Pressan - 13.04.1989, Side 9

Pressan - 13.04.1989, Side 9
Fimmtudagur 13. apríl 1989 9 TVÖ STÆRSTU TOGSKIPIN Á PATREKSFIRÐI Á SÍÐARA NAUÐ- UNGARUPPBOÐ INNAN SKAMMS HÆTTA Á GJALP- ÞROTI HRAÐ- FRYSTIHUSSINS, SEM YRÐI_____ ALVARLEGT ÁFALL FYRIR ÞÚSUND_______ MANNABYGGÐ PATREKS-_____ FJARÐAR Á tímum bjartsýni i sjávarútvegi var ákveðið að byggja stórt frystihús á Patreksfirði. SÍS og kaupfélagið lögðu til peningana. Fyrir réttum tiu árum birti Helgarpósturinn viðvörun undir fyrirsögninni: „Peningaaustur á Patreksfirði." Var sagt að pólitík hefði orðið skynsemi yfirsterkari og verið væri að gera Patreksfirðingum óleik með þessari mikiu fjárfestingu. PATRÓ AÐ BLÆÐA ÚT? Patreksfirðingar eiga á hættu að missa tvö stærstu togskipin sem gerð eru út frú staðnum og með þeim fer helmingur aflakvóta plóss- ins. Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. á skipin, en frystihúsið hefur ótt í viðvarandi erfiðleik- um þennan óratug. Aðaleigandi hraðfrysti- hússins er sambandið og dótturfyrirtæki þess. Fjöldi þjónustufyrirtækja ó staðnum ó inni hjó hraðfrystihúsinu og gjaldþrot þess yrði alvar- legt ófall fyrir þúsund manna byggðina sem kennd er við heilagan Patrek. EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON 1 vetur hefur vinna í frystihúsinu á Patreksfirði legið niðri og fjörutíu konur og karlar verið atvinnulaus. „Þetta er miðaldra fólk og þaðan af eldra, sem lagði lífsstarf sitt í þetta fyrirtæki,“ segir Úlfar B. Thorodd- sen sveitarstjóri. Rekstur frystihússins var að- þrengdur í haust og með hverjum deginum jókst tapið. Stjórn fyrir- tækisins sá að við svo búið mátti ekki standa og taprekstrinum yrði að linna. Það var brugðið á það ráð að segja upp ráðningarsamningum i byrjun október. Skip frystihússins voru áfram gerð út, en afíinn seldur óunninn ýmist til Bretlands eða á fiskmarkaðinn í Reykjavík. Þorsk- kvóti skipanna er um 5.000 tonn, en það er helmingur þess kvóta sem fellur til útgerðar á Patreksfirði. Það er ein af þversögnum ís- lensks sjávarútvegs og vinnslu að það borgar sig að selja aflann óunn- inn til útlanda, fremur en vinna hráefnið hér heima. „Við verðum að fá plústölu út úr rekstrinum, og eini möguleikinn á því núna virðist vera með ísfisksölu," sagði stjórn- arformaður hraðfrystihússins, Sig- urður Viggósson, í blaðaviðtali daginn eftir að verkafólkinu var sagt upp. Vonlausum vísað ó dyr Útgerðin skilaði í vetur einhverj- um hagnaði, en hvergi nærri nógum til að grynnka á skuldum. A meðan togskipin Sigurey og Þrymur lönd- uðu í Reykjavík og Grimsby leitaði stjórn hraðfrystihússins aðstoðar atvinnutryggingasjóðs. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að hjálpa rekstri fiskvinnslufyrirtækja sem standa tæpt, en eiga sér þó viðreisn- ar von. Atvinnutryggingasjóður hafnaði umsókn Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar og á svipuðum tíma var auglýst uppboð á skipunum tveim. Síðara uppboðið er ákveðið 10. maí og þá verður endanlega ljóst hvort Patreksfirðingar missa helming fiskkvótans. Síðasta hálmstrá þeirra fyrir- tækja sem ekki fá inni hjá atvinnu- tryggingasjóði er hlutafjársjóður. Hraðfrystihús Patreksfjarðar á um- sókn hjá hlutafjársjóði og fær að líkum niðurstöðu á næstu vikum. Nýtt og dýrt hús Það má rekja vandræði hrað- frystihússins tuttugu ár aftur í tím- ann. í kringum 1970 var ákveðið að byggja nýtt hús undir frystinguna. Teiknistofa Sambandsins var fengin til að teikna húsið og Bjarni Kon- ráðsson lauk því verki í ágúst 1973. Stjórnvöld hleyptu af stokkunum svonefndri hraðfrystihúsaáætlun á svipuðum tíma með það að mark- miði að endurnýja frystihúsin í land- inu. Hraðfrystihúsið naut aðstoðar opinberra sjóða þegar byggingar- framkvæmdir hófust árið 1973. í upphafi voru efasemdir um bygginguna og framkvæmd henn- ar. Að sumra áliti var ekki heppilegt að byggja svo stórt og mikið hús undir frystinguna, ekki síst þar sem hraðfrystihúsið varð að fá peninga til byggingarinnar lánaða að mestu leyti. Önnur