Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 Þ EGAR George Bernard Shaw var að reyna að hasla sér völl í bókmenntalífi Lundúna á síð- asta fjórðungi 19. aldar, gekk honum heldur hægt og illa framan af. Hann hafði hætt í skóla í Dýflinni fjórtán ára að aldri, þóttist geta aflað sér meiri, betri og skjótari menntunar á eigin spýtur. Hann eyddi unglingsárum sínum í söfnum Dýflinnar og drakk í sig allt, sem hann komst yfir: bókmenntir, stjórnmál, myndlist, tónlist. Hann fluttist síðan til Lund- úna um tvítugt ásamt móður sinni og lá þar yfir bókum í British Museum frá morgni til kvölds. Hann skrifaði reiðinnar býsn af rit- dómum, leikdómum og þess háttar; óperu- gagnrýni hans geta menn ennþá lesið sér til gagns og gamans, enda hefur verkefnaskrá óperuhúsanna ekki breytzt mjög verulega síð- an þá. Shaw safnaði ritdómum sínum og leik- dómum einnig saman í bækur á efri árum. Hann fór eins og eldibrandur um allar jarðir og hélt þrungna fyrirlestra um félagsmál flesta daga vikunnar, stundum oft á dag. Hann skrifaði einar fimm skáldsögur fyrstu árin sín á Englandi, en þær náðu ekki mikilli hylli. Honum þóttu leikhúsin í Lundúnum á þessum árum alveg ofboðslega léleg yfirleitt – ekki leikararnir, þeir voru prýðilegir, heldur leikritin. Þau voru gersamlega innihaldslaus, að honum fannst, og órafjarri brauðstriti al- mennings og aðskiljanlegum meinsemdum samfélagsins á uppvaxtarárum iðnríkisins. Þetta voru ekki auðveldir tímar. Leikhús- stjórarnir þóttust samt vita, hvað þeir voru að gera. Fólk fer ekki í leikhús til að heyja – heldur til að flýja! – baráttuna um brauðið, hugsuðu þeir; áhorfendur langar til að gleyma sér við hugþekkar ástarsögur með ánægju- legum endi. Þetta þótti Shaw vera þunnur þrettándi. Henrik Ibsen Þá gerðist það. Þegar Afturgöngurnar eftir Henrik Ibsen voru fyrst settar á svið í Lund- únum 1891, átta árum eftir frumflutninginn í Helsingjaborg í Svíþjóð, þá tók Shaw verkinu tveim höndum og skrifaði umsvifalaust bók um Ibsen og verk hans (The Quintessence of Ibsenism, 1891), klassískt rit. Það var engin konfektkassaáferð á verkum Ibsens, öðru nær, því að hér kvað við nýjan, harðan, djúp- an tón. Ibsen ruddist inn í stássstofur borg- arastéttarinnar og svipti hulunni af ýmsum áður ósnertanlegum umtalsefnum (geðveiki, kvenfrelsi, kynsjúkdómum, sjálfsvígum o.s.frv.) og kafaði djúpt í sálarlíf leikpersón- anna á leið sinni – og lét ekki þar við sitja, heldur hélt hann hugmyndum sínum um sið- ferði og samfélagsmál óspart að áhorfendum. Þessi óvægni afhjúpunarstíll mæltist misvel fyrir heima í Noregi, enda beindi Ibsen spjót- um sínum í fyrsta lagi gegn landlægum tví- skinnungi heima fyrir og bjó reyndar mestan hluta starfsævinnar sunnar í álfunni (Dres- den, München og Róm) og skrifaði flest leik- ritin sín þar, af því að þar hafði hann næði. Afturgöngurnar komust ekki á svið í Krist- janíu (nú Ósló) fyrr en 1899, vígsluár Þjóð- leikhússins þar (Ibsen var þá kominn yfir sjö- tugt), og hafði verkið þá þegar verið fært upp víða í Evrópu og Ameríku. Hvað