Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 9 katalógum, að súperstjörnurnar rokka til og frá í verði, jafnsnöggt og kvikasilfurslínan í íslenskum hitamæli, á meðan listamenn á hæðinni fyrir neðan eru mun jafnari, og kannski í fullt eins háu verði og jafnvel mörg- um tilfellum betri verðum. Fyrir nokkrum árum sló Jasper Johns öll sölumet lifandi listamanna, ef ég man rétt, en nú er hann ekkert sérstaklega áberandi í umræðunni og ég hreinlega man ekki hvort ég hafi séð nafn hans prentað eða verk eftir hann síðan þá, á meðan Gerhard Richter slær hvert metið á fætur öðru. Það broslega í öllu saman, hér á Íslandi, er að þeir sem aðhyllast list hvors um sig, eru himinlifandi þegar tölur þeim hliðhollar birtast, uppljómaðir eins og liðið þeirra væri að vinna í kappleik, eða að hlutabréf þeirra hafi tekið stökk upp á við, en segja svo að það sé ekkert að marka upp- boðin þegar óvelkomnu tölurnar sýna sig. Ég held að ég hafi ekki skynjað þetta svona einfalt úti og það segir ef til vill eitthvað um okkur. Undarlegt er það að deila um hvað söfn eða sýningarsalir sýna. Auðvitað verða söfn og gallerí að ákveða sjálf hvað þau sýna, það eru reglur um safnstjóraskipti reglulega, og það getur valist misjafnlega góður safnstjóri hverju sinni, en þá er bara að vona að sá næsti verði betri. Galleríin eru auðvitað rek- in á ábyrgð eigandans, svo hann velur nátt- úrlega sína listamenn og stendur náttúrlega og fellur með sínu verki. Það er erfitt að reka atvinnugallerí á stað þar sem nánast enginn atvinnu- eða ástríðusafnari er, en jafnframt þá er hér meira um það en víðast sem ég þekki að svokallaður almenningur og frændgarður kaupi alvörumyndverk. Hugs- anlega er það hlið semmætti virkja betur og mundi þá auðvelda rekstur gallerísins. Galleristinn minn á Ítalíu segir að hann megi ekki gera mistök frekar en listamað- urinn, þá falli orðsporið samstundis. Svo hann er kannski á einhvern hátt undir sömu sök seldur og listamaðurinn. Fyrir nokkrum árum voru allir salir meira og minna leigðir út, eins og hefur verið rætt nú, en menn virðast hafa gleymt því að þá fór einnig fram val, þó heyrst hafi að pólitískum þrýstingi hafi verið beitt í stöku tilfellum. Ég var umsjónamaður sýningarrýmis í Nýlistasafninu á áttunda ára- tugnum og auk þess sá égum margar sýn- ingar erlendra listamanna á þeim tíma, og sat því oft yfir sýningunum tímunum saman, dag eftir dag, og Braga og öðrum sem tilheyrðu annarri kynslóð til mikillar ánægju að því er virtist, komu sárafáir gestir. Seinna var ég í veislu með einum safnstjóranum, ásamt hópi útlendinga, sem ég held að hafi aldrei litið inn í sýningarsalnum á þessum tíma. Hann var þar að upphefja ástand listmála í landinu og sagði að í Nýlistasafninu hefði verið allur frumkraftur listalífsins á Íslandi á áttunda áratugnum. Það hefði hvergi verið neitt að gerast nema þar. Er furða þó að maður verði stundum svolítið ruglaður? Þegar maður kom við í SÚM var það sama upp á teningnum og ég býst við að þeir sem teljist til eldri kynslóða geti sagt það sama um Septemberhópinn o.s.frv. Þannig að í raun og veru segir tala sýningargesta og sala lista- verka ekkert og gerir því allt óhöndlanlegra. Ég man eftir tveimur virkilega troðfullum opnunum. Það var seinni tíma sýning á Erró, þegar fyrsta opnun á gjöfinni var opinberuð, ég held að hann hafi þá aðeins átt eitt verk á Listasafni Íslands og sennilega svipað á Listasafni Reykjavíkur, og Yoko Ono-sýning á sama stað einhverntíma síðar. Niðurstaðan sem maður dregur af þessu er að almenna frægðin sem í eðli sínu kemur listaverkinu ekki svo mikið við, nær til hópsins, en ekki endilega listaverkið sjálft Í sjálfu sér er gaman að fjöldinn láti sig verkið varða, en það er ekki mælikvarði á gæði þess. Þar