Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 13. apríl 1989 sjúkdómar og fólk GETULEYSI OG LYF rK0t*vu MFí> MER t\SKW /// NÚ fEftAR Bfr BR HÆJTUR Afi TAKA fUHOSSMlO, HVDMM/D Dfr MDDURErTÍc, ór&TVM V\f) BVR Ja-P Felusjúkdómar Sumir sjúkdómar eru þess eðlis, að sjúklingarnir veigra sér í lengstu lög við að leita læknis. Þeir ímynda sér, að ekkert sé hægt að gera til að hjálpa þeim, ástandið sé óbreytan- legt og varanlegt um aldur. Aðrir telja að eitthvert sjúklegt ástand sé í raun eðlilegt og því verði að taka með kristilegu æðruleysi. Þess vegna er mikið af sjúkdómum, sem aldrei kemur fyrir læknis augu, og sjúklingurinn sættir sig oft að óþörfu við eitthvað, sem hann álít- ur ólæknandi. Getuleysi hjá karl- mönnum er ástand, sem ekki er leit- að til lækna með fyrr en í lengstu lög. Kyngeta er í hugum flestra sam- tengd karlmennskunni og fæstir vilja viðurkenna að henni sé í ein- hverju áfátt. Oft er þetta tímabund- ið ástand vegna streitu og álags sem fer illa með hæfni manna til stinn- ings. Stundum er þó um vefræna orsök að ræða, sem hægt er að ráða bót á með nýtískulegum aðferðum. Fátt er eins niðurdrepandi fyrir menn, sem vilja lifa kynlífi, og langvinnt getuleysi. Slíkir einstakl- ingar fara að efast um tilverurétt sinn og finnst lífið heldur bragð- dauft og lítt spennandi. Gott kynlíf er mikil Iífsnautn og því sérlega mikilvægt að leita til lækna með vandamál sem upp kunna að koma. Getuleysi í Njálu Mér datt þetta í hug einn vetrar- dag, þegar ég drakk kaffi með gömlum vini mínum frá árunum þegar ég vann í Slippnum. Þessi vinnufélagi minn hafði alltaf verið manna hressastur og ætíð kunnað að svara fyrir sig. Hann var hafsjór af klámsögum og klámvísum, gift- ur og nokkurra barna faðir. Hann hafði á þessum árum verið einhver mesti áhugamaður um kynlíf sem ég hafði kynnst og hefðu mörg um- mæli hans í kaffistofu Slippsins vakið litla hrifningu kvenréttinda- kvenna. — Hvernig hefurðu það? spurði ég þegar við höfðum sest niður í kaffivagninum og fengið okkur hvor sinn kaffifantinn og rúgbrauðssneið með eggjum og síld. — Hvernig hef ég það? Þú manst eftir honum Hrúti kallinum í Njálu og sambandi hans við Unni Marðardóttur. Mér líður svona eins og Hrúti. — Óljóst, sagði ég og reyndi að vera sem gáfulegastur á svipinn þar sem ég sat og reyndi að rifja upp þessár persónur úr Njáls- sögu. — Jú. Hrútur var í tygjum við Gunnhiidi kóngamóður úti í Noregi og var samband þeirra greinilega helvíti gott, því einu sinni lágu þau í einni sæng í hálfan mán- uð. Geri aðrir betur. Gunnhildur lagði svo á hann þegar þau skildu að hann mætti engum ástum koma fram við konu þá á íslandi sem hann ætlaði sér. Hann fór svo til ís- lands og tók saman við Unni Marð- ardóttur. Hún skildi svo við hann eftir mikil læti og leiðindi og veistu hver ástæðan var. Jú, hélt hann áfram, ástæðan var getuleysi Hrúts, hann mátti nefnilega ekki hjúskaparfar eiga við hana, eins og stendur í Njálu. Ætli mér líði ekki eins og Hrúti þessum, konan mín er að vísu ekki farin frá mér, en ég er alveg lið- ónýtur í rúminu og get ekkert gagn- ast henni lengur. — Hörmung er að heyra, sagði ég, hvað veldur, langar þig ekki? — Jú, jú, auðvitað langar mig, en mér gengur bara svo illa að fá hann upp. Við fengum okkur ábót á kaffið og héldum svo áfram að ræða þessi mál. Þetta getuleysi var nýtilkomið en fór versnandi og var farið að valda honum miklu hugarangri. — Mér finnst ég ekki vera nema hálfur maður, sagði hann og röddin titraði. Það skildi ég vel vegna fyrri kynna minna af honum, þegar hann lifði og hrærð- ist í kynlífsórum og -hugleiðingum. Getuleysi hjá svona manni hlaut að vera jafnmikið áfall og fyrir söngv- ara að missa röddina. Flókið kerfi Við ákváðum að hittast á stof- unni minni daginn eftir og tókum síðan upp léttara hjal. Ég las mér til um getuleysi þetta kvöld til að vera betur búinn undir næsta