Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 Í ÁR fagnar Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þrjátíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni verið sett upp af- mælissýningin „MHR–30“ í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og verður hún opnuð kl. 13 í dag. Listfræðing- arnir Auður Ólafsdóttir, forstöðumað- ur Listasafns Háskóla Íslands, og Ei- ríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, annast stjórn sýningarinnar sem ætlað er að endurpegla þá miklu breidd sem ríkir innan Myndhöggvarafélagsins með tilliti til aðferða, efniviðar, framsetningar, inntaks og aldurs félagsmanna. Þar er að finna „hefð- bundna“ þrívíða hluti, ljósmyndir, mynd- bandsverk og önnur rafræn verk, hljóðverk, textaverk, innsetningar, gólfverk, veggmynd- ir, inni- og útiverk. Þegar blaðamaður hittir annan sýningarstjóranna, Auði Ólafsdóttur, rétt fyrir sýningaropnun, er honum efst í huga spurningin um hvar draga skuli mörkin þegar kemur að því að skilgreina höggmyndalist í samtímanum. „Þróun höggmyndalistar á tuttugustu öld- inni helst í hendur við þróun rýmisviðhorfa í listinni, en það var ekki fyrr en á nýliðinni öld að rýmið varð til sem sýnilegt byggingarefni í myndlist, ekki síður en hið huglæga mynd- rými málverksins eða efnismassinn sjálfur í hinum sígildu höggmyndum. Þannig þróðist höggmyndin úr því að vera fyrst og fremst „hlutur“ í það að vinna með spurningar um eðli þess rýmis sem verkið og áhorfandinn eru í. Rýmis- og tímavangaveltur eru í raun orðn- ar svo fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í sam- tímalistum, að höggmyndin nær í raun til allra myndlistarverka sem taka til þrívíddarupplif- ana. Alla vinnu í og með rými má skilgreina sem skúlptúr, allt sem sett er fram í samhengi einhvers konar þrívíddarupplifana,“ segir Auður. Alls fjórtán listamenn eiga verk á sýning- unni eða jafnmargir og stofnendur félagsins voru í ágústmánuði fyrir þrjátíu árum. Þeir eru Anna Eyjólfsdóttir, Borghildur Óskars- dóttir, Finna Birna Steinsson, Finnbogi Pét- ursson, Guðjón B. Ketilsson, Halldór Ásgeirs- son, Hannes Lárusson, Katrín Sigurðardóttir, Magnús Pálsson, Magnús Sigurðarson, Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Valgerður Guðlaugsdóttir. „Það var auðvitað vandaverk að velja lista- menn á sýninguna, enda telur félagið hundrað manns,“ segir Auður þegar spurt er hvað hafi ráðið valinu á listamönnum á sýningunni. „Ég held að niðurstaðan endurspegli mjög vel ís- lenskan myndlistarveruleika og þau viðfangs- efni og þær vinnuaðferðir sem höggmynda- listamenn eru að fást við í dag. Þótt það hafi ekki verið meðvituð stefna, má segja að kynja- hlutfall listamannanna sem sýna, þ.e. átta konur og sex karlmenn, samsvari nokkuð réttilega samsetningu kynja í félaginu, en þar starfa 58 konur og 42 karlmenn. Þá endur- speglar sýningin að mínu mati þann kraft og þá samræmingu ólíkra sjónarmiða varðandi eðli og hlutverk þrívíddarlistar sem einkennt hefur myndhöggvarafélagið frá upphafi. Stofnun félagsins fyrir þrjátíu árum hélst nefnilega í hendur við ákveðna þörf til að auka við inntak þess tjáningarmáta sem kenndur var við höggmyndalist, að endurskilgreina samband þrívíddarverks við umhverfi sitt, við áhorfanda, að skoða upp á nýtt fegurðargildi verks,“ segir Auður. Milli vídda Í aðalsal á jarðhæð sýna Rúrí, Borghildur Óskarsdóttir og Ólöf Nordal tvívíðar vegg- myndir, en í miðjum salnum trónir tréristur hvalur