Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 13 JÓN Thor Gíslason hefur verið búsettur í Þýska- landi frá því að hann lauk námi frá Myndlist- arakademíunni í Stuttgart. Þar hefur hann hald- ið fjölda sýninga og hlotið góðar viðtökur, en einkenni hans eru viðamikil málverk sem eru í senn raunsæ og margræð og endurspegla dýpt tilfinningalífs manneskjunnar. Á Íslandi hefur Jón haldið nokkrar sýningar, og var síðasta stóra sýningin hans í Hafnarborg árið 1994. Sýningin sem verður opnuð í Hafnarborg kl. 15 í dag er sú viðamesta sem Jón Thor hefur haldið hér á landi, en hún er í öllum sölum safnsins. – Nú hefur þú alið manninn í Þýskalandi síð- ustu árin og starfað þar. Hver er bakgrunnur þinn í myndlistinni? „Ég lauk námi frá Myndlista- og handíðaskól- anum árið 1981. Eftir það var ég mikið í tónlist, var sem sagt poppari, og á þessu tímabili var það mikið að velkjast um í mér hvort ætti að verða aðalatriðið, þ.e. tónlistin eða myndlist. Eftir að hafa reynt að samræma þetta tvennt varð mér ljóst að það er ekki hægt að sinna tveimur list- greinum í einu, þetta eru tveir heimar, tveir ólík- ir hópar. Þegar ég ákvað að myndlistin yrði mitt ævistarf vissi ég að ég þyrfti að fara eitthvað burt til að geta skilið alveg þarna á milli. Ég komst í framhaldsnám í Stuttgart og var í svo- kölluðu „Aufbaustudium“ eða lokanámi hjá pró- fessor Eric Mansen. Þegar ég stóð frammi fyrir því vali að flytja eða halda kyrru fyrir í Þýska- landi varð síðari kosturinn ofan á, ég átti þar kærustu og við bjuggum í nágrenni Stuttgart í nokkur ár. Eftir að því sambandi lauk ákvað ég að færa mig til borgar þar sem finna mætti blóm- legra myndlistarlíf en í Stuttgart. Þá varð Düss- eldorf fyrir valinu, og er ég sestur þar að, með eiginkonu minni og barni.“ Jón Thor segir Düsseldorf henta mjög vel sín- um listrænu áherslum, en þar ríkir mjög sterk málarahefð og öflugt myndlistarlíf sem hverfist um myndlistarakademíuna þar í borg, en hinn áhrifamikli popplistamaður Joseph Beuys var meðal þeirra sem kenndu þar og störfuðu um langt skeið. „Ég er málari og þess vegna hentar Düssel- dorf mér vel. Þar eru margir góðir málarar sem ég hef kynnst og það hefur verið mikilvægt að myndlistarheim, og halda tengslum við kollega mína hér.“ Yfirskrift sýningar Jóns Thors í Hafnarborg er „Imagines“ en á sýningunni skír- skotar listamaðurinn í senn til þeirra ímynda sem ríkjandi eru í menningunni allt í kringum okkur sem og þess tilfinningalífs og ímyndunar- afls sem manneskjan glímir við undir niðri. Á sýningunni eru stór málverk, grafíkverk, vatns- litamyndir og teikningar, og er manneskjan leið- andi viðfangsefni í verkunum. „Á þessari sýningu ákvað ég að sýna allt litrófið í því sem ég er að gera. Ég vinn mjög jöfnum höndum í þessum miðlum, og finnst mikilvægt að geta hlaupið á milli mynda, t.d. á milli olíumálverks sem ég er að vinna og t.d. vatnslitamyndar. Það er því tví- mælalaust samspil á milli allra myndanna, og jafnframt samspil á milli miðla sem kenna manni alltaf eitthvað nýtt. Það sem ég hef lært öðru fremur í þessari vinnu minni er hversu ólík ein- kenni hver miðill hefur.“ – Og hvað er það sem bindur þessar myndir saman? „Viðfangsefni mitt hefur alltaf verið mann- eskjan fyrst og fremst og tilfinningalíf hennar. Hvað málverkið sjálft varðar var ég sem ungling- ur ákaflega heillaður af íslenska afstraktmál- verkinu. Það voru afstraktverk eftir listamenn eins og Svavar Guðnason sem urðu til þess að ég ákvað að ég vildi mála, en hins vegar hefði mér aldrei dottið í hug að mála afstrakt,“ segir Jón Thor og hlær. „Ég vildi segja frá einhverju í til- finningalífi manneskunnar og það kallaði á fíg- úratíft málverk.