Pressan - 16.03.1989, Page 13
Fimmtudagur 16. mars 1989
13
Á fundi hjá Kvennalistanum í Reykjavík fyrir skömmu
var tekin ákvörðun um að fresta fyrirhuguðum útskipt-
um á tveimur þingkonum í vor. Fyrirhuguð þingkvenna-
skipti áttu að fara fram á miðju kjörtímabili eins og lof-
að var fyrir síðustu alþingiskosningar og áttu þær Guð-
rún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir að víkja fyrir
þeim Guðrúnu Halldórsdóttur og Önnu Ólafsdóttur
Björnsson.
Formleg ákvörðun um þessa
frestun hefur ekki enn verið tekin
en meirihluti innan Kvennalistans
er sagður á þeirri skoðun að heppi-
legt sé að fresta þessari útskiptingu.
Þó munu vera mjög skiptar skoðan-
ir um málið. „Sumar vilja láta til-
finninguna ráða en aðrar vilja
halda fast við prinsippið," segir ein
þeirra í samtali við Pressuna.
Þá mun einnig hafa verið ákveðið
að þegar að því kemur að skipt
verður um þingkonur þá muni að-
eins önnur þeirra vikja í fyrstu. Síð-
an að hálfu eða heilu ári liðnu fari
næstu skipti fram.
Ýmsar kvennalistakonur sem
rætt var við töldu að umræðunni
yrði a.m.k. frestað fram yfir þing-
lausnir í vor. Sumar töldu að þetta
þýddi ennþá lengri frestun og Guð-
rún Halldórsdóttir varaþingkona
sagðist ekki vilja útiloka að innan
Kvennalistans væru einhverjar
þeirrar skoðunar að hætta ætti við
þessi þingkvennaskipti alveg út
kjörtímabilið.
Kvennalistinn er þarna augsýni-
lega að draga kosningaloforð í
land. Reglan um að þingkonur list-
ans sitji aldrei lengur en 6—8 ár á
þingi var sett á landsfundi listans
árið 1986. Á þeirri reglu var kosn-
ingaloforðið vorið 1987 byggt, en
þá var því lýst yfir að vorið 1989, á
miðju kjörtímabili, myndu tvær
kvennalistakonur víkja fyrir vara-
mönnum. Röksemdirnar voru tvær;
annars vegar átti þessi stefna að
vera í samræmi við valddreifingu og
koma í veg fyrir að þingfulltrúar
Kvennalistans festust í valdakerfinu
til Iangframa. Hins vegar var það
talið til góðs að dreifa ábyrgðinni
og nýta krafta og hæfileika sem
flestra kvennalistakvenna.
Hvað hefur þá orðið til þess að
kvennalistakonur vilja nú fresta
þessunt yfirlýstu aðgerðum? „Það
er ekkert launungarmál að við höf-
um fundið fyrir þrýstingi frá kon-
um, ekki síst af landsbyggðinni, að
endurskoða þessa ákvörðun um að
skipta út á þingi,“ segir Sigrún
Helgadóttir, starfsmaður á skrif-
fyrst og fremst sú að við viljum
finna heppilegan tíma fyrir alla að-
ila til að láta þessi skipti fara fram. “
Á síðasta ári var Guðrún Agnars-
dóttir reyndar þegar farin að viðra
þá skoðun að Kvennalistinn kynni
að endurskoða útskiptaregluna.
Sagði hún í viðtali við Tímann að
Kvennalistinn yrði að laga sig að
breyttum aðstæðum og mætti ekki
hika við að breyta fyrri ákvörðun-
um sínum í samræmi við það.
Ákvörðunin nú kemur hins vegar
nokkuð skyndilega. í nýju hefti
fréttatímaritsins Þjóðlífs eru birt
viðtöl við þær Guðrúnu Halldórs
og Önnu Ólafsdóttur Björnsson
um væntanlega þingsetu (Deirra og
verður ekki annað ráðið af þeim
viðtölum en útskiptin eigi að fara
fram í vor. Þegar Pressan ræddi
þessi mál við Önnu og Guðrúnu
voru þó báðar sáttar við að fresta
ákvörðun um útskiptinguna. „Við
erum samt alls ekki að víkja frá
reglunni fyrir fullt og allt. Þetta er
skammtímafrestun." segir Guð-
rún.