komum við að uppboðunum aftur með sambærilega niðurstöðu, þ.e.a.s. maður getur ekki verið annað en ánægður með að góð listaverk seljist á góðu verði og veki athygli, en það er ekki sönnun fyrir verð- leika listaverksins, en jafnframt gerir það listaverkið ekki verra í eðli sínu. Frægt lista- verk getur líka opnað mönnum sýn sem verð- ur svo til þess að gesturinn fer að þróa og þroska listskoðun sína, svo það er ekki slæmt, þó að það geti líka virkað á hinn veginn, að áhorfandinn fari að skoða listaverkið með ein- hvers konar Séð og heyrt áhuga, og verkið verði áfram í skugganum. Stundum er eins og afskorið eyra Van Goghs sé mílusteinn á vegi listarinnar. Hvað þetta varðar þá hefur heyr- ist að galleríin sjálf eigi það til að spenna upp uppboðsverðið, væntanlega til að liðka fyrir sölu annarra verka eftir sama listamann, og það riðlar líka sannleiksgildi línulaga súlurits- ins um markað, eftirspurn, fjármagn sbr. gæði o.s.frv. Þannig eru allar tölur einhvern- veginn hálfsannar og hálffalsaðar. Jean Baudrillard segir að Disney-garðurinn sé raunveruleikinn, sem hann náttúrlega er, vegna þess að þegar við stígum inn í hann er- um við jafnvel í heimi sem við þekkjum enn betur en heiminn fyrir utan. Hér gæti verið tilefni til að fara út í um- ræðurnar um hálendið, virkjanir og álver. Hvort er maður í liði gullsins eða heiðagæs- arinnar. Heimagerðs landslags eða náttúru- legs. Við virðumst ætla að stefna í einhæfa ál- framleiðslu, og dreifa henni sem víðast um landið, og erum þá aftur sama veiðimanna- þjóðfélagið, sem er hægt að fylla í öll skiln- ingarvit á með peningum í góðæri, og fylla öll hugskot af armæðu í hallæri, og þá er ekki lengur hægt að vafra um heiðalöndin og fylla sig af lífsandanum (eigum við að segja list- inni) sjálfum, vegna þess að lífsandinn er kominn í súlurit. Á veggnum í herberginu þar sem ég skrifa þessa óskipulögðu og sundurlausu grein eða smásögu (ég er nú þrátt fyrir allt Íslend- ingur) á fartölvuna mína, er vatnslitamynd, um það bil A4 að stærð, eftir Chris Ofili, sem hefur hangið hér alveg síðan ég kom. Ég skrifa þessa grein í íbúð sem galleristinn minn ljær listamönnum sínum þegar þeir eru í Mílanó vegna sýninga þar, en jafnframt er íbúðin geymsla fyrir listaverk sem hann er að vinna með. Ég var í fyrradag að glugga í uppboðsskrá frá Cristies, m.a. vegna þessarar greinar og vegna þess að hún lá á borðinu í galleríinu mínu hér fyrir neðan, og þar af leiðandi til- viljun. Fyrir enn frekari tilviljun sá ég þrjár svipaðar myndir eftir fyrrnefndan Chris Ofili, hver um sig að verðgildi nálægt 20.000 evrur. Stærsta málverkið niðri í galleríi eftir mig er ódýrara, tæplega tveggja metra mynd sem ég var einn og hálfan mánuð að mála. Papp- írsmyndir Ofilis líta út fyrir að hafa verið gerðar allar sama daginn, og jafnvel fleiri, þar sem fjórða svipaða myndin sem er hér uppi virðist hafa orðið til á sama tíma. Ég hef enga minnimáttarkennd gagnvart Chris Ofili, sem þó er fínn listamaður, og hef enga ástæðu til að amast við þessum verðmun á verkum okk- ar. Ég held að galleristinn minn álíti ekki að hann sé að versla með fyrsta og annars flokks vöru. Þetta eru bara staðreyndir sem þræða sitt hvora línuna. Sjálfur hef ég aldrei litið svo á að list væri sama sem peningur. Listaverk eru eins konar samskipti, og tengsl milli tíma og vídda og vilji einhverjir hafa frumafnot af því, eða taka á einhvern hátt þátt í verkinu, geta þeir borgað fyrir það (og ættu að gera það með glöðu geði) og orðið þátttakendur í áframhaldandi listhugsun höfundarins og þró- un listarinnar yfir höfuð. List er einhvern veginn allra, jafnvel þeirra sem afneita henni, vegna þess að hún er alþjóðleg hugsun, jafn- vel þó að hún sé svokölluð lókallist, vegna þess að hún á