Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002
N
ÝLEGA kom út í enskri
þýðingu rit Torfa Tul-
iniusar, The Matter of
the North. The Rise of
Literary Fiction in
Thirteenth-Century
Iceland, en frumútgáfa
hennar kom út á
frönsku árið 1995. Í bókinni setur Torfi, sem
er prófessor í frönsku og miðaldabókmennt-
um við Háskóla Íslands, meðal annars fram
æði forvitnilegar hugmyndir um túlkun Egils
sögu í ljósi iðrunarguðfræði og yfirbótar-
hugsunar á ritunartíma hennar. Hann telur
hugsanlegt að Egla kunni að hafa verið eins
konar leyndarskrift höfundar síns, Snorra
Sturlusonar, og rituð sem yfirbót fyrir syndir
hans.
Torfi heldur fyrirlestur á sagnaráðstefn-
unni Sögur og samfélög sem fram fer í Borg-
arnesi um helgina en þar mun hann tala um
félagslegar rætur sagnaritunar út frá kenn-
ingum félagsfræðingsins Pierre Bourdieu.
Blaðamaður ræddi við Torfa um bók hans
og aðrar rannsóknir hans á fornsögunum.
Leikmenn sem sækja menntun
og menningu til kirkjunnar
Torfi segir að tveir meginstraumar hafi
verið í rannsóknum á fornbókmenntum síð-
ustu áratugi.
„Það hefur annars vegar verið lögð áhersla
á að íslenskir sagnaritarar voru hluti af
lærðri menningu miðalda. Þetta má sjá í rit-
um fræðimanna á borð við Hermann Pálsson,
Lars Lönnroth og Regis Boyer, sem ég lærði
hjá í Sorbonne-háskóla í París. Og hins vegar
var á sjöunda og áttunda áratugnum farið að
leggja áherslu á rætur sagnanna í samfélagi
þjóðveldisins og má þar nefna menn eins og
Theodore M. Andersson og Preben Meulen-
gracht-Sörensen. Hermann og Lönnroth
lögðu sérstaka áherslu á kirkjuleg áhrif á
sagnaritunina eða hinn klerklega hugsunar-
hátt. En Andersson og Preben líta á fornsög-
urnar sem bókmenntir leikmanna og hafa þá
frekar tilhneigingu til að horfa fram hjá hin-
um kirkjulegu áhrifum.
Í rannsóknum mínum hef ég reynt að sam-
eina þessi sjónarhorn vegna þess að mér
þykir það sagnfræðilega rökrétt. Þeir sem
settu saman sögur á borð við Fornaldarsög-
ur, Íslendingasögur og samtíðarsögur Sturl-
ungu voru að öllum líkindum leikmenn, en
sóttu þó verulegan hluta af menntun sinni og
menningu til kirkjunnar. Þótt þeir væru að
túlka eigin samfélagslegu stöðu og hlutverk
og heimssýn í skrifum sínum er ekki annað
hægt en að gera ráð fyrir því að þeir hafi ver-
ið trúaðir og mótaðir af kaþólskri trú og kaþ-
ólskum hugarheimi. Ég held að lykillinn að
skilningi á sögunum sé að skoða þær í ljósi
þess að þetta voru kaþólskir leikmenn. Sem
leikmenn voru þeir uppteknir af félagslegum
samskiptum, einkum deilum um völd og virð-
ingu, en sem kristnir menn tóku þeir mið af
mannskilningi miðaldakirkjunnar í túlkun
sinni á sjálfum sér og fortíð sinni. Að þessu
leyti voru þeir ekki ólíkir leikmönnum sunn-
ar í evrópu, en greina má margar hliðstæður
milli upphafs sagnaritunar hér á landi og til-
komu bókmennta á þjóðtungum í Frakklandi
og Englandi um svipað leyti. Hvorttveggja
tengist því að höfðingjastéttirnar eru að
smíða sér sjálfsmynd sem greinir þær frá
kirkjunni. Þó nota höfðingjarnir menning-
arleg tæki hennar til að skapa þessa sjálfs-
mynd, m.a. með ritun sagna um fortíðina.“
Fornaldarsögur Norðurlanda
samtímaheimildir
Bók Torfa skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta
hlutanum er sögunum sem fengist er við lýst
en þær eru sex fornaldarsögur Norðurlanda,
Jómsvíkingasaga og Egilssaga. Þar lýsir
Torfi einnig aðferðafræði sinni en hann
greinir sögurnar sem heimildir um hugarfar
og gildismat samtíma síns. Ennfremur er í
fyrsta hluta sett fram tilgáta um það hvernig
fornaldarsagnaritun hefst.
