Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 16. mars 1989 27 sjónvarp FIMMTUDAGUR 16. mars Stöö 2 kl. 21.55 ÆRSLA- DRAUGURINN " (Poltergeist II) Bandarisk hrollvekja frá 1986. Leikstjóri: Brian Gibson. Aðalhlut- verk: JoBeth Williams, Craig T. Nelson, Heather O’Rourke og Oli- ver Robins. Steven Spielberg átti heiðurinn af fyrirrennara þessarar myndar. Sú vakti mikla athygli og hlaut góða aðsókn þannig að auðvitað varð að fylgja því eftir. Söguþráðurinn í númer tvö er ósköp svipaður; sak- lausa vísitölufjölskyldan fær ekki frið á heimilinu fyrir ófrýnilegum afturgöngum, lífið verður hreinasta víti en allt fer vel að lokum. Bætir engu við fyrstu myndina, nema kannski með enn betri brellur. Var- ist væmin endalok. Alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.25 LÍF ZAPATA * * * * (Viva Zapata) Bandarisk kvikmynd frá 1952. Leikstjóri: Darryl F. Zanuck. Aðal- hlutverk: Marlon Brando, Anthony Quinn og Jean Peters. Myndin fjallar um uppgang og frægðarferil mexíkanska skæru- liðaforingjans Zapata, sem steypti stjórninni af stóli og varð að end- ingu forseti Iandsins. Einstaklega góð mynd þar sem svo virðist sem valinn maður sé í hverju rúmi: Marlon Brando samkvæmur sjálf- um sér, Anthony Quinn hlaut Osk- arsverðlaun fyrir leik sinn og hand- ritshöfundur var Nóbelsverðlauna- hafinn John Steinbeck. Þessi er vel þess virði að vaka yfir. FÖSTUDAGUR 17. mars Stöö 2 kl. 16.30 EILÍF ÆSKA * * (Forever Young) Bresk mynd frá 1984. Leikstjóri: David Drury. Aðalhlutverk: James Aubrey, Nicholas Gecks og Alec McCowen. Ungur, einhleypur prestur verður mjög hændur að tólf ára föðurlaus- um dreng. Fyrr en varir verður hann líka hrifinn af móður drengsins og upp frá því byrja vandamálin. Sál- arflækjur og fleira í ágætri mynd. Stöð 2 kl. 21.50 APAPLÁNETAN UNNIN * *'* (Conquest of the Planet of the Apes) Bandarísk vísindaskáldsaga frá 1972. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Roddy McDowall, Don Murray og Ricardo Montal- ban. Fjórða myndin í röð kvikmynda sem gerðar voru um framtíð jarðar- innar, þegar apar hafa öðlast gáfur mannanna og gert þá að þrælum sínum. Þessi mynd segir frá því þeg- ar aparnir seilast eftir yfirráðum. Þótt leikur sé stundum losaralegur er þetta hin ágætasta vísindaskáld- saga. Ríkissjónvarpið kl. 22.50 MORANT LIOÞJÁLFI **** (Breaker Morant) Áströlsk kvikmynd frá 1979. Leik- stjóri: Bruce Beresford. Aðalhlut- verk: Edward Woodward, John Waters og Bryan Brown. Áströlsk kvikmyndagerð sló ræki- lega í gegn með þessari meistara- Iegu mynd um þrjá ástralska her- ntenn sem börðust með Bretum í Búastríðinu upp úr síðustu alda- mótum. Þeir eru ranglega dregnir fyrir rétt, ákærðir um að hafa myrt stríðsfanga, til þess að þjóna áformum breska heimsveldisins. Átakanleg mynd sem . unnendur góðra mynda ættu ekki að missa af. Stöð 2 kl. 23.20 GÓÐA NÓTT MAMMA ** (’night Mother) Bandarískt sjónvarpsleikrit frá 1986. Leikstjóri: Tom Moore. Aðal- hlutverk: Sissy Spacek og Anne Bancroft. Óhamingjusöm, ung kona, sem býr með móður sinni, ákveður að stytta sér aldur. Móðirin eyðir nóttinni í að reyna að fá dótturina ofan af þessari örlagaríku ákvörðun. Myndin er vel leikin og leikstjórn ágæt, en það skemmir mikið að hér er um kvikmyndað leikrit að ræða, þar sem sagan missir talsvert í yfir- færslunni. Stöð 2 01.00 UPPLJÓSTRARINN MIKLI (The Supergrass) Bresk gamanmynd. Leikstjóri: Pet- er Richardson. Aðalhlutverk: Adri- an Edmondson, Jennifer Saunders og Peter Richardson. Miðlungsgrínmynd um mann sem freistar þess að