Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 13 Þ AU tíðkast hin breiðu spjótin í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en í dag verður frumsýnt leikritið Grettis- saga, sem fjallar um bardagahetj- una og útlagann Gretti Ásmund- arson. Sagan fjallar ekki aðeins um hetjudáðir Grettis, heldur sýn- ir manninn á bak við goðsögnina og dregur fram þau áhrif sem þolraunirnar höfðu á hann og nánustu fjölskyldu. Oft er það gert með kómísku ívafi, enda býður sagan upp á það með hnyttnum tilsvörum og ýktum frásagn- arstíl. Grettissaga er líka draugasaga. „Glámur legg- ur á hann og við það verða straumhvörf í sög- unni,“ segir leikstjórinn Hilmar Jónsson. „Fram að því hafði Grettir verið á uppleið, en eftir það hættir hann að þroskast líkamlega, verður myrkfælinn, þolir ekki að vera einn, og það hall- ar undan fæti. Allt sem áður hafði verið honum til heilla verður að ógæfu.“ Fantasían og saga mannsins En hvers vegna Grettissaga? „Hún er skemmtilegust,“ svarar Hilmar, sem segist hafa sökkt sér ofan í lestur Íslendinga- sagnanna í leit að góðum efniviði. „Það heillaði mig að breyta Grettissögu í leiksýningu – fant- asíunni og sögu mannsins.“ Það eru breyttir tímar frá því enginn vildi skjóta skjólshúsi yfir útlagann Gretti. „Þessi stóri maður er svo of- boðslega frægur,“ segir Hilmar. „Nú vilja allir eiga hlutdeild í honum. Alls staðar eru kennileiti nefnd eftir honum og sög- um er haldið á lofti um hann. Það yrði borg- arastyrjöld ef einhver einn staður ætlaði að eigna sér Gretti. Hann lifir svo sterkt í þjóð- arvitundinni. Enda var hann svo mannlegur og brestum hlaðinn – með sjálfan sig á herðunum.“ Blaðamaður fann sterkt fyrir einsemd Grettis í leikritinu. „Í því felst harmurinn; maðurinn sem getur ekki verið einn – hann er dæmdur til einveru. Hann getur ekki einu sinni leynst með öðrum því lagt er fé til höfuðs honum og því er hann hvergi óhultur.“ Þar sem hetjurnar verða til Hilmar segir augljóst að þessi ævagamla saga eigi erindi við samtímann. „Þegar maður dvelst svona lengi með Íslendingasögum og kemst í gegnum formið, inn í kjarnann, þá mætir maður venjulegu fólki. Ef við tökum sem dæmi goð- sagnapersónu eins og Gretti. Hversu margar mæður standa ekki ráðþrota gagnvart sonum sínum og upplifa þann harm sem því fylgir að eiga vandræðaunglinga. Það má segja að leik- ritið sé fjölskylduharmleikur, sem kristallast í samskiptum móður og sona og þessum fallegu samskiptum bræðranna.“ En saga Grettis er öðrum meiði af ofurhetju eins og í hasarblöðunum, sem hafa ratað á hvíta tjaldið upp á síðkastið. „Einhvers staðar verða hetjurnar til. Þær eiga mæður og fara að sofa á kvöldin eins og við, þótt ekki sé það sýnt í bíó- myndunum,“ segir Hilmar. „En Grettir er af- reksmaður og hefur mikla hæfileika þar sem Meðan á æfingum stóð varð raunar vart við draugagang í leikhúsinu. „Það reið ekki við ein- teyming hvað við lentum í miklum vandræðum með tökur og tækjabúnað,“ segir Hilmar háal- varlegur. „Eitt kvöldið hrundi tölvan og þriggja sólarhringa vinna hvarf úr tölvunni. Við köll- uðum til sérfræðing, sem tókst að finna gögnin, en þau náðu aðeins til þess tíma sem við byrj- uðum að æfa atriðin með Glámi. Eftir það virtist allt hreinlega hafa gufað upp. Hingað til hefur hjátrúin bannað að segja Makbeð á leiksviði og ef til vill er þetta íslenska útgáfan af því – að bannað verði að segja Glámur.“ Í uppfærslunni er fylgt upprunalegum texta Grettissögu. „Áskorunin var sú að nota forna tungumálið og ljóðin. Mér finnst við vera að upp- skera ríkulega, því það er stórkostlegt að hlusta á annað íslenskt tungumál. Maður skilur ekki öll orðin, en ræður flestöll af samhenginu. Þegar best tekst til er þetta alíslensk klassík.“ Náði sterkri tengingu við Gretti Blaðamaður hitti Gretti Ásmundarson á kaffi- stofunni eftir sýninguna og var hann að fletta blaði og drekka Egils kristal. Manninum, sem leikinn er af Gísla Pétri Hinrikssyni, er svo lýst í sögunni: „Hann var mjög ódæll í uppvexti sínum, fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og til- tektum…Grettir Ásmundarson var fríður maður sýnum, breiðletur og skammleitur, rauðhærður og næsta freknóttur, ekki bráðger meðan hann var á barnsaldri.