Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 5
þar sem við myndum vinna saman að því að
stilla ljósmyndunum upp, jafnvel velja mynd-
irnar saman. Það var semsagt ég sem tók
myndirnar, en síðan völdum við myndirnar og
gengum saman frá bókinni og hún fylgdist með
framleiðslu hennar.“
Þetta hefur þá verið mjög ólíkt vinnunni við
að skrifa skáldsögu?
„Já, þarna vann ég þetta í samvinnu við aðra
manneskju, það er mikill munur á því tvennu.
Raunar hef ég líka gert erótíska stuttmynd,
þetta var ekki ólíkt því. Það var raunar henni að
kenna að ég gat ekki þegið boð um að koma á
Bókmenntahátíð í Reykjavík 2000. Það er
kannski gaman að segja frá því, en mér er sagt
að meginhugmyndin í myndinni minni hafi ekki
verið eins frumleg og ég hélt. Þetta er víst ís-
lensk hugmynd. Ég á við það, að í erótísku
stuttmyndinni minni eru engir karlmenn og í
lok myndarinnar kemur í ljós að þeir liggja allir
grafnir undir trjám. Mér var sagt að það væri
íslensk hugmynd að gróðursetja tré ofan á
gröfum. Ég hélt að þetta væri óskaplega frum-
legt hjá mér, en frétti síðan að þetta væri al-
þekkt á Íslandi.“
Að blanda saman
ólíkum stíltegundum
Víkjum aðeins nánar að skáldsögum þínum.
Geturðu lýst þínu skáldsögulega ættartré, ef
svo má segja, rakið hvaða skáldsagnahöfundar
hafa haft einna mest áhrif á þig?
„Það er ekkert sérlega auðvelt vegna þess að
ég les dálítið í belg og biðu, það er að segja í
tímalegum belg og biðu. Balzac hafði mikil
áhrif á mig þegar ég uppgötvaði hann loksins,
en ég uppgötvaði hann seint og um síðir.
Ég hafði áður lesið verk höfunda sem voru
uppi talsvert á eftir honum, höfunda eins og
Dostojevskí og fleiri, þannig að mitt skáldsögu-
lega ættartré er frekar furðulega vaxið. Sem
dæmi má nefna, að í síðasta mánuði tók ég mig
til og las allar bækur François Mauriac sem ég
þekkti nánast ekki neitt, og mér fannst það
mjög áhrifamikið.“
En hvað til dæms með höfund eins og H.P.
Lovecraft sem þú skrifaðir heila bók um fyrir
nokkrum árum? Hvaða áhrif hafði hann á þig
sem skáldsagnahöfund?
„Ég held að hann hafi haft umtalsverð áhrif á
mig. Hjá honum uppgötvaði ég að það er hægt
að blanda saman ýmsum ólíkum stíltegundum,
að það er hægt að segja frá vísindaskýrslum,
blaðagreinum og ýmsu öðru, og að allt þetta er
hægt að nota til að skrifa heildstæða bók. Hér í
Frakklandi eru menn gjarna haldnir þeirri þrá-
hyggju að stíll verði alltaf að vera heildstæður,
sléttur og felldur, en það hentar mér ekki. Mér
finnst gaman að skipta frá einu málsniði yfir í
annað, nokkuð hratt og ört, og þetta er nokkuð
sem Lovecraft notar heilmikið. Hann segir til
dæmis frá blaðagrein eða vísindagrein, en fer
síðan beint yfir í það að láta ómennntaðan sjó-
mann segja sögu og leikur sér þannig með ólík
málsnið. Þetta er frásagnartækni sem ég beiti
talsvert í mínum skáldsögum.“
Að tjá hið illa sem
býr innra með okkur
Hugsarðu bækurnar og bygginguna vand-
lega fyrirfram, eða eru þessar breytingar á
málsniði eitthvað sem verður til um leið og þú
skrifar skáldsöguna?
„Ég geri mikið af því að skrifa inn í texta sem
ég er áður búinn að grófskrifa. Í rauninni er
það þannig að í upphafi er ég með eitthvert
smáræði, ég skil eftir eyður milli setninganna
sem ég fylli síðan út í smátt og smátt. Í það
minnsta skrifa ég í rauninni alls ekki í réttri
röð, það er ekki þannig að eitt leiði af öðru í
upphafi.“
Ég las nýverið afar fróðlegan formála þinn
að bók teiknarans Tomi Ungerer, Erotoscope,
og þar fann ég þessa fallegu setningu; „listræn
sköpun gefur okkur raunverulegt tækifæri til
að tjá það illa sem býr innra með okkur og losa
okkur við það.“ Og í framhaldi af þessu datt
mér í hug að spyrja þig hvort þessi skilgreining
væri eitthvað sem hægt væri að heimfæra upp
á þitt eigið sköpunarverk?
