Pressan - 13.04.1989, Page 19

Pressan - 13.04.1989, Page 19
Fimmtudagur 13. apríl 1989 19 ..Prinsippmál aö vera i svona fín um fötum," sagói Þórhallur Sig- urósson. sem átti fyrsta lagið sem tekið var upp fyrir Stöó 2. Sönglagakeppni Pressunnar og fleiri aðila LAN DSLAGIÐ FILMU Frá og með næsta laugardagskvöldi kynnir Stöð 2 /ögin tíu sem keppa til úrslita í Sönglagakeppni Islands 1989. Lag Þórhalls Sigurðssonar, Prinsippmál, var fyrsta lagið sem tekið var upp. PRESSAN fylgdist með hluta úr degi. Þórhallur Sigurðsson í Valentino-fatnaði. Glerfínn með klút i hólsinn. Hvorki líkur Eiríki Fjalari né Soxa lækni. Segist i þetta sinn vera í hlutverki Þórhalls Sigurðssonar, ekki einu sinni í hlutverki Ladda. Gengur um í reyk, Ijós- in breyta um lit og Þórhallur syngur lagið „Prinsippmól". EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYNDIR: EINAR ÓLASON Hann er í stúdíói Stöðvar 2, þar sem undanfarna daga hefur verið unnið að upptökum á lögunum tíu sem keppa til úrslita í Sönglaga- keppni íslands. Hljóðverið Stöðin hafði áður tekið lögin upp, nema Iag Jóhanns G. Jóhannssonar, sem tekið var upp hjá Hljóðrita í Hafn- arfirði. Stöðin er einn fram- kvæmdaaðila keppninnar, en hinir tveir eru Hótel Saga og Pressan. Aðrir aðstandendur eru Bylgjan og Stöð 2, sem kynna lögin fyrir úr- slitakvöldið og senda jafnframt beint út frá keppninni 28. apríl, Víf- ilfell — Coca Cola, sem veitir verð- laun til gerðar myndbands, Ferða- miðstöðin Veröld og Norræna ferðaskrifstofan, sem veita ferða- verðlaun, Kjötmiðstöðin Garðabæ, sem gefur höfundi vinningslagsins 200.000 króna peningaverðlaun, ív- ar Þ. Björnsson gullsmiður, sem gefur verðlaunagripi, og íslenska auglýsingastofan, sem hannar allar auglýsingar og merki keppninnar. Það var þvi eftir nokkru að slægjast að taka þátt í keppninni. Aðeins tíu lög af rúmlega þrjú hundruð komust í úrslitakeppnina, og þau tíu lög fá áhorfendur Stöðv- ar 2 að heyra frá og með næsta laug- ardagskvöldi, þar sem þau verða flutt 'í fréttaþættinum 19.19. Mar- ianna Friðjónsdóttir er upptöku- stjóri, en sjálf segir hún að hlutirnir gætu ekki gengið upp nema með góðri samvinnu: „Þetta er auðvitað fyrst og fremst samvinna allra þeirra sem að upptökunni standa,“ segir hún. Með Þórhalli í stúdíóinu eru þrír myndatökumenn og tveir sviðs- stjórar. í herberginu innaf situr Maríanna með sínu fólki, þeim sem sjá um ljóshönnun, myndblöndun, tæknistjóranum og aðstoðarstúlku upptökustjóra. Þar fyrir innan kemur þriðja herbergið þar sem hljóðmeistarinn situr. „Fimm, fjór- ir, þrír, tveir, einn, tónlist . . .“ „þrír, tveir, einn, söngur,“ Birna Björgvinsdóttir, aðstoðarmann- eskja Maríönnu, telur aftur og aft- ur, aftur og aftur. Þau prófa nokkr- um sinnum. „Kamera tvö, geturðu verið svolítið nær?“ „Eyþór, get- urðu látið reykinn flæða meira inn í botninn?" „Þetta var frábært hjá ykkur strákar.“ „Segiði Ladda að hann hafi verið mjög góður.“ Mar- íanna er greinilega hvorki stressuð né óþolinmóð, enda virðist slíkt ekki há einum einasta manni sem vinnur að upptökunni. Hönnuður sviðsmyndanna, Jón Árnason, deildarstjóri leikmyndadeildarinn- ar, er að sjálfsögðu með í ráðum og leggur sitt til málanna. Þórhallur þiggur að fá sér frískt Sviðsstjórarnir Kristinn Karlsson og EyþórÁrnason hafa að ýmsu að huga. Ragnheiður Olafsdóttir, búningamanneskja á Stöð 2, gætir þess að söngv- ararnir séu tipp topp i klæðnaði. Hér lagar hún hálsklútinn á Ladda. Bak við hann stendur Elin Sveinsdóttir, sem sér um förðun. loft eftir að hafa verið í upptökunni í nærri tvo tíma: „Það er orðið svo- lítið heitt hérna inni!