fund með vinnufélaga mínum. Stinningur í lim við samfarir er flókið fyrirbæri sem á upptök sín í heilanum. Þaðan berast boð með taugunum niður eftir líkamanum og slagæðar fylla síðan liminn af blóði og manninum • fer að standa. Til að þetta geti gerst verða eistun að framleiða karlkyns- hormón, sem nóg verður að vera af. Ýmsir sjúkdómar geta komið upp og gert það að verkum, að boðin berist ekki þessa réttu leið. Heilinn er stundum upptekinn við að hugsa um eitthvað annað, taugakerfið ber ekki boðin eins og til stendur vegna einhverra sjúkdóma og æðarnar fram í liminn geta verið kalkaðar. Áhyggjur, streita og álag geta haft vond áhrif á kyngetuna og eru sennilegast helstu ástæðurnar fyrir getuleysi. Ég fór að velta fyrir mér sögunni um Hrút, Unni og Gunn- hildi úr Njálu þegar ég hafði lesið þetta. Hafði Hrútur kannski orðið getulaus vegna streitu og spennu út af sambandinu við Gunnhildi? Var hann kannski hjátrúarfullur og tók bölbænir hennar svo alvarlega, að hann gat ekki um annað hugsað þegar hann ætlaði að liggja með Unni? Við þessar áhyggjur hvarf honum svo öll karlmennska. Lyf og getuleysi Önnur algeng ástæða fyrir getu- leysi hjá körlum er lyfjanotkun. Ýmis blóðþrýstingslyf hafa þann leiða ókost að geta valdið getuleysi um tíma hjá þeim sem lyfin tekur. Algengust þessara lyfja eru svoköll- uð þvagræsilyf eða bjúglyf eins og Furosemid (Lasix), Hydramil, Moduretic og fleiri. Hinir svoköll- uðu betablokkarar eins og Propr- anolol (Inderal), Metoprolol (Sel- oken), Atenolol (Tenormin, Tensol) og fleiri eru mikið notaðir. Þessi lyf geta valdið ýmiss konar aukaverk- unum eins og handkulda, martröð- um og hægum hjartslætti, en þær aukaverkanir sem mér finnst einna algengastar eru getuleysi og mikil þreyta. Önnur blóðþrýstingslyf eins og Methyldópa (Aldomet) og Isme- lin eru sama merkinu brennd, en notkun þeirra er ekki mjög mikil. Magalyfið Cimetidin (Tagamet) getur valdið getuleysi, þar sem lyfið virðist hafa áhrif sem eru gagnstæð áhrifum karlkynshormónsins. Ýmis geðlyf eins og þrísykklísku þunglyndislyfin (Tryptisol, Ana- franil, Ludiomil o.fl.) geta haft þessi sömu áhrif svo og MAO- hemjarar (Marplan) og geðlyfið Melleril. Þannig geta mörg lyf haft þessi leiðinlegu áhrif. Streita og lyf Kannski gat eitthvað af þessu hjálpað honum vinnufélaga mín- um, svo ég tók að spyrja hann um streitu og áhyggjur og lyfjanotkun. Það kom í ljós að hann hafði um nokkurt skeið verið mjög kvíðinn og spenntur út af nokkrum málum sem héldu fyrir honum vöku. Hann hafði nýlega farið að taka þung- lyndislyf (Tryptisol) við þessu og kannski var þetta skýringin á ástandinu. Þessi samsetning, Iyf og streita, getur valdið getuleysi. Ég ráðlagði vinnufélaga mínum ýmis- legt í sambandi við streituna og öll áhyggjuefnin sem hann var að fást við og auk þess minnkaði ég við hann þunglyndislyfin. Við skildum við svo búið, en hann hringdi nokkrum vikum síðar og þá var allt annað hljóð í kalli. Hann lék á als oddi og fór með nokkrar hressileg- ar klámvísur fyrir mig. — Aftur kominn á ról, hugsaði ég með mér. ÓTTAR GUÐMUNDSSON pressupennar Hvar er neglan úrþjóðarskútunni? Jafn árvisst og vetur fylgir sumri fer íslenzk þjóð í stríð við sjálfa sig, bitur í skjaldarrendur, skekur vopn og heimtar meir af arði úr auðhirzl- um landsins. Svo langt sem eg man eru þessi stríð það lík, að undrun sætir að slagorðin skuli ekki fyrir löngu orðin eggsljó og einskis nýt. Á einum gunnfánanna stendur, flennistóru letri: VIÐ ERUM AÐ BERJAST FYRIR RÉTTI HINNA LÆGST LAUNUÐU. Á öðrum stendur: ÞAÐ ER ENGRI KRÓNU AÐ SKIPTA. Svo æsa menn sig upp, fyrir aftan þessar dulur, og berjast meðan þeir hafa þol og nennu til, reyna að sýnast grimmir í augum fyrir framan myndavélar, svo að þjóðin megi sjá, að foringj- unum er réttlætið eitt í brjósti. Síðan eftir urr og hvæs er samið, og menn taka að safna kröftum til nýrra „átaka“. Ég