Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 27
•S6ér ihqe .Ci H>Qsi>utiTimR Fimmtudagur 13. apríl 1989 sjonvarp FIMMTUDAGUR 13. apríl Stöð 2 kl. 23.05 HÆTTUÁSTAND* (Critical Condition) Bandarísk mynd frá 1986. Leik- stjóri: Michael Apted. Aðalhlut- verk: Richard Pryor, Rachel Pico- un, Ruben Blades og Joe Man- tegna. Það er varla verjandi að mæla með þessari mynd sem grínmynd, svo slöpp er hún. Richard Pryor er eini Ijósi punkturinn í myndinni, sem fjallar um smáafbrotamann sem freistar þess að strjúka úr fang- elsi, en án árangurs. Heppnin verð- ur honum loks hliðholl þegar hann dulbýr sig sem lækni í fangelsis- sjúkrahúsinu og hyggst sleppa út. Fyrirætlanir hans verða samt að bíða því sjúklingarnir heimta um- önnun. Því miður nær Pryor ekki að bjarga myndinni frá þvi að verða Iélegu og væmnu handriti að bráð. Ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 14. apríl. Stöð 2 kl. 21.55 ÓKINDIN IV** (Jaws — The Revenge) Bandarísk spennumynd frá 1987. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðal- hlutverk: Michael Caine og Lorra- ine Gary. Fjórða útgáfan af sögunni um há- karlinn sem elskar mennina svo mikið að hann verður að éta þá. Myndin fjallar um ekkju lögreglu- stjórans sem hrelldi ókindina í fyrstu myndinni. Hún er sannfærð um að hákarlinn sé að elta hana uppi og fjölskyldu hennar til að leita hefnda. Afskaplega hæpinn söguþráður í mynd sem getur ekki talist meira en miðlungs spennu- mynd. Michael Caine nýtur sín illa í litlausu aukahlutverki. Ríkissjónvarpið kl. 22.30 ÁSTARÓRAR* (Story of a Love Story) Frönsk frá árinu 1973. Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlut- verk: Alan Bates og Dominique Sanda. Myndin fjallar um rithöfund sem á í leynilegu ástarsambandi við stúlku eina, en þjáist af ímyndunar- veiki, svo stundum leikur jafnvel vefi á því hvort ástarsambandið sé raunveruleiki. Skemmtileg hug- mynd og kemur ágætlega út í fram- kvæmd. Handritið er mátulega flókið og Alan Bates stendur fyrir sínu eins og venjulega. Stöð 2 kl. 23.30 GIFTING TIL FJÁR* * * (How to Marry a Millionaire) Bandarísk gamanmynd frá 1953 Leikstjóri: Jean Negulesco. Aðal- hlutverk: Marilyn Monroe, Betty Grable, Lauren Bacall og David fVayne. Ein af bestu myndum kynbomb- unnar Marilyn Monroe þar sem hún þótti sýna óvenjumikla leik- ræna tilburði. Myndin segir frá þrem fyrirsætum í New York sem afráða að næla sér í ríkan eigin- mann með öllum tiltækum ráðum. Stórskemmtilegt samspil aðalleik- ara gerir þessa gamanmynd eftir- minnilega, jafnvel þótt Monroe nyti ekki við. Stöð 2 kl. 01.00 AF ÓÞEKKTUM TOGA** (Of Unknown Origin) Kanadísk hrollvekja frá 1983, Leikstjóri: George Cosmatos. Aðal- hlutverk: Peter fVeller, Jennifer Dale, Lawrence Dane og Kenneth Welsh. Ef þú ert þannig manneskja sem stekkur upp á stóla þegar mús birt- ist skaltu varast þessa spennumynd. Hún fjallar um ungan kaupsýslu- mann sem einangrar sig frá kon- unni til að einbeita sér að vinnunni í friði. Fljótlega verður hann var við að íbúð hans hýsir torkennilegt nag- dýr sem dundar sér við að valda hinum unga athafnamanna maga- sári (bókstaflega). AIls ekki við hæfi barna. LAUGARDAGUR 15. apríl Stöð 2 kl. 13.05 DÁÐADRENGIR* (The Whoopee Boys) Bandarísk gamanmynd frá 1986. Leikstjóri: John Bryum. Aðalhlut- verk: Michael O’Keefe og Paul Rodriguez. Ef þú hefur ekkert annað að gera við tímann