Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 3
N
ÝLEGA hnaut ég um
auglýsingu í Morg-
unblaðinu um ágæti
íslenskra kartaflna.
Þeim var svo lýst, að
þær væru „delicious“.
Ábyrgðarmaður aug-
lýsingarinnar var „Ís-
lensk garðyrkja“, – væntanlega íslenskir
garðyrkjubændur, þar með taldir kart-
öflubændur. Því er ekki að neita að þessi
auglýsing hefur orðið mér umhugsunar-
efni. Hvað er á seyði, þegar ekki er hægt
að lýsa íslenskum afurðum fyrir íslenskum
neytendum í íslensku blaði öðruvísi en að
nota til þess ensk orð? Nú skortir ekki orð
á íslensku til að lýsa matgæðum. Það hefði
til dæmis mátt segja að kartöflurnar væru
bragðgóðar, gómsætar, ljúffengar, lostæti
eða eitthvað í þá veruna. En þessi ágætu
íslensku orð voru kartöflubændum greini-
lega ekki tungutöm. Halda þeir að allir
lesendur skilji ensku, eða vilja þeir sér-
staklega ná athygli þeirra sem skilja
ensku? Þessi auglýsing verður þeim seint
til hróss. Miklu fremur er hún þeim til
háðungar.
Þessi inngangur leiðir hugann að því að
út er komin Íslensk orðabók, þriðja út-
gáfa. Í formála segir að bókin innihaldi
um 88 þúsund flettur (prýðilegt nýyrði).
Þetta er merkur atburður sem ber að
fagna. Seint verður metið að verðleikum
það brautryðjandastarf sem Árni Böðv-
arsson cand. mag. vann á sínum tíma er
fyrsta útgáfa orðabókarinnar sá dagsins
ljós. En í orðabókinni eru ekki aðeins
flettur heldur líka slettur. Sitthvað sýnist
mönnum um þá stefnu ritstjóra að taka
upp ýmsar slettur og slangur. Mér finnst
raunar ekkert við því að segja. Það er til
bóta að fjögur tákn eða ábendingar hafa
leyst af hólmi spurningamerkið sem í fyrri
útgáfum táknaði að viðkomandi orð væri
vafasamt eða ekki gott mál. Margar slett-
ur hafa skamma viðdvöl á vörum fólks, –
sem betur fer og raunar þurfa kannski
ýmsir á því að halda að slettunum sé hægt
að fletta upp í orðabók. Enska lýsing-
arorðið „delicious“ er hinsvegar ekki að
finna í hinni nýju íslensku orðabók, þótt
það hafi ratað inn í auglýsingu kart-
öflubænda. En það er fengur að þessari
bók. Þótt naumur tími hafi gefist til að
fletta henni er hún örugglega sú bókin,
þeirra sem út koma á þessu hausti, sem
undirritaður á oftast eftir að grípa fram
úr bókaskápnum. Einhverjir kunna að
finna henni til foráttu að hún er í tveimur
bindum. Sú gagnrýni er léttvæg. Minn
Blöndal er í tveimur bindum og kemur
ekki að sök.
Í formála orðabókarinnar segir að „mál-
ið breytist rétt eins samfélagið sem notar
það“. Orð að sönnu. Orð fæðast og orð
hverfa úr daglegu máli vegna breytinga á
lífsvenjum og háttum. Höfundur þessara
lína var minntur á þetta hér á dögunum
og þóttist um leið skynja að hann væri
hugsanlega orðinn nokkuð forn í tali, að
minnsta kosti að mati yngri kynslóð-
arinnar.
