Pressan - 16.03.1989, Síða 10
10
Fimmtudagur 16. mars 1989
Skilnaöur sem
snarnaöarleið:
Enginn veit
hversu mörg
hión skilia til
aö ná til sín
réttindum ein-
stæðra
mæðra.
HJON SPARA SER 30 ÞUSUND MEÐ HAGKVÆMNISSKILNAÐI
Jón og Gréta ákváðu að skilja. Þau voru búin
að vera gift í þrjú ár og enginn vissi tii þess að
samkomulagið væri svo illt að ástæða væri til
skilnaðar. Enda voru Jón og Gréta ekki að
skilja nema til að auka tekjur heimilisins. Þau
skildu á pappírunum til að svindla á velferð-
arkerfinu. Það sem meira er: Ekkert eftirlit er
haft með því hvort fólk skráir rétt hjúskapar-
stöðu sína.
Hjón með tvö börn geta aukið tekjur sinar
um 30 þúsund á mánuði með því að konan er
gerð að einstæðri móður í opinberum skrám.
Þau þurfa ekkert að hafa fyrir aukatekjunum,
nema kannski slæma samvisku, því velferðar-
kerfið sendir ávísanir sjálfvirkt til einstæðra
mæðra.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYND: EINAR ÓLASON
Það er engin leið að komast að
þeim fjölda hjóna og sambýlisfólks
sem fara bakdyrnar inn í trygginga-
kerfið. Það er heldur ekkert eftirlit
með skráðum einstæðum foreldr-
um og því varla hægt að koma við
nema að brjóta í bága við sjálf-
sagða friðhelgi einkalífsins.
„ Við byggjum upplýsingar okk-
ar um hjúskaparstöðu fólks á þjóð-
skránni,“ segir Vilborg Hauksdótt-
ir, lögfræðingur á Tryggingastofn-
un ríkisins.. Vilborg sagði starfs-
menn Tryggingastofnunar gruna að
fólk misnotaði þann rétt sem ætlað-
ur er einstæðum mæðrum. Það
væri hinsvegar ekki í verkahring
Tryggingastofnunar að ganga úr
skugga um rétt skráða hjúskapar-
stöðu skólstæðinga sinna, það væri
hlutverk Hagstofu.
Það er einfaldara fyrir sambýlis-
fólk en gift að gera sig áð einstæð-
um foreldrum. Það eina sem þarf er
að annað flytji lögheimili sitt.
EINFALT AÐ SVINDLA
Skúli Guðmundsson, deildar-
stjóri þjóðskrár, segir erfitt að
fylgjast með réttri hjúskaparstöðu
fólks, sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu. Vandinn væri minni úti á
landsbyggðinni því þar á fólk erfið-
ara með að leyna heimilisháttum
sínum. Skúli sagði starfsmenn
þjóðskrár stundum athuga tilkynn-
ingar um breytta hjúskaparstöðu
með símtali til málsaðila. Þetta
væri gert þegar ástæða þætti til,
sagði Skúli.
Það er torsóttara fyrir hjón að
breyta skráðri hjúskaparstöðu. Þau
verða að ganga í gegnum skilnaðar-
ferilinn hjá presti. Samt sem áður
víla sumir það ekki fyrir sér.
„Það eru dæmi þess að fólk hafi
komið til mín og beðið um skilnað
af hagkvæmnisástæðum," segir
séra Sólveig Lára í Seltjarnarnes-
sókn. Séra Sólveig vildi ekki gera of
mikið úr fjölda hjóna sem skilja
hagkvæmnisskilnaði og svo var
einnig um aðra presta sem leitað var
til. Þeir sögðust þó allir þekkja
dæmi um slíkan skilnað.
PENINGAR OG
HÚSNÆÐI
Einstæð móðir fær með tveimur
börnum greiddar tæpar 10 þúsund
krónur á mánuði í mæðralaun.
Hún fær niðurgreidda dagheimilis-
vist og eru það 9000 krónur á mán-
uði. Barnabætur og barnabótaauki
eru um það bil 7000 krónum hærri
hjá einstæðri móður en hjónum
með tvö börn. Barnabótaaukinn er
háður tekjum.
Þessir peningar fara ekki í gegn-
um félagsmálastofnanir, heldur
Tryggingastofnun og skattstofur.
Einstæðar mæður eru í forgangs-
röð þegar félagslegum íbúðum, til
dæmis verkamannabústöðum, er
úthlutað og er þar kominn annar
hvati til hagkvæmnisskilnaðar.
Séra Hreinn Hjartarson í Fella-
prestakalli segist vita um tilfelli þar
sem fólk skildi og gifti sig aftur
skömmu síðar. Hann telur ekki
ósennilegt að þar hafi búið að baki
húsnæðisþörf fremur en ástir og
erjur hjónalífsins.
Prestar bentu á að það væri oft
sem fólk skildi einfaldlega vegna
þess að það sæi ekki aðra leið út úr
fjárhagskröggum. Það er erfitt fyr-
ir presta að neita hjónum um skiln-
að þegar þannig er ástatt. „Við
verðum að miskunna okkur yfir
það fólk sem biður um skilnað
vegna fjárhagsneyðar,“ segir séra
Sólveig.
EINSTÆÐAR MÆÐUR
ÓTTAST SAMBÚÐ
Félagsmálastofnanir veita ein-
stæðum mæðrum margvíslega að-
stoð og þar er nánara eftirlit haft
með heimilishögum þiggjenda.
Á Félagsmálastofnun Kópavogs
skrifa einstæðar mæður mánaðar-
lega undir yfirlýsingu sem staðfestir
að engin breyting hafi orðið á hjú-
skaparstöðu þeirra. Bragi Guð-
brandsson, félagsmálafulltrúi í
Kópavogi, er vantrúaður á að fólk
misnoti velferðarkerfið i eins ríkum
mæli og af er látið. „Ég held að fólk
almennt fari ekki á bakvið kerfið.
Þegar fólk lýgur til um aðstæður
sínar fylgir því vanlíðan og ég hef
ekki trú á að margir leggi það á sig
til að hagnast um einhverjar þús-
undir króna,“ er skoðun Braga.
Einstæðar mæður í Kópavogi
sem fara í sambúð fá aðlögunar-
tíma áður en tekin er af þeim þjón-
usta sem bundin er hjúskaparstöðu.
Bragi segir einstæðar mæður oft
veigra sér við að fara i sambúð
vegna þeirra hlunninda sem þær
missa.
„Við upphaf sambúðar vita ein-
stæðar mæður hverju þær tapa, en
ekki hvað þær fá,“ segir Bragi.
Þús. kr.
12
10
8
6
4
2
Þetta eru upphæð-
irnar, um 30 þúsund
krónur á mánuði,
sem sumt hjónafólk
sækist eftir: Það er
einfalt að svindla.
C
3
(0
i—
•o
8
2
8
n
ro
c
—
CC
CQ
3
C0
<0
•o
n
<o
c
O)
CO
■O
•>»
T5
o
Á stöplaritinu er sýndur mismunurinn á þeirri sjálfvirku félagslegu aðstoð sem einstæð móöir meö tvö börn
fær umfram hjón meö tvö börn.