Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 9 Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að Bourgeois fór að kanna fyrir alvöru möguleika mismunandi efniviðar, latex, gúmmís, marmara, steinsteypu, gips og brons. Hún segist ekki skilja þá listamenn sem hengja sig í ákveðinn efnivið án tillits til þess hvað þeir ætla sér að tjá. Að hennar mati helgar tilgangurinn efnivið- inn en ekki öfugt. Samt sem áður býr hún yfir einhverri glæsilegustu verkvissu sem sést í list samtímans. Efniviðurinn virðist leika í höndum Louise og tilfinning hennar fyrir framsetningu – fínni áferð eða grófri, fundnum hlutum eða til- búnum – er einstök og kraftmikil. Það var einnig á sjöunda áratugnum sem kynferðislegar áherslur urðu augljósar í form- mótun hennar. Henni var skipað á bekk með svokölluðum furðufuglum í abstraktlist, ásamt Evu Hesse, Bruce Nauman og Keith Sonnier, á frægri sýningu í Fishbach Gallery, sem list- fræðingurinn kunni, Lucy R. Lippard, skipu- lagði. Vandinn var bara sá að það verk Bour- geois sem mesta athygli vakti var alls ekki abstrakt heldur fullkomlega hlutbundið. Það var risastórt, sokkið auga úr latex og striga sem hún kallaði Augnatillitið, eða Le regard. Klefar endurminninganna Á áttunda áratugnum gerði Louise Bourgeois hverja tilraunina á fætur annarri til að virkja sýningarrýmið með óvæntum hætti. Árið 1972 varð til gólfverkið The No March – Án landa- mæra – á Whitney-safninu í New York, byggt upp af tugum, ef ekki hundruðum stuttra sí- valninga úr marmara, í mismunandi stærðum. Tveim árum síðar leit umhverfisverkið The Destruction of the Father – Útrýming föðurins – dagsins ljós í Robert Miller Gallery, ein fyrsta tilraun listakonunnar til að bregða upp tákn- mynd af óþolandi borðhaldi á æskuheimili henn- ar í París. Engu er líkara en áhorfandinn sé staddur í maga risahvelis þar sem hann upplifir megna innilokunarkennd. Í gjörningnum Con- frontation – Hráskinnaleikur – í Guggenheim- safninu, árið 1978, urðu vinir hennar og velunn- arar – þar með taldir galleristar – að ganga um með keppi hangandi utan á sér sem líktust einna helst fellingum á fornum Venusarlík- neskjum. Allar þessar tilraunir urðu til að breyta við- horfi Bourgeois til rýmisins og virkni verka sinna. Eins og áður var getið urðu ákveðnar stökkbreytingar í list hennar um miðjan níunda áratuginn. Hún fór að afmarka svæði og búa sér til athvarf, hálflukt af hurðum eða skermum. Þegar hún stóð á áttræðu höfðu þessi afdrep þróast í búr og klefa, sem bæði var hægt að skoða að utan sem innan. Flestir þessara klefa eru tveir til þrír metrar á hvorn veg, gerðir úr stálneti og smárúðum. Innandyra má sjá högg- myndir, marmarahendur sem núa saman hnú- um eins og í angist, augu í augnbotnum sem einnig má túlka sem hreðjar, litla stóla, flöskur, tilraunaglös, afmyndaða líkama, líkamsparta, marmarahallir, fallöxi og mikið af speglum. Að sögn Louise eru þetta hólfaðar endur- minningar. Hver klefi sýnir ákveðna tegund af sársauka, líkamlegan, tilfinningalegan, sálræn- an, geðlægan og hugmyndalegan. Klefarnir draga upp mynd af ótta, og óttinn er ætíð sárs- aukafullur. En um leið vekja þeir forvitni og kveikja áhuga gluggagægisins. Hrollur fer jafnt um þann sem liggur á gægjum og hinn sem fylgst er með. Fyrir tíu árum – á Documenta 9 í Kassel – kom Bourgeois fyrir vínámu sem risa- stórum hringlaga klefa. Á gjörðinni sem hélt tunninni saman stóð letrað: Listin tryggir geð- heilsu. Inni í klefanum var járnrúm með til- raunaglösum allt um kring, hangandi á járn- stöngum. Höggmynd af tveim brjóstum – Trani Episode – upplýstum að innan eins og lampi varpaði daufri birtu um draugalega ámuna, svarta kúlu á gólfinu og risastóran karlmanns- frakka á snaga. Saumadísin áttfætta Samhliða klefunum, sem hafa tekið á sig ótal myndir, þróaði Bourgeois sérstakt spunaþema á síðustu átta árum, með garni, rauðgljáandi glervarningi og risastórum köngulóm sem gerðu sýningagestum svo bilt við að þeir hrukku í kút. Þessar óhugnanlegu risaskepnur sem tengdust barnaherbergi og hjónaherbergi æskuminninganna – og spunnu að því er virtist lygavef um bernskuheimili listakonunnar – voru þó ekki allar þar sem þær eru séðar því Louise hefur gefið í skyn að þær væru jafnframt tákn- myndir móður hennar sem hún taldi, eins og áð- ur sagði, hreinan snilling með saumnálina. Á Documenta 11, sem nú stendur yfir í Kass- el í Þýskalandi, renna klefarnir og saumaskap- urinn saman í eitt. Troðinn tauhaus sem rimpað er saman í skyndingu hangir á hvolfi í litlu búri og minnir óneitanlega á hangandi gipspoka, nokkurs konar lífrænt fuglabúr, frá 1963, kallað Fée Couturière – Saumadís – því fuglarnir sem ríða sér hreiður svo haganlega eru sannkallaðar skraddaravættir. Í öðru búri situr samanfallin tuskubrúða, lauslega saumuð saman, en allt um kring hanga teikningar sem vottur þess ein- stæða valds sem hún hefur yfir öllum þeim miðlum sem hún kýs sér. Fleiri búr skarta enn öðrum táknmyndum, ef til vill nöturlegum en ógleymanlegum þó. Á tíræðisaldri staðfestir Louise Bourgeois, enn og aftur, að hún er ekki aðeins einn áhrifa- mesti listamaður samtímans heldur virðist sköpunargáfu hennar engin takmörk sett. OUISE BOURGEOIS nn og sagt frá nýrri yfirlitssýningu hennar og þátttöku í Documenta 11 í Kassel. Greinarhöfundur kemst að ins einn áhrifamesti listamaður samtímans heldur virðast sköpunargáfu hennar engin takmörk sett.“ Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands. Risakönguló gnæfði yfir einum Klefanna á yfirlitssýningunni í Borgarlistasafninu í Helsinki. hrifum beiskrar æsku á ois fer vart milli mála að m og djúpstæðum sárs- g dýpkað eftir því sem alla það þráhyggju þeg- g aftur upp úr flækjum eins og hún magni upp ðingur mundi reyna að við með ráðum og dáð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.