Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 F YRSTI desember ár hvert er helgaður tónlist eins íslensks tónskálds í Tíbrártónleikaröð Salarins. Í ár verður það tónlist Jórunnar Viðar. Sigrún Hjálm- týsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir flytja sönglög eftir Jórunni, þrír kórar: Dómkórinn, Skólakór Kársness og Kór Menntaskólans í Reykjavík syngja, og hljóðfæraleikarar sem koma fram á tónleikunum auk Önnu Guðnýjar eru þau Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Martial Nardeau flautuleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari. Stjórnendur kóranna eru Þórunn Björnsdóttir og Marteinn H. Frið- riksson. „Þetta verður safn af ýmsu,“ segir Jórunn um þau verk sem flutt verða á tónleikunum. „Þetta eru kórverk og sönglög, og svo selló- tilbrigðin mín, sem ég álít nú alltaf mitt besta verk,“ en þar á Jórunn við Tilbrigði um ís- lenskt þjóðlag, fyrir selló og píanó. „Þarna verða fjölmargir flytjendur, en þetta er í fyrsta skiptið sem Sigrún og Anna Guðný taka mín lög á tónleikum, og það þykir mér gaman.“ Jórunni var fyrir nokkrum ár- um boðið að semja jólalag fyrir Dómkórinn, og það verður sung- ið á tónleikunum. „Þau hafa þann skemmtilega sið að panta verk hjá tónskáldum, og það er vel gert, því það er gott tækifæri fyrir tónskáldin. Ég samdi annað jólalag fyrir Skólakór Kársness og gaf þeim.“ Lagið sem hér um ræðir hefur slegið í gegn hjá ís- lenskum kórum og hefur verið mikið sungið um jól frá því það var samið. Í því leikur Martial Nardeau flauturödd með kórn- um. Dómkórinn syngur svo ann- að verk sem hann pantaði hjá Jórunni í tilefni af 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lagið er samið við ljóð Halldórs Laxness, Stóð ég við Öxará. „Ég kalla það Lofsöng, en þetta er eiginlega Íslandssagan.“ Enn eitt „pantað“ verk verður á efnisskránni, verk sem Jórunn samdi fyrir Menningarborgarár- ið við ljóð eftir Sjón. „Mér þykir vænt um að þetta verk skuli vera með á tónleik- unum, því það hefur ekki verið flutt nema einu sinni áður. Þetta er stór útgerð: kór, einsöngur, flauta, klarinetta og píanó. Mar- teinn er svo skemmtilegur og fjörugur að vilja taka þetta verk með, ég held að honum hafi bara fundist það dálítið skemmtilegt. Þetta er eiginlega eins og mini- ópera, því það er mikið að ske. Textinn er eftir Sjón, sem er al- ger galdrakarl. Þetta heitir Séð frá tungli, og hann snýr tilver- unni alveg við, flytur okkur til tunglsins og lætur okkur horfa niður til jarð- ar. Ég botnaði ekkert í ljóðinu fyrst þegar ég sá það og vissi ekkert hvert hann var að fara. Inn á milli eru svo hversdagslegar setningar sem biðja aldeilis ekki um að láta syngja sig: Það er nú svona og það er nú það … Ég sá að þetta væri viðlag og ég nota það mikið. Ég fékk að velja úr nokkrum ljóðum ungra skálda og þetta var það sem ég valdi.“ Jórunn segist afskaplega ánægð með að fá að heyra heila tónleika með eigin verkum. Hún er komin á níræðisaldur og hefur í nógu að snúast, þótt hún vilji ekki gera mikið úr vinnuseminni. „Ég á svo margt ófrágengið í verkum mínum – það á eftir að koma í ljós hvað þetta er mikið að vöxtum. Ég er bara orðin svo löt. Ég skrifa ekkert á tölvu og þeg- ar maður gerir allt með blýanti er þetta svo- lítið seinlegt. Ég þyrfti helst að ráða til mín skrifara, eins og þeir höfðu í gamla daga; var ekki Wagner með þrjá eða fjóra? og Bach með alla barnahjörðina og konuna líka. En ef maður vill koma þessu á markað þarf þetta auðvitað að vera aðgengilegt. Ég þyrfti helst að læra á tölvu; veit bara ekki hvort ég get það því ég kann ekki einu sinni á ritvél. En blýanturinn er ágætur ef maður heldur rétt á honum.