Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 3 M IKIÐ er hún falleg í haustskrúðanum, höfuðborgin okkar. Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar á sannarlega heiður skilinn fyrir störf sín undanfarna áratugi. Af smekkvísi og alúð hefur hann og hans fólk með grænum fingrum fært miðborgina, almenningsgarða og torg í litskrúðug, ilm- andi klæði. Þetta eru þeir staðir þar sem borgarbúar spóka sig gjarnan á góðum dög- um yfir sumarmánuðina. Það er hrein unun að setjast þar á bekk í sólskininu og geta notið litadýrðarinnar, teygað að sér ilm blómanna sem berst með golunni á meðan börnin og barnabörnin gæða sér á ís og skoða fuglana á tjörninni. Já, margt gott hefur verið gert í seinni tíð af stjórnvöldum í höfuðborginni sem orðið hefur til þess að bæta mannlífið. Reykjavík er orðin falleg borg við sundin blá, sem íbú- arnir geta verið stoltir af. Eða hvað? Er sagan ef til vill ekki nema hálf sögð? Því verður hver að svara fyrir sig en sá sem þessar línur ritar er ekki í vafa. Eftir er að minnast á skuggahliðina og það væri ómerkilegur vinur sem þegði yfir henni. Í yfirlýsingu frá borgarstjórn í kjölfar ný- afstaðinnar menningarnætur segir „ – að í heild hafi menningarnótt í Reykjavík tekist afskaplega vel og verið skipuleggjendum, borgarbúum og gestum til mikils sóma“. Svo mörg voru þau orð. Það þarf ansi mikla kokhreysti, eða öllu heldur siðblindu, til þess að láta sér þessi orð um munn fara um þau skrílslæti sem áttu sér stað umrædda nótt, og ég er satt að segja alveg standandi bit á annars um margt góðri borgarstjórn. Það er ákaflega bagaleg tilhneiging þeirra sem með valdið fara á hverjum tíma að vera í bullandi afneitun á það sem miður fer í stjórnsýslunni og breiða yfir mistök. Þetta verður oft til þess að viðhalda ófremdar- ástandi á ýmsum sviðum til stórtjóns og skammar öllum þeim sem hlut eiga að máli. Við vitum öll hvað gerðist. Svo yf- irgengileg var villimennskan og við- urstyggðin að það var ekkert annað en kraftaverk að enginn skyldi bíða bana þessa menningarnótt í Reykjavík. Ölæðið, mis- þyrmingar á fólki í stórum stíl, skemmd- arverkin og sóðaskapurinn er í svo him- inhrópandi andstöðu við það sem til var stofnað að engu tali tekur. Það skrítna er að þetta er ekkert nýtt. Þetta ástand hefur viðgengist áratugum saman alls staðar þar sem Íslendingar koma saman til veisluhalda að næturlagi. Það vekur bara meiri athygli í þetta sinn vegna hins afkáralega klaufaskapar skipu- leggjendanna að kenna þetta við menningu. En fátt er svo með öllu illt … ef til vill verð- ur þetta grátbroslega öfugmæli MENN- INGARNÓTT til þess að opna augu okkar. Það er sannarlega kominn tími til að Íslend- ingar hafi manndóm í sér til að horfast í augu við þennan þjóðarósóma. Fylliríið á mannskapnum hefur lengi ver- ið mikið feimnismál hjá okkur Íslendingum. Við höfum vitað upp á okkur skömmina og fyllst sektarkennd en skort kjark til að horfa á ástandið algáðum augum. Sekt- arkennd og afneitun fara illa með heilbrigða skynsemi og gott dæmi um það er EITUR- LYFJAFÁRIÐ svokallaða. Snemma á þessu ári rak ég augun í eft- irfarandi fyrirsögn með stóru letri í dag- blaði í borginni: GREINILEG FÍKNI- EFNANEYSLA Á FJÓRUM KRÁM. Fréttin sýnir í hnotskurn það viðhorf sem búið er að hamra inn í fólk. Að hinn löglegi vímugjafi alkóhól sé tiltölulega saklaus mið- að við hin skelfilegu eiturlyf sem fúlmenni ein í undirheimunum komi ofan í blásak- laust fólk. Þetta er svo yfirgengileg af- skræming á raunveruleikanum að maður grætur og hlær á víxl. Því það vita nátt- úrlega allir sem nenna að hugsa heila hugs- un til enda að alkóhól er eitthvert sterkasta og hættulegasta fíkniefni