endurvekja áhuga kærustunnar með því að þykjast vera eiturlyfjasmyglari. Þegar lög- reglan stendur hann að verki við lýsingu á verknaði sínum fer gam- anið að kárna. Myndinni er haldið uppi af einum besta gamanleikara Breta, Adrian Edmondson, sem er óborganlegur í hlutverkinu. LAUGARDAGUR 18. mars Stöð 2 kl. 12.45 FULLKOMIN *" (Perfect) Bandarísk mynd frá 1985. Leik- stjóri: James Bridges. Aðaihiut- verk: John Travolta og Jamie Lee Curtis. Blaðamaður Rolling Stone fær það verkefni að fletta ofan af heilsu- ræktarstöðvum í Kaliforníu. Hann er ekki mikið fyrir líkamsrækt en það viðhorf breytist þegar hann verður ástfanginn af einum heilsu- ræktarkennaranum. Frekar þunn ntynd sem mætti alveg bæta á sig í handritsdeildinni. John Travolta er enn að reyna að endurheimta forna frægð en tekst náttúrulega ekki. Ríkissjónvarpið kl. 21.30 OFURMÆRIN *" (Supergirl) Bandarísk bíómynd frá 1984. Leik- stjóri: Jeannot Szwarc. Aða/hlut- verk: Heien Slayter, Faye Dunaway, Peter O’Toole og Mia Farrow. Það má reikna með því að velgengni Superman-myndanna sé ástæðan fyrir þessari gróðatilraun, en því miður var tilefnið ekki nógu gott. Þetta er frekar slöpp ævintýramynd um fjarskylda frænku Ofurmennis- ins sem kemur til jarðar til að bjarga jarðarbúum frá tortímingu (nema hvað?). Góðir leikarar mega sín lítils gegn fáránlegu handriti myndarinnar. Stöð 2 kl. 21.50 KISULÓRUR * * * (What’s New Pussycat?) Bandarísk gamanmynd frá 1964. Leikstjóri: Clive Donner. Aðalhlut- verk: Peter O’Toole, Peter Sellers, Woody Allen, Ursula Andress og Romy Schneider. Þetta var fyrsta myndin sem Woody Allen kom nálægt, bæði sem hand- ritshöfundur og leikari. Eins og við er að búast tekst meistaranum snilldarlega upp í þessum farsa, sem fjallar um hálftruflaðan tísku- blaðsútgefanda sem leitar til sál- fræðings vegna kvennamála. Þar er litla hjálp að fá, því sálfræðingur- inn reynist enn brenglaðri. Stór- skemmtileg mynd með úrvalsleik- urum. Rikissjónvarpið kl. 23.20 PENINGAR **" (L’Argent) Frönsk/svissnesk sakamálamynd frá 1983. Leikstjóri: Robert Bress- on. Aðalhlutverk: Christian Patey, Sylvie Van den Elsen, Michel Brigu- et og Caroline Lang. Myndin er byggð á smásögu Tol- stojs og greinir frá manni sem þigg- ur peninga sem reynast falsaðir. Hann lendir í höndum lögreglunnar og eftir það fer að halla undan fæti hjá honum. LIFI KNIEVEL (Viva Knievel) Bandarisk vitleysa frá 1977. Leik- stjóri: Gordon Douglas. Aðalhlut- verk: Evel Knievel, Gene Kelly, Lauren Hutton og Leslie Nielson. Hryllileg mynd um vélhjólaofur- hugann Evel Knievel. Fyrirmynd myndarinnar, sem leikur sjálfan sig, gerði sér það til dundurs að slá heimsmet í því að stökkva á hjóli sínu yfir fjöldann allan af bílum. Hefði betur haldið sig við það. Forðist þessa með öllum tiltækum ráðum! Stöð 2 kl. 02.15 MERKI Z0RRÓ * * (The Mark of Zorro) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1974. Leikstjóri: Don McDougall. Aðal- hlutverk: Frank Langella, Ricardo Montalban, Gilbert Roland og Yvonne de Carlo. Þetta er þriðja útgáfan af sögunni um Zorró sem Hollywood lætur frá sér og sú slakasta. Myndin segir frá ungum aðalsmanni í hinum kon- unglega spænska her, Zorró, sem ákveður að halda aftur á heima- slóðir. Þar kemst hann á snoðir um svikráð gegn fjölskyldu sinni og bregður upp kunnuglega gervinu. Ágætisafþreying en lítið meira. s 19. mars Stöð 2 kl. 16.20 ÆRSLAGANGUR *** (Stir Crazy) Bandarísk gamanmynd frá 1980. Leikstjóri: Sidney Poitier. Aðal- hlutverk: Gene Wilder og Richard Pryor. Þessi afbragðsfarsi