Pressan - 13.04.1989, Síða 5

Pressan - 13.04.1989, Síða 5
-Bimmtudag u r 13r aprí L ,1989 > 5 Foreldrar geð- sjúks manns berjast fyrir að koma honum ó stofnun til fram- búðar — eftir sautjón ára „stoiufang- elsi" við að vernda þjóðfé- lagið fyrir honum. Jón Agústsson og Viktoria Jaf- etsdóttir segja aö nú bíði þeirra átjánda sumarið í „stofufangelsi“ við að vernda þjóðfélagio fyrir syni sínum. Fullordin hjón ræða um baróttu sína ffyrir þvi að fá geðveikan son sinn vistaðan á stofnun, þar sem þau eru uppgefin á sál og líkama efftir að hafa gætt hans að mestu leyti ein i sautján ár. Á þeim tima hef ur hann brotið allt og bramlað á heimilinu, kveikt i og hótað þeim lifláti. GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR — MYNDIR: EINAR ÓLASON Hjónin Viktoría Jafetsdóttir og Jón Ágústsson eiga tvö börn, son og dóttur, sem bæði eru rúmlega þrítug. Það væri þess vegna eðlilegt að álykta sem svo, að nú væri farið að hægjast um hjá þeim hjónum, þau orðin laus við foreldraábyrgð- ina og farin að hafa tíma til að sinna eigin hugðarefnum. Því er hins veg- ar ekki að heilsa í þeirra tilviki. Sonur Viktoríu og Jóns hefur verið geðsjúkur í sautján ár og á þeim tíma hafa þau lengst af haft hann heima, þó'hann sé afar erfið- ur, fái ofsafengin „köst“ og hóti þeim — og þrettán ára barnabarni þeirra, sem býr á heimilinu — Iík- amsmeiðingum. Enn hafa þau samt ekki fengið langtímavistun fyrir hann, þrátt fyrir að þau séu orðin heilsulaus og uppgefin. Verðum að sitja á honum Blaðamaður heimsótti þau Vikt- oríu og Jón í vikunni og fékk að heyra frásögn þeirra af basli undan- farinna sautján ára, en það var um fimmtán ára aldur sem sonur þeirra var sjúkdómsgreindur geðklofi. Að undanförnu hefur hann verið í vist- un í Laugarási, þar sem rekið er heimili fyrir geðsjúka einstaklinga, en frá og með næstu mánaðamót- um verða sjúklingarnir sendir heim allar helgar. Hjónanna bíður því átjánda sumarleyfislausa sumarið í „stofufangelsi“, eins og þau kalla það, við að vernda þjóðfélagið fyrir syninum, sem þau segja til alls lík- legan ef þau „sætu ekki á honum“.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.