Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 9
Utredning om
det siste tiårs
ð rektor hans,
fir að framtíð-
t á ensku í ís-
gt og þar hafa
si umdæmi sín
innihlutamál í
kum orðið vart
menn reyndar
ð íðorðastarf á
vegum Íslenskrar málstöðvar sé fyrirmyndarstarf til
að viðhalda og efla hlut þjóðtungna í vísindum og
fræðum. (Kiselman: „Svenskt fackspråk inom teknik,
matematik och naturvetenskap.“)
Er hægt að mæla
vandann í krónum?
Ljóst er að menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig
Háskóli Íslands og aðrir hérlendir skólar á háskóla-
stigi eigi að halda inn í nýja öld. Nú, eins og oft áður,
finnst mönnum staðan vera sérstök. Við Íslendingar
verðum að standast alþjóðlega samkeppni og þá verð-
um við einfaldlega að láta af heimóttarskapnum og
tala ensku „eins og aðrir“. Annars komi engir erlendir
nemendur hingað nema þeir fáu sem nenna að læra
íslensku. Þeir eru raunar ekki svo fáir sem sést á því
að Háskóli Íslands vísar frá meirihluta þeirra sem
sækja um að læra íslensku fyrir erlenda stúdenta ár
hvert. Það má spyrja hvers vegna Háskóli Íslands tel-
ur sig ekki hafa efni á að taka á móti þessum stúd-
entum en vill samt veita fé í námskeið á ensku.
Of dýrt er að kenna á bæði íslensku og ensku. Hins
vegar má velta því fyrir sér hvort tími sé til kominn að
Íslendingar sætti sig við að það er dýrt að tala ís-
lensku. Á móti kemur að ef við hættum að tala ís-
lensku gæti það reynst okkur dýrkeypt. Og enginn
getur dæmt um það enn hversu dýrkeypt. Ljóst er þó
að þar mundi heill menningarheimur lokast í þeim
skilningi að hann yrði ekki heimaland neins.
En hvernig á að fara að því að efla íslensku sem vís-
indamál? Er íðorðastarf eins og það hefur verið tíðkað
hér á landi besta leiðin? Vissulega hlýtur hvers konar
íðorðastarf að vera mikilvægur þáttur í að viðhalda og
efla íslensku sem vísindamál. Að sama skapi má líta
svo á að þegar menn hætta að nota íslensk íðorð sé
það fyrsta merkið um umdæmistap íslenskunnar á
viðkomandi fræðasviði. Íslenskt íðorðastarf hefur
hingað til verið öflugt og telst Ara Páli Kristinssyni
(„Utredning om de nordiske språkenes domener og
det siste tiårs språkpolitiske initiativ.“) til að íorða-
starf sé unnið á u.þ.b. fimmtíu ólíkum fræðasviðum.
Háskólaráð samþykkti hinn 25. október 1990 að
beina þeim eindregnu tilmælum til allra deilda að þær
ynnu skipulega að því að til yrði íslenskt íðorðasafn á
fræðasviði deildarinnar. Ennfremur samþykkti há-
skólaráð að líta bæri á vinnu við íðorðagerð sem sjálf-
sagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga við
Háskóla Íslands. Á sama fundi var svo samþykkt til-
laga að vinnutilhögun við íðorðastarfið og átti hver
deild að skipa nefnd til að skipuleggja íðorðasafnið.
Þessar ályktanir þóttu báðar tímamótaályktanir í Há-
skólanum og boða betri tíma fyrir íslenskt mál í heimi
fræðanna (Baldur Jónsson: „Háskóli Íslands vill ís-
lensk fræðiorð.“).
En lítið varð úr efndum hjá þessum nefndum.
