Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 7
Þ
EGAR hinn prúðbúni og gjafmildi
ameríski Sankti Kláus – stund-
um nefndur kólasveinninn – kom
til Íslands um miðja síðustu öld
mætti hann heldur fáfengilegri
samkeppni þrettán tröllastráka
sem gengu í lörfum og voru
hrekkjóttir í ofanálag. Þetta var
þó ekki fyrsta heimsókn heilags Nikulásar
hingað því fljótlega uppúr kristnitöku barst
átrúnaður á þennan einn höfuðdýrling kaþólsk-
unnar til landsins og varð tilbeiðsla hans út-
breiddari hér en nokkurs staðar í grannríkj-
unum. Hér verður saga hans og tilbeiðsla
lítillega rakin í tilefni af því að á morgun verður
flutt í Hallgrímskirkju kantata Benjamíns
Brittens um heilagan Nikulás og þær furðusög-
ur sem af honum hafa gengið.
Það er kannski ekki að undra að sögurnar af
heilögum Nikulási séu þjóðsagnakenndar þar
sem ekki er vitað til að neitt hafi verið um hann
skrifað fyrr en um það leyti er Ísland byggist,
en Nikulás var á dögum um aldamótin 300.
Hann var biskup í Mýru á suðurströnd Tyrk-
lands og bar þar beinin, en eftir að Tyrkir náðu
landsvæðinu af Grikkjum voru bein hans flutt
til Bari á Ítalíu, þar sem þau eru enn.
Meþódísus frá Konstantínópel skráði þá sögn
sem helst gekk þá um stundir; þegar Nikulás
fékk náðaða þrjá hermenn, sem dæmdir höfðu
verið fyrir landráð. Vegna þessa var Nikulás í
miklu uppáhaldi hjá hermönnum og þá ekki síst
þeim sem þjónuðu í grennd við Bari. Á 11. öld
voru norrænir væringjar á meðal málaliða á
Suður-Ítalíu og er talið að þeir eigi heiðurinn af
útbreiðslu átrúnaðar á Nikulás um Norðurlönd.
Ein kunnasta sagan af Nikulási segir frá því
þegar hann frétti af ættstórum manni sem hafði
misst ríkidæmi sitt og hugðist selja dætur sínar
í hórdóm til að draga fram lífið.
Nú sem heilagur guðs vin Nicholaus heyrir
greinda ófrægð sampínist hann hjartanlega
þeim auma manni, er orðinn var fyrir svo miklu
áfelli. Það strangar og sárlega innan ef svo
kyngöfugar meyjar skulu seljast til hórunar
þvers í móti guðs lögmáli.
Svo segir í Nikulás sögu þeirri sem Bergur
ábóti Sokkason skráði hér á landi á fyrri hluta
14. aldar. Söguna er að finna í Helgastaðabók,
einhverju alfegursta handriti sagna af heilögum
mönnum.
Framhald sögunnar geymir þá atburðarás
sem trúlega hefur mótað hugmyndina um
Sankti Kláus hvað helst, en Nikulás kom til
bjargar svo „góðar meyjar firrist fúllífi og
laumaði gullpyngjum á heimili hins örvænting-
arfulla föður. Þannig bjargaði hann stelpunum
einni af annarri en þegar komið var að þriðju
næturför Nikulásar á heimilið kastaði hann
gullinu inn um glugga „og kemur nú meður vilja
guðs nökkuru harðara niður í herbergið en eftir
vana, svo að bóndi vaknar viður dettinn, sprett-
ur upp þegar í stað, hafandi sig úti og sér skjót-
lega hvar maður rennur sem hvatast brott frá
herberginu, svo gripið sé aftur niður í frásögn
Bergs ábóta.
Nikulás hafði nefnilega fyrir vana að vinna
flest sín góðverk nafnlaust, en eins og stundum
hefur gerst síðar, þegar góðgæti hefur verið
laumað að börnum að næturþeli, komst upp um
strákinn Tuma.
