Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 5 LoveStar stórveldið notar hagnað sinn til að láta gott af sér leiða og láta þjóðina njóta ávinningsins og virkjar fortíðina með enn rótækari hætti, nýtir hana sem orkugjafa í samtímamenningu, ferðamennsku, markaðs- setningu og svo framvegis. En rómantíkin hentaði líka vel sem eins konar bakland sög- unnar vegna þess að í henni felst einhver út- ópíuhugsun. Piltur og stúlka er ágætt dæmi um þetta, hún er vísindaskáldskapur að minnsta kosti borið saman við Sjálfstætt fólk sem fer alveg í hina áttina. Raunveru- leikinn er einhvers staðar þar á milli.“ Uppgjör við 21. öldina Bókin greinir frá yfirvofandi endalokum rómantíkurinnar. Ertu kannski að boða aft- urhvarf til rómantíkur? „Þegar maður leggur í verk eins og þetta veit maður aldrei fyrirfram að hvaða nið- urstöðum maður ætlar að komast. Þetta átti fyrst að vera hálfgerð gamansaga en svo þyngdist í henni bassinn eftir því sem ég kafaði dýpra í hugmyndirnar. Ég held að það sé ekki endilega nein niðurstaða í bók- inni um það hvort við ættum að snúa aftur eða hægja á okkur. Einhverntíma átti sagan að vera uppgjör við 21. öldina, ekki seinna vænna. Uppgjör við líftækniöld, ferðamannaöld, fjarskiptaöld og vetnisöld. Heimurinn verður tilraunastofa þar sem við munum komast að því hvort frjálshyggj- an er endanlegur sannleikur og hið full- komna kerfi eða hvort hún bíður skipbrot eins og allar hreintrúarstefnur síðustu ald- ar. Þetta er eina hreina hugmyndakerfið í dag og einu trúboðarnir sem maður hittir í partíum. Stefnan hefur svör við öllum spurningum og passar við allar aðstæður og hún er tálg- uð og glæsileg eins og eðlisfræðijafna en al- veg eins og þær gerir kenningin ekki ráð fyrir loftmótstöðu. Hún er hönnuð fyrir óendanlega litlar kúlur í tómarúmi. Hún gerir ráð fyrir ákveðnum gildum, stefnan sem afnemur gildin ætlar að nota gömul kristileg borgaraleg kvenfélagsgildi sem ör- yggisnet. Hún gerir ráð fyrir því að ef ein- hver veikist en á ekki fyrir spítalavist þá muni einhver gefa honum peninga til þess að borga vistina vegna þess að þannig sé fólk. En ég er ekki svo viss um að hlutirnir virki svona þegar á hólminn er komið. Sá sem er duglegastur að kynna sig og veikindi sín fær kannski hjálp en hinir sem þjást í einrúmi og komast ekki á forsíðu blaðanna fá enga. Þeir lifa af sem vekja mesta athygli, fá mest áhorf. Það er kannski vegna þess að frjálshyggj- an virðist nálgast alla hluti efnislega og tek- ur ekki gagnrýna afstöðu til mála nema þau stangist á við hugmyndafræðina. Ég hef ekkert á móti henni sem slíkri, það er bara hreina kerfið sem hræðir mig, við erum ný- stigin upp úr öld sem var í kerfi og er illa brennd af tímabilum hreinnar vísinda- og tæknihyggju og ég veit ekki hvort það er tímabært að leggja í aðra tilraun alveg strax. En maður ræður því ekki sjálfur og ekkert stöðvar hugmynd.