man þessi stríð í að minnsta kosti 40 ár. Og núna, 1989, sé eg í blöðum, að verið er að ræða, hvort smælinginn eigi að fá 40 eða 50 þúsundir á mánuði. Hafa menn virkilega ekki lært það af reynslunni, að engu skiptir undir hvað er skrifað? Það er í raun hægt að skrifa undir hvað sem er, því list- in er að hækka aðeins á morgun vöru og þjónustu um það sem sætzt var á, og gott betur. Já, oft hefur mig undrað hvaða erindi atvinnu- rekendur eiga að samningaborðinu, hvaða rétt þeir hafa til þessa leiks? Nú eða þeir sem hinumegin sitja? H verra erinda ganga þeir? Ef það er rétt, sem fjölmiðlar staðhæfa, að virðulegur forstjóri, svona alvöru forstjóri í dag, hafi á mánuði árs- laun smælingjans, þá skil eg ekki lengur um hvað er verið að berjast. Eg sé ekki betur, en öll þessi stríð hafi aðeins aukið glundroðann og mismuninn á arðskiptingu þjóðar. Hvað fá þeir í laun sem halda því fram, að engin sé krónan handa smælingjanum? Eru það aðeins montfréttir og þvættingur að heildartekjur þessar- ar þjóðar, úr auðhirzlum landsins, aukist ár frá ári, ný og ný met sleg- in? En hvar er þá allur þessi auður? Smælinginn segir: Ekki hjá mér. Gjaldþrota atvinnurekandinn segir: Ekki hjá mér. Og við vitum að báðir hafa rétt fyrir sér. Forfeður okkar töluðu um ógn- arskepnuna Fáfnisorm, það var hann sem gullinu stal og lá á því. Þér létu kappa mikinn drepa orm- inn og leysa þannig þjóð úr vanda. Stjórnmálamenn okkar nú ræða um lekaáhagkerfis-rennunni. Auð- skilið fyrir okkur, sem byggjum sprungutætt eldfjalla land. Þeir segjast vita, hvar sprungan er, og hafa lofað áratug eftir áratug að gera við hana. En annað tveggja er, að víðar er vatnið kalt en i Peninga- gjá, og því þarf tíma til að smyrja af sér kuldann, eða þá að þetta loforð er slíkur ágætis stigi í ráðastöður þjóðar, að brjálæði væri að sleppa af honum hendi, meðan aðeins sér- vitringar kvarta. Á meðan skeður ekki neitt, nema það sem alvarlegast er, að misskipt- ing auðsins eykst og eykst. Víst veð- ur þjóðin í peningum, það sjáum við, ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir, eða keyrum um sumar götur höfuðborgarinnar, þar sem verzlun er í hverju húsi. Okkur vantar ekki fé, heldur að því sé jafn- ara skipt. Vandinn er, að við erum komin í orrustu við okkur sjálf, og slíkri þjóð færir morgundagurinn aðeins hrun, ekkert getur komið í veg fyrir það, NEMA VIÐ SJÁLF. Ráðin sem okkur hingað til hafa verið kennd, og talið trú um að dygðu, minna mig aðeins á hana- ræksni, sem eg kynntist sem barn. Hann var forláta skrautlegur, með kamb mikinn og rauðan, og loga- dýrð stélsins var slík, að í leiðslu vöppuðu hænurnar kringum hann. Já, hann var herra í sæluríki. Svo var það eitt sinn, að honum varð lit- ið í glugga og sá þar mynd af óvænt- um gesti. Haninn minn prúði lagði þegar til orrustu, barðist við spegil- mynd sína, þar til máttur var allur úr honum, hann hélt ekki einu sinni vængjum á leið í kofann um kvöld- ið. Það sorglega var þó, að hana- ræksnið gekk síðan hvern morgun til orrustunnar, barðist við sjálfan sig hvern dag, meðan kraftar hans entust. Að lokum varð ekki aðeins hænunum ljóst, að hann var til alls lífs ónýtur, bóndanum varð það líka, og það sem eftir var af hanan- um fagra lenti á ruslahaug heimilis- ins. Er ekki tími til að okkur skiljist, að arði auðhirzlna þessa blessaða lands verður að skipta á annan veg en við hingað til höfum reynt, við verðum að sætta okkur við að við erum öll systkin á för. Ekkert okkar er til æðri réttar borið en allir hinir, ekkert það starf til sem öðru er meira og þyngra, af bjástri því er þjóðfélagið Ieggur okkur á herðar. Ef við skiptum jafnt, þá verða allir ríkir. Ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á nú, þá endum við á haug, eins og haninn sem vitið missti. Gleymum ekki, að neglan er í okkar eigin vasa.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.