En Nikulás er ekki bara verndardýrlingur
hermanna, vændiskvenna, sjómanna, Grikk-
lands og Rússlands, heldur fyrst og fremst
barna. Hann var hið ljúfasta barn sjálfur, af-
burða námsmaður og „fljóttækur í allri skilning
innan lítils tíma“ eins og Bergur Sokkason
komst að orði. Hans helsta góðverk er einmitt
tengt börnum en er jafnframt hið ókræsileg-
asta.
Mikil hungursneyð gengur yfir Tyrkland
sunnanvert. Nikulás kemur í þorp eitt þar sem
til nokkurrar furðu er kjöt á boðstólum. Á dag-
inn kemur að veitingamaður einn hafði drepið
stráka þrjá í þorpinu og lagt í pækil. Var Niku-
lási boðið að njóta herlegheitanna, en í stað þess
að taka til matar síns greip hann til þeirrar
guðsnáðar sem fylgdi honum og lífgaði pott-
ormana við.
Sögurnar af heilögum Nikulási eru heillandi
og skemmtilega fjölbreyttar, þó vissulega sé
svolítil endurtekning á tölunni þremur sýknt og
heilagt. Þrenningin er nú líka heilög og skrá-
setjurum síðari alda tókst að koma hluta heið-
ursins af langlífi heilagrar þrenningar yfir á
Nikulás. Sagan segir að Nikulás hafi setið
kirkjuþingið í Níkeu árið 325. Það hafði Konst-
antínus kirkjufaðir kallað saman vegna þrá-
látra deilna um heilaga þrenningu, en fjórum
árum fyrr hafði Aríus biskup verið bannfærður
fyrir að opinbera þá skoðun sína að sonurinn og
heilagur andi væru undir föðurinn settir. Á
þinginu var Nikulás svo ósáttur við Aríusarvill-
una að hann gaf biskupnum einn gúmoren. Op-
inberar fundargerðir eru til um kirkjuþingið í
Níkeu. Á því varð meðal annars til Níkeujátn-
ingin, sem enn er höfð til kirkjubrúks, og ít-
arlega er tíundað hverjir þar komu við sögu.
Þessar heimildir geta Nikulásar hinsvegar að
engu og því síður hins meinta kinnhests.
Þar sem heimildir um Nikulás eru afar þoku-
kenndar hafa þær þann kost að vera fullar
þeirrar dulúðar sem akkur er í fyrir trúarlegan
og listrænan innblástur. Eftir flutning beina
Nikulásar til Bari og tilbeiðsla hans þar með
öðlast landfræðilegan miðpunkt fór átrúnaður á
hann að breiðast mjög út. Væringjarnir fluttu
fréttir af Nikulási til heimalanda sinna og eftir
það sóttust pílagrímar mjög eftir að komast til
Bari, líka Íslendingar. Á meðal þeirra sem
þangað fóru voru Gizur Hallsson lögsögumað-
ur, Klængur Þorsteinsson Skálholtsbiskup og
Nikulás ábóti Bergsson í Þverárklaustri.
Svo vinsæll varð Nikulás á Íslandi að fáheyrt
var. Hvort sem þar ræður að hann er vernd-
ardýrlingur sjómanna, þá voru fjölmargar
kirkjur helgaðar honum hér á landi í pápískri
tíð og bundu menn vonir við liðsstyrk hans
langt fram yfir siðaskipti.
