Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002
A
NDSTÆÐURNAR í fyrir-
sögn þessarar greinar eru
að sjálfsögðu vísvitandi.
Sjaldan er stærðin jafn-
afstæð og í sagnaskáldskap
og fátt ber meira vitni um
það en höfundarverk kan-
adíska rithöfundarins Alice
Munro. Enginn sem þekkir til verka Munro
velkist í vafa um að hún er mikill sögumaður og
hefur skapað víðáttumikinn og flókinn sagna-
heim, en þar er héraðið Ontario í Kanada í nú-
tíð og fortíð sögusviðið ásamt Vancouver-eyju.
En þrátt fyrir að vera í þessum skilningi stór
eða mikill höfundur hefur Alice Munro ein-
göngu fengist við smásagnagerð. Að margra
dómi er höfundarverk Munro í heild sinni mikil
epík, en þó skrifar hún ekki skáldsögur. En
smásögur hennar eru ekki bara stórar að sam-
anlögðu, þær eru margar hverjar flóknari og
margbrotnari en gengur og gerist um smásög-
ur.
Ein af nýjustu smásögum Munro ber hið
langa heiti Hateship, Friendship, Courtship,
Loveship, Marriage (Hatur, vinátta, tilhugalíf,
ástarlíf, hjónaband). Sagan er líklega skrifuð
árið 2000 eða 2001, um það leyti sem höfund-
urinn varð sjötugur. Þessi saga, sem er um 50
blaðsíður að lengd, er að dómi greinarhöfundar
listrænn hápunktur á glæsilegum ferli Munro.
Sagan er allt í senn, hversdagsleg, reyfara-
kennd og raunveruleg, rétt eins og lífið.
Sagan gerist skömmu eftir síðari heims-
styrjöldina og aðalpersóna hennar er piparmey
um fertugt, óásjáleg en siðprúð og snyrtileg
kona, Johanna að nafni. Hún ólst upp á mun-
aðarleysingjahæli en hefur á fullorðinsárum
séð sér farborða með því ala önn fyrir fólki,
hjúkra sjúkum og starfa sem húshjálp. Kona
ein sem Johanna annaðist um árabil hefur arf-
leitt hana að stórum hluta eigna sinna og hún er
því sterkefnuð. Í seinni tíð hefur hún starfað
sem húshjálp á heimili tryggingasala í smábæ í
Kanada.
Dóttir tryggingasalans lést fyrir nokkrum
árum en eftirlifandi dóttir hennar, unglings-
stúlkan Sabitha, býr á heimili afa síns. Ekkill-
inn, Ken Boudreau að nafni, er kvennagull en
ístöðulaus og veiklyndur draumóramaður sem
á í sífelldum fjárhagskröggum. Í bréfi Boudr-
eaus til dóttur sinnar víkur hann eitt sinn örfá-
um orðum að Johönnu og segir hana vera góða
manneskju. Johanna rekur augun í þessi skrif,
uppveðrast af þeim og gerir meira úr þeim en
efni standa til. Hún skrifar vinsamlegt bréf til
Boudreaus þar sem hún segir frá ævi sinni og
persónugerð. Sabitha sér um að koma bréfum
frá heimilinu á pósthúsið en hún og vinkona
hennar rífa upp bréfið frá Johönnu og lesa það.
Stúlkurnar svara bréfinu fyrir hönd Boudreaus
og það verður upphafið að bréfasambandi sem
Boudreau er raunar alls ókunnugt um. Jo-
hanna skrifar honum reglulega bréf sem sífellt
nálgast það að vera ástarjátningar og hann
svarar með enn djarfari hætti. Bréf Johönnu
berast Boudreau þó aldrei í raun en stúlkurnar
skrifa í orðastað hans á ritvél sífellt róman-
tískari og safaríkari bréf. Þessi hrekkur hefur
ófyrirsjáanlegar og óvæntar afleiðingar.
Johanna tekur sig upp og heldur til Sask-
atchewan þar sem Boudreau býr. Aðkoman þar
er heldur hörmuleg, þetta er örsmátt þorp og
göturnar eitt drullusvað. Boudreau heldur til á
niðurníddu hóteli sem hann eignaðist vegna
óinnheimtrar skuldar. Þar liggur hann rúm-
fastur, fárveikur af bronkítis. Í fyrstu kemur
hann Johönnu ekki fyrir sig og þegar hann hef-
ur borið kennsl á hana botnar hann ekkert í því
hvað hún er að gera þarna. Hann er hins vegar
óneitanlega hjálparþurfi og Johanna sér í hendi
sér að hér er verk að vinna, þrífa, hlúa að sjúk-
lingnum, elda handa honum og kaupa inn mat.