Í öðrum hluta eru sex fornaldarsögur lesn-
ar og greindar og finnur Torfi í þeim hvort-
tveggja í senn, annars vegar mikil merki um
kaþólskt hugarfar, hins vegar sérstök hugð-
arefni leikmanna úr stétt höfðingja og ríkari
bænda. Hann bendir til dæmis á hvernig
sögumynstur syndafalls og syndaaflausnar
býr undir Hervarar sögu og Heiðreks þótt
hún virðist einnig vera að fást við breytingar
á erfðarétti meðal leikmanna. Í Völsunga
sögu sé guðfræði einnig áberandi en þar eru
það hugmyndir um ásetning og iðrun en þær
hafi verið mjög til umræðu á tólftu og þrett-
ándu öld. Heimildir Völsunga sögu eru hetju-
ljóð sem varðveist hafa í Konungsbók eddu-
kvæða en Torfi telur höfundinn hafa fléttað
inn í söguna þeim kristna boðskap að það sé
munur á því hvort synd sé drýgð með ásetn-
ingi eða ekki.
Með þessu móti segir Torfi að fornaldar-
sögur Norðurlanda hafi endurspeglað sam-
tíma sinn eins og hann blasti við kristnum
leikmönnum í efri lögum samfélagsins.
„Aðferð mín byggist á að greina sögurnar
nákvæmlega frásagnarfræðilega en ég
studdist að mestu við kenningar tveggja
fræðimanna á því sviði, Claude Lévi-Strauss
sem er mannfræðingur og A. J. Greimas sem
var táknfræðingur. Síðan reyni ég að tengja
lestur minn við hugarfar samtímans og þar
studdist ég við verk sagnfræðinga franska
annálaskólans sem hafa átt drjúgan þátt í að
endurnýja skilning okkar á miðaldamannin-
um. Að endingu las ég þetta saman við Sturl-
unga sögu sem er samtíðarsaga frá þrett-
ándu öld og veitir innsýn í hvað menn voru að
fást við í því samfélagi sem ól sögurnar af
sér. Ég tel að þessi aðferð geri mér kleift að
halda því fram að sögur eins og fornaldarsög-
ur Norðurlanda, sem gerast í fjarlægri fortíð
og eru mjög ævintýralegar og lítt raunsæjar,
séu ekki síðri heimild um íslenskt miðalda-
samfélag en t.d. samtíðarsögur. Allt fer þetta
eftir þeirri túlkunaraðferð sem beitt er.“
Dulin saga Eglu
Í þriðja hluta bókarinnar er fjallað um
Jómsvíkinga sögu og leitast við að lýsa ís-
lensku skáldskaparmáli á þrettándu öld.
Ennfremur er fjallað um Egils sögu.
„Bókin átti upphaflega ekki að fjalla um
Egils sögu en hún er byggð á doktorsritgerð
um fornaldarsögur Norðurlanda. En Egils
saga tók að leita á þegar leið á rannsóknina
og virtist liggja mjög vel við þeirri aðferða-
fræði sem ég beitti.“
Torfi heldur því fram að Egils saga sé mun
heilsteyptari en menn hafa hingað til álitið.