Í Skírnisgrein árið 1949 tók Sigfús Blöndal
saman yfirlit yfir skráðar kirkjur og bænhús
helguð Nikulási hér á landi. Í máldögum fann
hann 41 kirkju, fjögur bænhús, tólf kirkjur þar
sem hann var verndardýrlingur, tvö ölturu að
auki og í einni er sérstaklega getið árlegrar
messu til heiðurs Nikulási. Alls 60 staðir í fá-
menninu á Íslandi en á öllu Englandi er sam-
svarandi tala 372 og í Danmörku 109, þar sem
mannfjöldinn var þó margfaldur. Á vinsælda-
lista dýrlinga á Íslandi var Nikulás fjórði; það
er að aðeins þrír áttu fleiri trúarleg heimili í
kaþólskunni hér, María mey, Pétur postuli og
Ólafur helgi. Þannig má merkilegt teljast að
sjálfur verndardýrlingur Íslands, Þorlákur
helgi Þórhallsson, var á eftir biskupnum frá
Litlu-Asíu á vinsældalistanum.
Ein kirknanna sem tileinkuð var Nikulási er
kirkjan í Odda á Rangárvöllum. Þar var prestur
Matthías Jochumsson, sem þjóðin kannast all-
vel við, en það var liðlega 300 árum eftir siðbót.
Réðst sálmaskáldið í kirkjubyggingu en það orð
lá á, að heilagur Nikulás sæi kirkjusmiðum í
Odda jafnan fyrir nægum rekaviði. Matthías
segir svo frá í Söguköflum af sjálfum sér að
kirkjutimbrið, sem kom frá Noregi, hafi verið af
skornum skammti og sérstaklega hafi vantað
bjálka svo hægt væri að reisa kirkjuturninn.
Meðhjálpari Matthíasar reyndi að hughreysta
hann með því að sá heilagi biskup Nikulás
myndi ekki bregðast kirkju sinni. Matthías ætl-
aði hinsvegar að treysta á kunningja sinn og
sótti hann heim en hafði ekki erindi sem erfiði.
Á heimleiðinni rakst hann hinsvegar á mikinn
rekadrumb í Oddafjöru og reyndist hann duga í
turnbjálkana.
Rétt eins og dulúðin í kringum Nikulás hefur
veitt mönnum trúarlegan innblástur, hefur hún
ekki verið síðri í að veita listamönnum andagift.
Kirkjuleg myndlist er öllu auðugri fyrir Niku-
lásar sakir og tónlistin líka. Merkast tónverk-
anna er kantata Benjamins Brittens, sem hann
samdi að beiðni uppfóstrunarstaðar lífsföru-
nautar síns, söngvarans Sir Peters Pears.
Pears gekk ungur í Lancing heimavistarskól-
ann á Englandi og sumarið 1948 stóð fyrir dyr-
um aldarafmælishátíð skólans. Skólastjóranum
fannst þjóðráð að fá Britten til að skrifa verk
um heilagan Nikulás, sem bjargað hafði pilt-
unum ungu úr pæklinum forðum tíð. Hann
sendi Britten nokkrar hinna mögnuðu helgi-
sagna af Nikulási og skipti engum togum að
Britten heillaðist gersamlega og sá þegar í stað
fyrir sér frábært efni í kantötu. Kórar skólans
gætu sungið verkið með hljómsveit og Pears fé-
lagi hans gæti sungið hlutverk heilags Nikulás-
ar. Auk þessa spann tónskáldið inn í verkið al-
mennan sálmasöng drengjanna í Lancing.
Í verkinu er lífshlaup Nikulásar rakið í níu
þáttum, en það hefst á því að dýrlingurinn birt-
ist söfnuði sem er að halda Nikulásarmessu (6.
desember) hátíðlega. Hann segist til þeirra
kominn að taka þátt í athöfninni. Við taka helgi-
sögurnar en verk Brittens nær dramatískum
hápunkti í frásögninni af strákastöppunni, sem
eflaust hefur verið tilkomumikil í flutningi þeg-
ar gaurarnir á heimavistinni fengu að heyra
verkið 24. júlí 1948. Það var þó ekki frumflutn-
ingur þess, því þeir félagar Britten og Pears
stálust hálfpartinn til að nota það þegar þeir
settu á fót hina heimsþekktu Aldeburgh-tón-
listarhátíð þá um vorið.
