Pressan - 16.03.1989, Síða 16

Pressan - 16.03.1989, Síða 16
16 Fimmtudagur 16. mars 1989 sjúkdómcir og fólk Heyrnartap hjá ungum manni — Ha, já, ég er hann. Það var greinilegt að vasadiskóið var stillt á hæsta tón. Við gengum inn á stof- una mína og ég virti Börk fyrir mér. Hann var samkvæmt sjúkraskránni 29 ára, svo klæðaburðurinn og út- gangurinn komu mér spánskt fyrir sjónir. Hann var klæddur í ljós- X 4 endurtók spurninguna. — Mig vantar vottorð fyrir ökuskírteinið, sagði hann. — Já, sagði ég og skoð- aði hann. Skoðunin var eðlileg að því undanskildu, að hann virtist ekki heyra eðlilega. Honum gekk illa að greina orðaskil, þegar ég tal- aði Iágt eða hvíslaði, svo ég spurði Vottorðaskrif Stór þáttur í starfi allra lækna er vottorðaskriftir. Á tímum skrif- ræðis þurfa læknar að votta allt mögulegt, svo fólk fái það sem því ber. Þannig þurfa læknar að votta um heilsu manna, svo þeir geti komist í ákveðin störf, eða óheilsu, svo hægt sé að greiða eðlilegar sjúkrabæturogdagpeninga. Lækn- ar þurfa að skrifa upp á, svo gefa megi út ökuskírteini, og til skamms tíma gat enginn gengið í hjóna- band, nema læknir vottaði með undirskrift sinni, að heilbrigði hjónaefnanna væri í engu áfátt. Það er oft gaman að vottorðunum, þau eru auðveld í vinnslu, það tekur ekki ýkja langan tíma að skrifa þau og sum þeirra eru ágætlega greidd, sem er ótvíræður kostur á þessum tímum verðbólgu og verðtryggðra lána. Heyrnardaufur á biðstofu Þennan mánudag var talsvert að gera og ýmsar pestir virtust hrjá sjúklingana mína. Ég fór fram á biðstofu til að sækja næsta mann og kallaði upp nafnið hans, Börkur H. Enginn svaraði svo ég kallaði aftur og svipaðist um meðal þeirra sem biðu. Þarna voru tvær eldri konur í brúnum kápum með slæður í hrókasamræðum, eldri maður með derhúfu og staf í blágrænni, óhreinni úlpu og tvær mæðulegar yngri konur með ungbörn á hand- leggnum. Þær litu á mig þreytulega og sögðu síðan ergilega: — Fer röð- in ekki að koma að okkur, við erum búnar að bíða heillengi? Auk þeirra sat á stofunni vasklegur yngri mað- ur á bol sem á stóð Budweiser beer. — Ert þú Börkur? spurði ég. Hann leit upp, hnyklaði lítilsháttar upp- handleggsvöðvana af gömlum vana og sagði svo: — Nei,ég heiti Jón og ætla mér að hitta allt annan lækni en þig. — Fyrirgefðu, sagði ég og rak þá loks augun í ungan, hávax- inn, slöttungslegan mann, sem hálflá á einum bekknum og starði tómlega út í loftið. Hann var með stórt vasadiskótæki á maganum og heyrnartólin á eyrunum og virtist algjörlega upptekinn af tónlistinni. Ég fór til hans og sagði hátt: — Börkur?? Hann leit upp og virt- ist svo skyndilega ranka við sér, tók af sér heyrnartækin og svaraði: brúnan rúskinnsjakka með kögri, svört kúrekastígvél með háum hæl og svartar leðurbuxur. Undir jakk- anum var hann í bláum bol sem á stóð Long live rock and roll. Um hálsinn bar hann keðjur og smá- peninga og á úlnliðunum héngu festar og keðjur. Hann bar hring á hverjum fingri. Hárið var sítt, ljóst og hálfþunnt og slegið niður á herð- arnar. — Þessi maður er tíma- skekkja, sagði ég við sjálfan mig, svona gengum við til fara á árunum í kringum 1970. Ungir menn um þrítugt í dag eru með litlar, sætar, svartar skjalatöskur og ganga um stuttklipptir í fötum frá Sævari Karli. Vottorð fyrir ökuskírteinið — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði ég Börk. Hann hváði, svo ég hann hvernig heyrnin væri. — Stór- fín, svaraði Börkur. — En þú heyrir ekki eðlilega, sagði ég. — Ég hef lítið tekið eftir því, sagði hann. Þó er alltaf verið að skamma mig fyrir að hækka í sjónvarpinu og útvarp- inu, svo mamma sagði um daginn, að ég ætti að láta athuga eyrun. — Hvað gerirðu? spurði ég. — Ég spila í hljómsveit á kvöldin, svaraði Börkur. Hefurðu aldrei heyrt talað um hljómsveitina Langi