Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 16.03.1989, Blaðsíða 6
Firrinritucfágur lé. márs 1989 J Feimnirog hræddir bregða upp grímu Hún virðist aldrei í erfiðleikum með að finna svör við spurningum, hvorki þeim sem við leggjum fyrir hana né spurningunum frá hlust- endum Stjörnunnar, þar sem Jóna Ingibjörg situr fyrir svörum í þátt- um Bjarna Dags Jónssonar á þriðjudögum. Er hún aldrei feimin? „Jú, jú ég get nú stundum verið feimin!“ svarar hún strax. „Ég er bara orðin vön að tala um þessa hluti og þjálfa mig upp í að vera ekki feimin. Viðbrögð annarra koma ekki mikið við mig, nema það séu hreinlega fíflalæti, þá verð ég pirruð. Fólk sem er feimið eða hrætt bregður oft upp grímu, gjarn- an með þvi að ætla að vera fyndið. “ Þegar hún er spurð hvort ein- staka spurningar slái hana ekki út af laginu svarar hún eftir nokkra umhugsun: „Hvaða spurningar? Það er þá helst þessi! Fólk reynir ekki að koma mér í opna skjöldu og ég er mjög næm á fólk og veit hve- nær það er einlægt og hvenær ekki.“ „Ég hef heyrt að . . ." Hún Ieggur áherslu á að nauð- synlegt sé að fá fólk til að tala um kynlíf, „og það gengur ágætlega“, segir hún. „I stórum hópum virðist það ganga vel ef maður fer rétt að fólki. Það verður líka að virða rétt þeirra sem vilja ekki tala. Það að fara á námskeið felur ekki endilega í sér að viðkomandi verði að leggja eitthvað til málanna. Þegar ég býrja námskeiðin fer ég í gegnum „leiðar- ljós“, ákveðnar reglur þar sem áhersla er lögð á nafnleynd. Þar með ekki hafa treyst sér á námskeiðin. Ætli ég hafi ekki haldið um fimm- tán námskeið og haldið fyrirlestra fyrir á þriðja þúsund manns frá því ég kom heim ..." Hún er þó ekki viss um að „markaðssetningin“ sé rétt hjá sér: „Það getur verið að mín aðferð sé ekki rétt, því það er alltaf spurning um hvernig á að markaðssetja svona fræðslu. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort fólk komi frekar ef ég skíri námskeiðin einhverju allt öðru nafni, matreiði þetta á yfirborðskenndari hátt til að fólk þori að koma. Ég hef líklega verið alltof opin!“ segir hún skellihlæj- andi. „Allar bestu minningar mínar eru tengdar stundum i náttúrunni.** Jóna Ingibjörg á göngu með syninum Kára Svani. mennti sig á sviði kynlífsráðgjafar og meðferð kynlífsvandamála.“ Hvort hún hafi mikið velt fyrir sér kynlífsmálum á unglingsárun- um svarar hún: „Nei, ég gerði það nú ekki. Þó man ég eftir mér sitj- andi úti undir húsvegg hér í Garða- bænum, niðursokkinni í bókina „Allt sem þú hefur viljað vita um kynlíf og ekki þorað að spyrja um“. Það eina sem ég man úr þeirri bók er að karlmenn gætu fengið sjúk- dóminn „elephantiasis", sem ylli því að þeir þyrftu að bera punginn í hjólbörum! Ekki kom sú vitneskja mér að miklu gagni í náminu, enda bókin alveg vonlaus!“ Leiðsögumaður í ævintýraferðum Allar upprifjanir frá æsku finnst henni „óspennandi upplýsingar“, segist hafa farið einu sinni í sveit og eigi engar sæluminningar þaðan: „Heimalningurinn elti mig um allt, mér var strítt og endaði á að fela mig í súrheysturni. Það er nú allt og sumt. Hins vegar eru allar mínar bestu endurminningar tengdar þeim stundum sem ég hef verið úti í náttúrunni, burtu frá ys og þys borgarinnar. Þar „fíla“ ég mig best. Ef ég hefði ekki farið í kynfræðslu- nám hefði ég kannski útskrifast sem leiðsögumaður. Kannski geri ég það seinna, verð leiðsögumaður í ævintýraferðum. Það er mjög öfl- ugt tæki til að þroska sjálfan sig, glíma við sjálfan sig, hópinn og náttúruöflin. Maður kemst ekki nær sjálfum sér.“ Hún hefur reynt slíka ferð einu sinni, er hún fór út í eyðimörkina í Nýju-Mexíkó og fast- aði í þrjá daga, en minningarnar frá puttaferðalagi sem hún fór ein í hringinn kringum ísland eftir stúd- entspróf virðast að mörgu leyti sterkari: „Þá kynntist ég „hinum íslendingunum“, þeim sem búa úti í sveitum. Alúðlegt og yndislegt fólk. Kannski lýsir starf mitt því kannski best að mér finnst gaman að takast á við krefjandi verkefni. En ef ég kafa of djúpt ofan í eitt- hvað langar mig yfir í eitthvað allt annað og sjálfsagt kemur einhvern tíma að því í þessu starfi. íslending- ar eiga ennþá langt í land með að vera ófeimnir við að ræða um kyn- líf. Það sér maður í bókabúðunum þegar afgreiðslufólkið grefur upp með leynd bækur um þau málefni og karlmenn vefja Playboy inn í bílablað . . .“ vita þátttakendur að ekki verður farið að ræða úti í bæ það sem gerð- ist á námskeiðunum, enda bið ég konurnar að tala út frá sjálfum sér. Ekki þetta „ég hef heyrt“ eða „það segja sumir“ eða „ég á vinkonu sem . . .“ Þetta er algengt enda er fólk svolítið hrætt við að tala opin- skátt um eigin mál og það á ekkert síður við um karlmenn en konur. Margir sem hringja byrja á að út- skýra að þeir/þær séu að hringja fyrir einhvern annan . . .“ Hvort henni finnist einhver breyting hafa orðið á viðhorfum landans á þessu tæpa ári sem hún hefur starfað hér svarar hún: „Það hefur vissulega hjálpað að einhver skuli hafa staðið upp og talað um þessi mál af alvöru, en hvort rót- tækar breytingar hafa orðið geta sjálfsagt aðrir svarað betur en ég. Eftir því sem mér er sagt var fólk hálfhrætt fyrst þegar ég byrjaði, en annars velti ég því ekki mikið fyrir mér. Ég hugsa lítið um hvað öðrum finnst, ég geri bara það sem ég er að gera.“ Fílasjúkdómurinn Hún segist sakna þess að hafa enga kollega hér á landi sem hún geti rætt við: „Það verða fleiri að mennta sig í þessum fræðum því ég anna ekki eftirspurn,“ segir hún. „Það virðast allir vilja fá fræðslu og það er útilokað að ein mann- eskja geti sinnt því. Það virðist líka mjög brýnt að einhver fari og

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.