Tildrögin voru þau að hann var fyrir
austan fjall að hlúa að trjáplöntum fyrir
veturinn með því að gera þeim skýli úr
striga. Uppgötvaði þá að snjallt mundi að
rimpa strigann þannig að hann flaksaðist
síður fyrir vindi. Brá því á það ráð að
skreppa á Selfoss til að kaupa rúllupyls-
unál og seglgarn sem hann taldi sig þurfa
til verksins. Farið var í vöruhúsið sem áð-
ur var Kaupfélag Árnesinga, en nú heitir
Nóatún, – „Nú er hún Snorrabúð stekk-
ur …“
Eftir árangurslausa leit ávarpaði ég
tvær ungar starfsstúlkur og spurði hvort
fást myndu rúllupylsunálar. Þær litu hvor
á aðra og síðan á mig. Ég segi ekki að
þær hafi horft eins og naut á nývirki því
þetta voru einkar geðslegar stúlkur og ég
er nú svo sem ekkert nývirki heldur. Þær
höfðu greinilega ekki minnstu hugmynd
um hvað rúllupylsunálar væru og þá ekki
hvort þær væru til í versluninni. Ekki
batnaði það þegar spurt var um seglgarn.
Þær bara hristu höfuðið. Ég var greini-
lega meiriháttar fyrirbæri, – af öðrum
hnetti eða aftan úr öldum. Mér varð hugs-
að til þess að einhvern tíma hefði það þótt
saga til næsta bæjar að Selfyssingar vissu
ekki hvað rúllupylsunál væri eða hváðu ef
minnst væri á seglgarn. Greiðvikinn
starfsmaður leitaði í vöruborði slát-
urmarkaðarins en allt kom fyrir ekki.
Hann leiddi mig síðan til kvenna á góðum
aldri sem velktust ekki í vafa um hvað
rúllupylsunál væri, en því miður var slíkt
tól ekki til, enda er þetta ekki lengur
kaupfélag heldur Nóatún. En þessar góðu
konur brugðust ekki, heldur ráðlögðu mér
að fara yfir götuna í hannyrðaverslun og
þar fékk ég ígildi rúllupylsunálar sem
dugði prýðilega til að rimpa striga utan
um þrjá hlyni sem lifa það vonandi að
laufgast að vori.
Kannski þurfti ég ekkert að verða hissa.
Það er borin von að ungt fólk þekki nöfn á
tólum og tækjum, sem ekki eru lengur
notuð. Málið breytist eins og samfélagið.
Það býr enginn til rúllupylsu lengur.
Svipað dæmi heyrðist í útvarpi nokkr-
um dögum seinna. Viðmælandi sagði eitt-
hvað á þá leið, að þeir hefðu verið „í bodd-
íi á pallinum“. Þáttarstjórnandinn hváði.
Hann skildi ekki orðið boddí, enda eru
farþegaskýlin sem kölluð voru boddí löngu
horfin af vörubílspöllum og ekki léti nokk-
ur maður bjóða sér þann ferðamáta nú um
stundir. Sama gerðist þegar viðmælandi
fréttamanns talaði um „klapparhaft“.
Fréttamaður þurfti skýringu á því orði,
annaðhvort vegna þess að það var honum
óþekkt, eða hann gerði ráð fyrir að hlust-
endur skildu það ekki. Þetta er hinn eðli-
legi gangur lífsins, – og málsins. Orð
hverfa þegar þeirra er ekki lengur þörf og
önnur koma í þeirra stað.
Enskusletturnar eru hinsvegar í greini-
legri sókn og þarf kannski engan að undra
því áhrif enskunnar flæða um allt. En eig-
um við að fljóta sofandi að feigðarósi og
bíða þess að lýsingarorðið „delicious“ rati
inn í íslenska orðabók og sé þar sjálfsögð
fletta og eðlilegur hluti talaðs máls á Ís-
landi?
Er nú ekki rétt að spyrna við fótum?
Það eiga kennarar, blaðamenn og útvarps-
og sjónvarpsmenn að gera. Áhrif þeirra
eru mikil.
