantshafið eitruðu þangskógana beinagrindurnar niðrí belgtómi kafbátanna og um símstrengina vellandi af alþjóðaslaðri. Því var ég hér að velkjast því veiddi ég ekki heldur orð skír, sterk og ærleg orð. Af nokkrum árum á sjó skapaði Harry Martinson glæsilegan skáldskap. Járnbrautalífið lagði hlunnana undir Jack London og seigu eimreiðina hans. Og Maxím Gorkí sprottinn úr hinni eldgömlu rússnesku sorg. Úti á hafinu við járnbrautirnar á Volguprömmunum urðu orðin að kossum og kveikjutundri. Saga okkar er saga skóganna sem breyttust í skip málmfjallanna sem urðu að hárspennum og sjúkrarúmum. Okkar saga er saga pakkhúsanna seglloftanna hóruhúsanna allra laumufarþeganna sem neyðin hrakti upp. Skipsfarmar af fagurgullnu korni gámar af eðaldrykkjum og tóbaki útvarpstækjum frá Japan sem ná jafnvel áhyggjulausu blístri englanna heilu farmarnir af mahóní úr regnþrungnum skógum Amazóns. Tíunda hvert ár varð til skáldsaga á stýrisvaktinni. Fimmta hvert ár knippi af ljóðum. Að baki hverju ærlegu orði vingjarnlegt handtak borð prýtt dúk og hófsóleyjum. Í kojunni minni liggja nærbuxurnar sem þú hefur gengið í, unnið og sofið í keimurinn af þér í þunnu efninu föðurland mitt gegnum örsmáa möskvana. Látið svo öðrum eftir að lofsyngja fjöllin fánann sagnirnar. Mér eru Færeyjar hjarta þitt og heitur rassinn. Er heim kemur afmunstra ég mig fyrir fullt og allt til að vera maðurinn þinn faðir barnanna okkar fá mér reyk útá tröppum á meðan vindinn hægir milli lakanna á snúrunni. Og ekki nóg með það. Líkt og ósýnilegan beitukóng ber ég sjópokann á öxlinni. Tonnakynstrin af sjó bláeygt Atlantshafið vota legsteinana ber ég allt með mér í land. JÓANES NIELSEN STÝRISVAKT ÚLFUR HJÖRVAR ÍSLENSKAÐI Höfundur er færeyskt skáld og hlaut í fyrri viku Norrænu leikskáldaverðlaunin fyrir fyrsta sviðsverk sitt, verðlaunaleikritið Eitur nakað land Week-end? (Heitir nokkurt land Week-end?) og leikfélagið Gríma frumflutti í fyrra. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.