Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 13 HANN kom, fékk tebolla og var svo sendur heim með brot af grískum skúlptúr frá 5. öld f.Kr. Skúlptúrinn hafði hins vegar enginn tengsl við Elgin- stytturnar svo nefndu, er Elgin lávarður keypti við óljósar að- stæður úr Parþenonhofinu 1801 og þjóðirnar hafa deilt um sl. áratugi. Það var Evangelos Ve- nizelos, menningarmálaráð- herra Grikkja, sem fór þessa síðustu bónarferð til Bretlands, en vonir Grikkja um breytta af- stöðu Breta höfðu vaknað eftir að Neil MacGregor, for- stöðumaður British Museum samþykkti að ræða við ráð- herrann. MacGregor er fyrsti forstöðumaður safnsins sem hef- ur orðið við slíkri bón. MacGregor kæfði hins vegar allar slíkar væntingar í fæðingu og sagði munina meðal „útval- inna lykilmuna er væru ómiss- andi fyrir safnið í þeirri sögu siðmenntaðra þjóða sem þar er rakin og því sé ekki hægt að lána höggmyndirnar nokkru safni, hvorki í Grikklandi né annars staðar. “ Venizelos hefur lagt mikla áherslu á að Elgin-stytturnar verði í Aþenu er Ólympíu- leikarnir fara þar fram 2004. Og var ráðherrann tilbúinn að milda kröfur Grikkja verulega til að svo mætti verða. Sagði hann eignarhald á Elgin- styttunum m.a. ekki lengur vera höfuðmálið, heldur væru Grikk- ir sáttir við að fá þær lánaðar svo Parþenonhofið í heild sinni mætti vera til sýnis í nýju safni sem nú rís við rætur Akrópólis og var Bretum m.a. boðin eign- arhluti í safninu. Skýr neitun MacGregors þykir hins vegar útiloka allt slíkt og eru grískir fjölmiðlar Bretum reiðir vegna þessa. Venizelos neitar hins veg- ar að gefast upp. „Við erum búnir að beita þrýstingi. Nýleg skoðanakönnun hefur sýnt að mikill meirihluti Breta er því hlynntur að stytturnar verði sýndar í Aþenu og viðræður eru hafnar milli British Musuem og Nýja Akrópólis-safnsins.“ Mynt til heiðurs Lindgren SÆNSKI seðlabankinn gaf á fimmtudag út nýjan 50 kr. pen- ing í tilefni þess að barnabóka- höfundurinn Astrid Lindgren hefði orðið 95 ára þann dag. Um er að ræða sérstaka hátíð- armynt sem aðeins er gefin út í 100.000 eintökum. Á annarri hliðinni er mynd af Lindgren sjálfri en á hinni má finna þekktustu persónu hennar, Línu langsokk. Sænska ríkisstjórnin hefur þá komið á fót sérstökum barna- bókaverðlaunum í minningu þessa vinsæla rithöfundar, sem lést í janúar á þessu ári, og nema verðlaunin um 50 millj- ónum íslenskra króna. Enn deilt um Elgin-stytturnar ERLENT M OZART að mestu, er yfir- skrift tónleika Tríós Reykjavíkur í Hafnar- borg, annaðkvöld kl. 20.00. Eins og gefur að skilja verða flest verkin á efnis- skránni eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en einnig verða leikin tvö verk eftir Ludwig Van Beethoven, annað þeirra byggt á stefi eftir Mozart. Tríóið er skipað þeim Pétri Máté píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Elstu verkin eftir Mozart eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu. „Önnur þeirra er samin 1768, þegar Mozart var tólf ára gamall,“ segir Gunnar, „og við vorum að uppgötva það um daginn, að henni fylgir fylgirödd sem sellóið getur spilað, þannig að Guðný og Pétur leyfðu mér náð- arsamlegast að vera með. Á þessum tíma var Moz- art með pabba sínum í Vínarborg, þar sem verið var að undirbúa sýningu á gamanóperu eftir hann, La finta semplice. Það var eitthvert baktjalda- makk í gangi varðandi frumsýninguna og hún féll niður, en verkið var svo frumsýnt í Salzburg ári síðar. En hugsaðu þér það að drengurinn var bú- inn að semja óperu tólf ára gamall. Það er ótrúlegt að það skuli hafa verið til svona maður. En són- atan er auðvitað samin undir áhrifum frá Haydn og það eru barrokkáhrif í henni. Þetta er mjög sjarmerandi verk. Seinni sónatan er með númerið K404 og er í Es-dúr.