sem til er og veld- ur að minnsta kosti 99% af öllum þeim hörmungum sem fíkniefni valda í heim- inum. Tölfræðilega séð tekur því varla að minnast á önnur fíkniefni og eiturlyf. Fjarri sé það mér að gera lítið úr neyslu annarra eiturlyfja en áfengis og skelfilegum afleið- ingum af hennar völdum en aðaláhersla í fíkniefnavörnum á auðvitað að vera á áfeng- isvandamálinu. Auðvitað hefði borgarstjórn átt að vera búin að taka á þessum ósóma fyrir löngu í staðinn fyrir að standa í sandkassaleik við ríkisvaldið um hver sé ábyrgur, hver eigi að standa straum af kostnaði við löggæslu og svo framvegis. Valdhafar í Reykjavík verða að horfast í augu við þá staðreynd að þeir eru ábyrgir fyrir því sem aflaga fer í borg- inni og til þess kjörnir að ráða bót á. Að maður tali nú ekki um slíkan smánarblett sem hér um ræðir. Hvergi nokkurs staðar í siðuðu samfélagi er annað eins látið við- gangast og styrjaldarástandið í miðborg Reykjavíkur um helgar, þar sem saklausu fólki er misþyrmt og það jafnvel barið til bana að öllum ásjáandi, og göturnar eins og vígvöllur á eftir, þaktar flugbeittum ger- brotum og skæðadrífu af drasli og óþverra. Við erum náttúrlega öll samsek í glæpn- um með sinnuleysi okkar og afneitun en borgaryfirvöldum ber samt skylda til að gera eitthvað í málinu og það strax. Þau gætu byrjað á því þegjandi og hljóðalaust að margfalda fjölda löggæslumanna á þess- um tíma. Standa þrjótana og ofbeldismenn- ina að verki og láta þá gjalda fyrir. Æskileg- ast væri auðvitað ef hægt væri að leiða þeim fyrir sjónir hvað þeir hafi raunverulega ver- ið að aðhafast og dæma þá til samfélags- þjónustu í stað sekta eða fangelsisvistar. Þeir þyrftu að taka til hendinni við að þrífa götur, almenningsaðstöðu og salerni eftir menningarnætur, og þeim yrði gert að vinna við aðhlynningu á bæklunardeildum sjúkrastofnana þar sem er að finna örkumla fólk eftir barsmíðar. Samfélagsþjónusta í stað hefðbundinna refsinga hefur víða verið reynd í siðuðum samfélögum og gefið góða raun. Já, því miður er það nú komið á daginn að blessað R-listafólkið, svo gott sem það er, er farið að fitla við sterkasta fíkniefnið á mark- aðnum, valdhrokann. Ég ætla bara að vona að það geri eitthvað í sínum málum áður en það er orðið um seinan. MENNINGAR- NÓTT RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N eystb@ismennt.is JÓHANN SIGURJÓNSSON BIKARINN Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. Jóhann Sigurjónsson (1880–1919) bjó lengst af í Danmörku og skrifaði bæði leikrit og ljóð á dönsku og íslensku. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI FORSÍÐUMYNDIN er tekin ellefta september síðastliðinn. Reuter. Bresk leikritun er umfjöllunarefni Þorvaldar Gylfasonar í grein er nefnist Hugir og hjörtu en þar er George Bernard Shaw í aðalhlutverki. Einnig kemur Tom Stoppard við sögu en Þorvaldur fylgdist með tólf tíma langri sýningu á nýjum þríleik hans í London um síðustu helgi. Egils saga gæti verið yfirbót fyrir syndir Snorra Sturlusonar segir Torfi Tulinius í samtali við Þröst Helgason en nýlega kom út í enskri þýðingu bók hans The Matter of the North. Baráttan við kvenleikann eða að leika kvenleikinn nefnist grein eftir Úlfhildi Dagsdóttur þar sem hún rýnir í fræga grein eftir breska sálgreinandann Joan Riviere er hélt því fram að konur svið- settu og – eða – ýktu kvenleika fyrir karla. Ameríka eftir 11. september nefnist grein þar sem Þröstur Helgason skoðar greinaflokk er birtist í breska bók- menntatímaritinu Granta fyrr í sumar þar sem 24 höfundar víðsvegar að lýsa við- horfum sínum til Bandaríkjanna. Í ljós kemur æði þverstæðukennd mynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.