“ Förum alla leið Já, þú ert að lýsa heimi sem einkennist af eins konar hugmyndaklámi, heimi þar sem hugmyndir eru keyrðar í botn, sama hversu vitlausar þær eru. „Hugmyndir virðast vera dæmdar til að fara alla leið hjá LoveStar-veldinu og hann hefur vel efni á því að elta vitlausar hug- myndir eins langt og þær vilja fara. Og ég held reyndar að Íslendingar séu óvenju hættulegir að þessu leyti. Ef við fáum ein- hverja hugmynd hættum við helst ekki fyrr en við höfum farið alla leið með hana og að lokum alveg á kaf. Við högum okkur stund- um eins og læmingjar, tökum okkur til og hlaupum fyrir björg. Við eru búin að fara gegnum ótal skeið; fiskeldi, loðdýrarækt, de- CODE og síldarævintýrið, mestu rányrkju Íslandssögunnar. Þegar við eignuðumst gröfur eyðilögðum við 90% af öllu mýrlendi. Einu sinni stóð mannfjöldi á Íslandi í réttu hlutfalli við grasvöxt en nú er gras varla tal- ið auðlind lengur. Auðlindin er önnur en nú eru komnar stærri gröfur sem geta valdið enn meiri spjöllum til að nýta eitthvað sem er auðlind í bili. Við fáum einhverja hug- mynd og útfærum hana á svo öfgakenndan hátt að það verður ekki aftur snúið og svo sitja næstu kynslóðir uppi með vitleysuna. Kannski er eitthvað af þeim ótta í verkinu, kannski óttinn við að mér sjálfum detti eitt- hvað brjálæðislegt í hug sem skilur eftir sig sviðna jörð.“ Heilindi á Vigdísar- og Steingrímstímabilinu Ungir höfundar virðast vera reiðir nú um stundir, bækur eftir þig sjálfan, Mikael Torfason og Steinar Braga eru fullar af samfélagslegri gagnrýni sem ekki hefur far- ið mikið fyrir í íslenskum skáldsögum síð- ustu tvo áratugi eða svo. Eru ungir höf- undar uppreisnargjarnari en hinir eldri? „Mér persónulega finnst eins og það hafi orðið sterkust skilin kringum 1997. Kannski var ekki þörf á þessari gagnrýni á Vigdísar- og Steingrímstímabilinu. Forset- inn boðaði mannleg gildi og ræktun og upp- græðslu og svo vorum við með forsætisráð- herra sem gat hreinlega skipt um skoðun í miðju viðtali eða sagst ekki hafa hugsað út í hluti sem hann var spurður um eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Samt var hann ekki óvinsæll. Ég held að harkan hafi aukist í samfélaginu, stjórnmálum og viðskiptalífinu og þar af leiðandi líka í listum og viðfangs- efnum höfunda. Eða gerist þetta kannski öf- ugt? Áður var kannski rétta tækifærið að njóta þess að vera handan sögunnar, sinna listinni vegna hennar sjálfrar, vera fyndinn eða rýna í söguna en þegar svo margt er að gerast finnst manni maður nánast vera að ljúga eða skrifa með lokuð augun ef straum- arnir sem maður finnur svo fyrir fá ekki að fljóta með. Það er erfitt að koma hjartans málum á framfæri í skáldskap. Sumir eiga kannski erfitt með að fóta sig og finna til- finningum sínum form og farveg. En svo hef ég aldrei verið hrifinn af hreinni samfélags- legri gagnrýni einni og sér, það er skemmti- legra þegar menn snúa öllu á hvolf.“ Fagurfræði jöfnunnar Mig langar til að spyrja þig nánar út í form, ekki síst vegna þess að þetta er fyrsta skáldsagan þín en jafnframt sú síðasta ef orð þín rætast. Eru mörk hinna hefðbundnu forma að leysast meira og meira upp? Eru samtímabókmenntir í deiglu hvað þetta varðar? Er eitthvað mikið að fara að gerast? „Þetta er örugglega ekki síðasta skáldsag- an þannig að líklega mun maður þræla við þetta um alla framtíð. Það sem mér finnst einkenna mína kynslóð er hvað menn eru að fást við ólík viðfangsefni og nálgast þau frá ólíkum sjónarhornum. Það er nánast ómögu- legt að setja einn stimpil á kynslóðina. Formið á það til að renna og skríða en á meðan sagan lifir í manninum þá held ég að menn muni eilíft reyna að brjóta af sér formið en leita í söguna aftur og aftur.