Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 15
MYNDLIST
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós-
myndir Jóns Kaldals. Til 7.9.
Gallerí Skuggi: Berglind Björnsdótt-
ir og Holly Hughes. Til 8.9.
Gallerí Sævars Karls: Ólöf Björg
Björnsdóttir. Til 26.9.
Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir, Jó-
hannes Jóhannesson og Valgerður
Hafstað. Til 8.9.
Gerðuberg: Við – öðruvísi samtíma-
heimildir. Til 22.9.
Hafnarborg: Jón Thor Gíslason. Til
9.9.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Rúna
Gísladóttir og Messíana Tómasdóttir.
Til 22.9.
i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils
Friðjónsson/Kristinn G. Harðarson.
Til 12. okt.
Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá
arabaheiminum. Til 8.9.
Listasafn ASÍ: Guðrún Hrönn Ragn-
arsdóttir, Ásmundarsal. Gryfja:
Kristveig Halldórsdóttir. Til 22.9.
Listasafn Borgarness: Karl Kristján.
Til 11.9.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga kl. 14–18, nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar: Einar
Garibaldi Eiríksson. Til 20. okt.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar-
safn: Listin meðal fólksins. Til 31.
des.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús:
MHR-30 – afmælissýning Mynd-
höggvarafélags Íslands. Til 6. okt.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals-
staðir: Ljósmyndir og líkön af bygg-
ingum eftir arkitektana Arno Lede-
rer, Jórunni Ragnarsdóttur og Mark
Oei. Til 27. okt.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Sumarsýningin Hin hreinu form. Til
22.9.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg:
Haukur Dór. Til 17.9.
Listasetrið, Kirkjuhvoli, Akranesi:
Margrét og Guðbjörg Hákonardætur.
Til 29.9.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Eero
Lintusaari og Harri Syrjanen. Til
25.9.
Norræna húsið: Götulistaverk Kajols.
Til 22.9. Clockwise – Ný norræn sam-
tímalist. Til 20.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Grasrót
2002. Til 29.9.
Ráðhús Reykjavíkur: Ulla Tarp
Danielsen. Til 23.9.
Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta
sýningar á alþýðulist. Til 15.9.
Sjóminjasafn Íslands: Rebekka
Gunnarsdóttir. Til 8.9.
Skálholtsskóli:Benedikt Gunnarsson.
Til 1. okt.
Slunkaríki, Ísafirði: Þóroddur
Bjarnason. Til 8.9.
Þjóðarbókhlaða:Yfirlitssýning á
verkum Halldórs Laxness. Til 31.
des.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir.
Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum.
Vestur-íslenskar bókmenntir. Skák-
einvígi aldarinnar.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Strengjasveit Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Stj.: Ervin
Schiffer. Kl. 18.
Salurinn, Kópavogi: Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir mezzósópran og
Francisco Javier Jáuregui gítarleik-
ari. Kl. 20.
Sunnudagur
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur og
bandaríski sellóleikarinn Nina Flyer.
Kl. 20.
Þriðjudagur
Salurinn, Kópavogi: Freyja Gunn-
laugsdóttir klarínettuleikari, Una
Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Nicole
Vala Cariglia sellóleikari og Árni
Heimir Ingólfsson píanóleikari. Kl.
20.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun-
um, sun. Leikfélag Sólheima: Hárið
okkar, lau.
Iðnó: Beyglur, sun., mið., fim., fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófon,
fim., fös., lau.