Ný útvarpsstöð, Útvarp Saga, er
skemmtileg viðbót við það sem kallað hef-
ur verið íslensk fjölmiðlaflóra. Margt gott
og áhugavert hefur undirritaður heyrt þar
að undanförnu. Það hefur verið gaman að
hlusta á viðtöl góðra spyrla þar sem
knappur tími krefst þess ekki að viðtalið
verði aðeins yfirborðshjal eins og oft óhjá-
kvæmilega einkennir viðtöl í fréttatímum
ljósvakamiðlanna. En, – þegar maður
heyrir þáttastjórnanda í Útvarpi Sögu
segja án þess að hiksta: „Hvernig er hægt
að vera meira „cutting edge“?, og – „Eig-
um við þá ekki bara að fara í „big time?“,
þá er eitthvað að. Þá hugsar maður með
sér: Fyrst maðurinn á svona erfitt með að
tjá hugsun sina á íslensku, hvers vegna
finnur hann sér ekki starf þar sem hann
getur talað ensku?
Íslenskir hlustendur eiga betra skilið en
slettur af þessu tagi.
FLETTUR
OG SLETTUR
RABB
E I Ð U R G U Ð N A S O N
eidur@shaw.ca
STEPHAN G. STEPHANSSON
KOSSINN
Og sólin af bláöldu beð
á blikandi ljósgeisla vængjum
reis, en því horfði hún svo hýrt
á hauður, og dýrlega brosti?
Hvað leit hún? Svanna og svein,
hún svanhvítum örmum hann vafði
því brjóstunum eldheitu í
ástin brann himnesk og fögur.
Af Guði því gefin hún er
og gróðursett manna í hjörtum,
en sjafni á svipfríða mey,
svanfríða horfði og þagði.
En hún af eldheitum munn
ástþrungin koss honum rétti,
þá brosti hin brosfagra sól
og blikandi geislum þau signdi.
En gríman svo ginnhelg og blíð
er grúfði of vesthimins skauti,
og einatt und friðríkum fald
hún friðsælum elskendum skýldi
hún horfði á haddfagra mey
og hneigði sig blíðlega og dó.
Stephan G. Stephansson (1853–1927) orti þetta kvæði á Íslandi meðan hann
hét enn Stefán Guðmundsson. Það er ort 12. mars 1871, þegar hann var
sautján ára léttadrengur í Mjóadal. Kvæðið hefur ekki birst áður en er í handriti
sem Guðni Jónsson á Eyjardalsá í Bárðardal skrifaði upp og geymir elstu kvæði
Stephans. Þessi æskukvæði eru meðal ýmissa óprentaðra verka Stephans sem
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur kom höndum yfir við rannsóknir fyrir bók
sína, Landneminn mikli. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar.
FORSÍÐUMYNDIN
er Banner eftir Jón Óskar. Hún er meðal verka á sýningu Listasafns Íslands
um íslenska samtímalist sem opnuð verður í dag. Ljósmyndari: Kjartan Þor-
björnsson.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Michel Houellebecq
er einn af umdeildustu rithöfundum
Frakklands nú um stundir. Í vikunni kom út
nýjasta skáldsagan hans, Áform, í íslenskri
þýðingu. Friðrik Rafnsson, þýðandi
bókarinnar, átti viðtal vil Houellebecq um
feril hans, skáldskaparviðhorf og nýju
bókina. Einnig er greint frá skrautlegum
ferli höfundarins.
Alice Munro
er einn af þekktustu rithöfundum
Kanada en hún hefur eingöngu fengist
við smásagnaritun. Ágúst Borgþór
Sverrisson fjallar um þann stóra
heim sem smásögur Munro lýsa.
nefnast ferðahugleið-
ingar eftir Helga Þor-
gils Friðjónsson mynd-
listarmann. Hann var
nýlega á ferð á Ítalíu
og velti þar fyrir sér
stöðunni í íslensku
myndlistarlífi, mark-
aðsleysinu, umgjörð-
inni, safnastjórn, hug-
myndum um erlendar
tengingar og fleira.
Í rykmekki
farandriddara
Skautað á
málverkinu
nefnist grein Halldórs Björns Runólfssonar
um lúxemborgíska myndlistarmanninn
Michel Majerus sem hefur farið óhefð-
bundnar leiðir í málverkum sínum.