í tengslum við þessa umræðu
hefur einnig verið rætt um að festa
þá reglu að ef Kvennalistinn sest í
ríkisstjórn verði ráðherrar flokks-
ins ekki úr hópi þingkvennanna. Þá
hefur Pressan heyrt að einhverjar
kvennalistakonur hafi borið upp
tillögu um að samþykkt verði að
Guðrún Agnarsdóttir verði ráð-
herraefni listans. Þessu hafna þær
konur sem rætt var við og sögðu
reyndar fráleitt að ákveða slíkt fyr-
irfram.
Kvennalistinn hefur hrapað í
fylgi í skoðanakönnunum undan-
farið. Því hefur verið talið að sú
pólitíska staðreynd ráði einnig
nokkru um að Iistinn dregur yfirlýs-
ingar um útskiptin í land. Byggt
verði áfram á reynslu þeirra sem
hafa setið á þingi en jafnframt er
tekin sú áhætta að Kvennalistinn
verði staðinn að því að standa ekki
við kosningaloforð.
„Upphaflega ákvörðunin var sú
að þessar útskiptingar ættu að ger-
Guðrún fær að sitja áfram. Ákvörðun um að fresta útskiptunum í þingflokki Kvennaiistans getur þýtt að Guðrun
Agnarsdóttir fái að sitja allt kjörtímabiiið. Hún hefur nú setið á alþingi i sex ár. Pressumynd/Einar Ól.
Þingkonur Kvennalistans
STÓLASKIPTUM
Kvennalistinn frestar ákvörðun um að skipta út þingmönnum listans í vor.
kosningaloforðinu um útskipti á miðju kjörtímabili
Deilur innan flokksins um að víkja frá
stofu þingflokksins.
Ýmislegt er tínt til. Margar konur
sem Pressan ræddi við segja að nú
sé slík óvissa uppi í íslenskum
stjórnmálum að lítið vit sé í því að
skipta út í þingflokknum þegar
ríkisstjórnin geti farið frá hvenær
sem er og kosningar blasi við. Aðrar
vísa til þess að nú megi ekki fórna
ómissandi þingreynslu þeirra sem
hafa setið á alþingi í nokkur ár fyrir
Kvennalistann.
Anna Ólafsdóttir Björnsson er
þó á öðru máli: „Ég tel ekki að
breyttar aðstæður í stjórnmálum
hafi neitt með þetta að gera. Það
hefur verið svo lengi óvissa í stjórn-
málunum," segir hún. „Ástæðan er
ast eftir tvö ár. Aðstæðurnar núna
segja okkur að það sé skynsamlegra
að fresta þessu. Það verður alltaf
umdeilt að skipta svona út en við er-
um allar harðar á því að það verði
gert. Núna snýst spurningin um að
velja réttan tíma,“ segir Sigrún
Helgadóttir.
Skv. heimildum Pressunnar er
talið líklegast að það falli í hlut
Kristínar Halldórsdóttur að hverfa
af þingi þegar og ef ákvörðun verð-
ur tekin síðar á kjörtímabilinu um
að gefa útskiptareglu Kvennalistans
gildi að nýju. Tími Guðrúnar Agn-
arsdóttur verði þá lengdur um
a.m.k. hálft ár frá því fyrsta skipt-
ing fer fram.
Kristín Halldórsdóttir. Ýmsar
kvennalistakonur leggjast gegn því
að fórna reyndum þingtulltruum
listans með þvi að skipta út á þingi
eins og lofað var fyrir kosningarnar
1987. Þá hefur verið ákveðið að láta
aðeins eina þingkonu víkja i stað
tveggja þegar og ef skiptingin verð-
ur gerð síðar á kjörtimabilinu.