Loftkastalinn: Leikfélag framhalds-
skólanna: Fullkomið brúðkaup,
frums. lau., þrið., mið., fim., fös.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
taka til fyrirmyndar, ber raunar skylda til. Er
engan veginn sérenskt fyrirbæri heldur víða
iðkað í ýmsum staðbundnum myndum, vísa
hér til haustsýninga FÍM fyrir liðlega ald-
arfjórðungi. Aðeins einn Íslendingur var með
að sinni, Magnús Pálsson, sem hefur búið í
London undanfarin ár, en Karólína Lárusdótt-
ir sem verið hefur með í fjögur ár í röð sem
telst drjúgur sómi, fjarri að sinni. Á efri hæð-
inn, svonefndri, Sackler Wing, stendur yfir
sýning á 80 meistaraverkum úr safni Werner
og Gabrielle Merzbacker, með Derain og
Kandinsky sem meginása, mikið af þýskum
expressjónisma, Der Blaue Reiter og Die
Brücke, litríkum kúbisma, Léger, Popova, svo
og fleira í þeim dúr. Mannfjöldinn slíkur að
eftir eina yfirferð var ég búinn að fá nóg, sýn-
ingin stórviðburður vegna margra sjaldséðra
verka af háum gæðaflokki. Lýkur 17. nóv-
ember.
Á Hayward Gallery biðu mín tvær mikils
háttar ljósmyndasýningar, annars vegar á
verkum Williams Eggelstons, sem var braut-
ryðjandi litljósmyndunar í Bandaríkjunum, en
hins vegar á svart-hvítum myndum samland-
ans Ansels Adams í tilefni aldarafmælis hans.
Framlag Eggelstons hið athyglisverðasta, en
ég féll gjörsamlega fyrir myndum Adams sem
má telja stórmeistara í sínu fagi og minna
kristalstær vinnubrögðin ekki svo lítið á Girt-
in. Landslagið bert og sannferðugt var sérfag
Adams og hér vann han líkast yfirmáta kröfu-
hörðum listamanni, þannig sífellt að endur-
vinna og fullkomna gamlar tökur. Yosemite-
garðurinn var honum kært viðfangsefni, en
myndir hans þaðan taka fram öllu því sem ég
hef áður séð frá þeim nafnkennda stað um
tign og blæbrigðaríkdóm, þótt einungis í
svart-hvítu séu. Ekki fór framhjá mér hve vel
fólkið skoðaði myndirnar, og var mun fjöl-
mennara á sýningu Adams á efri hæðinni en
Eggelston á þeirri neðri, og stóð jafnframt
lengur við. Ansel Adams var vígður ljósmynd-
inni út í fingurgóma og þótt sjálfmenntaður
væri í faginu skrifaði hann tvær bækur um
ljósmyndun sem notaðar eru sem kennsluefni
í háskólum víða um heim. Sýningarnar standa
til 22. september.
Maður getur verið fullkomlega sammála því
sem skrifað stendur; að safn arkitektsins Sir
John Soanes (1753–1837) í húsi hans á 13 Lin-
coln’s Inn Field, sé eitt hið furðulegasta í
Lundúnum. Húsið var gefið þjóðinni á dán-
arári hans með því skilyrði, að ekki yrði hrófl-
að við neinu innan þess og engu breytt. Næst-
um óframkvæmanleg ákvæði að standa við, en
hér hefur það verið reynt sem gerir það svo
sérstætt. Arkitektinn var mikill safnari list- og
fornmuna, kraðakið á veggjum og gólfi yf-
irgengilegt á köflum og nær ógerlegt að njóta
sumra málverkanna, en hvílíkt kraðak og hví-
lík málverk! Soanes er nafnkenndastur fyrir
að hafa teiknað Englandsbanka, einnig er
hann höfundur fyrstu byggingarinnar sem var
hugsuð sem listasafn opið almenningi í Eng-
landi, Dulwich Picture Gallery, og tekin var
sem fyrirmynd slíkra um langan aldur, opnað
1817. Safnið nánast upp í sveit en sannarlega
heimsóknar virði ekki síst á sólbjörtum sum-
ardegi. Mjög fallegt og vel hugsað, nánast eins
og herrasetur með stórum garði og indælum
veitingastað, ekki spilla verkin á veggjunum;
Rafael, Rembrandt, Rubens, Canaletto, Po-
ussin, Watteau, Claude, Murrillo, Gainsboro-
ugh m.m. Þegar mig bar að var þar sýning
nokkurra eldri hollenzkra málara á ítölsku
landslagi m.a. eitt gullfallegt málverk eftir Al-
bert Cyup (!), hann heimsótti aldrei Ítalíu
frekar en önnur lönd, en hefur fengið inn-
blástur af frumrissum félaga sinna.