„Já, ég hugsa það, það er þó ekki eins greini-
legt hjá mér og Tomi Ungerer.
Hjá mér myndi ég fremur segja að ég tjái vel
það sem er verulega fyrirlitlegt í fari mínu,
mjög slæmt siðferðilega, sadískt eða eitthvað
þess háttar.“
Er þá hægt að segja að ritstörfin séu nokk-
urs konar „kaþarsis“, hreinsun?
„Já, ég held að það sé rétt, hugmynd Aristót-
elesar um þetta atriði stendur alltaf fyrir sínu.
Þetta hefur í rauninni ekkert breyst frá því
hann var á dögum.“
Hægt að skilja
samtímann með því einu að
fylgjast með skrifum um viðskipti
Víkjum aðeins að nýjustu skáldsögu þinni,
Áformum. Eitt af því sem gengur í gegnum
bókina eins og rauður þráður er hugmyndin um
það að maðurinn sé fyrst og fremst markaðs-
vara. Þú lýsir því hvernig stórfyrirtæki eru
stöðugt að velta fyrir sér hvernig hægt sé að
græða enn meiri peninga og svífast einskis í því
sambandi. Hefur þetta efni, maðurinn sem
hlutur, markaðsvara, lengi verið þér hugleikið?
„Nei, í rauninni er ekkert mjög langt síðan
þetta efni fór að sækja á mig.
Fyrir nokkrum árum lenti ég í dálitlu sem ég
segi raunar frá á annan hátt á einum stað í bók-
inni. Á þeim vinnustað þar sem ég vann á þess-
um tíma var ákveðið að segja upp tilteknum
fjölda blaða og tímarita og eftir það var hætt að
kaupa öll önnur rit en þau sem fjölluðu um við-
skipti og efnahagsmál. Og í framhaldi af því átt-
aði ég mig á því að maður gæti í rauninni mjög
vel skilið samtímann með því einu að fylgjast
með skrifum um viðskipti og efnahagsmál.
Þetta var fyrir um það bil tíu árum. Annars
skilur maður auðvitað ekki allt. Ég hef til dæm-
is aldrei náð að skilja það hvers vegna Asíu-
löndin lentu í svona djúpri efnahagslægð fyrir
nokkrum árum.“
Er ein leiðin til að skilja þessi mál sú að
skrifa skáldsögu um efnið? Eða situr maður
bara eftir með enn fleiri spurningar eftir að
hafa reynt að takast á við það í skáldsögu?
„Það að skrifa skáldsögu um efnið er einkum
leið til að átta sig á því hvers vegna maður hafði
áhuga á því yfirleitt. Ég fjalla núna um þetta
litla dæmi eftir á eins og ég hafi skilið þetta allt
saman, en til að byrja með skildi ég ekki hvað
það var sem heillaði mig, hvað það var sem mér
fannst svona spennandi við greinar um við-
skipti og efnahagsmál. En sennilega hef ég
fundið á mér að það væri besta leiðin til að
skilja heiminn eins og hann er í dag, skilja hvað
það er sem drífur hann áfram.“
Í hlýju skauti konunnar
Er hægt að skilja ástarsöguna milli Michels
og Valérie, aðalpersónanna í Áformum, sem
dæmi um fegurð í ljótum og köldum heimi?
„Já, það má kannski segja það. Frekar þó í
köldum heimi. Þau eru hinn hlýi hluti sögu sem
gerist í hrollköldum heimi. Ég er frekar að
hugsa um hlýju en fegurð varðandi þau.“
Á einum stað í bókinni stendur: „Við hvað er
hægt að líkja Guði? Í fyrsta lagi, auðvitað, við
skaut kvenna: en líka, ef til vill, við gufu í
hammam.
Að minnsta kosti við eitthvað þar sem hægt
er að lifa andlegu lífi, vegna þess að líkaminn er
fullur ánægju og fullnægju, og allur kvíði er
horfinn.“ Og hlýjasti bletturinn af öllum, sá
guðdómlegasti er því skaut konunnar, ekki
satt?
„Jú, jú.“
Vitsmunir og óstjórnleg hlátursköst
Í bókum þínum fléttar þú gjarna allskyns
pælingar saman við sjálfan söguþráðinn. Lít-
urðu á þig sem mjög vitsmunalegan höfund?