leiðir saman tvo af bestu gamanleikurum Banda- ríkjanna í hlutverkum tveggja vina, sem lenda í skoplegum ævintýrum á leið sinni til Kaliforníu. Þar hyggj- ast þeir finna frægð og frama en óvænt fangelsisvist setur strik í reikninginn. Stöð 2 kl. 23.10 REMAGEN-RRÚIN **" (Bridge at Remagen) Bandarísk stríðsmynd frá 1968. Leikstjóri: John Guillermin. Aðal- hlutverk: George Segal, Robert Vaughn og Ben Gazzara. Vel leikin mynd um atburði úr enda- lokum seinni heimsstyrjaldar. George Segal og félagar leika bandamenn sem eiga að leggja und- ir sig brú eina sem Þjóðverjar verja. Söguþráðurinn kemur manni að- eins of kunnuglega fyrir sjónir, en það er nóg af sprengingum fyrir þá sem hafa gaman af slíku. dagbókin hennar Kæra dagbók. Það er nú meira livað fullorðna lólkið gerir mikið mál úr þessum bjór. Maður gæti haldið að þaö hefði ekki fengist dropi af'áfengi á landinu fyrren hann kom. Pabbi og mamma eru að minnsta kosti að sálast úr áhyggjum yfir því að ég verði bjórnum að bráð, þó þau hafi næstum aldrei stressað sig út af því að ég gæti Iagst í óreglu með hvit- vín, rauðvín og alls konar sterkt brennivín. Kannski láta þau bara svona vegna þess livað annna á Einimeln- um hrærir ógeðslega í þeim með þetta. Hún gerir alveg í þvi að dæla í þau hörmungarsögum um bjór- drykkju barna og unglinga, sem hún hefur persónulega og prívat orðið vitni að frá I. mars. El marka má sögurnar ranglar dauðadrukkið ungmenni ælandi niður Einimelinn á svona þriggja mínútna fresti og ekki færri cn þúsund strákar liafa pissað upp við bilskúrinn hans ala heitins, (Amma neitaði nelnilega aö láta byggja skúrinn, en ali gerði það samt. Þess vegna er hann alltaf kenndur viö ala greyið, sem hefur ekki halt neina þörf lyrir bíla- gcymslu siðan hann dó lyrir mörg- um árum.) Þcssi bjórhræðsla náði hámarki, þegar ég lór i bekkjarpartý hjá Guggu Jóns tun daginn. Ég ætlaði aldrci að komast af stað lyrir eilif- um spurningum, en hvernig í ósköp- unum átti ég eiginlega að vita hvcrra manna hún Gugga væri? Ég bara spyr! Auðvitað hlýtur pabbi hennar að heila Jón, lyrst hún er .lónsdóttir, en mamma hringdi í 03 og það var cinhver Sæmundur skrifaður fyrir símanúmerinu. Það þótti mömmu voða duló, þó mér lyndist geta vcrið milljón skynsam- legar skýringar á þvi . . . Loksins þegar ég komst í partýið var rosalega gaman og það var ná- kvæmlega ekki sála að drekka bjór. Ein stelpa kom með hvítvínsflösku (lyrir sig og tvær aðrar) og einn strákur með hálfan pela af ein- hverju glæfu, sem hann nennti ekki einu sinni að klára. Það var nú allt svallið. En þegarég kom heim filaði ég mig eins og fjöldamorðingja i yfirheyrslu hjá Derriek, þvi pabbi var ennþá sprellvakandi. Hann heimtaði að lá að vita hvort einhver hefði reynt aö hella mig l’ulla af bjór og trúði ekki neinu, sem ég sagði. Gvuuuð, livað liann var leiðinleg- ur . . . (Nema hann hafi kannski barasta verið fullur. Það voru nefnilega sjö Budweiserdollur i ruslinu inni í eldhúsi.) Ég fékk ekki einu sinni að sofa út í friði morguninn eftir partýið, því síminn hringdi alveg brjálað klukk- an hálftíu. Það var anuna, senr vildi láta pabba keyra sig i morgunkaffi til Dóru vinkonu sinnar. (Hún vildi ekki fara á „tíkimii", af því Dóra er alltaf með svo gott sérrí með kal f- inu!) En pabbi var eitthvað ferlega lasinn í maganum oggat ekki keyrt liana, svo annna varð að láta sig hafa það að taka „prívatbíl" (eins og hún kallar leigubila, þegar hún kallar þá ekki ,,stöðvarbíla“). Bless, Dúlla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.