Börkur og Bjargvættirnar? — Nei, sagði ég, ekki fyrr en núna. — Svo vinn ég í vélsmiðju á daginn. — Notarðu einhvern tímann heyrnarhlífar? spurði ég. Börkur horfði á mig með furðusvip og svaraði svo neitandi og hristi til faxið. Ég skrifaði upp á vottorðið fyrir Langa-Börk, svo hann gæti farið akandi milli öldur- húsanna til að þenja gítarinn, en sendi hann svo í heyrnarmælingu til háls-, nef- og eyrnalæknis. I ljós kom að Börkur var með verulega skerta heyrn. Leiðsluheyrnartap — taugaskemmd Þegar heyrnartap uppgötvast reynir læknirinn að gera sér grein fyrir orsökum þess. Stundum er tal- að um leiðsluheyrnartap, en þá er eitthvað að hljóðganginum eða Iíf- færunum sem flytja hljóðið inn í innra eyrað. Þá uppgötvast stund- um, að eyrun eru full af eyrnamerg eða gat er á hljóðhimnunni eða beinin í miðeyranu starfa ekki eðli- lega. Margvíslegir sjúkdómar geta valdið slíku heyrnartapi og eru þar eyrnabólga og skemmdir á hljóð- himnu hvað algengasta orsökin. Börkur reyndist ekki hafa neinn slíkan sjúkdóm, svo hjá honum var heyrnarleysið vegna skemmta í heyrnartauginni eða í kuðungnum í innra eyranu. Algengasta orsökin fyrir slíku heyrnartapi er hávaði og elli. Heyrnin minnkar með árunum og þá sérstaklega hæfnin til að heyra háu diskant-tónana. Ein- kenni slíks einstaklings eru þau, að hann á bágt með að fylgjast með samræðum þar sem margir sitja saman og tala og getur þá tæplega greint orðaskil og hváir í sífellu. Hann nýtur tónlistar ekki eins og áður þar sem illa gengur að greina tónana. Þetta er oft fólkið, sem hlær á vitlausum stöðum, þegar kímnisögur eru sagðar, þar sem það heyrir ekki söguna alveg rétt. Slíkt heyrnarleysi uppgötvast stundum í yngra fólki og stafar þá yfirleitt af hávaða. Líf nútímamannsins ein- kennist af miklum hávaða; útvarpið glymur í síbylju og alls kyns vélar menga heyrnarsviðið, flugvélar fljúga yfir og bílar og mótorhjól æða um göturnar með miklum drunum. Eyrun virðast ekki þola þessi ósköp til langframa. Margvíslegur hávaðastyrkur En hvað er öruggt? Hávaði er mældur í desíbelum og sagt er að 85—90 db 8 klst. á dag séu ekki skaðleg, en 115 db í yfir 15 mínútur eru skaðleg eyrunum. Til hliðsjónar má nefna að hvísl er mælt 25 db, mótorhjól er 90—100 db, diskótek er 100—140 db, rokktónleikar 90—130 db og vélardynur í smiðju eins og þeirri sem Börkur vann í hefur mælst 110—130 db. Það var því engin furða, þó Börkur væri farinn að tapa heyrn. Hann vann á daginn í smiðjunni án heyrnarhlífa, spilaði í hljómsveit á kvöldin og gekk auk þess með vasadiskóið sitt í eyrunum alla daga stillt á hæsta. Eyru hans þoldu alls ekki þennan hávaða í mörg ár. — Hvað á ég að gera í þessu? spurði Börkur. Hon- um var greinilega brugðið eftir við- talið við háls-, nef- og eyrnalækn- inn. — Ekki neitt, svaraði ég, en þú getur komið í veg fyrir áframhald- andi heyrnartap. — Hvernig þá? spurði hann, á ég að fá heyrnartæki eins og afi minn var með? — Nei, heyrnartæki duga alls ekki á þessa tegund heyrnartaps, sagði ég, en þú verður að fara að vinna með heyrn- arhlífar upp á hvern dag og jafnvel spila með heyrnarhlífar eða tappa á kvöldin. Svo hættirðu að ganga með þetta vasadiskó í eyrunum öll- um stundum. Hann horfði á mig í forundran. — Langi Börkur í Bjargvættunum með heyrnartappa, aldrei!! — Þá það, sagði ég, en þá geturðu átt von á vaxandi heyrnar- leysi með árunum. — Jæja, sagði hann, ég sé til. Hann hristi hárið frá enninu og glotti. — Heyrðu, viltu miða á Lækjartungl í kvöld? Við eigum að spila. — Ég kem, sagði ég strax, klukkan hvað? — Við Lækj- artorg, sagði Börkur, og vaggaði út. ■ ÓTTAR GUÐMUNDSSON , LÆKNIR kynlifsdálkurinn KYNLBF ALLAN SÓLARHRINGINN Þekkingu á kynferðismálum fleygir alltaf fram. Nýjar rannsókn- ir á kynlífi líta dagsins ljós úti í hin- um stóra heimi og