“ Tónleikarnir með verkum Jórunnar Viðar verða í Salnum á morgun kl. 16. TÓNLEIKAR MEÐ VERKUM JÓRUNNAR VIÐAR TÓNSKÁLDS HALDNIR Í SALNUM BLÝANTURINN ER ÁGÆTUR, EF MAÐUR HELDUR RÉTT Á HONUM Jórunn Viðar EINN fremsti myndlistarmaður Danmerkur af ungu kynslóðinni, Martin Bigum, opnar sýningu á verkum sínum á Kjarvalstöðum í dag. Sýningin ber yfirskriftina „The Home- coming or: The World According to Art“ og er safn málverka og ljósmynda eftir Bigum frá árunum 1997 til 2002. Á þessari sýningu eru það mestmegnis ol- íumálverk og úrval hans bestu verka sem eru til sýnis, en þetta er í fyrsta skipti sem svo stór yfirlitssýning á verkum Bigums er sett upp á Norðurlöndum. Verk eftir hann hafa sést hér áður á samsýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi. Martin Bigum segist fyrst hafa orðið við- urkennt nafn í myndlistaheiminum er fjögur dönsk gallerí tóku sig saman og héldu yf- irlitssýningu á verkum eftir hann frá ár- unum 1991 til 1998. Sýningarnar stóðu yfir árin 1997-98 og leiddu af sér að verk hans eru eftirsótt í sýningarsölum safna og á listahátíðum beggja vegna Atlantsála. „Á þessum sýningum voru bæði málverk, ljós- myndir, innsetningar, myndbönd og ljóðlist,“ segir Bigum. Listin dauð? Þeir sem að annaðhvort þekkja list Bigums eða þá skoða hana eru ekki lengi að taka eft- ir hempuklæddu smámenni, gjarnan með orf reitt um öxlina og nefstórt með afbrigðum. Þessi dularfulla vera heitir í huga Bigums Art og er persónugervingur listarinnar og því ekki undarlegt að Art birtist skoðendum mynda Bigums í hinum fjölbreytilegustu um- gjörðum og við margs konar iðju. „Þegar ég var að komast á skrið í byrjun tíunda áratugarins heyrði ég varla annað en að listmálun væri dauð, og bara list almennt. Listin væri dauð og það yrði að finna nýjar leiðir til að túlka list ef takast mætti að lífga hana við. Þetta angraði mig og ég velti fyrir mér hvert mitt andsvar gæti verið. Nið- urstaðan var að búa til þessa veru, Art, sem er tákn listarinnar. Þannig gaf ég listinni líf , í gegnum Art, og í myndum mínum fór ég um víða völlu með Art í miðdepli og kom þannig minni túlkun á lífshlaupi listarinnar (Arts) á framfæri.,“ segir Bigum. Tímamót Martin Bigum er mikið í mun að koma því á framfæri að sýning hans á Kjarvalsstöðum marki tímamót, því nú kveður við nýjan tón. Art er horfinn af sjónarsviðinu. Margar myndir á sýningunni eru með karlinn í mið- depli. „Þetta er dæmi um listræna þróun. Art var orðinn minn persónulegi stíll, hann bauð upp á fjölda möguleika og ég hefði getað málað margar fleiri myndir með hann í aðal- hlutverki. En ég var orðinn þreyttur á hon- um. Þreyttur á því að fólk vænti ekki annars af mér en að ég málaði Art og annað væri nánast að breytast í aukaatriði. Síðustu myndina af Art málaði ég árið 2000 og þar má sjá tákn þess að hann sé í þann mund að láta plata sig inn í búr og þar verður hann geymdur. Hann fær ekki að sleppa aftur út,“ segir Bigum. En hvað hefur tekið við? „Ég komst fljótt að því að ég vildi vinna mun persónulegri verk, kanna nýjar lendur og blanda saman léttleika og alvöru. Á sýn- ingunni eru því ný verk þar sem Art er hvergi nærri og þar má sjá tilraunir mínar í að þróa með mér nýjan stíl. Í því liggur yf- irskrift sýningarinnar, „The Homecoming“ stendur fyrir að ég sé kannski loksins að koma heim úr ferðalagi, en undirtitillinn, „The World According to Art“ er hinsta kveðjan til hans.“ Við þessi orð Martins Bigum má síðan bæta að hann verður með listamannaspjall á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag klukk- an 15. Art plataður inn í búrið. Síðasta myndin með Art. Morgunblaðið/Jim Smart Martin Bigum við eitt verka sinna. Veran í miðjunni er „Art“, persónugervingur listarinnar. DÆMI UM LIST- RÆNA ÞRÓUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.