Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 5 inu í kosningunum í vor.“ Þannig var Shaw. Svo fór samt um síðir, að verk hans féllu út af verkefnaskrám leikhúsa. Þau eru frekar sjaldan sýnd á okkar dögum, þótt yfirleitt sé Shaw talinn vera mesta leikskáld Englend- inga frá öndverðu að Shakespeare einum und- anskildum (Shaw var sjálfur þessarar skoð- unar, nema hann tók sjálfan sig fram yfir Shakespeare). Vandinn er sá, að ýmsum þykir vanta ,,drama“ í verkin: það er ekki nóg að stinga á kýlum á leiksviði og skiptast á skoð- unum, segja menn. John Osborne, höfundur Horfðu reiður um öxl (1957), skóf ekki utan af því: hann sagði um Shaw, að hann skrifaði leikrit eins og Pakistani, sem hefði lært ensku við tólf ára aldur til að búa sig undir að verða löggiltur endurskoðandi. John Osborne Öðrum sýnist, að Shaw hafi ef til vill goldið þess, að sjónvarps- og kvikmyndamenningin hefur rutt sér til rúms í leikhúsunum, kannski um of, og kallar á ,,show“ og ,,action.“ Þessu hefur verið lýst þannig, að leiksýningar hafi leyst leikritin af hólmi. Eigi að síður sjást verk Shaws við og við í Lundúnum, New York og annars staðar. Í Kanada, nálægt Niagara- fossum (bærinn heitir Niagara-on-the-Lake), bara steinsnar frá landamærum Bandaríkj- anna, tveggja tíma ferð frá Torontó, var stofnað leikfélag um verk Shaws árið 1962, The Shaw Festival. Þar hafa verk hans verið sýnd á hverju ári æ síðan við góðar und- irtektir. Þessu félagi hefur vaxið svo ásmegin, að það er nú orðið eitt af öflugustu leik- félögum Norður-Ameríku. Það rekur þrjú leikhús í þessum litla bæ. Verkefnaskrá fé- lagsins er ekki lengur einskorðuð við Shaw, heldur sýnir það einnig verk ýmissa annarra leikskálda, einkum samtíðarmanna Shaws; þessi verk eru stundum kölluð leikrit um upp- haf nútímans. Síðustu ár hefur félagið einnig tekið nýrri verk til sýningar. Hvað um það, þarna geta menn gengið að leikritum Shaws frá apríl fram í nóvember, nokkrum nýjum uppfærslum á hverju ári. Shaw er því ekki dauður úr öllum æðum, langt frá því, þótt hin dramasneyddu sam- ræðuverk, sem hann innleiddi á leiksvið, eigi á brattann að sækja á okkar dögum. Mér sýn- ist hann raunar eiga sér álitlegan arftaka í Tom Stoppard, einu skemmtilegasta leik- skáldi Breta og heimsins. Stoppard var á flækingi fyrstu ár ævinnar, fæddist í Tékkó- slóvakíu, hraktist þaðan fyrst til Singapúr með móður sinni og síðan til Indlands, fað- irinn dó í stríðinu, og loks til Englands, eftir að stríðinu lauk. Hann hefur alið aldur sinn þar, hætti í skóla sautján ára, gerðist þá blaðamaður og leikdómari og síðan leikskáld, sló í gegn um þrítugt 1967 með leikritinu um Rósinkrans og Gullinstjörnu og er nú hálfsjö- tugur, iðandi af óbilandi æskufjöri. Hann var aðlaður fyrir nokkrum árum – krossfestur, eins og það er kallað – og gegnir nú ávarpinu Sir Tom. Hann er að segja má ekki mikið fyr- ir drama í eiginlegum skilningi, ekki frekar en Shaw var, heldur leikur hann sér að hug- myndum og orðum af mikilli list með marg- víslegum leikhúsbrellum í ofanálag. Leikrit Stoppards þjóta sum fram og aftur um tím- ann og af einum stað á