Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002
HALLÓ KISULÓRA. Ég var við vinnu í skóla í Reykjavík í nokkra
daga þegar ég fann þennan kettling. Það var veturinn 1998. Feldurinn á honum bjó yfir óvenjulegri
mýkt, líkt og lambseyra. Vegna þess hve hann var einkennilega varnarlaus, virtist hann jafnvel enn
mýkri. Skólabörnin sem struku honum voru sama sinnis, svo þau lögðu vanga sína að maganum á
honum til þess að finna nákvæmlega hversu mjúkur. Ég setti hann niður á blátt línóleumgólfið og tók
þessa mynd.
Á þeim tíma sem ég fann hann var ég að ljósmynda öll þau dýr sem eru Íslandi upprunaleg og hinn
hversdagslegi húsköttur er ekki eitt þeirra. En ég stóðst ekki freistinguna. Kisa er á veiðum. Og jafn-
vel þótt frumskógurinn sé bara línóleumdúkur er rándýrsstellingin raunveruleg. Og þótt hún sjáist
einungis aftan frá, eru eiginleikar forvitni og óskammfeilni, jafnvel ærsla þekkjanlegir. Þótt augna-
tilliti hennar sé hulið finnum við greinilega fyrir því. Og þótt við sjáum ekki á hvað hún horfir, vitum
við að það er til staðar.*
*Sjá næsta hluta Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands), Lesbók , 19. október, 2002.
Þetta er tuttugasti hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir
ljósmynd, 1998, fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.