við mannlegt eðli og tekur þátt í sögu mannkynsins og staðsetur oft sögu þess nákvæmar en orð. Öll söluatburðarás er góð, en í eðli sínu er hún ekki listaverkið. Það er miklum mun flóknara að staðsetja það. Mér finnst að listaverkið sjálft hafi gleymst í umræðunni, og jafnvel umgjörð listarinnar líka, enda er þessi tiltekna umræða kannski ekki beinlínis um það, heldur tilvistarleg spurning þess og kannski var aldrei stefnt að öðru. Menn tala stundum eins og málunum verði reddað ef við fáum erlenda sýning- arstjóra í heimsókn. Það verður engu reddað í þessum málum, en samt sem áður er auðvitað gott og nauðsynlegt að fá sýningarstjóra og listamenn að utan, það stuðlar að auknum samskiptum og hreyfingu listarinnar, og að ég held aukinni ábyrgð listamanna eins og sam- skipti gera venjulega. Samt eru þetta allt saman flókin viðskiptamál, og oft er eins og styrkir og annað sem deilt út undarlega til- viljanakennt og gera lítið sem ekkert gagn. Það þarf náttúrlega líka að vanda til verka þar. Ef það kemur hingað erlendur sýning- arstjóri þarf náttúrlega að reyna að sýna hon- um það sem er sem næst hans áhugasviði eða hugmyndum, en ekki stilla honum upp við vegg og segja að hann sé ekki með réttu ráði ef hann vill ekki það sem að honum er rétt. Þannig verða meiri líkur til þess að eitthvað markvert komi út úr heimsókninni, líka gagn- vart þeim sem skildir eru útundan, eins og sagt er, vegna þess að athygli eins verður at- hygli annars. Hingað til hefur leiðin til út- landa meira og minna tengst persónulegum samskiptum, og ég held að oft megi styrkja þau, menn gleyma oft að þau vinna líka út fyrir sig. Séu menn að hugsa um frægð, þá sat ég til borðs með Ginacarlo Politi, eiganda og rit- stjóra Flash Art, og Jan Knap, myndlistar- manni á veitingahúsi í Lucca. Þar sagði Ginacarlo Politi að myndlistarstjörnurnar þyrftu að geta verið í Tókýó einn daginn, Los Angeles þann næsta og New York þann þriðja, París þann fjórða, þar á eftir Jóhannesarborg og Sydney o.s.frv. og vinna tuttugu tíma á sól- arhring, rétt eins og forstjórar stórra fyr- irtækja. Svo getur hver sem er hugsað hvort það er einmitt það sem hann kýs. Umræðan varð náttúrlega flóknari á eftir og ég tek það aftur fram að hann var að tala um myndlist- arstjörnu, ekki endilega besta listamanninn. Þó að það komi hingað erlendur sýning- arstjóri verður listaverkið ekkert betra fyrir bragðið. Það er eins og talað sé um hann eins og frelsandi engil, það frelsi listamanninn úr álagaham, rétt eins og fyrirmenn þjóðarinnar tala um álverin. Það frelsar ekkert álver þessa þjóð. Það er að heyra að komi hingað erlendur sýningarstjóri þá verði allt gott og blessað. Frelsandi engill gat ekki bjargað Sódómu allri, eins og menn vita. En Lot lagð- ist með dætrum sínum, að vísu í ölæði eins og skipulagið sagði til um, og allt varð gott á ný þannig að kannski er von. Sören Kirkegaard sagði: „Undur kom yfir mig. Ég var hrifinn í sjö- unda himin. Þar sátu allir guðirnir saman. Sú sérstaka náð veittist mér að bera fram ósk. „Viljirðu,“ sagði Merkúríus, „viljirðu æsku, eða fegurð, eða vald eða langlífi, eða hina feg- urstu stúlku, eða einhverja aðra dásemd sem við eigum í skrankistunni, þá veldu. En aðeins eitthvað eitt. Ég var ráðvilltur andartak. Svo sneri ég mér að guðunum og sagði: Hæstvirtu samlandar! Ég vel það eitt að ég megi alltaf hafa hláturinn mín megin. Enginn guðanna sagði eitt einasta orð, heldur fóru þeir allir að hlæja. Af því dró ég þá ályktun að ósk mín væri uppfyllt, og mér fundust guðirnir smekk- vísir í svörum. Því það hefði ekki verið viðeig- andi að svara með alvöru: Þér verður að ósk þinni.“ Riddarinn hverfur í rykmökkinn. RANDRIDDARA Höfundur er myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.