Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.2002, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 2002 11
Hvort er Biblían trúar-
eða siðfræðirit?
SVAR: Orðið Biblía er fleirtölumynd af orð-
inu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni
á helgiritasafni kristinna manna því það er í
raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem
skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið
(39 rit) og Nýja testamentið (27 rit).
Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögu-
legum uppruna má skipa ritum Biblíunnar
með ýmsum hætti í flokka. Gyðingar skiptu
ritum sínum í þrjár deildir: Lögmálið, spá-
mennina og ritningarnar. Fyrsti flokkurinn
náði yfir Mósebækurnar fimm. Annar flokk-
urinn var tvískiptur. Náði hann yfir rit sem
nú á dögum væru einkum talin söguleg, það
er Jósúa- og Dómarabók auk Samúels- og
Konungabóka er kölluðust eldri spá-
mannaritin og auk þess svokölluð yngri spá-
mannarit sem bera nöfn einstakra spámanna
og segja frá boðun þeirra og starfi. Síðasti
flokkurinn náði loks til þeirra rita sem þá
voru eftir eins og Sálmanna, Orðskviðanna,
Ljóðaljóðanna og Prédikarans.
Í fræðilegri skiptingu ritanna nú á dögum
eru flokkarnir fleiri. Oft er rætt um frásagn-
arrit og lögbækur, ljóðræn rit, spekirit, spá-
mannarit og heimsslitarit. Ritum Nýja testa-
mentisins má hins vegar skipa í færri og
samstæðari flokka: Í fyrsta lagi guðspjöll (og
Postulasöguna), í öðru lagi bréf og í þriðja
lagi opinberunar- eða heimsslitarit (það er
Opinberun Jóhannesar).
Auk þessara almennu atriða ber að hafa í
huga að einstök rit Biblíunnar, einkum
Gamla testamentisins, eru safnrit sem urðu
til á löngum tíma fyrir tilverknað margra
safnenda eða „ritstjóra“ og í heild sinni
spannar ritasafnið hugmyndasögu óralangs
tímabils.
Þegar þetta er haft í huga er ljóst að
textar Biblíunnar eru fjölþættir. Þar er að
finna efni sem nú á dögum væri flokkað sem
ljóð, lagagreinar, heimspeki, ættfræði, þjóð-
sögur, trúarjátningar, helgitextar, prédik-
anir, sagnfræði og ótal margt annað.
Af þeim sökum kann að orka tvímælis að
segja að Biblían í heild sinni sé til að mynda
„siðfræðirit“ ef við eigum þá við rit sem
heldur fram samstæðum siðaboðskap sem sé
til eftirbreytni. Margt í efni Biblíunnar getur
meira að segja orkað tvímælis eða orðið til
ásteytingar út frá þeim bæjardyrum skoðað.
Á sama hátt má segja að margt í Biblíunni
kann að falla utan þess sem við nú á dögum
mundum vilja flokka undir „trúarrit“ eða
guðfræði í þröngum skilningi. Margir munu
því einkum vilja skoða hana sem safn sögu-
legra rita eða samsafn lífsspeki af einhverju
tagi. Er þá komið að túlkun einstakra les-
enda á ritunum og tilgangi þeirra með að
lesa þau.
Frá kirkjulegu sjónarhorni má þó ugglaust
segja að Biblían sé fyrst og fremst „trúar-
rit“. Í flestum ritum hennar og einstökum
textum eða ritabrotum er skammt í glímu
manna við Guð eða glímu Guðs við menn. Er
þar átt við hina fornu Ísraelsmenn, Gyðinga
og loks kristna menn. Í þeim anda les kristin
kirkja að minnsta kosti upp valda texta úr
hinum ýmsu ritum Biblíunnar í guðsþjón-
ustum sínum enn í dag og ætlar þeim að
varpa ljósi á glímu okkar við Guð.
Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við HÍ.
Getur maður einhvern tímann
orðið fullmenntaður?
SVAR: Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið
svar við þessari spurningu því orðið full-
menntaður er hægt að skilja á fleiri en einn
veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum
svörum við spurningunni.
1. Fullmenntaður getur merkt að maður
hafi næga menntun í einhverju fagi eða
námsgrein til að hann geti gengist undir
lokapróf, útskrifast, hlotið starfsréttindi,
prófgráðu eða titil af einhverju tagi. Ef orðið
er skilið svona er svarið við spurningunni
„já“.