en horfa á sjónvarpið má kannski horfa á þessa mis- heppnuðu gamanmynd. Hún fjall- ar um tvo framagosa sem ætla sér að komast inn í innsta hring ríka fólksins á Palm Beach. Afar slöpp mynd sem stendur varla undir nafni. Reyndu a.m.kjað nota tím- ann í eitthvað annað. Stöð 2 kl. 21.50 HERRERGI MEÐ ÚTSÝNI* * * (A Room with a View) Bresk mynd frá 1985. Leikstjóri: James Ivory. Aðalhlutverk: Helena Bonham-Carter, Maggie Smith, Denholm Elliot og Julian Sands. Þessi smekklega mynd er byggð á sögu breska rithöfundarins E.M. Forster og fjallar um breskar hefðir og á stundum skringileg gildi. Myndin segir frá ungri stúlku, Lucy, sem ferðast til Feneyja og verður þar ástfangin af ungum manni. Hún neyðist þó til að hverfa til heimalandsins burt frá ástmanni sínum. Fyrir tilviljun hittast þau nokkru síðar í Bretlandi, en hún er þá heitbundin öðrum manni úr sinni stétt. Hún verður að gera upp við sig hvort hún vill halda virðingu sinni meðal ættingja og vanda- manna með því að gleyma fornri ást, eða láta það sig engu varða og giftast fátækum elskhuga sínum. Einstaklega falleg kvikmynd þar sem kvikmyndataka, búningar og handrit eru óaðfinnanleg. Myndin vann m.a. Óskarsverðlaun fyrir besta handrit byggt á skáldsögu. Ríkissjónvarpið kl. 21.35 Rjartskeggur* (Yellowbeard) Bandarísk gamanmynd frá 1983. Leikstjóri Mel Damski. Aðalhlut- verk: Peter Boyle, Cheech Martin, Tommy Chong, Marty Feldman, John Cleese. Það eina sem kemur þessari mynd á spjöld kvikmyndasögunnar er að þetta var síðasta mynd rangeygða grínleikarans Martys Feldman. Að öðru leyti er þetta hlægilega ófynd- inn sjóræningjafarsi sem skríður ekki einu sinni upp í meðalmennsk- una. Það er einnig með ólíkindum hvað stjörnuúrval myndarinnar getur Iítið gert til að bjarga henni. Tvímælalaust betri dagskrá á hinni stöðinni að þessu sinni. Ríkissjónvarpið kl. 23.10 Ár drekans*** (The Year of the Dragon). Bandarísk sakamálamynd frá 1985. Leikstjóri: Michael Cimino. Aðal- hlutverk: Mickey Rourke, John Lone og Ariane. Mögnuð spennumynd um verð- launaðan lögreglumann í New York sem fær það erfiða verkefni að ráð- ast til atlögu við kínversku mafíuna þar í borg. Lögregluþjónninn, sem er leikinn af Mickey Rourke, á erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt eftir Víetnamstyrjöldina og leggur sig aðeins of ötullega fram í starf- inu. Myndinni er leikstýrt af Mi- chael Cimino, sem segir þessa mynd vera óbeint framhald af The Deer Hunter sem hann leikstýrði einnig. Handritið, sem er mátulega hasar- kennt, er skrifað af Oliver Stone sem síðar leikstýrði Platoon. Góð mynd í alla staði. Alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 00.40 Heilinn* * (The Brain) Frönsk gamanmynd frá 1969. Leik- stjóri: Gerard Oury. Aðalhlutverk: David Niven, Jean-Paul Belmondo og Eli Wallach. Ágætis gamanmynd um breskan ofursta sem hefur í hyggju að ræna lest. Þegar ætlunarverk. hans hefur tekist uppgötvar hann, kér til mikill- ar hrellingar, að aðrir þjófar eru á eftir honum. Góðir leikarar með hinn klassíska Breta David Niven í forystu. Ekki við hæfi barna. SUNNUDAGUR 16. apríl Stöð 2 kl. 23.10 Pixote* * * * Brasilísk kvikmynd frá 1981. Leik- stjóri: Hector Babenco. Aðalhlut- verk: Eernando Ramos Da Silva, Marilia Jorge Juliao og Gilbert Moura. Sjónvarpsdagskrá helgarinnar Iýk- ur með sannkallaðri perlu sem reyndar er ekki mjög fögur ásýndar. Hector Babenco, sem leikstýrði m.a. Kossi kóngulóarkonunnar, gefur okkur innsýn í ömurlegan heim heimilislausra ungmenna í Brasílíu. Aðalpersóna myndarinn- ar, hinn tíu ára gamli Pixote, lendir í alls kyns raunum í leit sinni að ein- hvers konar hlýju eða umhyggju. Áður en myndinni Iýkur hefur hann gengið í gegnum eiturlyfjaneyslu, vændi og myrt þrjár manneskjur. Átakanleg mynd og ekki fyrir þá sem vilja eingöngu sjá bjartar hliðar mannlífsins. Alls ekki við hæfi barna. 