“ Þriðja verkið á efnisskránni eru sjö tilbrigði sem Beethoven samdi um stef úr Töfraflautunni eftir Mozart, það er dúettinn Bei männern welche Liebe fühlen, úr fyrsta þætti óperunnar. „Beetho- ven samdi þetta 1801 og það er gaman að bera það saman við einþáttung hans sem við spilum eftir hlé, en hann samdi Beethoven þegar hann var fjórtán ára, árið 1784, og það er eiginlega fyrsta verkið sem ég veit til að hann hafi samið. Það er mikill munur á tilbrigðunum og þessum einþátt- ungi, Beethoven var orðinn fullþroskaður lista- maður þegar hann samdi tilbrigðin. Beethoven var ótrúlegur meistari í gerð tilbrigða og mér finnst Töfraflaututilbrigðin næstum eins og heil ópera, því þar bregður hann sér í allra kvikinda líki.“ Eftir hlé leikur Pétur Máté eitt þekktasta pí- anóverk Mozarts, Fantasíu í d-moll og þá kemur Allegró einþáttungur Beethovens sem Gunnar nefndi. „Maður undrast hvað mikið hefur verið farið að bærast í Beethoven svona ungum, þótt hann væri ekki undrabarn á við Mozart.“ Síðasta verkið á tónleikunum er Tríó eftir Mozart frá 1788, það síðasta af sjö píanótríóum sem hann samdi. „Ég er nú þannig gerður, að þótt ég undrist hvað Mozart gat gert á barnsaldri er ég alltaf hrifnastur af síðari verkum hans. Þótt hann hafi sýnt undraverð tilþrif og þroska á unga aldri, þá finn ég samt ótrúlega þróun í verkum hans. Þetta tríó samdi hann þrjátíu og fjögurra ára gamall. Þetta er ákaflega fallegt tríó og einfalt; óskaplega fallegt og þroskað verk. Það er létt yfir því og eng- in dramatísk átök; þetta yndislega verk virðist hafa runnið ljúflega frá Mozart.“ Gunnar segir að tónleikarnir muni hafa yfir sér létt og notalegt yfirbragð með kertaljósum og af- slappaðri stemningu, það sé tilvalið á þessum árs- tíma þegar aðventan nálgast. „Ótrúlegt að það skuli hafa verið til svona maður“ Morgunblaðið/Ásdís Tríó Reykjavíkur: Pétur Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Form myndarinnar er óhlutbundið- engar manneskjur eru sýndar í myndinni.Í henni eru sterkir litir og mikið ljósflæði sem vísar til birtu Krists og ríkis hans. „Viðfangsefni altarismynda fyrri alda voru ætíð hlutbundin. Á seinni tímum hafa hinsvegar ný viðhorf undir merkjum framsækinnar nútíma myndlistar sett mark sitt í auknum mæli á mynd- gerð fyrir kirkjur vítt og breitt um lönd og álfur. Þessi hvítasunnumynd mín ásamt altarismynd kirkjunnar eru til marks um þessi viðhorf. Í þeim er að finna vissa nýsköpun trúarlegs myndmáls, trúarlega tignog fagurfræðilega reisn.“ Benedikt segist hafa óskað eftir því að á sunnu- daginn þegar myndin verður afhent verði til hlið- ar við hana sýnt líkan af kórnum með innfelldri myndtillögu en líkanið gerði Benedikt í tilefni af samkeppninni á sínum tíma. „Þá skilst betur hvernig formgerð myndarinn- ar var hugsuð en myndin í líkaninu sýnir þrívíð áhrif hennar og litræn tengsl við kirkjugólf, altari og altarisbúnað. Einnig sýnir líkanið stöðu altaris í heildarmynd kirkjuskips og kórboga. Margir leiða ekki hugann að því að grunnur kirkjunnar er krosslaga og upp af þessu helga tákni rís kirkj- an.