Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 E GILS saga Skallagrímssonar eftir Snorra Sturluson kom út á haustdögum. Þann tíma- mótaviðburð hljótum við að íhuga vel og vandlega. Höf- undar Íslendingasagna hafa lengi verið okkur hugleiknir. Það hefur virst ein- hvern veginn óhugsandi að enginn þekktur snillingur ætti heiðurinn að ritun sagna eins og Eglu, Njálu, eða Laxdælu. Leitin að höfundinum hefur komið huganum á flug, og jafnvel skerpt hugsun okkar um sögurnar sjálfar. En á hinn bóginn er ekki síður heillandi að enginn viti hver skóp þessi sérstæðustu verk íslenskra bók- mennta; að enginn eigi þau. Fá bókmenntaform virðast í fljótu bragði ólíkari en Íslendingasaga og dróttkvæð vísa. Stíll sagnanna meitl- aður í munnlegri frásagnarlist, virðist oftast einfaldur, markviss og vífil- lengjalaus – þó að hann geti vissulega verið margræður. En vísurnar sprottnar upp úr lokuðu umhverfi hirðar og síðar skólalærdóms, eru hins vegar torskildar, flóknar í formi og þrífast á margslungnu myndmáli. En hvað gerist svo þegar þessi tvö form mætast í sögunum? Er saga sem geymir vísur ekki annars konar texti en saga án vísna? Vísa lýtur öðrum lögmálum en saga, og kallar á annars konar lestur og íhugun. Af hverju samþykktu áheyrendur – og síðar les- endur – þetta skrýtna stefnumót og fasta samband. Varð samruni, eða vindur tvennum, eða jafnvel fleiri sög- um fram? Það er merkilegt hve lítið hefur í raun verið rætt um þá formlegu til- raun sem gerð er í sögum af skáldum, ekki síst í Eglu. Hún sker sig að mörgu leyti frá hinum skáldasögun- um, ekki síst vegna þess að söguhetj- an er engri annarri lík. Egill er skáld en honum heppnast aldrei að verða hirðskáld í Noregi, gamla heimaland- inu, jafnvel þó að hann verði sótt- dauður á níræðisaldri. Þetta er sagan um skáldið sem dáð er á Íslandi og Englandi, en flytur aldrei lofkvæði fyrir norskan konung að hætti hirð- skálda. Þegar Egill flytur loks Höf- uðlausn sína í Jórvík er snaran um háls honum. Saga skáldsins og mannsins er mikil tragedía. Kontra- punkturinn í þeirri sögu er skáldskap- urinn, ekki aðeins lausavísurnar held- ur umhugsun um skáldskap, ef svo má að orði komast, og læt ég þá vera að kalla fram þau fjölmörgu stef sem hljóma í því margradda verki sem Egla óneitanlega er. Þess vegna er ekki hægt að fjalla um söguna án þess að skilja hlut vísnanna í frásögninni, ekki aðeins merkingu þeirra heldur einnig hljómfallið. 2. Áður en lengra er haldið er líklega rétt að átta okkur aðeins á þeirri Eglu sem við leggj- um til grundvallar þegar við íhugum ritun hennar á fyrra helmingi þrettándu aldar, og mátum Snorra Sturluson við höfundinn. Eins og við vitum er nafn höfundarins hvergi nefnt í neinu riti, og efni Egils sögu ekki til um- ræðu í öðrum sögum. Egils Skallagrímssonar er hvergi getið í konungasögum, enda ekki við öðru að búast í ljósi fjandsamlegra sam- skipta hans og Eiríks blóðaxar. Hann varð aldrei skáld Hákonar Aðalsteinsfóstra, jafn- vel þó að samskipti þeirra væru vinsamlegri. Egla er þannig stök í textalegu samhengi, en það er ekki einsdæmi um Íslendingasögur. Nú vill svo til að varðveist hefur brot af handriti Eglu frá miðri þrettándu öld. Þetta fræga brot – Þetubrotið sem er nú á sýningu í Þjóðmenningarhúsi – geymir elstu leifar handrits Íslendingasagna. Athugun á texta þessa gamla brots sýnir vel að texti sögunnar hefur breyst töluvert á þeim hundrað árum sem liðu þar til Möðruvallabók var rituð und- ir miðja fjórtándu öld – en hún geymir þann texta sem jafnan hefur verið lagður til grund- vallar útgáfum sögunnar. Af samanburði er ljóst að skrifari Möðruvallabókar geymir knappari texta, og þar eru vísurnar ekki í eins góðu horfi. Þær þrjár vísur sem varð- veittar eru í Þetubrotinu eru hins vegar ljós- ar og ekkert brenglaðar. Sá sem hefur skrif- að þær hefur skilið skáldamálið, skilið vísurnar. Meðal þeirra voru þó flóknar vísur, eins og þær sem fela nafn Ásgerðar Bjarn- ardóttur. Ef við erum skotin í þeirri hugmynd að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagríms- sonar, þá verðum við að viðurkenna að hann skrifaði ekki þá Egils sögu sem við lesum í útgáfum í dag. Eða í þeirri útgáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans. Ekki að- eins stíll sögunnar hefur breyst, heldur er ekki vitað hvort vitnað hafi verið til kvæð- anna, Sonatorreks, Höfuðlausnar og Arin- bjarnarkviðu, í heilu lagi