Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Hrafnhildur Arnardóttir. Til 8. des. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Harry Bilson í Baksal. Ljósafold: Guðmund- ur Hannesson. Til 8. des. Gallerí Skuggi: Rósa Sigrún Jónsd., Stella Sigurgeirsd. Til 1. des. Gallerí Sævars Karls: Hildur Ásgeirs- dóttir. Til 5. des. Gerðuberg: Teikningar úr nýjum barnabókum. Til 6.1. Hafnarborg: Samsýningar Samspil og Sambönd Íslands. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs- dóttir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Há- konarson og Óli G. Jóhannsson. Til 23. des. Hönnunarsafn Íslands: Óli Jóhann Ásmundsson. Til 1. des. Íslensk grafík: Skúffugallerí.Til 8. des. Listasafn Akureyrar: Hraun-ís-skóg- ur. Til 15. des. Listasafn ASÍ: Þorkell Þorkelsson. Til 8. des. Listasafn Borgarness: Guðmundur Sigurðsson.Til 23. des. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í desember og janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980–2000. Til 15.1. Listasafn Rvíkur – Ásmundars.: List- in meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Inga Svala Þórsdóttir. Nútímalist frá arabaheiminum. Til 19.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Martin Bigun. Til 15.1. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: August Sander. Til 1. des. Mokkakaffi: Hildur Margrétardóttir. Til 15.1. Norræna húsið: Veiðimenn í útnorðri. Til 15. des. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Giovanni Garcia-Fenech og JBK Ransu. Til 12.1. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Ein- ar í Eydölum. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Kvennakór Reykja- víkur o.fl. Kl. 14 og 17. Salurinn, Kópavogi: Jólabarokk Bar- okkhópsins. Kl. 16. Salurinn: Söngvar Jórunnar Viðar. Kl. 16. Þriðjudagur Iðnó: Hljómsveitirnar Jörð bifast og Call him mr. Kid. Kl. 20. Kristskirkja, Landakoti: Kvöldlokkur – Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 20. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: SÍ. Jólaóratoría J.S. Bach – Kantata 1–3. Stjórnandi Hörð- ur Áskelsson. Einsöngvarar: Monica Groop, Andreas Schmidt, Gunnar Guðbjörnsson, Þóra Einarsdóttir, Mótettukór Hallgrímskirkju. Kl. 19.30. Föstudagur Hallgrímskirkja: Kantata 4–6. Sjá fimmtudag. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Halti Billi, fös. Með fulla vasa af grjóti, lau., sun. Jón Odd- ur og Jón Bjarni, sun. Viktoría og Georg, sun. Veislan, fös. Borgarleikhúsið: Sölumaður deyr, sun., fös. Honk! sun. Með vífið í lúk- unum, fim. Jón og Hólmfríður, lau. Rómeó og Júlía, lau., mið. Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla, lau. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Vesturport: Kvetch, sun., fös. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, sun. Beyglur, lau., fim., fös. Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og Tuðru, lau., sun., mið., fim., fös. Hvar er Stekkjastaur? Sun., þrið., fim. Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófon, sun., mið., fim., fös. Leikfélag Mosfellssveitar: Beðið eftir Go.com air, lau. Leikfélag Kópavogs: Hljómsveitin, lau., sun., fim. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U G IOVANNI Garcia-Fen- ech og JBK Ransu sýna verk sín á sýningu sem opnuð verður í dag í Nýlistasafninu. Giovanni Garcia-Fen- ech er bandarískur mál- ari. Hann lauk prófi frá the School of Visual Arts í New York árið 1995, og starfar nú þar í borg, þar sem hann rekur galleríið The Project í Harlem. Verk hans í Nýlistasafninu er innsetning sem hann kallar „Sex hausar innandyra“, en það sam- anstendur af sex portrettum og tveimur veggmyndum. „Þarna er ein veggmynd, eig- inlega stór útfærsla á þeim málverkum sem ég hef verið að mála. Tvo aðra veggi mála ég sem bakgrunn fyrir málverkin. Ég kalla þetta ekki veggmyndir, frekar innsetningar fyrir málverkin. Annar þessara veggja er hálfabstrakt, – gæti litið út eins og tré um- kringt af vatni; – er þó abstrakt. Hinn vegg- urinn er málaður eins og hann sé aflagaður múrveggur. Á þann vegg set ég sex hálf- abstrakt málverk, sem ég byggi á hugmynd- inni um portrettið. Þess vegna kalla ég þetta Sex hausa innandyra.“ Giovanni Garcia-Fenech segir að þegar horft sé á þessar sex myndir líti þær út fyrir að vera abstrakt, en þegar farið sé að skoða þær nánar votti lítillega fyrir höfði og búk. „Á sama tíma og maður gæti séð þetta, eru myndirnar abstrakt.