“ Óhætt er að segja að þetta sé stórt hlutverk fyrir mann sem útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum fyrir fimm mánuðum. „Maður lærir eitt- hvað nýtt á hverjum degi,“ segir Gísli Pétur. Hann segist lítið hafa þekkt til sögunnar þegar honum bauðst hlutverkið. „Ég hafði lesið Gísla sögu Súrssonar í grunnskóla og fundist hún hrútleiðinleg,“ segir hann. „Síðan kom Hilmar til mín og bað mig að lesa söguna. Ég náði strax sterkri tengingu við hana, enda þekki ég þessa manngerð vel. Því hefur verið haldið fram að þetta hafi aðeins verið snarruglaður sauðaþjóf- ur, en mér finnst það langt frá sanni. Grettir er misskilin hetja. Hann reynir allt sem hann getur til að sýna hetjuskap, en allt verður það til ógæfu.“ Hvað er það sem Gísli Pétur þekkir í fari Grettis. „Það eru þessir skapgerðarbrestir og ótrúlega veruleikafirring. Hann fæðist á röngum tíma og röngum stað; hermaður í bændasam- félagi. Þetta er eins og Rambo hefði verið sendur til Íslands, en ekki Vietnam.“ geta hans liggur. Hann er dæmdur út frá því að samfélagið er ekki sniðið fyrir stóra menn. Því er hann útskúfaður. Hann er líka þannig gerður að hann lætur skapið hlaupa með sig í gönur og brýst í móti er menn reyna að ráða honum heilt.“ Með sjálfan sig á herðunum Morgunblaðið/Golli Gísli Pétur Hinriksson í hlutverki Grettis Ásmundarsonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Grettissaga er átakamikil saga svika og trúfestu, einsemdar og vináttu. Grettir er hvergi óhultur. Ein af hetjum Íslendinga- sagnanna, Grettir Ásmund- arson, stígur fram á sviðið í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag, laugardag, þegar leikritið Grettissaga verður frumsýnt. PÉTUR BLÖNDAL talaði við leikstjórann Hilm- ar Jónsson og Gretti sjálf- an, Gísla Pétur Hinriksson. pebl@mbl.is NÝR skúlptúr var á dög- unum afhjúpaður í Tate Modern-safninu í London. Skúlptúrinn, sem er eftir Turner-verðlaunahafann Anish Kapoor, er einn stærsti innanhúss skúlptúr sem vitað er um. Verkið er um 150 metrar að lengd og 10 hæða hátt og nær yfir allt anddyri safnsins. Vonast listamaðurinn til að sýning- argestir verði agndofa yfir verkinu, sem kallast Mars- yas. Alls tók það 40 manns um sex vikur að setja verkið saman, en það er gert úr þremur stálhringjum sem tengdir eru saman með sér- staklega gerðri plasthimnu. Kapoor, sem er þekktur fyrir abstrakt verk sín, var níu mánuði að hanna Mars- yas. Útkoman er að hans sögn nákvæmlega sú sem þetta „sérlega erfiða“ rými krafðist. „Þetta er stór hlut- ur af því að hann þarf að vera stór. Ég vona að hann búi líka yfir dýpt,“ sagði Kapoor og bætti við að hann vonaði að viðbrögð fólks yrðu þau að „það gengi og inn og gæti þá ekki stillt sig um að segja: „Vá, hvað er þetta?““ Verkinu er ætlað að gera iðnaðarlega hönnun þessa fyrrum orkuvers mannlegri. Sýning Bell lofuð SÝNING á verkum banda- ríska listamannsins Leland Bell, sem nú stendur yfir í Salander-O’Reilly galleríinu i New York, hlaut á dögun- um mikið lof í dagblaðinu New York Observer. Bell, sem auk eigin myndsköp- unar, starfaði einnig sem fræðimaður var mikill áhugamaður um módern- ismann. Sýningin á verkum hans, hefur undanfarin ár ferðast milli gallería banda- rískra háskóla, en ekki fyrr verið sýnd í heimaborg lista- mannsins. Að sögn New York Observer ætti hins vegar enginn að láta hana framhjá sér fara. Portrett listamannsins ein og sér séu heimsóknarinnar virði, ekki síður en stærri verk hans sem séu sannkölluð meist- araverk. Ættu stærri söfn borgarinnar að láta þetta verða sér hvatningu til að setja upp yfirlitssýningu á verkum hans. Bell, sem var giftur Louisu Matthías- dóttur, lést árið 1991. San Fransisco- ballettinn í New York SAN Fransisco-ballettinn, undir stjórn Helga Tómas- sonar, sýnir þessa dagana nokkur verka sinna í City Center á Manhattan. Sjö þeirra tíu verka sem boðið er upp á að þessu sinni hafa ekki verið sýnd í New York áður, en þeirra á meðal má nefna Chi-Lin, ballet sem Helgi samdi undir áhrifum frá kínverskri goðafræði. ERLENT Nýr skúlptúr í Tate Modern eftir Hilmar Jónsson byggt á samnefndri Íslendingasögu. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Erling Jó- hannesson, Gísli Pétur Hinriksson, Gunnar Helgason, Jón Páll Eyjólfsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi og grímur: Ásta Hafþórsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Grettissaga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.