Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 28
IPRESSU MOJLAR c C^íðastliðið þriðjudagskvöld flutti Sigmundur Ernir Kúnarsson fréttamaður allharðyrta gagnrýni á kvikmyndina Rain Man í þættinum 19/19 á Stöð tvö. Lýsti hann þar bæði kostum og löstum og fannst að þessari Óskarsverðlaunaafurð Hollywood hefði verið hampað meira en efni standa til í fjölmiðl- um. Á undan kynnti Helga Guðrún Johnson fréttamaður kvikmynda- gagnrýni Sigmundar með þeim orð- um að hann ætlaði að rakka þessa frægu mynd niður. Þessi ummæli fréttamannanna í 19/19 urðu til þess að strax næsta morgun sleit Árni Samúelsson, eigandi Bíóborg- arinnar, öllum viðskiptum við Is- lenska myndverið og tók allt sitt efni út af Stöð tvö... Ífjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Fluglciðir hefðu sam- þykkt að falla frá málshöfðun gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Af fréttum mátti ráða að sam- komulagið hefði gengið snurðu- laust fyrir sig, en sú var aldeilis ekki raunin. Flugleiðir voru næstum búnar að sprengja málið á því að krefjast fimm sólarhringa frestunar á stöðvun á millilandaflugi Flug- leiða, eftir að almenn verkföll stétt- arfélaga hefjast. Alþýðusambandið og aðildarfélögin fimm, sem málið snerist um, buðu Flugleiðum fyrst upp á þriggja daga frest, sem Flug- leiðamönnum fannst of skammur tími. Þá buðu verkalýðsfélögin fjögurra daga frest, en Flugleiðir héldu fast við dagana fimm. Verka- lýðsfélögin gáfu ekki eftir og mátti ekki tæpara standa að samkomu- lagið félli þegar Flugleiðir sáu sér ekki annað fært en samþykkja fjóra daga... okkurs titrings gætir í verk- falli háskólamanna við ríkið. Al- þýðubandalagsmenn eru margir milli steins og sleggju og sjást gaml- ir atvinnuverkfallsmenn ekki í fremstu víglínu. Fjármálaráðherra nýtir sér óspart tengsl við gjald- genga allaballa. Hefur það mælst misvel fyrir er Ólafur Ragnar hefur pikkað út einn og einn á viðkvæm- um stundum til að kanna ástand. En háskólamenn koma fram sem órofa heild í samningunum og koma samninganefnd ríkisins í opna skjöldu. Þar á bæ er áhugi á að dreifa háskólaliðinu — ekki síst að draga kennara út úr samflotinu, en þeir eru um 60% allra sem eru í verkfalli... I síðustu viku sögðum við frá því að Birgir Árnason, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra, hefði tekið sæti í útgáfu- stjórn tímaritsins Þjóðlífs. Alls hafa reyndar fjórir nýir menn geng- ið inn í stjórnina, því auk Birgis komu þeir Skúli Thoroddsen lög- fræðingur, Hallgrímur Guðmunds- son, sveitarstjóri á Höfn, og Albert Jónsson, framkvæmdastjóri örygg- ismálanefndar, inn í stjórnina á dögunum... Um miðjan maímánuð hefst Flugleiða til Parísar. Flogið verður allt að 4 sinnum í viku yfir sumarmánuðina. Með þessum aukna sveigjanleika hefurðu því frjálsari hendur en áður. í París er tilveran engu lík: kaffihúsin, götulífið, stórkostleg söfnin og veitingastaðirnir gera dvöl þína að einstakri upplifun. Flugleiðir bjóða mörg góð og ódýr hótel, vel staðsett í borginni, svo og bílaleigubfla fyrir þá sem þess óská. Frakkland, með París í fararbroddi, er í einu orði sagt ómótstæðilegt. Verð frá kr. 21.130* * Súper-Apex fargjald. BON VOYAGE! Viltu vita meira um París? Náðu þér í nýja sumarbæklinginn okkar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir: Sími 25 100. AUK/SlA klll

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.