annan, svo að áhorf- andinn á stundum fullt í fangi með að fylgja honum eftir: hann segir stundum tvær sögur í einu – aðra til dæmis frá Indlandi árið 1930 og hina frá Englandi hálfri öld síðar, eins og í Indian Ink (1995) – og fléttar þær saman eins og hann sé að semja sinfóníu. Leikritin eru yfirleitt lagskipt að auki, og eitt lagið er þá iðulega eitthvert ákveðið umræðuefni, eitt eða fleiri, til dæmis garðyrkja eða eðlisfræði, sem rennur eins og rauður þráður í gegn um verk- ið. Þannig gerist Arcadia (1993) á ensku sveitasetri, ýmist 1809–1813 eða í nútímanum, árin renna að endingu saman í eina órofa heild, dauðir hlutir eins og bréf og bækur á borði – og lifandi skjaldbaka! – binda skeiðin saman, og persónurnar ganga inn og út og ræða fram og aftur um það, hver gerði hvað við hvern og hvenær og hvar og hvers vegna ekki? – og síðasta setning Fermats, annað lögmál varmafræðinnar og stærðfræðileg fuglafræði og ringulreið blandast inn í ræð- urnar, ein persónan er mállaus, og þannig líð- ur leikurinn aftur á bak og áfram; Scientific American birti lærðan og lofsamlegan dóm um leikritið. Sem sagt: orð, orð, orð, eins og hjá Shaw, leiftrandi samtöl og tilsvör, en eng- ar predikanir. Travesties (1974) gerist öðrum þræði á al- menningsbókasafninu í Zürich 1917. Þar sitja þeir sveittir við lestur og skriftir Lenín, James Joyce og Tristan Tzara, upphafsmaður dadaismans, og hafa ýmislegt um að ræða út og suður, sumpart í limrum. Eiginkona Len- íns, Nadya, kemur einnig við sögu; þau hjónin ræðast við á rússnesku. Aðalpersónan í verk- inu er Henry Carr, ýmist með hinum í Zürich 1917 eða heima í stofu á Englandi 1974, þar sem hann rifjar upp löngu liðna atburði og man þá illa. Stoppard vissi ekkert um Carr annað en það, að Carr var hæglátur skrif- stofumaður og hafði ráðið sig í lítið hlutverk í leikhúsi í Zürich, fjármálastjóri hússins var enginn annar en Joyce, Carr hafði keypt sér buxur til að leika í fyrir eigin reikning, og svo sinnaðist þeim, Carr og Joyce, af því að Joyce hafði hreytt í hann lúsarlaunum eins og þau væru þjórfé, og Carr krafðist þess þá, særð- ur, að Joyce borgaði honum buxurnar, málið fór fyrir dómstól, Carr tapaði buxnamálinu, en vann meðfylgjandi meiðyrðamál á hendur Joyce, sem svaraði fyrir sig með því að salla Carr niður nokkrum árum síðar í Ódysseifi. Eftir frumsýninguna 1974 fékk Stoppard inni- legt þakkarbréf frá ekkju Carrs, Noel að nafni, og kynntist þessari söguhetju sinni þá fyrst af frásögnum hennar. Tom Stoppard Sum verkin eru allt öðruvísi og gerólík inn- byrðis. Night and Day (1975) er nýlendu- leikrit eins og Indian Ink og fjallar á einfald- an hátt um enska blaðamenn og alls kyns vandamál í Afríku. Every Good Boy Deserves Favour (1977) er pólitískt verk og segir frá samvizkufanga og geðsjúklingi, sem heita sama nafni og eru geymdir í sama klefa á sov- ézku geðveikrahæli; verkið er skrifað handa fimm leikurum og sinfóníuhljómsveit, tónlist- in er eftir André Previn, sem átti frumkvæðið að samstarfinu. The Real Thing (1982) er rómantísk hjónabandasaga: sumar persón- urnar eru leikarar, atriðin eru ýmist