27 dagbókin hennar Kcera dagbók. Ég get svo svarið það að hann pabbi þrætir fyrir að halda framhjá henni mömmu, þó ég hafi sjálf séð hann með eigin augum með ein- hverri glæsigellu á Laugaveginum um daginn. Maðurinn er ekki nor- mal. Hann heldur greinilega að ég trúi hverju sem er... En ég þarf nú ekki endilega að vera fædd í gær, þó ég sé ekki nákvæmlega inni í pólitík og alls konar svoleiðis. Það inter- essar mig barasta ekki, eins og mamma segir þegar einhver fer að tala um tískuföt og hárgreiðslur og þannig. Amma á Einimelnum segir líka að hana mömmu vanti sko al- veg kvenlegan „sans“, en það kem- ur reyndar þessu máli ekkert við. Og þó... Ég hef soldið verið að pæla í því af hverju pabbi er með þessari kellingu (Ég tek nú ná- kvæmlega ekkert mark á einhverj- um lélegum þrætum hjá honum, maður. Hann hefði heldur ekki gef- ið mér fimmþúsundkall og beðið mig í Guðs bænum um að ræða ekki þetta slúður við mömmu, ef hann væri svona svaka saklaus! Glætan...) En sem sagt, þá held ég að þetta sé allt út af þessu Kvenna- listastússi á henni móður minni. Það er náttúrulega ekki hægt að bjóða karlmanni upp á svona lagað. Sérstaklega þar sem hún var allt öðruvísi, þegar hann kynntist henni, svo kallgreyið vissi ekkert á hverju hann átti von. Mamma var einu sinni voða venjuleg húsmóðir, sem sá barasta um sína familíu og hafði það gott. Fékk sér meira að segja smákennslu í Hagaskólanum, þegar við krakk- arnir vorum öll byrjuð í skóla, og þurfti þess vegna ekki að biðja pabba lengur um pening fyrir lagn- ingu, sokkabuxum og maskara og ýmsu svona smálegu. Þetta var al- veg idealt líf. Heitur matur á hverju kvöldi og allt... En svo kom þessi Kvennalisti og klúðraði öllu. Fundir alla daga og eilífar símhringingar langt fram á kvöld — og svo tók hún bara að sér fulla vinnu, án þess að spyrja pabba. Hún hefur auðvitað engan tíma lengur fyrir lagningu og þannig „pjatt“ og það er algjört lottó hvort maður fær heitan mat á kvöldin. Henni finnst svo mikilvægt að fórna sér fyrir allar konur á landinu að ein vesalings fjölskylda vestur í bæ er algjört aukaatriði. Samt veit ég um fullt af kellingum, sem er skítsama um þetta jafnréttistal og vilja ekkert láta ókunnugar konur vera að berjast fyrir einu eða neinu fyrir sig. Þetta eru svona venjulegar konur, sem búa til rifsberjasultu á haustin og smyrja skólanestið fyrir krakkana sína, og kjósa örugglega eitthvað allt annað en Kvennalist- ann. Þetta ruglástand hefur leitt pabba greyið út í framhjáhaldið. Ég er alveg handviss um það. Það þyrfti nú einhver að skrifa grein um þetta í blöðin. Fólk gerir sér nefni- lega ekki grein fyrir því hvað það er stórhættulegt, þegar konur fara að pæla í pólitík. Kannski amma á Einimelnum væri til í að skrifa um þetta. Hún segist hvort sem er vera besta vinkona allra kallanna á Mogganum. Bless, Dúlla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.