“ Er LoveStar vísindaskáldsaga? „Ekki endilega og alls ekki í þeim skiln- ingi að hún sé full af vélmennum, geim- skipum og leysigeislum, þetta er mjög jarð- bundin saga. Ég myndi frekar nefna 1984 Orwells og Brave New World eftir Huxley sem áhrifavalda. Einnig mætti nefna Kurt Vonnegut, Italo Calvino, Primo Levy, Bulgakov og Borges. Ég hef aldrei fallið fyr- ir hreinum vísindaskáldsögum nema þá í kvikmyndum. Þessir höfundar eru allir nokkuð undar- legir en fara aldrei yfir strikið, þeir hliðra veruleikanum, breyta örfáum forsendum og hafa alltaf sterka jarðtengingu og sam- félagslega skírskotun. Þetta eru sjaldnast orð út í bláinn.“ Þú varst á eðlisfræðibraut í menntaskóla og hófst nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands áður en þú snerir þér að íslenskum fræðum. Manni virðist að þessi grunnur hafi haft áhrif á skrif þín. Er það rétt? „Já, ég held að það hafi sett einhverjar varanlegar brautir í gang sem skáldskap- urinn rennur alltaf út á. Ein fyrsta smásag- an mín fjallaði um sjóara sem veiðir haf- meyju og hjónabandsvandræði þeirra sem stafa af því að hann á ekki vatnsrúm. Hug- myndin að henni kviknaði þegar ég sá rönt- genmynd af engli þegar ég var í læknisfræð- inni. Blái hnötturinn er mjög vísindalegur líka. Mér finnst eins og ákveðin hugsun sem maður lærði í eðlisfræðinni hafi gagnast mér við skrifin, að byrja með flókna jöfnu, leiða hana út og tálga þar til maður stendur með eitthvað einfalt og tært í höndunum. Það var merkilegt að sjá í fyrsta sinn fegurðina í slíkri jöfnu. Að ímynda sér hvernig örlítil jafna gat falið í sér nánast óendanlegar stærðir. Þetta er reyndar sama fagurfræði og gildir í ljóðlistinni.“ Blikur vissulega á lofti En hvað um íslenska áhrifavalda? Hvaða augum líturðu íslenska bókmenntahefð? „Ég hef sótt mikið í hana og allar aldir hennar, ljóðlistina kannski sérstaklega í fyrstu en síðan allan skáldskap allra alda. Það sem hefur ekki síst dregið mann áfram hafa verið þjóðsögur og hliðargreinar sem fáir lesa og því fylgir spennandi uppgötv- unartilfinning. Mest áhrif hafði vinnan við geisladiskinn Raddir sem innihélt gamlar upptökur á rímum og þulum. Þar skynjaði maður tregann sem fylgdi formbreytingunni og hruni gömlu bændamenningarinnar og í rauninni þær fullkomnu breytingar sem hér urðu upp úr seinna stríði. Það var sláandi að heyra gamlar konur syngja Passíusálmana vitandi að þær kunnu þá alla utanbókar. Maður getur líka verið þakklátur fyrir þá sterku kynslóð sem kemur á undan okkur og hefur vanið landann á skáldskap sem er ekk- ert léttmeti. Ég hitti blaðamann frá Spiegel og hann spurði hvernig á því stæði að al- menningur læsi svona mikið bækur og spurði hvort íslenskir höfundar einfölduðu mál sitt. Hann hafði einkennilegar hug- myndir um almenning. Kannski eimir eitt- hvað eftir af anda gömlu kvennanna sem kunnu Passíusálmana þótt blikur séu vissu- lega á lofti.“ Ég held að harkan hafi aukist í samfélaginu, stjórnmálum og viðskiptalífinu og þar af leið- andi líka í listum og viðfangs- efnum höfunda. Eða gerist þetta kannski öfugt? Áður var kannski rétta tækifærið að njóta þess að vera handan sög- unnar, sinna listinni vegna hennar sjálfrar, vera fyndinn eða rýna í söguna en þegar svo margt er að gerast finnst manni maður nánast vera að ljúga eða skrifa með lokuð augun ef straumarnir sem maður finnur svo fyrir fá ekki að fljóta með. throstur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.