Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 13. apríl 1989 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÓGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið. Biðlaun alþingismanna í janúar skýrði Pressan frá því að Sverrir Hermanns- son Landsbankastjóri hefði þegið sex mánaða biðlaun frá alþingi og á sama tíma verið á fullum bankastjóra- launum. Þessi frétt Pressunnar vakti óskipta athygli og reiði í þjóðfélaginu. Viðbrögð almennings við frétt Pressunnar voru sterk og skilaboðin tvímælalaus: Ráðamönnum ber skylda til að girða fyrir óráðsíu og bruðl af öllu tagi. Nú hafa þingmenn fimm stjórnmálaflokka tekið sig saman og lagt fram frumvarp á alþingi um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna. Frumvarpinu er ætlað að koma í veg fyrir að mál á borð við biðlaun Sverris Hermannssonar endurtaki sig. Verði frumvarpið að lögum munu þeir þingmenn sem afsala sér þingmennsku og hverfa til annarra launaðra starfa missa allan rétt til biðlauna frá Alþingi. Hér er um sjálfsagt réttlætismál að ræða. Það tíðkast hvergi á almenna vinnumarkaðinum eða hjá ríkinu að starfsmenn njóti launa á sínum gamla vinnustað eftir að þeir hefja ný störf. Það er hins vegar rétt, eins og Sverrir benti sjálfur á, að það voru auðvitað þingmenn sjálfir sem settu þessa löggjöf á sínum tíma og af örlæti sínu með skattpeninga almennings veittu þeir sjálfum sér rétt til að þiggja þessar kjarabætur. Nú hefur því sú opinbera umræða sem hófst fyrir til- stilli Pressunnar orðið til þess að þingmenn leggja sjálfir til lagabreytingu sem kveði skýrt á um að réttur til bið- launa falli niður þegar þingmaður afsalar sér þing- mennsku fyrir lok kjörtímabils og tekur við öðru starfi. Reglur og undantekningar Mikil breyting hefur orðið á meðferð geðsjúklinga á síðustu árum. í stað þess að loka þá inni í hálfgerðum fangelsum, fjarri „venjulegu“ fólki, er nú lögð aukin áhersla á að umhverfi geðsjúkra sé sem eðlilegast. Þetta á raunar við um fleiri hópa, svo sem líkamlega fatlað fólk. Þessi þróun hlýtur að vera af hinu góða, enda hefur hin svokallaða „normalisering“ gefið mjög góða raun. Það er hins vegar alltaf hættulegt að alhæfa og láta eitt yfir alla ganga, því aðstæður fólks geta verið breytilegar. Foreldrar geðsjúks manns, sem PRESSAN birtir viðtal við í dag, virðast vera slíkt undantekningartilfelli. Þau! hafa lengi barist fyrir því að fá geðveikan son sinn vist- aðan á stofnun til frambúðar, þar sem þau treysta sér ekki lengur til að fá hann heim. Ósk þeirra hjónanna stangast á við þá áherslu, sem „kerfið“ leggur á náin tengsl fjölskyldna og sjúklinga. „Kerfið“ vill að sonurinn eigi kost á því að dvelja heima, en foreldrar hans segjast ekki geta tekið við honum. Þá er spurningin þessi: Hvort á að fara eftir þörfum geð- sjúklingsins eða þörfum heilsulausra foreldra hans? Um það stendur hið átakanlega stríð, sem sagt er frá í viðtali við hin fullorðnu hjón í þessu tölublaði PRESSUNN- AR. O hin pressan „Gœttu nú Sjálfstœ . . . ég meina Borgaraflokksins vel á meðan ég er í burtu, Lycy mín. “ „Það ætti að senda Kringluna til sálfræðings." — Sigriður Halldórsdóttir I Morgun- blaðinu. „Erfiðast fannst mér að þurfa að hætta aö borða sælgæti, sér- staklega á páskunum." — Herra ísland, Eióur Eysteinsson, í Morgunblaðsviðtali. „Maður fer heim og rífur eitt- hvað í sig i hádeginu." — Beitningamaðurá Patreksfirði í DV. „„Lifsbjörg i Norðurhöfum“ hefur nú hafið sigurgöngu um Evr- ópu.“ — Leiðari i Alþýðublaöinu. Kveðjustundin „Ég sceki ekki um stöður á vegum menntamálaráðu- neytisins á meðan kommúnistinn Svav- ar Gestsson fer þar með húsbóndavald. “ — Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í Morgun- blaöinu. „Það er jákvætt að fólk gefi fuglunum en það bjargar ekki stofninum." — Ævar Petersen fuglafræðingur i Morgunblaðinu. „í kosningu á landsfund Al- þýðubandalagsins sem fór í hönd var ég svo heppinn að vera hreins- aður úr hópi landsf undarf ulltrúa." — Þráinn Bertelsson I Morgunblað- inu. „Lanqí Seli og skuggarnir roru meo tónleika á Hótel Borg i |ær en ég veit ekki hvort ég var >ar Woimir PótnrQQnn í binrtuiliflniim S7 „Ekki batnar það þegar þing- menn hrannast i blöðin og láta eins og götustrákar." — Ingi Björn Albertsson í DV. „Athyglisvert er, að dagblöðin þurfa engin lög tii að láta segja sér, að efni þeirra skuli vera á islensku ...“ — Jónas Kristjánsson ritstjóri i DV. „Þetta var langur fundur og annaðhvort brestur minni mitt eða þetta er rangt.. — Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra um heræfingar i Morgun- blaðinu. „Ég veit ekki betur en að það hafi farið ágætlega um Jón Sig- urðsson i Reykjavik." — Guðmundur Arni Stefánsson bæj- arstjóri i Þjóöviljanum. „Þjófur gripinn með kjúklinga og kartöflur. Brotist inn hjá ÁTVR.“ — Fyrirsögn I Morgunblaðinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.