Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 9
' 'Fi m mt udág u r' f6'. 'mars '1989 9 100 bílar á annað hundrað milliónir króna. Hvenær eru onin- berir bílar notaðir til vinnu og hvenær ekki? Hveriir fá bíla og hveriir ekki? pCTfÍ ■/*< m * X M i ‘-m 'ÆJ Lúxusjeppi á 3,7 milljónir: BMW-bill forstjórans er bilaður. Flaggskip bílaflota Landsvirkjunar JB ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ M M kostar sama og íbúð j'tL M|Jl JK iM I L 1,1 llfl í EIGII LANDSYIRKJUNAR í haust keypti Landsvirkjun bíl af gerðinni RANGE ROVER VOGUE, árgerð 1989. Lúxusjeppinn er flagg- skip bílaflota Landsvirkjunar, sem telur um 100 fólks- bíla og jeppa. Range Roverinn kostar nýr 3,7 milljónir króna. í Morgunblaðinu í gær var auglýst til sölu sjötíu og fimm fermetra íbúð við Laugateig fyrir sömu upphæð. TEXTI: PÁLL VILHJÁLMSSON — MYNDIR EINAR ÓLASON OG SIGURÐUR PÉTUR H ARDARSON BMW-inn bilaöur „Ef stærsta fyrirtæki landsins getur ekki verið í friði með bíl af þessu tagi, þá sé ég ekki hvert við er- um komnir,” segir Halldór Jónat- anssson, forstjóri Landsvirkjunar, þegar bílakaupin eru borin undir hann. Range Roverinn er ætlaður yfir- mönnum Landsvirkjunar þegar þeir eru starfsins vegna á ferð um vegi og.vegleysur úti um land. Ólíkt flestum farartækjum Landsvirkj- unar, og annarra opinberra stofn- ana, er jeppinn ekki merktur fyrir- tækinu. Engar grunsemdir_______________ „Eg stend í þeirri trú að allir bílar Landsvirkjunar eigi að vera merktir stofnuninni” segir Sigurjón Péturs- son, stjórnarmaður i Landsvirkjun. Sigurjón segist ekki hafa neinar grunsemdir um að bílar stofnunar- innar séu notaðir til annars en verk- efna á vegum fyrirtækisins. Sigurjón sagðist ekki vita til þess að aðrir en forstjóri og aðstoðar- forstjóri hefðu samning við stofn- unina um bílafríðindi. Á hinn bóginn á stjórn Lands-. Nissan Patrol-jeppi Landsvirkjunar við heimili starfsmanns. Fjölskyldubilinn hafði fennt inni. Að sögn Halldórs er Range Ro- verinn alla jafna staðsettur í bíla- geymslu Landsvirkjunar, þegar hann er ekki í notkun. Undanfarið hefur Halldór sjálfur ekið jeppan- um til og frá vinnu sinni á Háaleitis- braut 68. Ástæðuna segir hann vera að BMW-bíIlinn (tegundin er 528 I árg. ’87, metinn á l,6 milljónir), sem Landsvirkjun leggur Halldóri til, sé bilaður. Halldór og aðstoðarforstjóri hans, Jóhann Már Maríusson, fá samkvæmt samningi bíla frá Landsvirkjun. Jóhann Már fékk í byrjun árs 1987 bíl af gerðinni Saab 9000 turbo. Saabinn er metinn á Aðstoðarforstjórinn er með Saab 9000 turbo til umráða: Hluti af launakjörum. virkjunar erfitt með að meta bíla- kaup fyrirtækisins þar eð stjórnin fær ekki sundurliðað hvaða bílar eru keyptir og til hvers. Bifreiðir opinberra stofnana eru merktar á áberandi hátt til að koma í veg fyrir misnotkun þeirra í einka- þágu. Það er oft umdeilanlegt hve- nær starfsmenn nota bifreiðir við vinnu sína og hvenær til eigin nota. Almenna reglan mun vera sú að bíl- ar í opinberri eigu skuli ekki notað- ir nema á vinnutíma þess starfs- manns sem á í hlut. eina og hálfa milljón króna í dag. Samkvæmt upplýsingum frá um- boðinu hafa um 60 bílar af þessari gerð verið fluttir til Iandsins. Ragn- ar Júlíusson, þáverandi stjórnar- formaður Granda, fékk samskonar Saab á sínum tíma og vakti það at- hygli. „Draumabíll____________________ leigubilstjórans“______________ í bílaflota Landsvirkjunar eru einir 15 Toyota Hi Lux-jeppar. Fimrn bílar af þessari gerð voru keyptir í byrjun þessa árs, en frá umboði kostar hver l,3 milljónir króna. Toyoturnar þykja góðir vinnuhestar og eru notaðar á heið- um uppi, til viðgerða og eftirlits. Tólf Subaru-bifreiðir eru skráðar í eigu Landsvirkjunar og sagði Halldór að þær væru til brúkunar upp til sveita og annars staðar þar sem þörf væri á torfærubifreiðum. Elstu Subaru-bílarnir eru frá 1982 og yngstu frá þessu ári. Nýr Subaru kostar eina og hálfa millión króna. Stöðvarstjórinn í Búrfellsvirkjun er með til umráða Cherokce Laredo árg. 1988, metinn á l,8 milljónir. Annar yfirmaður ekur á Chevrolet Blazer árg. 1987, metinn á eina og hálfa milljón. Um sama leyti og Range Roverinn var keyptur voru tveir gamlir bílar af sömu tegund seldir. í staðinn fyr- ir þá voru keyptir japanskir jeppar, líklegast af gerðinni Pajero. Þá eru í eigu Landsvirkjunar tveir bílar af gerðinni Peugeot 505 Gr Fam, „draumabíll leigubílstjór- ans”, eins og sölumaður í Jöfri nefnir bíltegundina. Erfitt er að meta verðmæti bíla- flota Landsvirkjunar. Varlega áætl- að er jafnaðarverð bifreiðanna rúm milljón króna. Samtals má gera ráð fyrir að bílarnir kosti nokkuð á annað hundrað milljónir króna. Að sögn Halldórs Jónatanssonar lét Landsvirkjun gera athugun á því hvort það borgaði sig fyrir stofnun- ina að eiga bíla eða leigja hjá bíla- leigum. Hann sagði niðurstöðuna þá að það borgaði sig að stofnunin ætti eigin bílaflota.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.