Kristján Árnason („Íslenska í æðri menntun og vís-
indum.“) gerði þessa samþykkt að umtalsefni níu ár-
um síðar og benti þá á að sú allsherjarvakning sem
kallað hefði verið eftir með umræddri ályktun hefði
ekki orðið að veruleika. Þorsteinn Gylfason hefur
einnig rætt þessa samþykkt („Orðasmíð.“) en telur
hana greinilega ekki vænlega til árangurs: „Ég er viss
um að Íslendingar verða farnir að tala á íslenzku um
vísindi innan þúsund ára ef íðorðanefndir Einars og
Háskólaráðs fá að starfa farsællega.“
Hann efast mjög um gildi nefnda og telur að raun-
veruleg nýyrðasmíð eigi sér stað hjá því fólki sem
hugsar og skrifar á málinu en ekki hjá nefndum.
Hann telur að íðorðanefndir, sem yfirleitt vinna eftir
orðalistum, hugsi ekki um málið í samhengi en máli
skipti að málið skiljist í samhengi sínu.
Hér eru þeir Þorsteinn og Einar B. Pálsson á önd-
verðum meiði. Einar („Á hvaða máli á að kenna í Há-
skóla Íslands?“) telur að íðorðastarfið skipti miklu
máli til að hægt sé að kenna á íslensku. Stúdentum
verði að vera kleift að skila úrlausnum verkefna sinna
á lýtalausri íslensku. Hver háskóladeild þurfi því að
bera ábyrgð á því að íðorð á viðkomandi fræðasviði
verði þýdd á íslensku. Hann telur að íðorðafræði eigi
að teljast sérstök fræðigrein og íðorðastarf þurfi að
meta sem fræði- og rannsóknastörf í Háskóla Íslands.
Kristján Árnason hefur rætt framtíð íslenskrar
málstefnu almennt á 21. öldinni („Íslensk málstefna á
21. öld.“). Hann telur umdæmisvandann vera helstu
ógnina sem blasir við íslenskunni um þessar mundir;
þ.e. að íslenskan sé að hverfa af vissum sviðum sam-
félagsins. Nefnir hann einkum til tæknigeirann og svo
hluta vísindasamfélagsins. Nú sem aldrei fyrr þurfi að
styðja við bakið á háskólum landsins og hvetja þá til
að flytja inn þekkingu sem landsmenn geti nýtt með
því að nota móðurmálið. Sú þekking sem háskólar
flytji inn eða skapi sjálfir verði að vera á íslensku.
Í þessu samhengi skiptir öllu hvað umræddir skól-
ar vilja sjálfir gera. Líklegt er að Háskóli Íslands væri
reiðubúinn að til að bjóða upp á kennslu annars vegar
á íslensku fyrir Íslendinga og hins vegar ensku fyrir
þá erlendu nema sem eru enskumælandi ef hann hefði
fjárhagslegt bolmagn til þess. Hann nær aftur á móti
vart endum saman við núverandi skilyrði. Deildum er
því frjálst að kenna á ensku ef þær telja það vera lík-
legra til að laða að fleiri erlenda nema en þær eru ekki
endilega skuldbundnar til að bjóða íslenskum nem-
endum upp á kennslu á íslensku.
Ábyrgð HÍ gagnvart þjóðinni
Eins og áður sagði er jákvætt að fjölga erlendum
nemum og kennurum við Háskóla Íslands. Þetta er
nú orðið opinber stefna skólans og í þessu skyni á að
kenna meira á ensku en áður. Hins vegar hlýtur það
að valda áhyggjum að í Háskólanum sé til opinber
stefna um að kenna meira á ensku en engin opinber
málstefna um íslenskunotkun. Vissulega hafa margir
fræðimenn unnið mjög gott íðorðastarf í sinni grein
og vera má að ákveðinni óskrifaðri málstefnu sé fylgt
innan veggja Háskóla Íslands. Hins vegar er ekkert
sem kveður á um að Háskóli Íslands eigi að leggja
sérstaka rækt við tunguna eða marka sér málstefnu.
Háskóli Íslands hefur sérstöðu á Íslandi. Hann hef-
ur skyldum að gegna við ólík fræðasvið og starfssvið
hans er mjög breitt, ólíkt öðrum hérlendum skólum á
háskólastigi. Þessa sérstöðu getur hann nýtt sér í
samkeppninni, með því að leggja áherslu á rætur sín-
ar og sinna þeim grundvallarfögum sem aðeins er
boðið upp á í Háskóla Íslands. Líta má svo á að hann
hafi skyldum að gegna við íslensk fræði enda má
segja að hann sé eini háskólinn í heiminum sem ber
ábyrgð gagnvart þessu fræðasviði.
