Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 3
Þ
AÐ er nú svona með hálfum
huga að maður hafi geð í sér til
að rabba um klám – allra síst
núna, um jólin. Rabbhöfundi
og lesendum til nokkurrar
sáluhjálpar kemur siðferðilegt
hugrekki þó einnig við þessa
sögu og því býr í henni eilítill
neisti í anda fagnaðarerindisins.
Hver tími og hvert menningarsamfélag
hefur tiltekin lykilgildi; grunnreglur um
hvað sé gott og slæmt, æskilegt eða óæski-
legt, leyfilegt eða bannað. Oftar en ekki eru
slík lykilgildi áþreifanleg og sýnileg á upp-
hafinn máta, t.a.m. í táknmáli lista, en al-
mennt má segja að þau gegnsýri svo daglegt
líf að við hættum að taka eftir þeim nema
eitthvað sérstakt komi til. Þannig eigum við
oft erfitt með að rýna í eigin tíma fyrr en eft-
ir að hann er liðinn og fjarlægðin hefur dreg-
ið allt fram með skarpari útlínum. Öðru
hvoru koma þó upp atvik eða umræða sem
hristir mann upp úr svefnrofunum og inn í
galbjart ljós vökunnar. Þannig atvik átti sér
stað fyrir skömmu. Atvik, sem hefði svo
hæglega getað endað með smávægilegri inn-
anhússreddingu hjá fréttastofu Stöðvar 2,
en hefur þess í stað vakið þjóðarathygli og
líflega umræðu.
Þegar Guðrún Gunnarsdóttir, dag-
skrárgerðarmaður hjá Íslandi í dag, neitaði
að taka viðtal við atvinnuriðling úr amerísk-
um klámiðnaði velti hún af stað skriðu sem
ég spái að eigi eftir að hafa mikil áhrif til
lengri tíma. Mín fyrsta hugsun, sem fyrrver-
andi blaðamanns, var að þetta væru van-
hugsuð viðbrögð hjá Guðrúnu og vart sæm-
andi fjölmiðlamanni. Hvað myndi það gera
lýðræðinu, tjáningarfrelsinu og öllum al-
mennum mannréttindum ef fréttamenn
beittu geðþótta, smekk eða öðrum ámóta
huglægum mælikvörðum við val á viðmæl-
endum dagsins? Þá gætu frétta- og blaða-
menn hæglega neitað að taka viðtöl við
ákveðna stjórnmálamenn fyrir þá eina sök
að þeir færu í taugarnar á þeim, útilokað
umdeilt fólk sem væri bara til vandræða og
þaggað niður í minnihlutahópum eftir
smekk.
Við nánari umhugsun tel ég reyndar
grundvallarmun vera á skyldum og siðaboð-
um fréttamanna, annars vegar, og dag-
skárgerðarmanna eða innblaðsfólks, hins
vegar. Og Guðrún Gunnarsdóttir er ekki
fréttamaður. Fréttamenn eru útverðir
fjórða valdsins og ber því ríkari skylda til að
viðhafa hlutleysi í öllum vinnubrögðum.
Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr öðru
fjölmiðlafólki – en dagskárgerðarfólk getur
fremur leyft sér að ritstýra og laga efni að
tiltekinni dagskrárstefnu – eðli málsins sam-
kvæmt. Ef Kastljósfólk telur t.a.m. tiltekinn
gest ekki nægilega hláturmildan og sprell-
andi til að koma í föstudagsþáttinn til sín –
þá verður sá sami að bíta í það súra epli. Það
er þeirra ritstjórnarlega frelsi því þau flytja
ekki fréttir. Ef Guðrún Gunnarsdóttir hefur
ekki smekk fyrir því að tala við einhvern
sóðakarl – þá hún um það.
En hér hangir miklu meira á spýtunni.
Þegar betur er að gáð hefur klámvæðing Ís-
lands gengið svo smurt að nú jaðrar við
klámmettun. Umræðan um útþenslu þessa
iðnaðar og hliðarafurðir hans er heldur eng-
in ný bóla. Hér í Lesbókinni hafa birst ágæt-
ar greinar um tónlistarsjónvarpið MTV og
klámvæðingu ungmenningar og foreldrar
kannast við það á eigin skinni hvað erfitt
getur verið að halda slíku efni frá augum og
eyrum blásaklausra barna. Sú varnarbar-
átta fer oft og iðulega fram yfir sjónvarpinu
heima í stofu.
Það er stór munur á kynlífi og klámi.
Mörkin á milli munúðar eða erótíkur og
kláms eru óljósari og persónubundnari – en
því almennara samþykki sem fæst fyrir því
að markaðssetja kynlíf sem hverja aðra
neysluvöru – þeim mun meiri hætta er á að
klámið nái undirtökum.
Á Íslandi er klámstríð í uppsiglingu. Þar
takast á talsmenn klámsins; misskilins
frjálsræðis og ungæðislegs hispursleysis –
talsmenn kynlífstorganna, geirar einkadans-
ins sem glotta hæðnislega að meintum
tepruskap og afturhaldssemi þeirra sem
ekki vilja kokgleypa ósómann og þakka pent
fyrir. Þetta er fólkið sem stendur á bak við
innflutning á klámmyndaleikaranum Je-
remy og bítur höfuðið af skömminni með því
að ota nú enn ítarlegri útgáfu af heimsókn-
inni sem jólagjöfinni í ár. Þetta er fólkið sem
heldur að klám sé fyndið og dugi vel til að
selja allt á milli himins og jarðar þ.á m. pizz-
ur, kaffi, rakspíra – að maður tali ekki um
tónlist.