Valgerðar Guðlaugsdóttur, yngsta þátttakanda sýningarinnar. Auður bendir á að þrír „myndhöggvaranna“ sem sýni hér í saln- um notist þannig við tvívíðar veggmyndir og megi tengja það þróun sem margir hafi merkt, þess efnis að skúlptúrinn sé að hverfa upp á vegg, inn í tvívíddina. „Ef svo er má líta á það sem nokkurs konar viðsnúning á þróun sem gætti fyrir um þremur áratugum. Þá virtist myndlistin almennt stefna út úr myndfleti málverksins og út í hið þrívíða rými. Eftir uppgang þrívíddarlistar í heiminum sem á eft- ir fylgdi má spyrja hvort teikn séu á lofti um að þrívíddarlistin sé að dragast saman í tví- vídd, og sé nú komin upp á veggi í formi ljós- mynda eða inn í sjónvarpstækin og hátalar- ana.“ Auður bendir þó á að útskorinn hvalur Valgerðar vísi á allt aðrar tilhneigingar, þ.e. vaxandi áhuga meðal yngri þrívíddarlista- manna á að vinna með rótgróna tækni og að- ferðir höggmyndalistarinnar, svo sem að steypa efni í mót, skera út, smíða, sjóða sam- an, slípa, pússa. Þessum vinnubrögðum fylgi þó um leið tilraunir með ný efni. Samband líkama og verks Þegar gengið er upp á efri hæð er að finna verk sem nýta sér rafræna tækni til úrvinnslu á rými. Hljóðverk Finnboga Péturssonar fyllir einn salanna á efri hæð. Þar gengur áhorfandi inn í lokað rými þar sem þungir púlsar fara í gegnum líkama hans úr lágtíðnihátölurum. Auður bendir á að í verki Finnboga birtist skýrt hið breytta hlutverk mannslíkamans innan höggmyndalistarinnar, sem hverfi frá því að vera viðfangsefni til þess að vera þáttur í samspili áhorfanda og verks. „Verkin á af- mælissýningu Myndhöggvarafélagsins endur- spegla einnig almennt þá staðreynd að sam- tímahöggmyndalist tekur til mun fleiri skilningarvita, e.t.v. mætti tala um skynvíddir í því sambandi – en áður tíðkaðist. Skýrasta dæmið eru hljóðverk, þar sem unnið er með hljóð í rými og tíma. Þá má nefna ýmis önnur skynsvið sem verkin vísa til, en verk Finnu Birnu á sýningunni fjallar til að mynda bein- línis um lykt og lyktarskyn. Í tengslum við rýmistilraunir höggmyndalistarinnar hefur tíminn jafnframt fengið aukið vægi. Öll verkin á sýningunni hér í Hafnarhúsinu eru þannig bæði rýmis- og tímatengd. Sá tími eða þeir tímar sem birtast í verkunum eru með ýmsu móti og ýmissi lögun; tími sem breyting eða hreyfing sem getur vísað bæði til þess tíma sem innbyggður er í verkið og til upplifunar- tíma verks, tími sem minning, hinn tilvist- arlegi tími, tími sem upplifun, mældur tími og tími handverksins,“ segir Auður að lokum. Afmælissýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík stendur í Hafnarhúsinu til 6. októ- ber. Opnunina ber upp á menningarnótt en af því tilefni býður safnið alla menningarnæt- urgesti velkomna í húsið sem er opið til mið- nættis. Afmælissýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík verður opnuð almenningi í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag og verður opið fram á kvöld í tilefni menningarnætur. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Auði Ólafsdóttur annan sýningarstjóranna um endimörk höggmyndalistarinnar í samtímanum. Morgunblaðið/Jim Smart Tvívíð fjölskyldumynd Borghildar Óskarsdóttir lýsir „huglægum formum, höggnum úr huganum“. Morgunblaðið/Jim Smart Innsetning Hannesar Lárussonar nefnist Climax. Morgunblaðið/Þorkell Auður Ólafsdóttir sýningarstjóri við verk Valgerðar Guðlaugsdóttur. heida@mbl.is SKYNVÍDDIR HÖGGMYNDARINNAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.