“ Jón Thor bætir því við að í umfjölluninni um manneskjuna og tilfinningalíf hennar sé falin ákveðin samfélagsgagnrýni. Í inngangi að sýn- ingarskránni sem gefin er út í tengslum við sýn- inguna fjallar Jón Thor um hlutverk listarinnar í nútímasamfélagi og tengir hana þeirri gjá sem myndast hefur milli náttúru- og líkamsskynjunar annars vegar og rökhyggju og „andans“ hins vegar frá því að nútíminn hóf innreið sína. Þessa gjá verði að brúa, þar sem Vesturlandabúar hafi misst samband við náttúruna og ómissandi þætti hennar í tilvist okkar. „Hið vitsmunalega er sett ofar líkamlegri skynjun og þar með hefur mað- urinn afneitað sjálfum sér, þ.e. líkama sínum sem er náttúra. Með því að fjalla um líkamann og til- finningar vil ég draga skynjunina frá hinu „vits- munalega“ til hins skynræna og tilfinningalega. Í samtímalistum hefur „hugmyndin“ og vitsmuna- leg skynjun á listaverkinu náð yfirhendinni, og finnst mér skorta á mikilvægi þess að sjálft verk- ið virki á áhorfandann óháð þeim hugmyndum sem því er ætlað að vekja. Ég leitast við að mála myndir sem höfða skynrænt til áhorfandans, og vekja í kjölfarið einhvers konar hughrif, eða hugsun; að leiðin til vitsmunanna liggi í gegnum líkamann,“ segir Jón Thor að lokum. Sýningin „Imagines“ stendur til 9. september. starfa í svo hvetjandi umhverfi. En þarna eins og víðar er myndlistarheimurinn mjög harður, þar er mikil samkeppni. Miðað við þessa hörðu sam- keppni hefur mér gengið vel. Ég hef sýnt í stórum galleríum og stofnunum, og er í raun fyrst og fremst upptekinn af því að öðlast við- urkenningu í þessari einu borg. Hins vegar koma alltaf lægðir og erfiðir tímar. Ég held að flestir listamenn lendi í því og þá er bara að standa það af sér. En ég vissi það þegar ég tók þá ákvörðun að helga mig myndlistinni, að þetta yrði barátta. Kannski er þetta líka erfitt vegna þess að ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir og litið framhjá öll- um tískustraumum.“ Líkaminn og hið skynræna – Nú hefur þitt sýningarhald hér á Íslandi mikið til verið í Hafnarfirði, þetta er t.d. þriðja einkasýning þín í Hafnarborg. „Ég er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og á mína fjölskyldu hér. Það hefur því legið beint við að sýna í mínum heimabæ. En varðandi sýningarhald á Íslandi hefur það alltaf verið mér mjög mikilvægt að missa ekki tengslin við Ís- land. Ég hef því reynt að koma hingað eins oft og hægt hefur verið, þrátt fyrir að það sé nokkurt fyrirtæki að flytja málverk yfir hafið. Þá hef ég skrifað fyrir Morgunblaðið af og til, um það sem er að gerast í listalífinu í Düsseldorf, og hef leit- ast við að taka þátt í umræðunni um íslenskan Í gegnum líkamann heida@mbl.is „Imagines“ nefnist sýning Jóns Thors Gíslasonar sem opnuð verður í Hafnar- borg í dag. HEIÐA JÓ- HANNSDÓTTIR ræddi við listamanninn af því tilefni. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Thor Gíslason við eitt málverka sinna. Í KRISTSKIRKJU í kvöld verður haldin bæna- stund, þar sem orð, tónlist og myndlist er byggjast á hlutum úr Rósakransinum mætast. Munu þar koma fram hljóðfæraleikararnir Martin Frewer á fiðlu, Dean Ferrell á kontra- bassa og Steingrímur Þórhallsson á orgel auk þess sem sýnd verða myndverk eftir Önnu Guð- rúnu Torfadóttur, en sr. Jakob Rolland mun leiða bænirnar ásamt bænahópi. „Tónlistin sem við leikum er eftir Heinrich Ignatz Franz Biber og eru þættir úr Rósa- kranssónötum hans frá seinni hluta 17. aldar,“ segir Dean Ferrell í samtali við Morgunblaðið. „Upphafleg hugmynd mín var að leika allt verkið. Ég hafði af því spurnir að Anna Guðrún Torfadóttir væri að vinna myndröð byggða á sömu bænum og tónlist Bibers og bar hug- myndina að því að leika tónlistina og sýna myndirnar saman undir séra Jakob. Hann benti mér þá á, að myndröð Önnu Guðnýjar væri ekki byggð á Rósakransinum, heldur á Krossferl- inum. Þar fyrir utan væri mikið verk að flytja allan Rósakransinn. Hann stakk því upp á því að við flyttum þá hluta verks Bibers sem inni- halda sömu bænir og má finna í myndum Önnu Guðnýjar, en það er millikafli Rósakransins, sem nefnist Leyndardómar sorgarinnar, eða Sorrowful Mysteries. Það varð því úr og þannig er þessi bænastund tilkomin.