Ef Háskóli Íslands vill gefa kost á námi á ensku er
það ágætt. Æskilegt að bjóða upp á nám á enn fleiri
alþjóðamálum. Ef fjárhagur skólans er hins vegar svo
bágur að hann geti ekki boðið upp á sama nám á ís-
lensku fyrir nemendur sína er tími til kominn að
staldra við og forgangsraða. Þess vegna ætti Háskóli
Íslands að marka sér stefnu um íslenskt mál, þó ekki
væri nema til að ákveða að varpa því fyrir róða eða
viðhalda því sem máli fræða og vísinda. Í öllu falli er
nauðsynlegt að tryggja að breytingarnar læðist ekki
inn bakdyramegin án upplýstrar umræðu. Málstefnu
Háskólans þarf að ræða innan veggja hans og í þeirri
umræðu þurfa sem flestir að taka þátt.
Rapparar og málverndarmenn
Staða íslenskrar tungu í vísindum er meira
áhyggjuefni en í afþreyingargeiranum þar sem ís-
lenska kemur og fer eftir tískusveiflum. Ekki þarf að
hafa miklar áhyggjur af stöðu hennar þar um þessar
mundir. Fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að
rappa á íslensku en nú þykir sjálfsagt að „kveða rímur
sínar“ á íslensku. Íslenskt rapp er því nýtt dæmi um
umdæmissigur íslenskunnar. Íslenskan er orðin auð-
magn í neðanjarðarmenningu sem andæfir ríkjandi
ástandi og hafnar því sem er söluvænlegt. Háskóli Ís-
lands fylgir hins vegar meginstraumnum þar sem
enska er einmitt auðmagn; þykir söluvænleg, nútíma-
leg og alþjóðleg en allt eru þetta tískuhugtök í nútím-
anum.
Það er skondið að íslenskan vinnur sigra í grasrót-
inni og að íslenskir rapparar, sem fólk er gjarnt að
hneykslast á, m.a. fyrir óheflaða málnotkun, séu orðn-
ir Fjölnismenn vorra daga. Það er hins vegar grát-
broslegt að þeir standi háskólamönnum framar í þess-
um efnum; en það sýnir okkur kannski að gróskan
kemur að neðan og engum er gott að loka sig inni í
fílabeinsturni fræðanna.
Heimildir:
Ari Páll Kristinsson: Utredning om de nordiske språkenes
domener og det siste tiårs språkpolitiske initiativ – Island – for
Nordisk ministerråds språkpolitiske referansgruppe. (Óbirt
skýrsla) Reykjavík, 2001.
Baldur Jónsson: „Háskóli Íslands vill íslensk fræðiorð.“ Mál-
fregnir. 4. árg. 2. tbl. (1990), 2–4.
Einar B. Pálsson: „Á hvaða máli á að kenna í Háskóla Íslands?“
Fréttabréf Háskóla Íslands. 1. tbl. 11. árg. (1989) 2–3.
Fundargerð 2. háskólafundar 18. og 19. maí 2000. Tekið af
heimasíðu Háskóla Íslands: www.hi.is/stjorn/rektor/haskolafund-
ur/ hinn 28. maí 2002.
Heimasíða Háskóla Íslands: www.hi.is. 21. nóvember 2002.
Kiselman, Christer: „Svenskt fackspråk inom teknik, matematik
och naturvetenskap.“ Libens Merito. Festskrift till Stig Ström-
holm. Acta Academiæ Regiæ Scientarum Upsaliensis, 21 (2001)
225–243.
Kristján Árnason: „Eru Íslendingar að verða tvítyngdir?“ Mál-
fregnir. 7. árg. 1. tbl. (1997), 10–17.
Kristján Árnason: „Landið, þjóðin, tungan – og fræðin.“ Skírnir.