„Ég lít fyrst og fremst á mig sem ósérhæfðan
höfund sem hefur enga sérstaka sérgrein, ef
svo má segja. Ég hika ekki við að skrifa alls
kyns hugleiðingar inn í sögurnar, en ég nota
líka prósaljóð og margt fleira. Ég vil helst vera
fremur ósérhæfður höfundur. Raunar finnst
mér áhugavert að koma sem víðast við. Leiklist
er eina greinin sem ég hef ekki hugsað mér að
koma nærri.“
Tölum aðeins um húmorinn í skáldsögum
þínum, en ég hef á tilfinningunni að gagnrýn-
endur hafi ekki áttað sig nógu vel á þeim þætti
verka þinna. Mér finnst bækur þínar bráð-
fyndnar á köflum þátt fyrir að efnið sé oft átak-
anlegt.
„Já. Ég hugsa að Lanzarote sé nú fyndnasta
skáldsagan mín. Í rauninni er mjög erfitt að
tala um þetta, enda eru trúðar alltaf fremur
dapurlegir eins og allir vita og það er mjög erf-
itt að koma sjálfum sér til að hlæja. Annars er
auðvitað gaman þegar maður skellir uppúr við
það að lesa eitthvað sem maður hefur sjálfur
skrifað, jafnvel þótt maður sé margbúinn að
lesa það, en það kemur sjaldan fyrir.“
Í bókum þínum bregður oft fyrir allskyns
leikjum og vísunum í eldri bókmenntir og heim-
speki. Sem dæmi um þetta er fullyrðing eins og
„Lögreglan er mannúðarstefna“ sem er vísun í
fræga bók eftir heimspekinginn þekkta, Jean-
Paul Sartre, „Tilvistarstefnan er mannúðar-
stefna.“
„Já, þarna er ég hreinlega að vitna í Sartre. Í
rauninni er það ekki bara húmor sem veldur því
að maður fer að hlæja. Það er líka hægt að tala
hreinlega um ærslagang. Til dæmis má nefna
slátrarahjónin í Áformum sem eru skrautlegar
persónur. Í Öreindunum er kafli á nuddstofu
sem mér finnst mjög flippaður, þar sem ærsla-
gangurinn á beinlínis að keyra úr hófi fram.
Þetta á að vera enn groddalegra en húmor.
Ærslafull lýsing á að virka þannig að fólk fari
að skellihlæja þegar kaflinn er lesinn upphátt
fyrir það. Annað dæmi um þetta í Áformum er
til dæmis konan sem kemur á fund Michels í
menningarmálaráðuneytinu og kynnir fyrir
honum hugmyndir sínar um að halda sýningu á
verkum sem eru þrykkimyndir af píkunni á
henni og Michel hugsar með sér að honum hafi
þótt miður að hafa ekki haft með sér þrykki-
myndir af typpinu á sér til að geta býttað! Eins
var ég nokkuð ánægður með kaflann þar sem
Michel er á leiðinni til Taílands og vinkar vina-
lega niður til Talíbananna þegar vélin flýgur yf-
ir Afganistan.
Groddalegur húmor sem þessi er varla til
lengur í Frakklandi, hann hefur varla sést frá
því Louis de Funes var upp á sitt besta. Mér
finnst mjög gaman þegar mér tekst að skrifa
kafla sem þessa. Það má kannski bæta því við
að þegar ég var lítill, eða yngri en núna, vegna
þess að þetta er nokkuð sem maður týnir niður
með árunum, þá fékk ég oft ógurleg hlátur-
sköst og náði hreinlega ekki að stoppa mig. Og
mikið rosalega gerir það manni gott!“
Hryðjuverkið í Balí kom ekki á óvart
Víkjum aðeins að máli sem var í fréttum ný-
verið, hryðjuverkin í Balí. Þau minna óhugn-
anlega mikið á einn kaflann í Áformum þar sem
öfgasinnaðir múslimar ráðast á sumarleyfis-
stað í sunnanverðu Taílandi, myrða fjölda fólks
og sprengja skemmtistað í loft upp. Hvernig
brást þú við þessum féttum?