“ Altarið og verkið sjálft þarf að mynda eina heild „Til gamans má geta þess þegar dómnefnd- armenn skoðuðu allar innsendar tillögur meðan á samkeppninni stóð þá vörpuðu þeir litskyggnu- myndum inn í kórbogann. Þá virtist þeim þegar þeir skoðuðu þessa mynd eins og það væri kvikn- að í kirkjunni og töldu tillöguna ekki við hæfi, hún væri of sterk og ofsafengin. Ég var þó nokkuð ánægður með tillöguna vegna þess að hún hefði orðið ákveðin nýjung í íslenskri kirkjulist. En hún hefði jafnframt orðið mjög dýr í framkvæmd.“ Benedikt segir reyna á marga þætti í hæfni myndlistarmannsins við gerð altrismyndar. „Það er erfitt að fella eigin hugmynd að verki annars manns, í þessu tilfelli arkitektsins, án þess að slaka á kröfum til eigin túlkunar og vinna sem eina heild altarið og verkið sjálft. En altarið, borð Drottins er æðsti bænastaður krikjunnar. Þar er Kristur sjálfur nálægur. Þegar ég vinn altarismyndir þá hugsa ég gjarnan um lífið og sköpunina og stöðu mannsins í heiminum. Síðan koma allir þessi verkfræðilegu þættir sem þarf að hugsa um þegar hugmynd á að færast yfir í sérstakt efni hvort sem það er gler- ,mósaiksteinar eða önnur efni. Þá reynir á að bræða saman hugmyndafræði, skapandi hæfni og ný viðhorf í túlkun, - þetta er glíman sem ég stóð frammi fyrir. Stundum gleymdi ég við þessa vinnu stað og stund og áður en varði var komin nótt og nýr dagur.“ Ljósið og hinn skapandi kraftur Í tilefni af 50 ára afmæli Háteigssafnaðar ætlar Benedikt Gunnarsson list- málari að færa söfnuðin- um málverk að gjöf. Morgunblaðið/Golli Verkið Hvítasunna, kraftbirting heilags anda. Fyrir framan myndina standa, talið frá vinstri, Tómas Sveinsson, sóknarprestur Háteigskirkju, Anna Eyjólfsdóttir, formaður sóknarnefndar, og gefendurnir, Ásdís Óskarsdóttir og Benedikt Gunnarsson, listmálari. H áteigssöfnuður er 50 ára um þessar mundir og verður haldið upp á þann viðburð um helgina með ýmsum hætti. Í tilefni af afmælinu mun bisk- up Íslands, herra Karl Sigur- björnsson messa í Háteigs- kirkju, klukkan 14.00 á morgun, sunnudag. Á eftir verður samsæti. Þar mun Benedikt Gunnarsson listmálari afhenda söfnuðinum mál- verk til eigu. Verkið sem hann nefnir Hvítasunna- kraftbirting heilags anda er ein af tillögum hans sem lögð var fram í samkeppni um kórmynd fyrri hluta árs 1986. Þá varð önnur tillaga Benedikts að gerð kórmyndar fyrir valinu sem ber heitið Krossinn og ljós heilagrar þrenningar. Sú mynd var unnin í mósaík og er gjöf Kvenfélags Háteigs- sóknar til kirkjunnar og var afhent við hátíðar- messu í Háteigskirkju 18. desember 1988. Kveikjuna að finna í postulasögunni Benedikt segir kveikjuna að myndinni texta í postulasögunni: „Þá er upp var runninn hvíta- sunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og að dynj- andasterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.“ Benedikt segir myndina fyrst og fremst fjalla um ljósið og þann skapandi kraft sem felst í hugs- un um heilagan anda og þennan stofndag Kristins safnaðar, hvítasunnudag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.