röksemd gegn bygging- unni var að fyrir starfaði annað frystihús á Patreksfirði, Skjöldur hf. Skjöldur skipti um eigendur ár- ið 1981 og reksturinn varð brösóttur í nokkur ár og var loks aflagður. Þrátt fyrir efasemdir töldu að- standendur Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar að réttmætt væri að reisa vandað og stórt hús. Á þessum árum var bjartsýni ríkjandi í sjávar- útvegi og gert var ráð fyrir auknum fiskafla. Sambandiö ætlar sér aukinn hlut Þegar hraðfrystihúsið var stofn- að árið 1940 átti kaupfélag Vest- ur-Barðstrendinga meirihluta hlutafjár, en aðrir eigendur voru einstakir heimamenn. Um svipað leyti og nýbyggingin var ákveðin var það stefna sambandsmanna að eignast stærri hlutdeild í sjávarút- vegi Vestfirðinga. Sambandið lán- aði fé til byrjunarframkvæmda og kaupfélagið lagði fram aukið hluta- fé 1977. Það dróst á langinn að ljúka bygginu nýja frystihússins. Árið 1979 komst hraðfrystihúsið í há- mæli en í ágúst birtist frétt í Helgar- póstinum undir fyrirsögninni „Peningaaustur á Patreksfirði”. í fréttinni var sagt frá efasemdum og gagnrýni um byggingu hússins. Kjarni fréttarinnar er að pólitík hafi orðið skynsemi yfirsterkari í málefnum Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar. Blaðamaður hefur eftir ónafn- greindum embættismönnum að „verið væri að gera Patreksfirðing- um óleik” með byggingarfram- kvæmdunum. Svavar Júlíusson, kaupfélags- stjóri á Patreksfirði, andæfði frétt Helgarpóstsins viku eftir að hún birtist. Svavar sagði bygginguna nauðsynlega til að Patreksfirðingar héldu hlut sínum í sjávarútvegi Vestfirðinga og síst væri það of stórt. Svavar sagði nýja frystihúsið • ,/Þegar hrað- frystihúsið hættir að gefa blóð þó blæð- ir öðrum fyrir- tækjum ó Pat- reksfirði út/# segir Hjörleif- ur Guðmunds- son, formaður verkalýðsfé- lagsins ó staðnum. • Vinna í frysti- húsinu hefur legið niðri í vetur og 40 manns gengið atvinnulausir. • „Þetta er miðaldra fólk og þaðan af eldra, sem lagði lífsstarf sitt í þetta fyr- irtæki/# segir Úlfar B. Thor- oddsen sveit- arstjóri. • Ef Patreks- firðingar missa Sigurey og Þrym fer helmingur aflakvotans með. þurfa aðeins óverulega viðbót af hráefni til að reksturinn bæri sig. Sér ekki til sólar Það varð Patreksfirðingum til óhapps að á sama tíma og frysti- húsið var tekið í notkun dróst afli heimabáta saman. Á móti kom að nýr skuttogari bættist í flotann og hann gerður út af hraðfrystihús- inu. Engu að síður var rekstur fryst- ingarinnar erfiður og skuldirnar uxu. Sigurður Viggósson stjórnarfor- maður segir vertíðirnar 1986 og 1987 hafa verið með betra móti. „Ef við hefðum fengið einar þrjár eða fjórar vertíðir á borð við vertíðina 1987 væri staðan allt önnurý segir hann. Stóri skellurinn kom 1988 og síðan hefur ekki sést til sólar í rekstri frystihússins. Sigurður segir fátt um ástæðurn- ar fyrir bágri stöðu hraðfrystihúss- ins. Hann hóf ekki afskipti af rekstrinum fyrr en umdeilda frysti- húsið var fullbyggt og komið í notk- un. „Ég held að langur byggingartími sé stór hluti skýring- arinnar. Það tók sex ár að byggja húsið og þann tíma skilaði það ekki arði heldur safnaði skuldum,“ er álit Sigurðar. Aðspurður um fram- haldið segir Sigurður: „Við ætlum okkur að lifa þetta af.“ Baróttuandi og blendnar tilf inningar Hjörleifur Guðmundsson, for- maður verkalýðsfélagsins, tekur í sama streng. „Við erum klárir á því á hverju þjóðin lifir og menn eru ekki að gefast upp.“ Þrátt fyrir baráttuandann er ugg- ur í mönnum á Patreksfirði. Nær eina fiskvinnslan í vetur er saltfisk- verkun og þegar vertíð lýkur í maí er lítið við að vera. Vertíðarlok ber upp á sama tíma og síðustu nauð- ungaruppboð á Sigurey BA og Þrym BA. Þessi skip eru hrygg- stykkið í atvinnulífi plássins, enda yrði hraðfrystihúsið gjaldþrota í kjölfarið. „Þegar hraðfrystihúsið hættir að gefa blóð þá blæðir öðrum fyrir- tækjum á Patreksfriði út,“ segir Hjörleifur Guðmundsson.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.