Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 3 Þ AÐ er stundum talað um að fólk hugsi í hringi, í bylgjum o.fl. Það þykir þó fínast að hugsa hliðrænt eða lateralt og finna þá nýja fleti á málum. Fleti sem, eftir á að hyggja, verða augljósir en virtust það ekki endilega þegar farið er af stað með umræðuna. Ég þekki nokkra svona snillinga sem fá hugmyndir sem geta verið ótrúlega skemmtilegar þegar þær eru skoðaðar nán- ar. Þá hafa margar uppfinningar einmitt verið með þessum hætti. Benda má á lófatölvur en þar tekst að sameina marga kosti venjulegr- ar tölvu án þess að nokkurt eiginlegt lykla- borð sé fyrir hendi. Það er afar margt sem situr samt fast í sama fari vegna þess að menn sjá ekki eða finna ekki nýja nálgun þess sem leysa á. Eitt slíkt er bifreiðin sem í grundvallatriðum hefur ekki breyst síðustu áratugi og þar með kemur annað sem er um- ferðin. Síðustu árin hafa ýmsar hugmyndir um umhverfið og umferðarmál verið athygl- isverðar og líklega mikilvægari en mig grun- aði. Þetta tengist vitaskuld því að ég bý nærri stórri umferðaræð sem er búin að vera mikið í umræðunni. Eftir því sem umræðan hefur staðið lengur þá hafa framkvæmda- hugmyndirnar orðið stórkostlegri og magn- aðri og nú segja sumir að þær séu komnar yfir strikið. En það er ekki mannvirkið held- ur vandinn sem að steðjar sem ég er að hugsa um. Síðustu ár hafa umræður um umferðarmál snúist á einn veg. Nefnilega þann að umferð- arþungi aukist, bílum fjölgi og vegir þar með stækki. Mengun muni þó ekki aukast að sama skapi því bílar verði léttari, neyslu- grennri og hreinlátari. Í dag hafa margir meiri áhyggjur af malbiks- og dekkjaryki en útblæstri, sem segir sína sögu. Og allt er þetta skoðað í gagnlegum reiknilíkönum. En þessi hagvaxtarþankagangur hefur reyndar verið lengi í umræðunni og veldur því að stundum detta mér í hug samsæri bif- reiðainnflytjenda og olíusala sem vitaskuld hafa hagnað af því að flytja inn bíla og halda þeim í umferð. Ekki það að ég sjái slíkt í al- vörunni fyrir mér en það vekur þó athygli að fyrir um 17 árum var það hluti af sáttaútspili þáverandi ríkisstjórnar í samningum að lækka innflutningsgjöld á bílum svo end- urnýjun bílaflotans yrði hraðað. Nokkrum árum síðar fengu menn enn snjallari hug- mynd. Þeir fóru að lána svo hraustlega þeim sem vildu kaupa nýja bíla að nú er hægt að borga fasta greiðslu af bíl í nokkur ár, skila honum og fá nýjan gegn áframhaldandi fastagreiðslu. Menn geta skuldsett sig alveg hreint dásamlega með þessum lánum. Eftir nokkur ár á maður engan bíl en stórt lán. Á sama tíma eru gerðar kröfur um miklar tryggingar. Allt þetta þýðir að ég, gegn fastagreiðslu, get ekið um á eðalvagni, jeppa eða smátík, sem ég á ekkert í raunverulega. Og ef ég klessi hann? Jú, þá bjarga trygging- arnar mér um nýjan. Samkvæmt hagskýrslum voru yfir 600 bílar á hverja 1.000 íbúa landsins í árslok 2000 og mér vitanlega hefur þeim ekki fækk- að. Þetta þýðir að líklega þurfa flestir bara á því að halda að eiga bíl með einu sæti – ef tekið er tillit til barna undir 17 ára aldri, þeirra sem misst hafa bílpróf t.d. vegna ald- urs, heilsu og annars. Eins sætis bílar myndu líklega vera snjöll hliðræn hugmynd. Fleiri bíla segir hagvöxturinn því um- ferðaspár gera einungis ráð fyrir auknum umferðarþunga, bílasalar verða sífellt lið- legri, bílalánarar bjóða æ betur og mann- virkin batna. Þvílíkir dýrðartímar. Það er af sem áður var þegar Stefán Þor- láksson eða Stefi Stuttalákason, reisti bíl- skúra vestur á Melum eða suður á Grímstaðaholti eins og Halldór Laxness rit- aði í Innansveitarkróniku. Þannig gátu nær allir bílstjórar í Reykjavík geymt þar bíla sína og dyttað að þeim. Þá voru ekki fleiri bílar í bænum en svo að menn gengu bara til vinnu vanalega, nema atvinnubílstjórar og fínasta fólkið. Aðrir hreyfðu bílana einungis á frídögum þegar gott var veður. Enda var ekki margar leiðir að fara utan rúntsins og kannski austur á Þingvelli. Árið 1915 fór Einar Benediktsson akandi austur í Þjórsártún og var nokkra daga á leiðinni. Satt best að segja detta mér þessir hlutir í hug þegar ég er að hlusta á umræðuna um sí- fellt stærri umferðarmannvirki og velti því fyrir mér hvað sé til lausnar. Ljóst má vera að frá þjóðhagslegu sjón- armiði má bæði rökstyðja hagnað og tap af bílvæðingu og