Það er annars merkileg stúdía í sjálfu sér
hvað auglýsendur tiltekinna kaffitegunda
eru ginnkeyptir fyrir því að hafa klámhunda
sem sína talsmenn. Ein er mér sérstaklega
minnisstæð og hefur hljómað í útvarpi um
nokkurt skeið. Þar er auglýst tiltekin kaffi-
tegund sem hægt er kaupa rjúkandi heita á
ákveðnum bensínstöðvunum. Nærtækasta
líkingin virðist hafa verið að nota mann sem
hringir í kynlífslínu og verður óður og upp-
vægur við að heyra ísmeygilega lýsingu á
hinu ómótstæðilega kaffi. Viðskiptum mín-
um við hinn sniðuga kaffiheildsala lauk sama
dag og ég heyrði þennan ömurlega leikþátt.
Annað dæmi er klámblöðin, sem stillt er upp
í matvöruverslunum þar sem börn geta séð
þau, nýjasta forsíða Undirtóna þar sem áð-
urnefndur atvinnuriðill, Ron Jeremy, klæm-
ist á jólasveininum og enn eitt úr daglegu
umhverfi er auglýsing á heimsending-
arþjónustu pizzafyrirtækis þar sem áfjáð
karlmannsrödd lýsir því hvernig hann vilji
„fá þær tvær í einu“ og annað í þeim dúr svo
ekki fer á milli mála að hér er verið að tala
tungumál klámsins.
Þetta snýst nefnilega – eins og svo margt
annað – um það tungumál sem við tölum.
Tungutak og líkingar klámsins eru orðnar
íslensku samfélagi tamari en svo að maður
geti orða bundist. Það var heldur ekki að
ófyrirsynju að íslenskir tónlistarmenn vís-
uðu til samanburðar við skattlagningu á
klámblöðum þegar þeir vekja athygli á rétt-
indamálum sínum. Það var þó ekki bara til-
raun til að sýna andstæða póla – heldur und-
irstrikar þetta enn og aftur hvað klámið er
orðið okkur töm tilvísun og líking.
Það þarf ef til vill ekki mikinn kjark til að
fylgja eigin sannfæringu. En á tímum þegar
andstæðingar kláms eru vændir um tepru-
skap og gamaldags forræðishyggju þarf sið-
ferðilegt hugrekki og staðfestu til að spyrna
við fótum. Bakslagið, sem nú einkennir jafn-
réttisbaráttuna og lýsir sér í ótrúlega mark-
vissum tilraunum til þess að þagga niður í
röddum kvenna, er grein af sama meiði og
klámvæðingin. Um leið og grafið er undan
gildum framsýnnar jafnréttisstefnu með
vanhugsuðum frösum líkt og þeim sem
gjarnan hafa heyrst í tengslum við rýran
hlut kvenna í prófkjörum undangenginna
vikna – er kláminu óbeint gefið undir fótinn.
Það er aðeins eitt að segja að lokum: Guð-
rún Gunnarsdóttir, flott hjá þér stelpa!
KJARKUR
OG KLÁM
RABB
S V A N H I L D U R
K O N R Á Ð S D Ó T T I R
skonn@rhus.rvk.is
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
HEIMSMYND
Að jörðin sé eins og boltinn minn brúni
og blái himinninn endalaus,
að allt sé á hvolfi í Ástralíu
svo þar verði bæði strákar og stelpur
að standa á haus,
það stangast á
við allt sem ég þekki
og þess vegna trúi ég
þessu ekki.
Það skilja flestir
án flókinna raka
að jörðin er
eins og pönnukaka
með augu og göt,
óslétt en flöt,
rétt eins og ég er að reyna að baka.
Og himinninn,
það er heiðblá skál
sem er hvolft yfir kökuna.
Einfalt mál!
Böðvar Guðmundsson (f. 1939) hefur gefið út skáldsögur, smásögur og ljóð.
Ljóðið Heimsmynd er úr nýrri Barnabók hans er nefnist Krakkakvæði.
Lifandi vinurinn
heitir jólasaga eftir Steinunni Sig-
urðardóttur sem segir frá göml-
um manni sem fer í grasagarðinn í
Laugardal á aðfangadag jóla til að
hitta gamlan vin.
Egill, Snorri og
höfundurinn
nefnist grein eftir Guðrúnu Nordal þar
sem hún fjallar um Egils sögu í ljósi til-
rauna til að ákveða höfund hennar. Guð-
rún segir að hvað sem öllu tali um Snorra
sem höfund sögunnar líður skrifaði hann
ekki þá Egils sögu sem við lesum í út-
gáfum í dag. Eða í þeirri útgáfu sem kom
út á haustdögum undir nafni hans.
Rökkrið
er þannig í huga okkar þegar við erum
forvitin börn í leit að hughrifum og höf-
um skotist frá vinnu og falið okkur inni
í stofu hjá fortíðinni á meðan fuglarnir
syngja úti, kýrnar baula og hanarnir
gala,“ segir Guðbergur Bergsson í hug-
leiðingu um skammdegið.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur sem nefnist Móðir með barn.
Eggtempera á tré, 2002.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Einar Már
Guðmundsson
hefur sent frá sér þriðju bókina í sagna-
bálkinum sem hófst með Fótsporum á
himni. Nýja bókin heitir Nafnlausir vegir og
ræddi Þröstur Helgason við höfundinn um
sagnagerðina og ferðina aftur í tímann.