Hún er þegar í essinu sínu. Þegar hún bregður
sér út úr herberginu laumast Boudreau til að
skoða í handtösku hennar og finnur bankabók
sem sýnir álitlega innstæðu. Sjálfur veit hann
ekki hvernig hann á að komast af í vetur og
hann skortir fjármagn til að gera hótelið starf-
hæft. Þetta er ekki falleg kona en hann hefur
fengið nóg af fögrum konum í bili: tvær stúlkur
elda grátt silfur saman út af honum og helst
kysi hann að vera laus við þær báðar.
Löngu síðar berast þær fréttir á heimili Sab-
ithu að hún hafi eignast lítinn hálfbróður.
Boudreau og Johanna hafa þá fyrir löngu látið
gefa sig saman. Sabitha hugsar með skelfingu
til þess hverju hrekkur hennar hefur komið til
leiðar. Lítill drengur á honum líf sitt að þakka.
Allgóð grein er gerð fyrir aukapersónum í
sögunni og henni vindur hægt áfram með kyrr-
látum og næmum smáatriðalýsingum. Munro
kann mætavel að flétta flókna þræði saman í
heild og gerir meira af því en nokkur annar
smásagnahöfundur. Þess vegna hefur hún oft-
ar en einu sinni verið spurð að því hvers vegna
hún skrifi ekki skáldsögur. Við víkjum betur að
því spursmáli síðar í greininni en eitt svar
Munro snertir efnisþráð framangreindrar
sögu. Munro segir að hún hafi áhuga á því að
rannsaka og lýsa því umfram allt hvernig at-
burðirnir gerast. Hið óvænta og furðulega liggi
síður í óvæntum og furðulegum atburðum, það
sé miklu áhugaverðara að velta því fyrir sér
hvernig atburðirnir gerist. Og til að þjóna þess-
um markmiðum hentar form langrar smásögu
best, smásagnaformið gefur höfundinum frelsi
til að takmarka söguna við fáa atburði, en til að
geta lýst atburðakeðjunni af nákvæmni þarf
hins vegar meiri lengd en stutt smásaga veitir.
Sagan um hið sérstæða (ímyndaða?) tilhuga-
líf Johönnu og Kens Boudreaus er lýsandi
dæmi um þessi markmið Munro. Í sjálfu sér
eru það engin stórtíðindi að þetta fólk nái sam-
an og mikið er þetta kunnuglegt hagsmuna-
samband tveggja ólíkra manneskja. En stór-
merkin felast í því með hvaða hætti þau ná
saman.
Hateship e.t.c... er í senn reyfarakennd og
trúverðug en margar sögur Munro eru tíðinda-
litlar á yfirborðinu. Þannig er Post and Beam,
sem er einnig úr nýjustu bókinni; hún er jafn-
framt gott dæmi um þá viðleitni höfundarins að
láta það hvernig atvikin gerast vega meira en
það sem gerist. Aðalpersónan er Lorna, ung
kona sem 18 ára gömul giftist þrítugum há-
skólaprófessor, Brendan, og fluttist með hon-
um úr litla heimabænum til Vancouver. Brend-
an virðist vera fremur ráðríkur eiginmaður og
ekki er hægt að segja að líf Lornu sé litríkt, hún
er heimavinnandi húsmóðir og Brendan skiptir
sér lítið af uppeldi barnanna, fyrir utan það að
honum er nokkuð tamt að áminna eiginkonu
sína. Hann er þó enginn harðstjóri og ekki
skortir fjölskylduna neitt í efnislegum gæðum.
Frænka Lornu, Polly, sem er fimm árum eldri,
býr áfram í smábænum, vinnur í banka og elur
önn fyrir veikum fjölskyldumeðlimum sem eru
mikil byrði. Í sögunni heimsækir Polly Lornu
og Brendan og dvelst hjá þeim í nokkra daga.