173. árg. (haust 1999) 449–466.
Kristján Árnason: „Íslenska í æðri menntun og vísindum.“ Mál-
fregnir. 9. árg 1.–2. tbl. (1999) 6–14.
Kristján Árnason: „Málstefna 21. aldar.“ Málfregnir. 11. árg.
(2001) 3–9.
Sanjek, David: „Institutions.“ Key Terms in Popular Music and
Culture. Ritstj. Bruce Horner og Thomas Swiss. Oxford og
Massachusetts, 1999, 46–56.
Torfi H. Tulinius: „Snorri og bræður hans. Framgangur og átök
Sturlusona í félagslegu rými þjóðveldisins.“ Ný saga. Tímarit
Sögufélags. 12. árg. (2000) 49–60.
„Vísindi í eðli sínu alþjóðleg.“ Morgunblaðið. [C-blað.] 1. júlí
2001, 18.
XXX Rottweilerhundar: Við erum topp. Af plötunni XXX Rott-
weilerhundar. Reykjavík, 2001.
XXX Rottweilerhundar: BlazRoca Achbar. Af plötunni XXX
Rottweilerhundar. Reykjavík, 2001.
Þorsteinn Gylfason: „Orðasmíð.“ Að hugsa á íslenzku. Reykja-
vík, 1996, 107–135.
ENN
AGA?
þessari
ss að
gunni,
æra
Höfundur er meistaranemi í íslenskum bókmenntum.
nblaðið/Sverrir
Jólatónleikar
fjölskyldunnar
„Glæsilegt verk“
Vín á
heimavelli
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
...var skrifað í blöð þegar Jólaóratóría Johns Speights var frumflutt
í Hallgrímskirkju í desember 2001. Nú gefst annað tækifæri til að
heyra verkið á tónleikum sem útvarpað verður til fjölmargra landa
í Evrópu og víðar.
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru nú aftur komnir í
Háskólabíó og víst er að umgjörðin
verður með glæsilegasta móti.
Tryggðu þér miða í tíma.
Einstök stund
í íslensku
tónlistarlífi
fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 (I-III)
föstudaginn 6. desember kl. 19:30 (IV-VI)
laugardaginn 7. desember kl. 17:00 (I-III)
2.500 kr. / 4.000 kr. ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika.
Hallgrímskirkja,
Miðaverð:
miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30
fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30
föstudaginn 10. janúar kl. 19:30
laugardaginn 11. janúar kl. 17:00
3.000 / 2.600 / 2.200 kr.
Háskólabíó,
Miðaverð:
laugardaginn 14. desember kl. 15:00.
2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Háskólabíó,
Miðaverð:
sunnudaginn 22. desember kl. 17:00. Hallgrímskirkja,
EBU tónleikar Ríkisútvarpsins
John Speight: Jólaóratoría
Hljómsveitarstjóri: Hörður Áskelsson
Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Garðar Thor Cortes og Benedikt Ingólfsson
ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju
Johann Sebastian Bach: Jólaóratóría
Að njóta Jólaóratóríu Bachs er einstök stund. Tveir af okkar fremstu
söngvurum, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir,
taka höndum saman með heimsþekktum kollegum
sínum Andreas Schmidt og Monica Groop. Þau,
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mótettukór
Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar,
sameinast í flutningi á þessari mögnuðustu jóla-
gleðitónlist allra tíma. Í vændum er því einstakur
viðburður í tónlistarlífi okkar.
Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn
Harry Potter og syrpa
af heimsþekktum
jólalögum. Krakkar úr
Suzuki-skólanum koma fram og hinn
frábæri kór Graduale Nobili.
Að síðustu taka allir lagið
saman og aldrei að vita nema
jólasveinninn komi í heimsókn.
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Vínartónleikar
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Gjafakort
er góð jólagjöf
Gjöf sem hljómar vel! Settu saman gjafabréf Sinfóníunnar og láttu
þá njóta sem þér þykir alveg sérstaklega vænt um!
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
1
/0
2