Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 11
%'%‘i cteiri .8* rjpsl'L'irnrri'i or Fimmtudagur 16. mars 1989 pressupennar Hagfrœði í kreppu Fyrir rúmum 2.300 árum skrifaði Xenofon, Iærisveinn Sókratesar, verk um húshald og landbúnað sem hann kallaði „Oikonomikos". í verkinu endurspeglast upprunaleg merking gríska hugtaksins „0kon- omia“ sem á íslensku útleggst sem hagfræði. Bækur segja mér að hug- takið sé myndað úr orðunum „oikos“ sem þýðir hús eða bústaður og „némein" sem þýðir að skipu- leggja eða útdeila. „0konomia“ er með öðrum orðum ekkert annað en húshald og af því leiðir Iíklega að „okonom", sem við höfum gefið hið virðulega starfsheiti hagfræð- ingur, er sá sem heldur hús t.d. hús- móðir. í verki Xenofons ræða þrír sam- tímamenn hans, Sókrates, Krito- bulos og Ischomachos, m.a. um mikilvægi þess að eiga góða eigin- konu sem helgar sig innanhússiðju og er undirgefin, iðin, hagsýn og út- sjónarsöm. Þó karlar þessir hafi nú legið um 2.300 ár í gröf sinni eru viðhorf þeirra holdtekin í ótrúlega mörgum karlmönnum enn þann dag í dag. Það sem þó hefur tapast á langri vegferð þessara viðhorfa er kannski það sem síst skyldi; viður- kenningin á því að vinna kvenna á heimilunum hefur jafnmikla þýð- ingu fyrir hagkerfið og vinna karla utan þess. Sú hagfræði sem nú er ástunduð er afsprengi iðnvædds samfélags Vesturlanda þar sem það eitt hefur gildi sem hægt er að markaðssetja, versla með og fá fyrir krónur og INGIBJORG SOLRUN. GÍSLADÓTTIR aura. Allt verður ósýnilegt sem ekki er hægt að meta í þeim eina gjald- miðli sem gildur er — peningum. Vinna telst því aðeins framleiðin og marktæk í hagtölum ýmiss konar að greitt sé fyrir hana. Þar með komast heimilisstörfin aldrei upp á borð hagfræðinganna og stjórn- málamannanna, rétt eins og þau væru alls ekki unnin. Því verður þó . tæpast á móti mælt að heimilisstörf eru ein stærsta atvinnugrein allra samfélaga — hvort sem reiknað er út frá fjölda einstaklinga í greininni eða unnum ársverkum. Þessi störf byggjast á ólaunaðri vinnu kvenna, því þó konur hafi farið út á vinnu- markað í síauknum mæli er langur vegur frá að karlar hafi fetað sig inn á heimilin að sama skapi. Hagfræði og efnahagsmál hafa hingað til verið talin til sérsviðs karla sem konur hafi sýnt takmark- aðan áhuga. Það má til sanns vegar færa en það þarf víst engan að undra í ljósi þess að veruleiki kvenna á sér hvergi stað í hagfræð- inni og hefðbundnar umræður um efnahagsmál snúast fyrst og fremst um efnahag fyrirtækja en ekki heimila. í umræðum um efnahags- mál er talað um þau ytri skilyrði sem búa þurfi fyrirtækjunum í landinu svo þau geti starfað og framleitt áfallalaust. Það tilheyrir aftur annarri og ómerkari umræðu að ræða þau ytri skilyrði sem búa þurfi heimilunum svo þau geti framleitt — svo notuð séu hugtök hagfræðinnar — vinnandi konur og karla fyrir framtíðina og komið þeim til manns áfallalaust. Það er hins vegar sú framleiðsla sem konur hafa borið ábyrgð á um aldir og sem þær hafa mestan áhuga á. Hagkerfi Vesturlanda er í kreppu og ekki síður sú hagfræði sem það byggir á. Hagfræði sem felur þá staðreynd að sé litið á heiminn allan lenda 75% allrar vinnu á herðum kvenna en þær bera úr býtum að- eins 10% launanna. Hagfræði sem byggir á því að framleiða meira í stað þess að hagnýta betur. Hag- fræði sem verður til þess að ekki að- eins vextirnir eru nýttir, þegar auð- lindir jarðar eru annars vegar, held- ur er líka gengið á höfuðstólinn. Hagfræði sem hefur smækkað líf okkar niður í atvinnulíf og athafnir niður í sókn eftir gróða. Það sem ég vildi sagt hafa er að það þarf ekki að breyta konum til að þær fái áhuga á hagfræði heldur hagfræðinni svo hún veki áhuga kvenna. Sú breyting verður þó tæp- ast nema konur láti málið til sín taka. MEÐ ÞÆGILEG SJÓFERÐ Á hverjum fimmtudegi yfir sumarmánuðina fer bfl- ferjan Norræna frá Seyðis- firði. Nú skal siglt á vit ævintýra í sumarleyfinu. Möguleikamir eru margir: Færeyjar, Noregur, Dan- mörk og Hjaltland. Sé bfll- inn með í för halda mönn- um engin bönd. Fátt er ánægjulegra en að vera sinn eigin herra og aka þangað sem hug- 3G SLAKANDI NORRÆNU! ir. Það fylgir því ljúf til- finning að láta úr höfn á góðu fleyi á góðum degi. Fram und- an er þægileg og slakandi sjóferð^ sem gefur þér og þínum færi á að ná áttum á leiðinni í leyfið. Það er eitthvað annað en streitan og ösin sem fylgir flugferðum. Sigling yfir Atlantshaf er líka ævintýri út af fyrir sig. Ferð sem menn verða að reyna til þess að finna muhinn. Það þarf enginn að óttast ó- "V þægindi umborðí Norrænu. Fullkom- inn stöð- ugleika- búnaður veldur því að hún fer sérlega vel í sjó og um borð er að finna öll þau þægindi sem ferðalangurinn þarfnast. Veitingastaðir, barir og aðrir skemmtistaðir seðja hungur og stytta mönnum stundir. Leikaðstaða fyrir bömin gerir siglingu með N orrænu að fýsilegum kosti fyrir fjölskylduna. Ekki síst þar sem lága verðið kemur öllum á óvart. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK SÍMI 91-62 63 62 AUSTFAR HF. N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-211 11 AFSLÁTTUR ClfíftlAI / lÍÍT dVINAl GULLASCH luul .. KR.690 M/KRYDDUÐUM HRÍSGRJÓNUM SNITCHEL .. KR.895 SMÁRÉTTIR .. KR.735 M/GRÆNMETI KÖTILETTUR ..KR.795 HNAKKI BEINLAUS... .. KR. 699 HAMBORGARHRYGGIR ..KR.655 HAMBORGARLÆRI ... ..KR.595 BAYON SKINKA .. KR.695 FOLALD SNITCHEL.......... KR.795 GULLASCH...........KR.665 FILLET. ...........KR.820 MÖRBRÁÐ............KR.820 HAKK...............KR.210 SMÁSTEIK...........KR.305 PIZZA KYNNING! VERÐ AÐEINS 296 KR./STK STÆRRI GERÐ FIMMTUDAG OPIÐ TIL 18.30 FÖSTUDAG OPIÐ TIL 19.30 LAUGARDAG OPIÐ TIL 16.00 I I I**SSgðlB 68 5168.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.