Kemur bráðlega í ljós að Polly er ósátt við hlut-
skipti sitt og einn daginn er engu líkara en hún
hafi beinlínis verið að flýja heimabæinn sinn og
ætlist nú til þess að Brendan og Lorna taki
hana að sér svo hún þurfi ekki framar að sinna
hinni krefjandi fjölskyldu sinni. Lornu mislíkar
mjög þessi sjálfsvorkunn og tilætlunarsemi.
Ekki er hægt að leiða samtalið til lykta því
Lorna og Brendan eru á leiðinni í brúðkaup í
annarri sýslu.
Á heimleiðinni, sólarhring síðar, fær Lorna
þá flugu í höfuðið að Polly ætli að fyrirfara sér.
Hún verður ofboðslega hrædd en orðar ekki
angist sína við Brendan. Þess í stað biður hún
til guðs í hljóði og fer, eins og það er orðað í sög-
unni, að prútta við sjálfa sig eða æðri mátt-
arvöld um hverju hún gæti fórnað fyrir lífgjöf
Polly. En í fljótu bragði er ekkert sem kemur
þar til greina. Ekki myndi hún fórna börnunum
sínum. Varla sjálfri sér, útlitinu, heilsunni? Og
ekki eiginmanninum. Þó elskar hún hann ekki
nóg, hún elskar hann að einhverju marki en
hefur öðrum þræði óbeit á honum.
Þegar fjölskyldan kemur heim aftur fellur
allt í ljúfa löð. Polly er í ágætu skapi og fjöl-
skylduvinurinn Lionel er kominn í heimsókn,
honum og Polly kemur greinilega vel saman.
Og það sem meira er, skyndilega fer vel á með
Brendan og Polly en hann hefur verið tortygg-
inn gagnvart henni. Lorna sem hafði fyrir
skömmu óttast skelfilegan fjölskylduharmleik
horfir nú skyndilega á fjölskylduna í gleði og
samhljómi. Var hún þá bænheyrð? Hún fer að
velta því fyrir sér hverju hún hafi lofað með
sjálfri sér í skiptum fyrir lífgjöf Polly. Hún virt-
ist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu í bíln-
um á leiðinni heim en það vekur hana aftur til
umhugsunar um að hún hefur í raun gert annan
samning. Hún hefur heitið því að eyða ævinni
með eiginmanni sínum. Fátt mun breytast hér
eftir. Brendan og Lorna munu eldast og börnin
vaxa úr grasi. En oftast nær verður hver dagur
öðrum líkur. Núna gerir hún sér grein fyrir því
að hún hafði alltaf haldið að eitthvað nýtt
myndi gerast, að hjónaband hennar hefði á sín-
um tíma verið mikil breyting í lífi hennar en
ekki síðasta breytingin. En það var þetta líf
sem hún hafði „samið“ um, þetta og ekkert
annað. Þannig sveiflast hugur hennar frá því að
óttast að frænka hennar geti ekki sætt sig við
tilveru sína til þeirrar spurningar hvort hún
sjálf geti sætt sig við sína tilveru. Sálfræðilegt
innsæi Munro er einn af helstu eiginleikum
hennar sem höfundar og hér birtist það ljóslif-
andi.
Alice Munro er fædd árið 1931 í smábænum
Wingham í Ontario í Kanada, og þar ólst hún
upp. Hún gekk í háskóla í Ontario, giftist
James Munro og fluttist með honum til Van-
couver þar sem þau eignuðust þrjú börn. Þau
settu á stofn bókabúðina Munro Books sem er
með frægustu bókaverslunum í Kanada. Þau
skildu árið 1972 og þá flutti Alice Munro aftur
til Ontario. Hún giftist á ný árið 1976 og býr nú
með seinni eiginmanni sínum á búgarði í Hur-
on-sýslu í Ontario.
Munro hefur sent frá sér 9 bækur með frum-
sömdu efni en auk þess hefur komið út safnrit
með smásögum hennar. Hún hefur unnið til
fjöldamargra bókmenntaverðlauna. Allar bæk-
ur Alice Munro eru smásagnasöfn en önnur
bók hennar, Lives of Girls and Women, er þó
alltaf kynnt sem skáldsaga. Bókin samanstend-
ur af sjálfstæðum smásögum sem í heild sinni
mynda þroskasögu ungrar stúlku í Ontario-
héraðinu. Í hefðbundnum skilningi er hér um
smásagnasafn að ræða. Bókin Who Do You
Think You Are? geymir einnig tengdar sögur.