Stutt að fara frá Linchol’s Inn niður að
Somerset húsi/Embarkment, þar sem m.a.
Courtauld Galleríið er til húsa, lítið en gull-
fallegt safn með meistaraverkum eftir van
Gogh, Renoir, Cézanne, Monet, Degas,
Gauguin og Toulouse Lautrec. Þar rak ég
augun í gullmola er hrökk upp úr Cézanne á
gamals aldri: Mér líkar vel við fólk sem hefur
náð háum aldri án þess að brjóta viðteknar
venjur! Þetta sagt af manninum sem iðulega
er nefndur faðir nútímalistarinnar og ber í sér
djúpa vizku. Varðveisla eldri hefða og umbylt-
ing þeirra þannig ekki af jafn óskyldum meiði
og margur hyggur, sér í lagi á nýrri tímum.
Frekar að það varpi nýju og fersku ljósi á gildi
fortíðar.
Slagorð módernismans, í listum liggur eng-
in leið til baka, þannig háskalegur miskiln-
ingur eins og dæmin sanna.
Að sjálfsögðu leit ég inn á Þjóðlistasafnið til
að minnast við vini mína Vermeer, Pieter de
Hock, Saenredam og Hammershöi, en frá
nærveru þeirra kemur maður alltaf ríkari. Er-
indið var þó frekar að skoða hina árlegu sýn-
ingu, BP Portrait Award, í Portrett-safninu
við austurenda þess og sýningu á, dressi og
drappi, í myndlistinni frá upphafi vega í vest-
urálmunni, Sainsbury Wing, fabric of Vision,
báðar jafn fróðlegar og þær voru ólíkar.
Klæðnaður og fataefni hafa skipt ómældu máli
í sögu listarinnar ekki síður en mannsins og
Englendingar hafa af 500 ára hefð í portrett-
list að ausa og rækta hana vel, einkum á síðari
árum. Á hvortveggja sviðinu er þekkingu
landans ábótavant einkum er sárt að vita til
þess hve portrettlistin er misskilin, góð port-
rettmynd er mikil list í sjálfri sér, og skiptir
litlu máli af hverjum myndin er. Ekki frekar
um almenna kortlagningu myndefnisins að
ræða en til að mynda landslagsins, öllu frekar
tjáhátt og útgeislun.
Í Tilefni hálfar aldar krýningarafmælis
hennar hátignar Elísabetar II, er sýning á
gersemum krúnunnar í svonefndu Drottning-
argalleríi í Buckingham-höllinni, sem stendur
til 12. janúar; Royal Treasures. A Golden
Jubilee Celebration. Ómaksins vert að halda
þangað, jafnt fyrir þá sem eru upptendraðir af
prjáli og völundarsmíði sem góðum málverk-
um, af hvortveggja er mikil gnótt, einkum
hinu fyrrnefnda. En hver skyldi hafna því að
berja augum fágætar teikningar eftir Leon-
ardo da Vinci, Michaelangelo, Hans Holbein
yngri, ásamt málverkum eftir Rembrandt, Al-
bert Cuyp o.fl, sem og óviðjafnanlegt indversk
djásn? Í öllu falli ekki ég …
Sir Thomas Lawrence: Portrett af Sir John
Soane, R.A. 1829.
Ansel Adams: Sólarris á vetri, Sierra Nevada, Kaliforníu, séð frá Lone Pine, 1944.Lucien Freud: Hennar hátign drottningin, olía
á léreft, 2000–01. Frá sýningunni í Buck-
ingham-höll.
Rembrandt van Rijn: Móðir listamannsins, um
1629, olía á léreft. Buckingham-höll.
Diana Leslie: Marco Polo Responsibility, olía
á léreft. Frá sýningunni BP Portrait Award.
Edouard Vuillard (1868–1940) Ungar stúlkur
á göngu, olía á léreft, 1891–2. Frá sýningunni
dress og drapp, Sainsbury Wing.