leikrit í leikritinu eða ekki, og áhorfandinn þarf að hafa svolítið fyrir því að átta sig á því, hvað er hvað hverju sinni. Í The Invention of Love (1997) er Stoppard aftur líkur sjálfum sér. Leikritið er næstum þráðlaust, þetta er falleg saga um ævilanga, óendurgoldna ást Alfreds Housman prófessors á einum nemanda sínum í Oxford og gerist ýmist á æskuárum Housm- ans eða að honum látnum (verkið hefst, þegar hann er að bíða eftir bátnum, sem á að ferja hann yfir móðuna miklu), og aðalumræðuefnið er grískur og rómverskur skáldskapur, texta- fræði, þýðingarvandamál og því um líkt. Það er mikið vitnað í Oscar Wilde, sem birtist sjálfur á endanum. Stoppard leikur sér að því að búa til sviðshæfan texta úr svo ólíklegum efnivið. Það er ekki gott að vita, hvernig þess- um verkum myndi reiða af í lélegum upp- færslum, en Stoppard hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af því: í verkum hans er æv- inlega valinn maður í hverju rúmi. Nú er Konunglega þjóðleikhúsið í Lund- únum nýbúið að frumsýna metnaðarfyllsta verk Stoppards til þessa, þríleikinn The Coast of Utopia (Strönd draumalandsins). Þetta er tæplega tólf tíma stím með matarhléum – og þá á laugardögum; það er einnig hægt að sjá sýningarnar eina og eina í senn á lengri tíma, til dæmis þrjá daga í röð í miðri viku. Fyrsta leikritið heitir Voyage (Sjóferð), annað Shipw- reck (Skipbrot), þriðja Salvage (Björgun): þrjú sjálfstæð, en samhangandi verk. Þríleik- urinn segir frá rússneskum hugsjónamönnum og útlægum skáldum og fjölskyldum þeirra og þrotlausum rökræðum þeirra um heim- speki, Rússland og stjórnmál yfir rösklega þrjátíu ára tímabil, frá 1833 til 1868. Sögu- sviðið er ýmist Moskva, Sankti Pétursborg, Saxland, París, Dresden, Nissa, sem þá var ítalskur bær, London eða Genf – og nær- sveitir: staðirnir eru flestir auðþekkjanlegir í bakgrunni, sem er varpað úr vélum á boga- tjald og breytist í sífellu og gnæfir yfir sviðs- myndina. Aðferðin er svo vel útfærð og áhrifarík, að hún hlýtur að breiðast út um heiminn. Söguhetjurnar færast stað úr stað, stundum án þess að stinga niður fæti: verönd á skógsælu rússnesku sveitasetri breytist skyndilega í Place de la Concorde í París, og rökræðan heldur áfram óslitið. Sagan er ekki sögð í tímaröð, heldur flyzt hún einnig fram og aftur í tíma. Þannig þarf persóna ekki endilega að vera úr leik, þótt hún deyi: hún getur birzt aftur síðar, þar er að segja fyrr. Eitt atriðið er tvítekið: fyrst hljóðlaust, eins og það horfir við einni persónunni, heyrn- arlausu barni, og síðan aftur nokkru síðar og þá þannig, að áhorfendur fá að heyra, hvað fólkið á sviðinu er að segja. Leikstjórinn er Trevor Nunn þjóðleikhússtjóri, og leikmynda- hönnuðurinn, leikararnir og ljósameistarinn gefa honum lítið eftir. Þrjátíu leikarar túlka sjötíu hlutverk með miklum brag. Aðalpersóna verksins frá því um miðbik upphafsins til endaloka er Alexander Herzen (1812–1870), frjálslyndur félagshugsuður, sem hafði vantrú á allsherjarlausnum í þjóðfélags- málum: fyrsti rússneski sósíalistinn hefur hann verið kallaður. Meðal annarra, sem koma við sögu, eru Mikael Búkanín (1814– 1876), sem var útlagi frá heimalandi sínu langtímum saman eins og Herzen, og einnig foreldrar Búkaníns og fjórar systur, rithöf- undurinn Ivan Túrgenév (1818–1883, fræg- astur fyrir Feður og syni, 1862) og bók- menntagagnrýnandinn Vissarion Belinsky (1810–1848). Herzen segir á einum stað: ,,Það er hægt að leiða heila kynslóð í ógöngur, byrgja henni sýn, svipta hana ráði og rænu, beina henni að röngu marki. Þetta gerði Napóleon.