Þær fjalla allar um lífsbaráttu stúlkunnar Flo,
sem elst upp við frumstæðar aðstæður en brýst
til mennta; skuggi æskuáranna fylgir henni inn
í stormasamt hjónaband og sífellt glymja í hug-
anum orð móður hennar: „Who do you think
you are?“
Alice Munro hefur sagt að það hafi aldrei
verið ætlun sín að gerast smásagnahöfundur,
hún hafi umfram allt ætlað að skrifa skáldsög-
ur. En amstrið sem fylgdi því að hugsa um
heimili og ala upp börn gerði að verkum að tím-
inn til skrifta var stopull. Það getur hentað að
sinna smásagnagerð í skorpuvinnu en skáld-
sagnaskriftir krefjast reglulegrar ástundunar.
Munro lagði því áherslu á að skrifa sögur sem
hún hefði raunhæfa möguleika á að ljúka við á
skömmum tíma. En við þessar aðstæður mót-
aðist hún sem rithöfundur og eftir að hún hafði
öðlast viðurkenningu og gat lifað af ritstörfum
fór hún að skrifa lengri og flóknari smásögur,
en ekki skáldsögur. Flestar bækur hennar eru
um 300 blaðsíður að lengd og hver saga á bilinu
30–50 blaðsíður, sumar eilítið styttri, aðrar
lengri. Atburðarás sagnanna er fremur hæg og
höfundurinn einbeitir sér gjarnan að afmörk-
uðum þáttum í lífi aðalpersónanna, einhverjum
atvikum sem fyrir glettni örlaganna kunna að
ráða úrslitum í lífi persónanna eða einfaldlega
leiða til þess að þær sjá líf sitt í nýju ljósi. Jafn-
framt eru kynntar til sögunnar fleiri aukaper-
sónur en gengur og gerist í smásögum og nokk-
uð er um útúrdúra. Þessi lausbeislun á
yfirborðinu eykur raunveruleikablæ sagnanna
en dregur ekki úr hnitmiðun þeirra, vegna þess
að oft tengjast aukaþræðirnir aðalþræðinum,
fyrir utan það að flétta hverrar sögu, burtséð
frá útúrdúrum og aukaatriðum, er alltaf mjög
markviss. Ljóst er hins vegar að sagnagerð
Munro hefur þróast langt frá stuttu kaldhömr-
uðu smásögunni þar sem hið ósagða gegnir lyk-
ilhlutverki og þröngt sjónarhorn vísar út fyrir
sig. Vissulega ólgar margt undir yfirborðinu,
en kjarni sagnanna er óræður (í dæmigerðri
stuttri smásögur liggur kjarni sögunnar ljós
fyrir en er aldrei nefndur á nafn) og Munro
sniðgengur óhikað margt af því sem e.t.v. fyrir
misskilning hefur verið talið eiga að einkenna
vel heppnaðar smásögur, t.d. fáar sögupersón-
ur og sparsemi í lýsingum. Sögur Munro eru
alls ekki nóvellur, jafnvel ekki þær lengstu, því
meginsöguþráður flestra þeirra er minni í snið-
um. Oft er farið fram og aftur í tíma og í mörg-
um sagnanna er skipt oft um sjónarhorn.
Stundum orka þær á mann eins og millistig
skáldsögu og smásögu, þær eru umfangsmeiri
en gengur og gerist um smásögur og þó með
mun hnitmiðaðri söguþræði en nokkur skáld-
saga. Stíllinn er myndríkur en þó oftast fremur
einfaldur og blátt áfram, stundum ljóðrænn
vegna hárfínnar tilfinningar fyrir smáatriðum
STÓR SMÁ-
SAGNAHEIMUR
Í þessari grein er fjallað um smásögur kanadíska rit-
höfundarins Alice Munro en hún hefur skapað stóran
sagnaheim úr smásögum sínum. „En smásögur Alice
Munro eru ekki bara stórar að samanlögðu, þær eru
margar hverjar flóknari og margbrotnari en gengur
og gerist um smásögur,“ segir í greininni.
E F T I R Á G Ú S T B O R G Þ Ó R S V E R R I S S O N
Alice Munro