„Já, þetta var í rauninni nokkuð sem kom
mér ekkert sérlega mikið á óvart. Ég hef
ferðast talsvert og orðið var við það að hér og
hvar í heiminum hafa verið að myndast mjög
harðsnúnir hópar íslamskra öfgasinna. Það má
segja að þetta hafi verið yfirvofandi í Suðaust-
ur-Asíu um nokkurt skeið. Ekki bara vegna
stúlknanna sem stunda vændi, heldur líka
þeirra sem stunda kynlif ánægjunnar vegna og
finnst það ágætt. Mér fannst í rauninni ekkert
merkilegt við að sjá atburð sem þennan fyrir og
skrifa um hann í bókinni. Auk þess er löggæsla
mjög takmörkuð á þessum stöðum og auðvelt
að felast. Þetta var auðvitað hryllingur, en ég
varð ekkert mjög undrandi við að frétta þetta.“
Neil Young mikil fyrirmynd
Ég hef lesið um að bandaríski tónlistarmað-
urinn Neil Young sé í miklu uppáhaldi hjá þér,
hvers vegna?
„Hann er þrautseigur, stenst vel þrýsting og
gerir nákvæmlega það sem hann lystir. Sjálfur
segist hann sífellt vera að koma sjálfum sér á
óvart. Það er að segja, ein hliðin á honum er
dapurlega ballaðan og svo er hann líka hörk-
urokkari og fer frá einu til annars. Það er mjög
fínt, enda reynir enginn lengur að hafa hemil á
honum auk þess sem hann er svo heppinn að
vera farinn að eldast og geta gert það sem hann
vill. Hann er mér mjög mikilvæg fyrirmynd.
Fólk er alltaf að reyna að sjá fyrir hvað maður
gerir næst, hvort maður skrifi skáldsögu eða
geri eitthvað annnað. Hann er hreint til fyr-
irmyndar að því leyti að hann leiðir hvers konar
þrýsting algerlega hjá sér.“
Finnur þú mikið fyrir þess konar þrýstingi,
nú þegar þú ert orðinn þekktur og vinsæll höf-
undur? Hefur það breytti lífsháttum þínum og
vinnubrögðum?
„Já, maður þarf að hafa meira fyrir því að
tæma hugann og ná einbeitingu. Ég reyni að
vera ekkert að hugsa um það hvernig fólk á eft-
ir að bregðast við.
Besta aðferðin finnst mér vera sú að ímynda
sér að maður fái aldrei að vita hvernig fólk á
eftir að bregðast við, að maður deyi strax og
maður hefur lokið við bókina. Þannig gengur
þetta ágætlega. Auk þess er ekki útilokað að
það gerist, maður getur auðvitað ákveðið að
skrifa eitthvað sem kemur út að manni látn-
um.“
Ferð til Íslands endaði í Finnlandi
Ég heyrði að þú hefðir einu sinni þegið boð á
bókmenntahátíð til Finnlands og hefðir þegið
hana vegna þess að þú hélst að þetta væri Ís-
land. Er það satt?
„Já, ég þáði boð á hátíð sem var haldin í júní í
fyrra, á þeim tíma sem engin nótt er, og ég
hugsaði með mér að þetta væri kjörinn tími til
að fara til Íslands. En í aðfluginu furðaði ég mig
á því hvað væri mikið af trjám á Íslandi, ég
hafði heyrt að lítið væri um þau, og þá var mér
sagt að við værum að fara að lenda í Finnlandi!
Annars var þetta stórfín hátíð og allt það, en
landslagið er ekki nærri því eins spennandi og
mér skilst að það sé á Íslandi. Ég vona að ég sé
ekki að móðga Finna með þessu. En satt er það,
ég hef mjög ákveðinn smekk fyrir landslagi,
fannst til dæmis heillandi að ferðast um Lanz-
arote og skoða berangursleg eldfjöllin þar.“
Má þá kannski búast við því að þú komir ein-
hvern daginn til Íslands til að taka myndir af
eldfjöllunum hér?