“ Margmiðlun 17. aldarinnar Ferrell segir Rósakranssónöturnar afar sjaldan fluttar, vegna þess hve fiðluhlutinn sé erfiður. Verkið hefur þó verið flutt áður á Ís- landi, fyrir rúmum áratug. „Ég tók þátt í þeim flutningi, sem fram fór í Skálholti. Þá var flutt predikun milli sónatanna. Ég vildi hins vegar hafa sem upprunalegasta mynd á þessu núna, og því varð úr, að tillögu sr. Jakobs, að flytja viðeigandi bænir með tónlistinni í stað predik- unar, en hann telur að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að flutningurinn væri með þeim hætti.“ Hann segist vona að á bænastundinni gefist fólki tækifæri til að hverfa aftur í tímann að vissu leyti, en um leið uppgötva rætur tján- ingarmiðla nútímans. „Bænastundin verður með fremur upprunalegu sniði, eins og við telj- um að Biber hafi hugsað sér að hún færi fram, þótt við flytjum einungis hluta af verkinu. En um leið vonast ég til að sýna fólki fram á, að blöndun á töluðu orði, tónlist og myndlist er langt frá því að vera eitthvað sem varð til með margmiðlun nútímans. Í raun má segja að þarna gefist fólki kostur á að upplifa margmiðl- unarsýningu frá 17. öld,“ segir hann að lokum. Bænastundin í kvöld hefst kl. 21. Myndir, bænir og tónlist úr Rósakrosssónötum Morgunblaðið/Jim Smart Martin Frewer, Steingrímur Þórhallsson og Dean Ferrell leika hluta úr Rósakranssónötum Bibers á bænastund í Kristskirkju í kvöld. BANDARÍSKA leikskáldið Arthur Miller hefur sent frá sér nýtt leikrit en hann er nú á 87. aldursári. Leik- ritið nefnist „Resurrection Blues“ og verður það frumflutt 8. september næst- komandi í Guthr- ie Theater í New York. Að sögn gagnrýnanda hjá The New York Times er verkið beiskur skop- leikur sem fjallar um ástand mannsandans við árþús- undamót. Þó svo að verkið skír- skoti greinilega til bandarískra gilda og lífshátta á það sér eigi að síður stað í ónefndu suður- amerísku ríki þar sem herstjórn viðheldur gríðarlegri misskipt- ingu auðs. Gagnrýnandi The New York Times er lítt hrifinn af verkinu í heild, en telur helstu kosti þess felast í beittum athugasemdum um pólitískt ástand samtímans líkt og ávallt hefur verið aðal leikskáldsins. Tom Stoppard skrifar tólf stunda þríleik BRESKA leikskáldið Tom Stoppard, sem sumir myndu telja kominn á efri ár en er þó 20 árum yngri en Miller, hefur ekki setið með hendur í skauti undanfarin ár því þann 3. ágúst sl. var frumsýnt í Breska þjóðleik- húsinu þríleik- urinn The Coast of Utopia sem tekur um tólf klukkustundir í flutningi breska Þjóðleikhúss- ins. Þríleikurinn gerist í Rúss- landi um miðja 19. öld og dregur upp flókna og margbrotna mynd af hópi róttækra umbótasinna sem með kenningum sínum, væntingum og umræðum settu óafmáanlegt merki sitt á verald- arsöguna næstu 150 árin. Gagn- rýnendur hafa velt vöngum yfir því hvort hér sé ekki rakið efni í sjónvarpsseríu, 12 þætti eða svo, en merkilegt nokk hefur aðsókn verið mest að þeim dögum þeg- ar öll verkin eru sýnd saman og þrátt fyrir meint sjálfstæði hvers verks eru menn sammála um að erfitt væri að setjast nið- ur og horfa á þriðja verkið án þess að hafa hugmynd um hvað gerðist í fyrri tveimur. Fyrsta verkið, Voyage, gerist á sveitasetri í Rússlandi þar sem Mikhail Bakunín og vinir hans velta vöngum yfir framtíð Rúss- lands. Andi Tsjekofs svífur yfir vötnum og yfir hvílir lognið áð- ur en stormurinn skellur á í næsta leikriti þar sem bylting- arnar 1848 eru í brennidepli ásamt persónulegum harmleik Alexanders Herzen. Leikstjór- inn Trevor Nunn er á heimavelli í byltingarsviðsetningum enda hefur sviðsetningu Shipwreck verið lýst sem Vesalingunum fyrir menntamenn en Nunn svið- setti einmitt hinn rómaða söng- leik Vesalingana á sínum tíma. Þriðja verkið Björgun sýnir svo byltingarmanninn Herzen þar sem hann er sestur að í London og veltir fyrir sér hvort baráttan hafi skilað þeim ár- angri sem vonast var til. Niður- staða hans er sú að hvernig sem allt veltist verði maðurinn að lifa og lokaorð þríleiksins er „da“, rússneska orðið fyrir okk- ar íslenska já. ERLENT Ný leikrit eftir Miller og Stoppard Arthur Miller Tom Stoppard

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.