“ Segja má, að Herzen sé málpípa höfundarins, og Stoppard er auðvitað ekki að gera upp sakirnar við Napóleon Bónaparte, hann er að hugsa um annað. Stoppard talar einnig í gegn um Túrgenév: ,,Eina von okkar [Rússa] hefur einlægt verið vestræn siðmenn- ing fyrir atbeina menntaðs minnihluta.“ Hvað er um að vera? Stoppard hefur ekki áður stuðzt við málpípur í verkum sínum, hann hef- ur ekki tekið afstöðu, ekki þurft þess, ekki frekar en til að mynda Chekhov. Þannig var, að Stoppard langaði einmitt til að spreyta sig á því að skrifa leikrit eins og Chekhov, hann var nýbúinn að þýða Mávinn upp á nýtt og þyrsti í meira – hann langaði sem sagt að skrifa leikrit, þar sem stofus- temmningin er í aðalhlutverki og átökin, sem knýja verkið áfram, eiga sér stað innst inni með hverjum og einum (Shaw gat reyndar ekki stillt sig um að skrifa eitt slíkt leikrit, Heartbreak House, 1920). Stoppard viðaði að sér efni hér og þar í þessu skyni, sótti til að mynda margt nýtilegt í ritgerðasafnið Russ- ian Thinkers eftir Isaiah Berlin, einn helzta hugsuð 20. aldar, prófessor í Oxford. End- urminningar Herzens (My Past and Thoughts) komu honum einnig að góðu gagni. Og nú þykknar þráðurinn: efnið náði þvílíkum heljartökum á Stoppard, að honum dugði ekki minna en þrjú leikrit til að koma því öllu til skila; þau taka þrjá tíma í flutningi hvert fyrir sig. Orð, orð, orð – og fyndni Stoppards leikur á vörum byltingarseggjanna á víxl. Sumum finnst, að hann hefði mátt hafa leikritin færri og styttri, því að þá væri slagkrafturinn meiri, en ekki finnst mér það: þau mættu varla vera mínútu styttri. Hvað sem því líður, þá er auð- vitað engin leið að gera efni sem þessu góð skil upp á önnur býti en þau að láta persón- urnar – nema hvað? – skiptast á skoðunum af lífi og sál. Anton Chekhov Og þannig gerðist það, eða svo sýnist mér, að Tom Stoppard, sem ætlaði sér í upphafi að skrifa leikrit eins og Chekhov, skrifaði heldur leikrit, sem sver sig í ætt við báða tvo, Bern- ard Shaw og Chekhov, svo að vart má á milli sjá – leikrit, þar sem rökræðurnar, fyndnin og stemmningin kallast á. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Henrik Ibsen John Osborne Tom Stoppard Anton Chekhov Efnið náði þvílíkum heljartökum á Stopp- ard, að honum dugði ekki minna en þrjú leikrit til að koma því öllu til skila; þau taka þrjá tíma í flutningi hvert fyrir sig. Orð, orð, orð – og fyndni Stoppards leikur á vörum bylt- ingarseggjanna á víxl. Sumum finnst, að hann hefði mátt hafa leikritin færri og styttri, því að þá væri slagkrafturinn meiri, en ekki finnst mér það: þau mættu varla vera mínútu styttri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.