íslendingar eru einnig að gera uppgötvanir á þessu sviði. En á meðan vísindamenn er- lendis rannsaka hluti eins og kyn- hvöt í tilhugalífi eða skapgerðarein- kenni kvenna, sem giftar eru mönn- um sem fremja sifjaspell, er fólk á íslandi að uppgötva ýmislegt svona persónulega og prívat. Um daginn hitti ég mann, sem tjáði mér að sitt stærsta sjokk í sambandi við kynlíf hefði verið það, að uppgötva að kynlíf byrjaði ekki þegar hann færi úr nærbuxun- um, heldur þegar hann vaknaði á morgnana. Ég kinkaði kolli og skildi vel hvað hann var að fara. Hann átti við að kynlíf er ekki bara tengt berum líkömum, heldur lifir maður kynlífi allan sólarhringinn. Sú staðreynd kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, en ég skal skýra þetta nánar. Kyn-lif = líf kynjanna_________ Vegna feimni eða kvíða þora langfæstir að nefna hlutina réttum nöfnum í kynferðismálum. Þeir skella mörgu undir einn hatt og nota hugtakið kynlíf yfir það allt. Þetta gerir öll tjáskipti erfiðari. Þess vegna langar mig að byrja á því að skýra hugtakið kynlíf nánar. Kyn-líf snýst um líf kynjanna — þ.e.a.s. líf okkar — tuttugu og fjóra tíma á dag. Eftirfarandi atriði eru allt þættir af þeirri upplifun: Samlíf er hugtak, sem hentar bet- ur en orðið kynlif, þegar talað er um samfarir, gagnkvæma fróun eða önnur náin líkamleg samskipti fólks. Kynmök er annað orð yfir samlíf. Kynhneigð snýst um það að hvaða kyni við löðumst kynferðis- lega — sama kyni, báðum kynjum eða gagnstæðu kyni. Likt og augn- litur og blóðflokkur er mismunandi hjá fólki er kynhneigð Iíka mismun- andi. Ég hef orðið vör við mikla vanþekkingu og fordóma fólks hér á landi varðandi kynhneigð, enda mikil þörf á fræðslu á þessu sviði kynlífsins. Kynhlutverk segir ýmist til um hvaða hegðun er kynbundin eða hvaða hegðun er talin æskilegust fyrir kynin. Kynhlutverk er því tvenns konar; líffræðilegt og félags- legt. Líffræðilega kynhlutverkinu er ekki hægt að breyta. Konur fram- leiða egg, hafa blæðingar, ganga með börnin og eignast þau, en karl- ar framleiða sæði. Tilraunaglasa- börn, leigumömmur og sæðisbank- ar eru allt fyrirbrigði, sem spila með þetta hlutverk, en breyta því þó ekki í stórum dráttum. Félagslega hlut- verkið segir til um hvaða hegðun, viðhorf og jafnvel tilfinningar eru talin hæfa kynjunum. Það kynhlut- verk er breytilegt og hefur t.d. breyst mikið síðustu áratugina. Karl- og kvenorka Kvennahreyfingar og mjúku mennirnir (allra síðustu árin) hafa gagnrýnt félagslega kýnhlutverkið og bent réttilega á að í því felist ekki nein óskrifuð lög, sem konur og karlar þurfi að fara eftir. í hverjum einstaklingi er karlorka og kven- orka, sem sumir þekkja betur sem Yin og Yang. Við þurfum bæði að rækta með okkur karl- og kveneðli þetta til þess að verða heilsteyptir persónuleikar. Kynímynd er innri tilfinning, sem hver og einn hefur um það hvaða kyni honum/henni finnst hann/hún tilheyra. Það er afar sjaldgæft — en gerist samt — að að líffræðilega kynið og kynímyndin passi ekki saman. Dæmi um þetta er karlmaður, sem finnst hann vera í skökkum líkama. Innri kynímynd hans er af konu og sú tilfinning yfirgnæfir allt annað. Á þessari upptalningu sést, að kynlíf snýst mikið um samskipti kynjanna dags daglega; en ekki bara það að vippa sér úr nærbuxun- um, eins og maðurinn sagði. Til- finningar okkar og viðhorf koma einnig inn í dæmið og gefa kynlíf- inu lit og líf. í komandi pistlum ætla ég að fræða lesendur PRESSUNNAR um allt milli himins og jarðar og það, sem mér dettur í hug varðandi kyn-lífið hverju sinni. Einnig getið þið skrifað mér, ef þið hafið ein- hverjar spurningar. Ég mun svara þeim eftir bestu getu. Sæl að sinni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn Ármúla 36 108 Reykjavík

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.