2. Ef menntun merkir lærdóm af því tagi
sem miðlað er í skólum þá má skilja orðið
fullmenntaður svo að maður sé fullmennt-
aður í einhverri grein þegar hann hefur lært
hana til hlítar, þannig að ekki sé hægt að
læra meira í henni. Nær allar greinar lista,
tækni, vísinda og fræða eru umfangsmeiri en
svo að einn maður geti numið þær til hlítar.
Þekking á flestum sviðum þróast líka og vex
svo jafnvel þótt einhver kynni skil á allri
speki sem nú er til á einhverju sviði væri
hann ekki endilega fullnuma í þeim skilningi
að hann gæti ekki bætt við þekkingu sína.
Hann gæti gert það með því að afla sjálfur
nýrrar þekkingar eða fylgjast með nýjum
hugmyndum annarra sérfræðinga í greininni.
3. Orðið menntun er ekki aðeins notað um
lærdóm á tilteknum sviðum eða nám í ein-
hverjum námsgreinum, heldur líka um ýmsa
mannkosti eins og smekkvísi, hagleik, víð-
sýni, yfirsýn yfir margar fræðigreinar og
ratvísi um heim vísinda, tækni, félagsmála
og menningar. Það er afar ólíklegt að nokk-
ur maður nái fullkomnun í öllu þessu og
verði „fullmenntaður“ í þeim skilningi að
hann geti ekki þroskað þessa mannkosti enn
meir. Mér þykir ólíklegt að menn viðhaldi
þeim kostum sem hér voru nefndir öðru vísi
en með sífelldu námi og stöðugri leit. Ég
held því að það vanti eitthvað á að sá maður
sé fullmenntaður sem telur sig vera það og
er af þeim sökum hættur að reyna að auka
vit sitt og þroska.
Atli Harðarson, heimspekingur og kennari
við Fjölbrautaskóla Vesturlands.
HVORT ER BIBL-
ÍAN TRÚAR- EÐA
SIÐFRÆÐIRIT?
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur, hvað er
erfðamengun, hvernig þróaðist líf á fornlífsöld,
eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak og tapa lög
eða önnur gögn gæðum við flutning milli tölva? Þessum spurningum og
fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum.
VÍSINDI
Morgunblaðið/Ásdís
Hvernig bók er Biblían?
Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin
en orrustan geisar í heitu höfði okkar
í miðju hverju landi lýstur fylkingum saman
og sérhvert lágt hús er sundurtættur vígvöllur
óvona og vona – þannig er þetta vor
er tré lifa í ljósi og þjótandi vindsveip
stöðug í stormi iðandi í andvara kvöldsins –
hvar mætti geymast á hausti þeirra dæmi?
Píslarvottar og hetjur: þið sem einn dag áttuð
allt undir böðli og presti ykkur var gefin
sú von sem flytur fjöll og þessvegna risuð
þið æðrulausir – í örvon sem skekur fjöll
öndverðir gegn hinu ómennska gegn hinu ómælda
og smátt varð það ykkar augum: dæmi ykkar
mun geymast að hausti og ári og um aldir
píslarvottar og hetjur sá Fönix sem fæðist
von iðandi í ljósi. Lágvær rómur
blóðs undir óvarðri húð í gagnsæju hjarta
manna og goða mál og dulmál eilífðar
eins lífs: af anda manns og í líkingu jarðar.
(Hendur og orð, 1959.)
Ef til vill má líta á öll ljóðin í bók Sigfúsar Daðasonar Hendur og orð semeins konar samfelldan ljóðabálk, þar sem innangengt er milli einstakraljóða, og þau kallist á í ýmsum sameiginlegum hugmyndum. SérstaðaSigfúsar meðal íslenskra skálda hefur meðal annars verið fólgin í
tengslum við franska og rómanska ljóðagerð. Myndmál hans er oftlega fremur
einfalt á ytra borði, og einhvern tíma nefndi Eysteinn Þorvaldsson „hátíðlegt lát-
leysi“ í þessu sambandi, og er vel til fundið. En þó hefur mörgum reynst nokkur
glíma að ráða í þessi ljóð, sem kallast mega stundum myrk og torræð. Og reynd-
ar eru þau ósjaldan þrungin eins konar mælsku þótt þau séu ekki orðmörg. Eft-
irtektarvert er hversu oft mælandi þessara ljóða ávarpar viðmælendur í fleirtölu
(og stundum ærið hátíðlega) og þannig má líta á þau sem eins konar heim-
spekileg samtöl. Í ljósi alls þessa skal strax játað, að túlkun þessa lokaljóðs er
engan veginn auðveld viðureignar, enda verður ekki gerð krafa til þess að út-
legging mín hljóti að vera rétt og gild í öllum atriðum.