um það, þessi beinskeytti predikunartónn Ibsens var Bernard Shaw mjög að skapi. Shaw var sósí- alisti að lífsskoðun og ódeigur umbótamaður á flestum sviðum og lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Honum fannst beinlínis illa farið með kvöldstund í leikhúsi, væri hún ekki not- uð til að tala rækilega yfir hausamótunum á áhorfendum og tuska þá til. Shaw átti mikinn þátt í því að leiða Ibsen til öndvegis í ensku leikhúslífi. George Bernard Shaw Árið eftir frumsýninguna á Afturgöngunum í Lundúnum var fyrsta leikrit Shaws frum- sýnt þar í borg í sama leikhúsi. Síðan rak hvert verkið annað: þegar hann féll frá hálftí- ræður að aldri árið 1950, hafði Shaw skrifað rösklega fimmtíu leikrit (Ibsen skrifaði innan við tuttugu), sneisafull af eldheitri þjóðfélags- umbótaástríðu. Shaw varð lengi framan af að láta sér duga að gefa leikritin sín út á prenti á frummálinu, því að ýmist fengust þau ekki sýnd á sviði eða komust ekki í gegn um rit- skoðun hennar hátignar, drottningarinnar. Þannig var, að Viktoría (hver man eftirnafn- ið?) var ennþá drottning um aldamótin 1900 og hafði verið drottning síðan 1837; hún var holdgervingur tvöfalds siðgæðis í heimsveld- inu, þar sem sólin hné aldrei til viðar – þess einskæra tvískinnungs, sem þeir Ibsen og Shaw risu gegn með offorsi. Shaw skrifaði yf- irleitt langa formála að verkum sínum til að setja þau í sem ljósast samhengi við þjóð- félagsmál líðandi stundar. Stundum voru for- málarnir lengri en leikritin. Það var þó ekki fyrr en árin eftir aldamót og fyrir heimsstyrj- öldina fyrri, þegar Shaw var kominn á sex- tugsaldur (hann fæddist 1856), að leikrit hans náðu óskiptri hylli meðal enskra leikhússtjóra og áhorfenda. Þau voru þá þegar í miklum metum á meginlandinu, einkum í Þýzkalandi, og einnig í Ameríku. Gengi Shaws reis og féll á víxl eftir þetta. Hann lagðist mjög gegn heimsstyrjöldinni 1914–1918, hann var frið- arsinni og var sakaður um hollustu við Þjóð- verja fyrir vikið. Honum voru veitt bók- menntaverðlaun Nobels árið 1925. Hann gaf verðlaunaféð. Sum leikritin hans eru þægileg, eins og Shaw lýsti þeim sjálfur, önnur óþægileg. Pyg- malion frá 1913 er kannski kunnast af þeim öllum, því að verkið er fyrirmynd söngleiksins fræga, My Fair Lady: þetta er sagan um hljóðfræðiprófessorinn, sem veðjar við vin sinn um það, að hann geti kennt almúgastelpu að tala ensku eins og hefðarmær. Þetta er þægilegt verk, þótt boðskapurinn sé að vísu óvæginn: þetta er auðvitað harkaleg árás á stéttaskiptingu á Englandi. Shaw lenti í vand- ræðum með endinn: leikhússtjórar og áhorf- endur heimtuðu, að prófessorinn giftist nem- anda sínum í leikslok, Shaw streittist á móti. Annað þægilegt verk er Major Barbara frá 1905. Þar er sögð saga af ungri hugsjónakonu í Hjálpræðishernum. Hún gerir uppreisn gegn forríkum föður sínum, hergagnafram- leiðanda, og hann svarar henni í sömu mynt með því að veita mikilli fúlgu fjár til Hersins og bjóða unnusta hennar, prófessor í klass- ískum fræðum, gull og græna skóga fyrir að taka við rekstrinum – og