„Ég tel að seinni hluti sögunnar sem fjallar
um Egil sé ekki samsuða úr mörgum sögum
sem varðveist höfðu í munnlegri geymd held-
ur byggð á ákveðinni grunnhugsun sem geri
söguna að einni heild. Egill ryðst inn í sög-
una til þess að keppa við Þórólf bróður sinn.
Þessi keppni verður mjög hatrömm en henni
er haldið undir yfirborðinu í sögunni. Að
mínu mati gerir höfundurinn það meðvitað að
segja sögu en fela hana um leið. Og þessi
saga sem liggur undir niðri er sú að Egill hafi
í rauninni viljað eignast konu bróður síns,
hann hafi síðan óbeint orðið valdur að dauða
bróðurins og notið þess með því að geta eign-
ast konu hans. Það sem gerist í sögunni eftir
að Egill hefur eignast konu bróður síns er af-
leiðing þess og þá sérstaklega þegar hann
missir son sinn Böðvar.
Til að útskýra þetta þurfti ég að skírskota
til tveggja hluta sem menn tengja ekki endi-
lega saman. Annars vegar Biblíunnar og sér-
stakrar túlkunarhefðar hennar og hins vegar
hefðar dróttkvæða. Túlkun Biblíunnar eins
og hún var stunduð í samtíma Egluhöfundar
gengur út frá því að atburður í Gamla testa-
mentinu sé forboði annars atburðar í Nýja
testamentinu en það er hlutverk guðfræð-
ingsins eða ritskýrandans að tengja þessa at-
burði saman og útskýra merkingu atburða
Gamla testamentisins út frá Nýja testament-
inu og nota hana síðan til að útskýra samtím-
ann og varpa ljósi á líf einstaklingsins. Þegar
barn er skírt er þannig verið að endurtaka
skírn Jesú í Nýja testamentinu en hún er
jafnframt vísun í það þegar Móse leiðir út-
völdu þjóðina í gegnum Dauðahafið í Gamla
testamentinu. Á sama hátt er forboða mey-
fæðingarinnar að finna í fjórðu Mósebók
Gamla testamentisins þar sem ættbogar Ísr-
aelsþjóðar í eyðimörkinni eru að karpa um
það hver eigi að hafa æðstaprestinn og drott-
inn segir við Móse að hann skuli láta útbúa
teinung fyrir hverja ætt og bera hann inn í
tjaldið þar sem sáttmálsörkin er geymd.
Þegar teinungarnir eru bornir út á ný hefur
einn þeirra laufgast og borið ávöxt og af þeim
ættboga eru allir prestar. Þetta kraftaverk
er forboði eða forspeglun meyfæðingarinnar,
þar sem heilagur andi frjóvgar lífveru sem
ber ávöxt. Jólasálmurinn alkunni „Það aldin
út er sprungið“ vísar til þessa. Ég skoða
Eglu út frá þessu sjónarhorni. Og ég taldi
mig geta sýnt fram á að sagan gæfi í skyn að
undir yfirborðinu byggi önnur saga en væri
sögð berum orðum. Og þessa merkingu væri
hægt að lesa í söguna með guðfræðilegum
skýringum annars vegar og hins vegar með
sömu aðferð og merking er lesin úr drótt-
kvæðum.“
Egill og Davíð konungur
Torfi segir að niðurstaðan hafi verið sú að
sál Egils væri að einhverju leyti viðfangsefni
sögunnar, hún væri syndug en þess verð að
vera bjargað.
