Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 2
. *• , f ¦* c r i V i ¦rcrijlíPl1T1l H Fimmtudagur 16. mars 1989 PRESSU ÞORSTEINN HÖGNI GUNNARSSON Hefurðu veitt því athygli að götur bæjarins hafa orðið-vitni að skyndilegum litagusum í ökklahæð upp á síðkastið. Tískuheimur- inn hefur nefnilega fundið nýjungagirni sinni nýjan vettvang þar sem sokkar eru annars vegar. Núna má finna alla liti regnbogans saman komna á ökklum fólks. Reiknaðu með að sjá enn fleiri sokka sem ættu frekar heima í teiknimyndum á næstu mánuðum. Enda kominn tími til að hvíla hvitu iþróttasokkana, ekki satt? Þessi smávaxni bilaáhugamaður vildi eignast bjölluna sem hring- snerist i höfði styttunnar, enda örugglega með nytsamlegra verk- efni fyrir bílinn í huga. Andrea Gylfadóttir söngkona virðir fyrir sér nýju linuna i heimilistækjur Kjarvalsstaða. velkomin í heiminn 1. Andri heitir þessi kyrrláti pilt- ur sem fæddist 5. mars siðastlið- inn og vó þá 16 merkur og var 53 sm langur. Foreldrar hans, þau María Gunnarsdóttir og Gérard Lemarquis, eíga tvo stráka fyrir. 2. Þessi myndarlegi snáði kom i heiminn 6. mars síðastliðinn og var þá 51 sm langur og vó 15,5 merkur. Lára Sigurðardóttir og Rúnar Ólafsson eru stoltir foreldr- ar piltsins, en þetta er annað barn þeirra. HEYBAGGAR OG FRANSKBRAUfl Á KJARVALSSTÖÐUM Áhöld voru meðal gesta um það úr hvaða landsfjórðungi þetta úrvals- hey væri komið. Síðastliðinn laugardag var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlits- sýning með verkum þeirra listamanna sem kenndu sig við íslensku listhreyf- inguna SÚM á árunum 1965—72. Þegar verkin litu fyrst dagsins Ijós var ekki laust við að velsæm- iskennd íslenskra listunn- endaværi illilegamisboð- ið. Viðbrögð opnunar- gesta núna voru ekki al- veg eins sterk, en samt máttu sum verkin láta sér lynda tortryggnislegar augngotur viðstaddra. LjósmyndariPRESSUNN- AR, Einar Ólason, festi nokkur verk á filmu. Upptökur á lokastigi hjá Sykurmolunum. Einar Örn að æfa sig fyrir fyrirhugaða heimildamynd um rússneskar limósínur. HUMARÍSÝRLANDI Svo virðist sem stærsta spurningin í herbúðum Sykurmolanna þessa dagana snúist um heiti nýju plötunnar sem þeir leggja síðustu hönd á í hljóðveri Stúdíó Sýrlands á allra næstu dögum. Að sögn talsmanna þeirra eru ýmis nöfn í sigtinu, s.s. „Time to Suffer" eða „Humar eða dauði". Við verðum samt að bíða róleg ef tir endanlegri naf ngif t, því platan verður ekki gef in út fyrr en í september. Málverndarsinnar geta svo fengið séríslenskt eintak af plötunni, því ásamt enskri útgáfu verður platan gefin út hér heima með íslenskum textum. Næst á dagskrá, eftir að vinnslu plötunnar lýkur, er heimsókn til Banda- ríkjanna, þar sem Sykurmolarnir munu slást í sameiginlega tónleikaför með bresku hljómsveitunum New Order og P.I.L. Því næst er ráðgert að leggja annað stórveldi heimsins að velli með nokkurra daga ferð til Sovét- ríkjanna, þar sem komið verður við í helstu stórborgum landsins. Kannski er kominn tími til að taka stefnuyfirlýsingu Smekkleysu sm. um „heims- yfirráð eða dauða" bókstaflega?!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.