viti menn: hún sann- færist fyrir leikslok um það fyrir fortölur unnustans, að hugsjónastarf hennar í Hern- um og auðhyggja föður hennar og sú sam- félagsskipan, sem hún er sprottin úr, eru ekki endilega ósættanlegar andstæður, enda eru þau bæði í sama bransanum feðginin, þegar öllu er á botninn hvolft. Bæði leikritin hafa verið fest á filmu: Rex Harrison leikur pró- fessorinn í báðum myndum. Annars var Shaw yfirleitt tregur til að leyfa framleiðendum í Hollywood að gera kvikmyndir eftir leikrit- unum. Einu sinni hafnaði hann tilboði Metro- Goldwyn-Mayer-samsteypunnar með orðun- um: ,,Vandinn er sá, herra Goldwyn, að yður er umhugað um list, en mér um peninga.“ Óþægilegu verkin taka miskunnarlaust á ýmsum málum, sem enginn hafði áður látið sér koma til hugar eða vogað sér að setja á svið nema Ibsen, til dæmis framferði leigu- kónga í fátækrahverfum Lundúna (Widowers’ Houses, fyrsta verk Shaws, frumsýnt 1892). Þessi óþægilegu verk voru þó engin æsku- verk: Shaw var kominn fram undir fertugt, þegar þetta var. Þriðja verk Shaws fjallaði um fátækt og vændi (Mrs. Warren’s Profess- ion, skrifað 1894, prentað 1898, en fékkst ekki sýnt í Lundúnum fyrr en 1924, hafði verið sýnt í New York 1905, lögreglan lokaði leik- húsinu, gagnrýnendur studdu lögregluna). Þvílík yrkisefni þykja vitaskuld ekki tiltöku- mál á okkar dögum, en þóttu þá mjög djörf. Shaw dugði ekki að gleðja hjarta leikhús- gesta, þótt hann kynni þá list mætavel; hann langaði einnig að hvessa vilja þeirra, hvetja þá til að hrista af sér slenið – til að hugsa. Að- alsmerki Shaws sem leikskálds er það, að átökin, sem knýja dramað áfram, eru ekki í fyrsta lagi átök milli einstaklinga og ekki heldur innri átök eins og hjá Anton Chekhov, heldur skoðanaskipti: átök milli ólíkra hug- mynda og hugarheima. Sálfræðin, pælingin, djúpskyggnin, sem var driffjöðrin í verkum Ibsens, situr í aftursætinu hjá Shaw til að rýma fyrir líflegum orðræðum um hugmyndir og samfélagsmál. ,,Orð, orð, orð,“ sagði Shaw einu sinni, þegar hann var beðinn að lýsa nýju verki sínu. Og Shaw spriklaði af gáfnafjöri og fyndni umfram flesta aðra menn nema kannski Oscar Wilde. Stundum tók hann nafnlaus viðtöl við sjálfan sig í blöðunum fyrir frumsýningu til að vara fólk við því, sem í vændum var. Í einu slíku opnuviðtali spurði hann sjálfan sig að því, hvað vekti fyrir hon- um í leikritinu (ég man ekki lengur, hvert verkið var). Svarið: ,,Það, sem fyrir mér vak- ir, er að reyta sem allra flest atkvæði af íhald- HUGIR OG HJÖRTU „Shaw er því ekki dauður úr öllum æðum, langt frá því, þótt hin dramasneyddu samræðuverk, sem hann innleiddi á leiksvið, eigi á brattann að sækja á okkar dögum. Mér sýnist hann raunar eiga sér álitlegan arf- taka í Tom Stoppard, einu skemmtilegasta leikskáldi Breta og heimsins,“ segir í þessari grein þar sem meðal annars er fjallað um uppfærslu á nýjum þríleik eftir Stoppard í London sem vakið hefur mikla athygli. E F T I R Þ O R VA L D G Y L FA S O N George Bernard Shaw

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.