í Egils sögu ef marka má örlög þeirra í handritum sögunnar. Ég býst við að við séum sammála um að án þessa kveðskapar breyti Egils saga nokkuð um svip, og þar með persóna Egils. Í kvæð- unum kemur t.d. glíma Egils við Óðin fram, en hún er undarlega fjarri heimi lausavísn- anna. Hverjir bættu þessum kvæðum inn síð- ar, og af hverju? Nú er ástæða til að glöggva sig aðeins á þeim áheyrendahópi sem kallaði á ritun Egils sögu í upphafi þrettándu aldar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að sagan hafi orðið til á Vesturlandi, meðal afkomenda Mýramanna, og meðal Sturlunga. En að mínu áliti eigum við að standast þá freistingu að nafngreina ákveðinn höfund, við eigum að nema staðar í leitinni að höfundinum, því að um leið og við nefnum hann hefur Egils sögu verið mark- aður bás sem henni var ekki ætlaður. Sagan er ekki höfundarverk eins manns. Handritin sýna okkur þvert á móti að sagan breyttist í meðförum nýrra kynslóða, svo að erf- itt er að draga upp mynd af þeirri Eglu sem fyrst varð til í Borgarfirði á fyrra helmingi þrettándu aldar. Saga Egils er tengd ritun kon- ungasagna. Hún sprettur upp úr sama umhverfi og Heimskringla og höfundurinn hefur skáldskap um konunga á heilanum. Sagan villir þó ekki á sér heimildir, að því leyti að hún er klárlega Íslendingasaga; jafn- vel þó að sögusviðið sé oftast nær út- lönd, nánar tiltekið Noregur. Það er kannski ástæða til þess að rifja upp að höfundar Íslendingasagna, þ.e. þeirra sagna sem hafa hirðskáld sem aðalpersónu, blanda hirðkveðskap þeirra ekki inn í þær sögur sem segja af þeim sjálfum. Þannig fjallar Kor- máks saga um skáldið ástsjúka og vísurnar um Steingerði og persónu- leg átök hans, en ekki um Kormák við hirð konunga. Og ekki er vitnað til sama kveðskapar eftir hann í Kor- máks sögu og í Heimskringlu. Þannig eru skýr mörk – að því er virðist – á milli vísna sem rata í Íslendingasögur og konungasögur, og í því vali kemur fram mat á heimildagildi vísna í þess- um tveimur sagnaflokkum. Landa- mærin milli bókmenntategunda eru greinanleg að þessu leyti, en um leið afhjúpast djúpur og glöggur skiln- ingur á eðli lausamáls og viðhorf til söguefnis. Snorra Edda tilheyrir heimi kon- ungasagna. Snorri Sturluson vitnar lítið sem ekkert í vísur eftir hetjur Íslendingasagna í Skáldskaparmálum Snorra Eddu, heldur hefur mestan áhuga á dæmum úr viðurkenndum vísnabanka konungasagna. Hann segist sjálfur vitna til höfuðskáld- anna, en það voru skáldin sem hlotið höfðu opinbera viðurkenningu kon- unga – og þar með höfunda kon- ungasagna. Þau eru t.d. nefnd í Skáldatali, fyrstu bókmenntasögu Ís- lendinga eins og Bjarni Guðnason lýsti verkinu. Snorri fylgir kanón konungasagnanna – sem hann sjálfur átti þátt í að skapa í Heimskringlu – og menningarpólitískum skilningi sínum á sannfræði og heimildum. Undantekningarnar frá vinnureglu Snorra eru því mjög athyglisverðar, og sú fyrirferðarmesta er Egill Skallagrímsson. En til hvaða vísna Egils vitnar hann? Í Konungsbók Snorra Eddu er níu sinnum vísað í dæmi úr kveðskap Egils til að skýra myndmál dróttkvæða, og nú vill svo til að Snorri grípur einkum til löngu kvæð- anna sem trúlega tilheyrðu ekki Egils sögu í öndverðu. Kvæðanna þriggja Sonatorreks, Höfuðlausnar og Arinbjarnarkviðu. Kvæða sem voru viðurkennd höfundarverk Egils á dögum Snorra, en áttu þó hvergi heima í konungasögum, og rötuðu ekki einu sinni inn í Eglu í heilu lagi, ekki fremur en önnur kvæði Egils, svo sem Skjaldardrápa, Beru- drápa og drápan um Aðalstein Englandskon- ung. Auk þess vitnar Snorri í tvær lausavís- ur, eina sem geymdi fallega kenningu um sumarið, dals miskunn fiska, og sem hefst með orðunum Upp skulum órum sverðum og lýsir árás Egils og Þórólfs á Lund; hins veg- ar vísu orta við hirð Aðalsteins konungs. Mér finnst ástæða til að taka það alvarlega að Snorri telji Egil vera höfund Arinbjarn- arkviðu, Höfuðlausnar, og Sonatorreks. EGILL, SNORRI OG HÖFUNDURINN Sonatorrek; Egill sækir lík Böðvars sonar síns. Myndlýsing Jóns Axels Björnssonar. Úr ritsafni Snorra Sturlusonar „Ef við erum skotin í þeirri hugmynd að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar, þá verðum við að viðurkenna að hann skrifaði ekki þá Egils sögu sem við lesum í útgáfum í dag. Eða í þeirri út- gáfu sem kom út á haustdögum undir nafni hans.“ E F T I R G U Ð R Ú N U N O R D A L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.