mannvirkjagerð. Hagnaður liggur í hlutum eins og bifreiða- sölu, atvinnu við viðhald og rekstur þeirra, sölu á bensíni, atvinnu sem skapast við mannvirkjagerð, eignaaukningu og hönnun svo nokkuð sé nefnt og sumir myndu líklega nefna að auki tímasparnað. Tapið gæti legið í hlutum eins og hráefna- austri í bílana, landi sem tapast undir vegi, mengun, slysum, kostnaði við mann- virkjagerð og lántökum, skuldsetningu o.fl. Vandinn er sá að hagnaðinn er auðvelt að reikna í krónum og aurum en tapið reiknast í óbeinni þáttum. Hvað áhrif hefur mengun í dag eftir tuttugu ár? Þetta gerir áróðursstöðu fjandmanna veg- anna verri, enda eru þeir sjálfsagt á bílum sínum að aka um hvort eð er. Það eru mörg sjónarmið á lofti. Flestir virðast vilja stærri vegi og brýr, meiri hraða og sumir kenna mannvirkjunum um slysin en ekki mönnunum. Það er aldrei hægt að kenna mannvirkinu um þegar bíll fer í loft- köstum út af vegi. Þeir sem vilja efla almenningssamgöngur og reiðhjólaferðir þykja tala fyrir daufum eyrum hvað þetta varðar og andstæðingar þeirra benda á veðurfar, hæðir og hóla sem allt vinni gegn því að fólk fáist upp í stræt- isvagna eða á hjólhesta. En líklega er svo komið að það þarf að hugsa þetta mál upp á nýtt – lateralt – frá hlið. Ef ákveðið yrði að efla almennings- samgöngur þá væri auðvelt að hækka verð á bílum, gera innflutning þeirra flóknari, senda bensínverð upp á við – með viðeigandi afleiðingum fyrir atvinnugreinar sem reiða sig á bíla og eldsneyti. Vitaskuld myndu fleiri fara í almenningsvagna ef þeir hefðu ekki ráð á að reka bíla, hraðahindrunum fjölgaði, sem og umferðarljósum. Þannig má stíga skref, beita valdi, allt í nafni heilsuhreysti, minni mengunar og framtíðar. Vitaskuld eru allir sammála um að það þarf að draga úr mengun, bæta heilsu og spara fé. Hins vegar eru líka allir sammála um að það þarf að draga úr umferð. Flestir segja bara að þeir telji þetta mikilvægt en þeir þurfi auðvitað á bílnum að halda. Aðrir geti án hans verið. Þetta er allt spurning um það í hvaða átt menn vilja fara og þora að fara. Vilji menn draga úr slysum má t.d. auka löggæslu og draga úr hraða. Vilji menn draga úr mengun þá má t.d. fækka vélum sem brenna olíu. Aft- ur á móti væri bent á eignaskerðingu, at- vinnuskerðingu og fleira á þeim nótum. Ég er viss um að það sem veltir fjármunum mun sigra, ekki það sem tryggir minni mengun til lengri tíma. Þetta er að sjálfsögðu allt spurning um pólítík ekki satt? AÐ HUGSA Á ANNAN HÁTT RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is JÓN THORODDSEN KVENMAÐUR Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. Jón Thoroddsen (1898–1924) gaf út Flugur árið 1922 sem talin er fyrsta íslenska bókin sem innihélt eingöngu prósaljóð. Ljóðið kvenmaður er fengið úr bókinni sem nýlega hefur verið endurútgefin. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Jónatan Garðarsson heitir aðal- persónan í smá- sögu Hermanns Stefánssonar, Samur og samur, út og austur: Fal- in myndavél. Þetta er þó ekki sjónvarpsmað- urinn góðkunni heldur strætóbíl- stjóri sem upp- lifir dularfullar endurtekningar í starfi sínu. Það er þó engin tilviljun að hann skuli heita þessu nafni enda eru skil skáld- skapar og veruleika aldrei alveg ljós. Sigurður Guðmundsson segist í viðtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur hafa í gegnum tíðina kallað verkin sín „ein- birni, blindgötu og rafhlöður“ en aldrei vegvísi. Um helgina verður frumsýnd heim- ildarmynd um Sigurð en hann opnar einnig sýn- ingu í Galleríi i8 á fimmtudaginn í næstu viku. Arne Jacobsen var einn af fremstu arkitektum Dana á síð- ustu öld. Pétur H. Ármannsson skrifar um Jacobsen í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu hans en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hans á Kjarvals- stöðum. Eysteinn Þorvaldsson hefur nýlega sent frá sér bókina Ljóðaþing sem inniheldur valdar greinar og fyr- irlestra eftir hann um íslenska ljóðlist á tuttugustu öld. Þröstur Helgason ræddi við Eystein um ljóðlistina en Eysteinn segir yngstu kynslóð ljóðskálda í kreppu. FORSÍÐUMYNDIN er af Sigurði Guðmundssyni og verkum hans, Möndlu, Kirsuberi, Valhnetu, Hindberi og Heslihnetu. Opnuð verður sýning á verkum Sigurðar í Galleríi i8 á fimmtudaginn. Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.