„Ég skoðaði til dæmis sonamissi Egils og
Sonatorrek. Samsvarandi saga í Biblíunni er
um Davíð konung sem er refsað fyrir syndir
sínar með sonarmissi. Davíð er einnig refsað
fyrir að hafa girnst eiginkonu annars manns,
hans Úrie, sem deyr einmitt á sama hátt og
Þórólfur. Egill kemur því þannig fyrir að
þeir Þórólfur þurfa að fara til Englands og
Davíð kemur því þannig fyrir að Úrie er
sendur í hernað og skipar síðan mönnum
Úrie að hörfa þar sem þeir berjast í fremstu
víglínu. Egill gerir þetta ekki en Þórólfur
deyr er hann hleypur á undan mönnum sín-
um í orrustu og er drepinn. Fleiri atriði
tengja Egil og Davíð. Báðir eru skáld frá for-
kristnum tíma. Þeir eiga báðir óvináttu kon-
ungs en eiga líka báðir góðan vin við hirðina
sem verndar þá fyrir reiði konungs, Eirík
blóðöx og Arinbjörn í tilfelli Egils og Sál kon-
ung og Jónatan í tilfelli Davíðs. Fleira mætti
telja.
Mér þótti ljóst að höfundur Eglu hefði
markvist notað sögu Davíðs, ekki sem fyr-
irmynd heldur nokkurs konar fortexta eða
tengdatexta, eins og það hefur verið kallað,
en saga hans var mjög þekkt á miðöldum og
til dæmis sögð í Konungsskuggsjá sem er frá
svipuðum tíma og Egla. Líklega ætlaðist höf-
undur hennar til þess af lesendum sínum að
þeir skildu sögu Egils út frá viðteknum skiln-
ingi á sögu Davíðs.“
Sonatorrek kristinn kveðskapur?
Torfi segir að einnig megi velta því fyrir
sér hvaða tilgangi Sonatorrek gegni í þessu
samhengi.
„Davíð er skáld en yrkir ekki eftir son sinn
sem er tekinn af honum. Guðfræðingurinn og
heimspekingurinn Abelardus yrkir hins veg-
ar fræg harmljóð í orðastað hans á tólftu öld,
bæði um syni hans og annað um vin hans
Jónatan. Þar er því komin hliðstæða við bæði
Sonatorrek og Arinbjarnarkviðu: ort er í
orðastað frægs skálds frá forkristnum tíma.
Ég fór að velta því fyrir mér hvort Sonator-
rek væri hluti af sögunni um Egil sem synd-
ara og þá ekki ort af honum heldur síðari
tíma manni. Halldór Laxness benti á það í
grein um Sonatorrek að síðustu orð þess
væru vísun í Lúkasarguðspjallið. Í kvæðinu
er talað um „góðan vilja“ en í guðspjallinu
eins og það var lesið á kaþólskri tíð var gert
ráð fyrir að náð drottins næði til „allra
manna sem hefðu góðan vilja“ en í lútersku
er sagt: „til allra manna sem guð hefur vel-
þóknun á“. Náðarkenning kaþólskunnar er
ólík náðarkenningu lúterskunnar að þessu
leyti. Í kaþólskum sið skiptir það máli að
mennirnir vilji vel en Lúter leit svo á að frelsi
mannsins skipti minna máli en náð guðs.
Halldór bendir því á að lúterskan hafi blind-
að okkur við lestur á Sonatorreki sem geymi
vísun í guðspjallið eins og það var í kaþólskri
tíð.
Ég leitaði að frekari sönnunum fyrir því að
Sonatorrek væri kristinn kveðskapur og fann
eina kenningu í fjórðu vísu kvæðisins þar
EGILS SAGA
YFIRBÓT FYRIR
SYNDIR SNORRA
„En þótt Egils saga kunni að hafa verið samin sem yf-
irbót fyrir syndir höfundarins og sé jafnvel leynd skrift
hans þýðir það ekki að höfundurinn sé að beygja sig
að öllu leyti undir vald kristninnar. Það sem er áhuga-
vert við söguna er að í henni má einnig greina við-
nám gegn þessari valdbeitingu,“ segir Torfi Tulinius,
prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum við
Háskóla Íslands, í viðtali við ÞRÖST HELGASON en
Torfi er einn af fyrirlesurum á fornsagnaþinginu Sög-
ur og samfélög sem fram fer í Borgarnesi um helgina.