Núna gefst íslensku áhugafólki um tónlist
kostur á að heyra þessa mögnuðu smíð Brittens
og Croziers textahöfundar, en flutningurinn
hér á landi er lokapunktur Tónlistardaga Dóm-
kirkjunnar í ár. Á morgun verður verkið sem-
sagt flutt í Hallgrímskirkju. Auk Dómkórsins
mun Skólakór Kársness sjá um kórsöng. Það
verður Garðar Thór Cortes sem fer í föt Peters
Pears og syngur hlutverk Nikulásar, en um
hljóðfæraleik sjá félagar í Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Þetta er í annað sinn sem þessir kórar
flytja verkið en þeir gerðu það áður árið 1988 og
eru sumir þeirra sem þá sungu í Skólakórnum
félagar í Dómkórnum nú. Tónleikarnir í Hall-
grímskirkju hefjast klukkan 17:00.
Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Niku-
lásar, sem birtist í sinni nýjustu mynd í búð-
argluggum þessa dagana. Ágætt er þá að hafa í
huga þau orð sem vitruðust Nikulási þegar
hann gerði sér grein fyrir fátækt mannsins sem
hugðist selja dætur sínar og Bergur ábóti til-
færir svo:
Nú í biðstundartíma ölmusunnar setur
meistarinn þess háttar orð af sínum klerkdómi
til áeggjanar að ei hindrist of mjög framkvæmd
hjálparinnar: „Heyr þú, heilagur guðs þjón-
ustumaður Nicholae,“ segir hann, „dvel ei þína
góðfýsi.“
HEILAGUR
NIKULÁS
UPPÁHALD BARNA OG ÍSLENDINGA
Í þessari grein er saga heilags Nikulásar og tilbeiðsla
rakin í tilefni af því að á morgun verður flutt í Hallgríms-
kirkju kantata Benjamíns Brittens um heilagan Nikulás
og þær furðusögur sem af honum hafa gengið.
Heilagur Nikulás, úr Helgastaðabók.
bundnum söfnum og dregur óhjákvæmilega
úr ferskleik verkanna. Að hans dómi er það
tóm blekking að tala um eina tegund menn-
ingar og lífsmynsturs sem öðrum æðri.
Hann forðast því að endurtaka þau stíl-
brigði sem einkenndu undanfarandi sýn-
ingu. Með því að byggja veggi á einum stað
en umbreyta gólfi sýningarsalarins á öðrum,
svo það endurkasti listinni á veggjunum um-
hverfis nær Majerus að brjóta upp end-
urtekninguna sem svo oft vill ríkja í málara-
listinni og umhverfinu umleikis hana.
Ýmislegt er nefnilega í húfi að mati Mich-
els Majerus, ef málaralistin á að hafa í fullu
tré við stöðuga innrás nýrra miðla í mynd-
list samtímans. Eitt af því sem Majerus tel-
ur að hafi gert ungt fólk afhuga málara-
listinni sem miðli er gamaldags útlitið á
mörgum striganum og sífelld þörf málarans
til að kallast á við löngu liðna hefð. Í staðinn
vill hann sjálfur kanna hve langt er hægt að
ganga í endurvakningu og endurnýjun mið-
ilsins, eða öllu heldur, hvort hægt er að
beita litum og formteikningu með þeim
hætti að ekki minni stöðugt á eitthvað sem
þegar er búið að setja fram.
Óvenjulegt sjónminni
Hann er auðvitað ekki svo vitlaus að
halda að hægt sé að þurrka burt þegar
mótað sjónminni. Reyndar er Majerus
óvenjuskarpur þegar kemur að því að
muna. Hann málar allt sem hugsast getur
eftir minni og kemst þó oftast ótrúlega
nærri hinu sanna. Hann leitar afar sjaldan
á náðir fyrirmynda til að bregða upp ein-
stökum atriðum í myndum sínum. Þá notar
hann ýmsa miðla saman, svo sem málara-
list og silkiþrykk. Að því leyti er hann trúr
þeirri sannfæringu sinni að enginn miðill
sé öðrum æðri.