Þetta ljóð er bundnara eigindum hefðar í ljóðformi en flest önnur í bókinni og
til að mynda er stuðst við stuðlasetningu, þótt persónuleg sé. Meginreglan er
tveir stuðlar í hverju vísuorði, en þó er brugðið út af því (t.d. í þriðju línu annars
erindis og fyrstu línu fjórða erindis). Hvert erindi er fjögur svo til jafnlöng vísu-
orð, en ekki þó alveg. Myndmál er yfirleitt ljóst og orðaforði ekki torskilinn sem
slíkur. Í upphafslínunni er beitt eins konar myndhverfingu og orðið hræeldaður
er samsetning sem skáldið hefur sjálft smíðað, og ætti tæpast að misskiljast.
Fönix var í egypskri goðafræði tákn sólarguðsins og hinnar daglegu hringfarar
sólar og árlegra flóða Nílar. Þessu sneru Grikkir, Rómverjar og kristnir menn í
hið algenga tákn fuglsins sem á ákveðnum fresti brennur í eldi en rís aftur ný-
skapaður úr öskunni, og stendur því fyrir upprisu og endurnýjun. En þótt þetta
megi allt skilja sæmilega vel, er hin dýpri merking ekki eins ljós, fremur en í
mörgum öðrum ljóðum Sigfúsar.
Þegar ég las fyrst upphaf þessa ljóðs, datt mér strax í hug samtal í lok 23. kafla
Atómstöðvarinnar eftir Halldór Laxness þar sem Ugla spyr Búa Árland hvort
Ísland hafi verið ofurselt atómstríði. Hann svarar: „Átökin eru milli tveggja
grundvallaratriða, sagði hann: vígvöllurinn liggur eftir öllum löndum, öllum sjó,
öllu lofti; en einkum þó gegnum miðja vitund okkar sjálfra“ (Atómstöðin 1948,
bls. 250). Þetta svar lýtur auðvitað ekki aðeins að atómstríði, heldur hlýtur það
að teljast miklu víðtækara, og beinist að lokum að innri átökum mannsins, okkar
sjálfra, í eigin glímu við mannlegt eðli og manndóm.
Sigfús Daðason beitir sterkum andstæðum og er rétt að taka sérstaklega eftir
óvon – von, von – örvon annars vegar og hins vegar píslarvottur, hetja – böðull,
prestur. Hin raunverulega barátta mannsins er innra með honum og þar er hon-
um teflt fram á „sundurtættan vígvöll óvona og vona“. Þeirri baráttu er líkt við
líf trjánna er standa stöðug af sér óveður og eru síðan iðandi af lífi laufblaðanna
„í andvara kvöldsins“. Og skáldið spyr hvar finna megi hliðstætt dæmi í lífi
mannsins.
Og svarið kemur óðar: píslarvottar og hetjur, sem skáldið ávarpar. Við erum
vön því að talað sé um að trú geti flutt fjöll, en hér er það vonin. Böðullinn og
presturinn standa sem tákn fyrir pólítíska og trúarlega – eða réttara sagt – ver-
aldlega og andlega, ytri og innri kúgun. Í örvæntingu sinni, örvon, gefast hetjur
og píslarvottar ekki upp, heldur rísa „gegn hinu ómennska gegn hinu ómælda“,
hefja sig yfir örlög sín líkt og þau séu smámunir. Slíkir menn falla reyndar fyrir
kúguninni, en ekki í uppgjöf, og því endurfæðast þeir eins og fuglinn Fönix, að
vísu ekki sjálfir, heldur sem „von iðandi í ljósi“ – sem má skilja sem lífsvon
mannkyns, von um réttláta tilveru. Það er hinn lágværi „rómur blóðs“. Óvarða
húð og gagnsætt hjarta skil ég sem svo að engin afmörkum sé á milli ytri og innri
veruleika. Þar býr „dulmál eilífðar eins lífs“ – vonin um og trúin á ódauðleika lífs-
ins. Sú niðurstaða leiðir hugann að öðrum stað í sömu bók, þar sem segir:
„Og hin mesta gleði þegar sá tími kom að við vissum að hendur okkar og orð voru
lifandi og fullkomin en ekki aðeins hendur og ekki aðeins orð“ (Hendur og orð
IX).
SIGFÚS DAÐASON
HENDUR OG
ORÐ XXV
LJÓÐRÝNI
N J Ö R Ð U R P. N J A R Ð V Í K