“ Giovanni Garcia-Fen- ech hefur einu sinni komið til Íslands áður, en þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir hér. Sagt hefur verið um verk hans að þau vegi salt á milli sértekningar og framsetningar, tilviljunar og hins áætlaða, hins óljósa og hins þaul-mótaða. Hann heldur því fram að í verk- um sínum sé enga dulda merkingu að finna heldur einungis þá sem áhorfandinn ljær verkinu. Þrátt fyrir kerskni í sumum verk- anna sé ekki um íróníu eða kaldhæðni að ræða heldur einlægni. Giovanni lætur lista- söguna ekki þrúga sig heldur vinnur með- vitað og með ánægju með ímyndir sem þegar eru merkingarhlaðnar og sögubundnar. Listaverkið felst í endurgerð – og endur- nýjun. Giovanni hefur sýnt víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum árum og hefur skrifað greinar um samtímamyndlist í ýmis listtímarit. Nánari upplýsingar um hann er að finna á vefnum: www.unutterable.org. Andstæðum teflt saman JBK Ransu lauk prófi frá listaháskóla í Hollandi 1995. Hann hefur sýnt verk sín á einkasýningum nær árlega frá 1995, og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Á hans hluta sýningarinnar eru einnig málverk. „Þetta eru abstrakt málverk sem ég byggi annars vegar á abstrakt expressjónisma og hins vegar á geómetríu. Ég er að blanda saman þessum andstæðu pólum í abstraksj- óninni. Ég tek þá fyrir slettuna, sem má kalla endimörk expressjóníska málverksins; – lista- maðurinn kemur ekkert við strigann; – þetta er tilviljanakennt, og svo símynstur, endi- mörk geómetrísku myndbyggingarinnar. Ex- pressjónin er tjáningin, þetta mannlega, en geómetrían er nær þessu huglæga. Í austur- lenskri list eru símynstur til dæmis notuð sem inngangur að hugleiðslu. Þetta er happ- ening og non-happening.“ Ransu segir að hugmyndin að verkunum hafi sprottið út frá vangaveltum sínum um endimörk. „Þegar listamenn byrjuðu að sletta, rétt uppúr síðari heimsstyrjöldinni, þá voru það að vissu leyti endimörk, þótt menn hafi getað unnið með þau áfram. Menn geta líka endalaust unnið með símynstur. Mig langaði að sjá hvernig það kæmi út að tefla þessum andstæðum saman í eitt. Ég velti líka mikið fyrir mér hvernig við nálgumst málverk. Ég sé ex- pressjóníska nálgun sem úthverfa, hún er ástríðufull og kraftmikil, en geómetríuna sem innhverfa nálgun; þar er jafnvægið og yf- irvegunin.“ Kannski er þetta líka spurning um tíma, og Ransu tekur undir það. „Expressjónin er í andartakinu, – slettan er spontant, en það að endurtaka sama mynstrið í sífellu er eins og þegar búddamúnkar kyrja eða mála mandöl- ur. Stuttur tími andspænis löngum tíma, eða jafnvel tímaleysu.“ Giovanni Garcia-Fenech og JBK Ransu í Nýlistasafninu Augnablikið og eilífðin Morgunblaðið/Jim Smart JBK Ransu og Giovanni Garcia-Fenech í Nýlistasafninu. Ransu með dóttur sína, Sóleyju Lúsíu. TVÆR samsýningar verða opnaðar í Hafn- arborg í dag kl. 15, annars vegar sýningin Samspil og hins vegar Sambönd Íslands. Það eru fimm listakonur sem eiga verk á sýningunni Samspil: Bryndís Jónsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Kristín Geirsdóttir Magda- lena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Þær koma einnig að sýning- uninni Sambönd Íslands því þar má sjá verk 70 listamanna sem tengjast þeim á einhvern hátt. Magdalena Margrét er um- sjónarmaður sýningarinnar og nýtur að- stoðar hinna listakvennanna. Þetta er al- þjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og ís- lenskra listamanna búsettra erlendis. Þeim var boðið að sýna verk sem lýsa landi okk- ar og þjóð í samræmi við reynslu þeirra af dvölinni hér. Þetta er farandsýning sem mun hafa viðkomu víðs vegar á landinu en Pakkhúsið í Ólafsvík var valið sem fyrsti sýningarstaðurinn. Flestir gefa listamenn- irnir verk sín sem framlög til stofnunar smáverkasafns hér á landi. Einlægur samhljómur Listakonurnar fimm hafa allar lært í Myndlista- og handíðaskólanum og hafa lát- ið að sér kveða í íslensku myndlistarlífi síð- ustu tvo áratugina eða svo. Þær hafa líka allar haldið eða tekið þátt í tugum sýninga, hér á Íslandi og erlendis og verk þeirra er að finna í helstu listasöfnum á landinu. Verk þeirra eru ólík að efnisvali og framsetningu. Engin þeirra hefur bundist um of neinni sérstakri stefnu eða kreddu í listunum heldur hver um sig nýtt sér það sem hentar úr ýmsum aðferðum og tímabil- um listasögunnar. Samhljómurinn sem heyra má í þessari sýningu felst því ekki í hugmyndafræðilegum kjörorðum heldur er það sá tónn sem ómar þegar listamenn tak- ast af einlægni og án fordóma á við efni sitt og hugmyndir eins og segir í sýning- arskrá. Bryndís Jónsdóttir hefur einbeitt sér að leirlist og höggmyndagerð. Ása Ólafsdóttir vefur, saumar í og málar. Kristín Geirs- dóttir fæst við málverk og teikningar. Magdalena Margrét hefur unnið mest í grafík. Þorgerður Sigurðardóttir beitir bæði grafík og málaralist auk þess sem hún hefur á síðustu árum nýtt sér tölvur til list- sköpunar. Jólasveinar Brians Pilkingtons Þá hefur verið sett upp sýning í kaffi- stofu Hafnarborgar á jólasveinamyndum Brians Pilkingtons. Sýningarnar eru opnar alla daga, nema þriðjudaga, frá kl. 11–17 og þeim lýkur 22. desember. Stemning á vinarnót- um í Hafn- arborg Morgunblaðið/Jim Smart Bryndís Ólafsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Þorgerður Sigurð- ardóttir og Ása Ólafsdóttir í Hafnarborg. Í bakgrunni eru verk Magdalenu Margrétar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.