En jafnvel þegar Majerus leyfir sér til-
vitnanir í látna listamenn, svo sem Willem
de Kooning, eða Andy Warhol, er slíkt
fullkomlega laust við trega eða eftirsjá.
Segja má að drifkrafturinn sem einkennir
list hins unga Lúxemborgara komi í veg
fyrir alla tilfinningasemi gagnvart miðl-
inum. Þá hefur sú aðferð hans að mála
alltaf allt upp á nýtt – jafnvel þótt sama
sýningin fari milli nokkurra staða – það í
för með sér að málverk hans hljóma ætíð
öðruvísi. Þau varðveita ákveðinn fersk-
leika sem ekki næst með flutningi sömu
verka milli staða. Það þýðir þó ekki að
Majerus umbreyti öllu. Í farteskinu hefur
hann fjölda venjulegra, færanlegra mál-
verka sem mynda eins konar stofn í mörg-
um sýninga hans. Þessi verk hengir hann
gjarnan með óvenjulegum hætti, til dæmis
í mörgum röðum frá lofti til gólfs, svo þau
mynda ákveðna heild. Hvert einstakt verk
glatar við það sérstöðu sinni meðan á sýn-
ingu stendur, en endurheimtir hana gjarn-
an á öðrum vettvangi.
Það er sama hvort hann teflir fram
óreiðukenndu samhengi þar sem myndir og
myndbrot virka yfirþyrmandi, eða snyrti-
legum og einföldum samsetningum í anda
naumhyggjunnar. Heildin virðist ganga upp
í hvívetna. Til dæmis sýndi hann risastór
málverk af teiknimyndafígúrum eða barna-
bókahetjum í Kunsthalle Basel í Sviss árið
1996, sem gengu freklega í berhögg við
klassískt rýmið. Mörgum fannst hann ganga
einum of harkalega fram gegn umhverfinu.
Ári síðar sýndi hann hjá hinu virta listhúsi
Anders Tornberg í Lundi í Svíþjóð og samdi
sig þá merkilega vel að öllu innandyra.
Nútíma hellalist?
Annað verk sem vakið hefur verðskuldaða
athygli þar í landi er stór veggskreyting
sem Majerus gerði fyrir morgunverðarsal-
inn í Lydmar Hotel í Stokkhólmi. Sjálfsagt
kannast margir Íslendingar við aðalsal hót-
elsins, sem er einhver vinsælasti og lífleg-
asti samkomustaður borgarinnar að kvöld-
lagi. Með einföldum orðum sem raðað er
saman í kös og sérkennilegu sameindavirki
sem minnir á efnafræðiformúlu eða vöru-
kynningu frá lyfjafyrirtæki setur listamað-
urinn mark sitt á umhverfið með ekki minni
skörungsskap en fornu hellamálararnir
skreyttu loft og veggi sinna hýbýla. Að
minnsta kosti varð einum gagnrýnanda
sænsku dagblaðanna að orði, að á Lydmar
Hotel væri komin hin sanna endurreisn-
arfreska nútímans.
Þannig reynir þessi þekktasti listamaður
Lúxemborgara nú á tímum að brjóta mál-
verkinu braut eftir nýjum og ferskum leið-
um, framhjá öllum söknuði og samsemd við
forna tíð. Og þó virðast gagnrýnendum aug-
ljós tengsl hans við hellamálverkin forsögu-
legu. Varla er hægt að fá betri dóma vilji
menn varðveita ferskleik málaralistarinnar
því varla er til nútímalegri list, þrátt fyrir
aldurinn, en myndskreytingarnar í Lascaux
og Altamira.
Höfundur er lektor í Listaháskóla Íslands.