Pressan


Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 20

Pressan - 16.03.1989, Qupperneq 20
'20 Fimmtudagur 16. mars 1989 bridqe Reyndir spilarar þurfa að kunna margt. Þar á meðal t.d. hina gullvægu reglu að spila EKKI upp í tvöfalda eyðu; gefa sagnhafa trompun og niðurkast. En vanir menn vita einnig að það getur borgað sig að brjóta lögin. ♦ G109 V 9 ♦ ÁK975 •¥• G984 ♦ 8532 N ♦ Á y D1053 VÁG87642 ♦ D10 V A ♦ 843 •¥• 652 s •¥• Á7 ♦ KD764 V K ♦ G62 •¥• KD103 A gefur, allir á hættu. A vekur á 1-hjarta, suður stingur inn 1- spaða. N hækkar í þrjá. Austur þrjóskast með 4-hjörtum en 4- spaðar suðurs þagga niður í öll- um. Vestur velur að spila út hjarta- drottningu, sennilega til að reyna að skýra stöðuna, og austur fær á ásinn. Eftir alllanga umhugsun ákvað austur að reikna ekki með miklu á hendi félaga sem virtist eiga 4 hjörtu en skipti sér samt ekki af sögnum. Austur spilaði áfram hjarta. Suður var feginn að fá tígulniðurkast heima og tromp- un í blindum. Austur fékk næsta slag á trompás og hélt áfram með hjartað. Suður varð nú að trompa smátt heima og átti á brattan að sækja. Hann reyndi næst tromp á gosann og lítið lauf úr blindum. En austur var á verði, stakk upp ásnum og spilaði í 3. sinn hjarta í tvöfalda eyðu. Sagnhafi varð að játa sig sigraðan, vestur hlaut að fá 4. slag varnarinnar á hina hóg- væru trompáttu. Margbrotin regla, ef ég má orða það svo. skak „Stóðum tvö í túni“ í gömlum sögnum skýtur tafl- inu stundum upp í sambandi við ástir karls og konu. Sagan af Díla- ram var eitt dæmi um þetta, en hún gerist í andrúmslofti Þúsund og einnar nætur. En dæmin eru miklu fleiri. Víglundar saga er í hópi yngstu íslendingasagna, rituð á fjórt- ándu öld að því er talið er. Hún er með nokkrum ævintýrablæ og heldur rómantísk, enda hafa sum- ir talið hana fyrsta róman sem skrifaður hafi verið á íslandi. í henni eru margar ágætar vísur, meðal annars sú sem hér er vitnað til í fyrirsögn og flestir lesendur munu kannast við. Þar er líka ein vísa þar sem tafl kemur við sögu. í Víglundarsögu er sagt frá ást- um Víglundar og Ketilríðar: „Þau unnust alla ævi svo heitt meðan þau lifðu bæði, að hvorugt mátti af öðru sjá þaðan af er þau sáust fyrst.“ En þau ná ekki að njótast fyrr en í sögulok og verður sú saga ekki rakin nákvæmlega hér. Seint í sögunni er þar komið að Víglundur og bróðir hans lenda i miklum hrakningum á sjó og taka að lokum land „með nauðum" á Austfjörðum. Aldinn bóndi býð- ur þeim bræðrum til vetursetu, en svo vill til að hann er einmitt sá maður sem Ketilríður hafði verið gefin, og er hún húsfreyja á bæn- um. Víglundur dylst undir öðru nafni, hann kallar sig Örn. Þau Ketilríður bera kennsl hvort á annað en láta ekkert uppskátt um það. Víglundur er löngum ókátur, enda hefur Ketilríður jafnan verið honum efst í huga — og „segir harmur til um vilja“, eins og konr- ist er að orði í vísunni sem vitnað er til í fyrirsögninni. Bóndann virðist ekkert gruna um fornar ástir þeirra, hann lætur heldur ekkert uppskátt, þótt lesandann gruni að hann viti lengra nefi sínu. En hann gerir það sem hann getur til að stytta gesti sínum stundir. Og er nú best að gefa höfundi sög- unnar orðið. Örn (Víglundur) er ókátur sem fyrr og bóndi spyr hvað honum sé að ógleði og reynir að hressa hann: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON „Þykir mér nú ráð að við skemmtum okkur og teflum, og svo gerðu þeir. Lítt gáði Örn að taflinu fyrir hug þeinr er hann hafði á húsfreyju, svo að honum var komið að máti. Og í því kom húsfreyja inn í stofuna og sá á taflið og kvað þenna vísuhelming: Þoka mundir þú Þundar þinni töflu liinn gjöfli, ráö eru tjalda tróðu, teitur að öðrum reiti. Bóndi leit til hennar og kvað: Enn er mótsnúin manni men-hlín í dag sínum. Einskis má nema elli auð-Baldur frá þér gjalda. Örn tefldi sem til var lagt og var þá jafntefli.“ í sögulok kemur í ljós að gamli bóndinn er föðurbróðir Víglund- ar og hefur „geymt“ Ketilríði handa honum. Allt fellur í ljúfa löð og sögunni lýkur með marg- földu brúðkaupi. Að vísu telja fræðimenn að tafl það er þeir tefldu bóndi og Víg- lundur hafi verið hneftafl, en það skiptir ekki verulegu máli í þessu sambandi, taflið er aðeins tæki til að varpa Ijósi á hug söguhetj- anna. krossgátan ji'bflua 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Skilafrestur er til31. mars. Utanáskriftin er: PRESSAN— kross- gáta nr. 25, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verðlaun fyrir rétta lausn að þessu sinni eru samtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, í kompanii við Þórberg. Þaö er Almenna bókafélagið sem gefur bókina út í tilefniþess að nýlega eru liðin hundrað ár frá fœðingu skáldsins. Dregið hefur verið úrréttum lausnum á 23. krossgátu, en að þessu sinni erþað Ragnhildur Haraldsdóttir, Vesturbergi 78, 111 Reykja- vík, sem er hinn heppni verðlaunahafi. í hennar hlut fetlur bókin Menn og málavextir eftir Kristján Albertsson. Það er Almenna bókafélagiö sem gefur hana út. Wl/PA

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.