Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 16. mars 1989
litilræði
Af Stjörnubylgiu
Aö hugsa sér.
Bylgjan og Stjarnan, þessar tvær „frjáls-
ustu“ útvarpsstöövar þjóðarinnar, gengnar í
eina sæng, búnar að „sameinast“ eöa eins-
og segir í fréttatilkynningu fjölmiöla:
„Samkeppnin hlaut að enda meö samein-
ingu því viö vorum eiginlega aö kroppa aug-
un hvorúröðrum meðan Ríkisútvarpiödafn-
aöi.“
Og í DV segirorðrétt: „Sameiningin gekk
fIjótt og vel fyrir sig þegar menn settust niö-
ur í alvöru ..
Þetta gefur ótvírætt til kynna aö menn
hafi sífellt verið aö setjast niður „í ganni“,
einsog krakkarnir segja, og hvorki hafi
gengið né rekið meðan glensið og grínið var
í fyrirrúmi og menn voru að kroppa augun
hver úr öðrum í heilbrigðri, eðlilegri og
frjálsri samkeppni með sjálft markaðslög-
málið að leiðarljósi.
Tilfinningar mínar eru, á þessari örlaga-
stundu Stjörnunnar og Bylgjunnar, dálítið
blendnar.
Ég held þó, þegar betur er að gáð, að ég
fagni þessari sameiningu frekaren hitt. Ég
veit eiginlega ekki hversvegna en ég sem-
sagt held það bara.
Mér fannst tildæmis alltaf ákaflega
óþægilegt þetta með útvarpið í bílnum mín-
um, sem hefur eina átta takka og alla stillta
sinn á hverja rásina. Sama virtist vera á
hvern takkann ýtt var, allar voru rásirnar að
spila sama lagið, sama jukkið, einsog ég
stundum kalla það og ég tók það oft afar
nærri mér að vita ekki hvort ég var að hlusta
á Bylgjuna eða Stjörnuna.
Eftir breytinguna veit maður að það eru
bæði Stjarnan og Bylgjan sem eru áog spila
sama lagið saman en þó á sitt hvorri rásinni
einsog áður.
Nú, þó að þessi sameining eigi ef til vill
ekki eftir að hafa nein afgerandi áhrif á líf
mitt og tilveru, þá veit ég um marga, sem
ekki geta verið án þess að hafa í eyrunum
svona einhverskonar viðstöðulausa „hljóm-
list“ með orðaflaumsívafi. Mér skilst að
fólki finnist voða notalegt að vera sífellt að
hlusta á útvarp án þess að vera að hlusta á
útvarp.
Ég erafturámóti svolítið Qjöruvísi, gamall
í hettunni og lifi illa í takt við tímann.
Ég hlusta helst ekki á útvarp, nema ég sé
að hlustaá það. Og þessvegna slekk ég á út-
varpinu þegar ég er ekki að hlusta á það.
En semsagt ég gleðst með strákunum í
Stjörnunni og Bylgjunni, ef þeim finnst
gaman að sameinast, en verð hnugginn ef
þeim leiðist að sameinast og verða hnuggn-
ir útaf því að veraekki áfram í þeirri dýrðlegu
frjálsu samkeppni sem þeir hafa lengi verið
svo ólatir við að lofsyngja.
Á háskólaárum mínum reyndi ég svo
sannarlega eitt og annað, bæði heimspeki,
tannlækningar og guðfræði, ef ég man rétt,
og hafnaði svo í hagfræði einsog gengurog
hef búið að því námi æ síðan.
Ég varð að vísu aldrei hagfræðingur, en
það var ekki hagfræðinni að kenna heldur
öllu heldurþvíað hagfræði láaldrei sérstak-
lega vel fyrir mér, þó fæstir mundu trúa því
núna og síst af öllu þeir sem vita hvernig
veraldlegum högum mínum er háttað í dag.
En hagfræði á bókum er nú eitt og nef fyr-
irveraldlegri velgengni annað, einsog dæm-
rn sanna.
Það var í hagfræðinni sem augu mín opn-
uðust fyrir öllum þeim dásemdum sem eru
sprottnar af nokkru sem kallað hefur verið
„frelsi“.
Frjálshyggjan var höfuðið og eftir því
dönsuðu svo limirnir: frjáls samkeppni,
frjáls hugsun, frjáls álagning, frelsi til orðs
og æðis og jafnvel frjálsar ástir, þó þær
væru nú að vísu ekki hagfræðilegt hugtak
nema þegar þær voru stundaðar í ábata-
skyni.
Það var eiginlega frjáls samkeppni sem
heillaði mig mest, kenningar sem kallaðar
voru markaðslögmál og fjölluðu, meðal
annars, um framboð og eftirspurn.
Mérfannst meiraen líklegt að „hinirhæf-
ustu“ gætu með klókindum og kunnáttu
framleitt ódýrari og betri vöru en hiniróhæf-
ari og bætt þannig kjör almennings með
lækkuðu vöruverði og meiri gæðum.
Þetta var áður en ég fattaði að málið er
bara ekki svona einfalt.
Sannleikurinn er sá að markaðslögmál
byggt á frjálsri samkeppni er á íslandi, þeg-
ar best lætur, bara geggjað hugtak á bókum
eða í munni hálfgeggjaðra manna.
Allir „vitibornir" framleiðendurog forretn-
ingsmenn sameinast um hagsmuni sína og
koma sér saman um verðlagið, ef ríkið ekki
tekur af þeim ómakið.
Og í dag er ég svo undur glaður, vegna
þess að forráðamenn Stjörnunnarog Bylgj-
unnar, sem áður voru helstu málpípur
frjálsrar samkeppni, eru nú búnir að snúa
baki við frjálshyggjunni og komnir undir
einasæng þarsem þeirgetaverið góðirvin-
ir og elskulegir, spilað sama lagið saman,
aftur og aftur, og hætt að klóra augun hver
úr öðrum.
Og svo getur þjóðin, í notalegum fíling,
hlustað á Stjörnuna og Bylgjuna saman, á
sitthvorri rásinni.
Já haldið uppteknum hætti og hlustað,
sér til yndisauka, án þess að vera að hlusta.
Guð láti gott á vita.
Og hjartanlega til hamingju.
• Allt að 7 sæti.
• Aflmikil 12 ventla vél.
• Framdrif.
• Rafmagnsrúður og læsingar og
annar lúxusbúnaður
• Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive
• Hagstætt verð og greiðslukjör
771 BÍLABORG HF
ArfT FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99