“ segir hann, enda hitastigið farið að líkjast því sem tíðkast á sólarströndum. Krist- inn Karlsson sviðsstjóri segir þetta nú ekkert miðað við hvernig hitinn verði síðar um daginn og hinn sviðsstjórinn, Eyþór Árnason, seg- ir hlæjandi að þá séu menn nú farn- ir að lykta skemmtilega! Á Þórhalli er enga óþolinmæði að finna. Hann segist vanur því að syngja lög inn fyrir sjónvarp og þetta sé allt eins. Nema hvað nú sé hann í eigin hlutverki og það megi segja að það hafi verið prinsippmá! hjá honum að vera svona fínn og strokinn. Maríanna segir þau á Stöð 2 hafa fengið frumtökur á lögunum tíu til að setja sig inn í þann andblæ sem í þeim ríkti: „Sviðsmyndirnar hér verða þrjár. Við setjum inn rauð ljós og reyk í lagi Ladda, enda næt- urklúbbsstemmning í því. í upp- töku á öðru lagi munum við dæla inn einu tonni af vatni og í enn öðru verður ísing á gólfinu. Við gætum þess að gera öllum flytjendunum jafnhátt undir höfði og það hvernig hver og einn hreyfir sig, hvar hvaða sviðsmynd er og annað í þeim dúr er unnið í sameiningu af okkur öllum. Góð upptaka byggist fyrst og fremst á góðri samvinnu." Upptökustjórnin að störfum. Þau eru: Alfreö Böðvarsson Ijóshönnuður, Birna Björgvinsdóttir, aðstoðarstúlka við upptöku, Marianna Friðjónsdótt- ir upptökustjóri, Þór Freysson, sem sér um myndblöndun, og Sverrir Karls- son tæknistjóri. Fyrir aftan þau er Jón Árnason, deildarstjóri leikmynda- deildar. Magnús Egilsson sér um hljóðiðog eins gott aðekkert fari þarúrskeiðis ... Kynningarkvöld Sönglagakeppni íslands á morgun, föstudag: LÖGIN TÍU FRUMFLUTT t SÚLNASALNUM Kynning á lögunum tíu sem keppa til úrslita í Sönglagakeppni íslands fer fram i Súlnasal Hótels Sögu annað kvöld, 14. apríl. Ungversk- ir meistarakokkar munu sjá til þess að gestir fái bragðgóðan mat og meðan á borðhaldi stendur leikur fjögurra manna sígaunahljóm- sveit frá Ungverjalandi. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Kynningarkvöldið hefst milli kl. 19.30 og 20 með því að kvöldverður að hætti Ungverja verður borinn á borð og stundvíslega kl. 21.15 hefst kynning á lögunum tíu. Ástæða þess að tíminn hefur verið svo nákvæmlega ákveðinn er sú að margir keppendanna þurfa að mæta til vinnu kl. 22 og flutningur laganna tíu tekur um klukkustund. Lögin tíu og flytjendur þeirra á kynningar- og úrslitakvöldinu eru: Brotnar myndir eftir Rúnar Þór Pétursson sem flytur lagið ásamt Andreu Gylfadóttur. Dúnmjúka dimma eftir Ólaf Ragnarsson sem Ólafur flytur ásamt bræðrum sín- um Ágústi og Jóni. Ég sigli í nótt eftir Bjarna Hafþór Helgason sem Júlíus Guðmundsson flytur Ég úti- loka ekkert eftir sama höfund, flutt af Ingu Eydal. Bergþóra Árnadóttir söngkona kom til landsins í gær frá Danmörku, þar sem hún er búsett, gagngert til að syngja lag sitt inn á plötu og á kynningarkvöldinu. Lag Bergþóru heitir Fugl í búri. Þórhall- ur Sigurðsson, Laddi, flytur sjálfur lag sitt Prinsippmál og Ágúst Ragn- arsson ásamt hljómsveitinni Sveitin milli sanda flytur lag Ágústs, Ráð- húsið. Ekki er ólíklegt að borgar- stjórinn, Davíð Oddsson, taki einhvern þátt í flutningi lagsins, ef ekki með söng, þá með ræðu. Lag Jóhanns G. Jóhannssonar, Við eig- um samleið, verður væntanlega bú- ið að fá nýtt nafn áður en að kynningarkvöldinu kemur, þar eð annað lag ber sama nafn. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvars- son ásamt Stjórninni flytja það lag. Júlíus Guðmundsson flytur annað lag þetta kvöld, lag Sigfúsar E. Arnþórssonar, Við fljótið, og Ingi Gunnar Jóhannsson flytur sitt lag, Við tvö, ásamt Evu Albertsdóttur. Flutningur laganna tíu á Hótel Sögu annað kvöld verður frum- flutningur, en frá og með laugar- deginum munu þau hljóma á Bylgjunni og á Stöð 2 þar sem þau verða flutt í þættinum 19.19. Eftir að lögin tíu hafa verið kynnt verða Karon-samtökin með skrautsýningu og hljómsveitin Einsdæmi og söngkonan Helga J. Möller sjá urn tónlist til klukkan þrjú um nóttina. Það er ástæða til að hvetja unnendur góðrar tón- listar til að fjölmenna á Hótel Sögu annað kvöld og heyra lögin í keppn- inni um Landslagið, keppni sem öll- um landsmönnum gafst kostur á að taka þátt í.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.