„Ég vonast til að komast til Íslands, en efast
um að það verði til þess að taka myndir af eld-
fjöllum. Eldfjöllin á Íslandi eru allt of þekkt til
þess, mér finnst áhugaverðara að fara aðeins
ótroðnari slóðir, vil helst verða fyrstur.“
Að taka flugvél nú til dags, sama hvert
flugfélagið er, hvert sem farið er, jafn-
ast á við að láta koma fram við sig eins
og skíthæl alla leiðina. Maður situr í
keng í alltof þröngu og nánast fárán-
legu sæti sem er ekki hægt að standa
upp úr án þess að ónáða sessunauta
sína, en ekki nóg með það, heldur er
tekið á móti manni með runu af bönnum
sem smeðjulegar flugfreyjur með falskt
bros tilkynna manni. Þegar maður er
kominn um borð byrja þær á því að
hirða af manni einkaeigurnar til að loka
þær inni í farangursgeymslu – sem mað-
ur kemst ekki í, sama hvað á gengur,
fyrr en eftir lendingu. Allt ferðalagið
eru þær síðan með sífelldan yfirgang,
og passa sig á því að maður komist ekki
leiðar sinnar eða geri yfirhöfuð neitt
annað en það sem er skráð í fátæklegan
bæklinginn frá þeim: smakka gosdrykki,
horfa á amerískt vídeó, kaupa toll-
frjálsan varning. Stöðug tilfinning um
yfirvofandi hættu, sem er viðhaldið með
hugmyndum um flugslys, tilneytt hreyf-
ingarleysi í afar þröngu rými, allt þetta
veldur þvílíkri streitu að maður hefur
stundum orðið vitni að því að farþegi
hafi dáið úr hjartaáfalli í flugvélum sem
fljúga á löngum leiðum. Áhöfnin gerir
síðan sitt besta til að ýta enn undir
streituna með því að banna manni að
berjast gegn henni með venjulegum að-
ferðum. Það er bannað að reykja og
lesa, en auk þess, og það æ oftar, bann-
að að neyta áfengis. Sem betur fer eru
helvítis tíkurnar ekki enn farnar að
leita á manni; þar sem ég er vanur
ferðalögum hafði ég vit á því að hafa
með mér ákveðinn neyðarbúnað: nokkr-
ar Nicopatch 21 mg, eitt bréf af svefn-
töflum, pela af Southern Comfort. Ég
sökk ofan í hnausþykkan svefndrunga
um það bil sem við flugum yfir fyrrum
Austur-Þýskaland.
Ég vaknaði við að þungi lagðist á
aðra öxlina á mér, og volgan and-
ardrátt. Ég rétti sessunaut minn upp í
sætinu, án þess að vera með neinn fyr-
irgang: hann muldraði eitthvað en opn-
aði ekki augun. Þetta var stórvaxinn
maður um þrítugt, með skolleitt hár
sem var klippt eins og eftir skál; hann
virtist hvorki neitt sérlega fráhrindandi
né sérlega klár. Hann var jafnvel nokk-
uð brjóstumkennanlegur þar sem hann
var þarna, vafinn inn í mjúkt teppi sem
flugfélagið hafði lagt honum til, og
hvíldi stórar verkamannshendurnar á
hnjánum. Ég tók upp pappírskiljuna
sem lá við fætur hans: einhver eng-
ilsaxnesk skítametsölubók eftir einhvern
Frederic Forsyth. Ég hafði lesið eitt-
hvert verk eftir þann hálfvita, bók sem
var full af aðdáun á Margaret Thatcher
og allskyns fábjánalegum vísunum í Sov-
étríkin sem veldi hins illa. Ég velti fyrir
mér hvernig hefði farið fyrir honum eft-
ir að Berlínarmúrinn féll. Ég blaðaði í
þessum nýja ópusi hans: nú virtist hlut-
verk vondu karlanna vera leikið af þeim
rauðbrúnu og öðrum serbneskum þjóð-
ernissinnum; þetta var greinilega maður
sem fylgdist vel með fréttunum. Hvað
uppáhaldshetjuna hans, hinn hrútleið-
inlega Jason Monk, varðaði þá var hann
aftur kominn í vinnu hjá CIA sem nú
var farin að vinna með téténísku mafí-
unni. Nújá! hugsaði ég með mér um leið
og ég lagði verkið á hnén á sessunauti
mínum, hann er aldeilis huggulegur,
siðaboðskapurinn hjá engilsaxnesku
metsöluhöfundunum! Inn í bókina hafði
hann stungið þríbrotnu blaði sem ég sá
að var tilkynnning frá Nouvelles
Frontières: þarna var ég sem sagt að
kynnast fyrsta ferðafélaga mínum. Ef-
laust vænsti strákur, það var ég viss
um, og örugglega ekki nærri því jafn-
sjálfhverfur og taugaveiklaður og ég.
Ég leit sem snöggvast á vídeóskjáinn
sem sýndi hvar við vorum stödd á flug-
leiðinni: við vorum eflaust komin
framhjá Téténíu ef við fórum á annað
borð yfir hana; hitastigið fyrir utan
var -53°C, við flugum í 10.143 metra
hæð, klukkan var 00:27 að staðartíma.
Landakort kom nú í stað allra taln-
anna: við vorum að byrja að fljúga yfir
Afganistan. Út um gluggann sást auð-
vitað ekkert annað en niðamyrkur.
Enda voru talibanarnir sennilega farn-
ir að sofa, lágu í bleyti í drullunni.
„Góða nótt talibanar, góða nótt-
…Dreymi ykkur vel…muldraði ég áður
en ég gleypti aðra svefntöflu.
ÚR ÁFORMUM